Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 1
12. tölublað 2013 Fimmtudagur 20. júní Blað nr. 397 19. árg. Upplag 30.000 – Sjá viðtal bls. 2 Mynd / MÞÞ Yfir 5.000 hektarar túna eru verulega skemmdir af völdum kals á Norður- og Austur landi. Langverst er staðan í S-Þingeyjarsýslu, en þar er áætlað að 1.900 hektarar séu skemmdir á 100 býlum. Segja má að nær öll sýslan sé undirlögð af kali. Eingöngu er talið saman kaltjón sem er metið sem stórfellt, þ.e. miðað er við að meira en 20 prósent túna hafi kalið. Því eru ótaldir þeir bæir þar sem tún hefur kalið í minna mæli en ljóst er að víða verður það til ódrýginda í heyfeng í sumar. Alls er talið að stór fellt kal sé á 269 bæjum á svæðinu. Allt í allt er talið að 5.210 hektarar séu skemmdir vegna kals, samkvæmt mati ráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Ráðunautar RML hafa nú heimsótt flesta þá bændur sem þess hafa óskað og veitt þeim viðeigandi ráðgjöf. Eins og greint er frá hér að ofan er staðan verst í S-Þingeyjarsýslu en þar á eftir kemur Austurland. Þar er áætlað að kaltjón hafi orðið á 60 bæjum og skemmdir hektarar séu 1.300. Ástandið er verst á Héraði og norðurhluta fjórðungsins en lítið er um kal á fjörðunum. Í Eyjafirði eru tjón á 38 bæjum og skemmdir á 900 hekturum túna. Þar er staða mál langverst í Hörgárdal og Öxnadal. Í Skagafirði er tjón á 33 bæjum og verst er staðan út með firðinum austanverðum, í Viðvíkursveit, í Hjaltadal, Óslandshlíð og út eftir Sléttuhlíð. Talið er að um 500 hektarar séu skemmdir í Skagafirði. Í N-Þingeyjarsýslu er verulegt kal á 27 bæjum en þar er einnig talið að um 500 hektarar túna séu skemmdir. Verst er ástandið í Þistilfirði, Öxarfirði og Kelduhverfi. Þá er einnig tjón af völdum kals í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum, einkum við Steingrímsfjörð og við norðanvert Djúp. Þar er kal talið vera stórfellt á 8 bæjum og um 80 hektarar skemmdir. Minna tjón er í Húnavatnssýslum en þar er þó víða talið að kal verði til ódrýginda. Áætlað er að um 30 hektarar séu skemmdir á þremur bæjum þar sem kal er stórfellt. Kostnaður við endurræktun á hektara við bestu aðstæður er að lágmarki 100 þúsund krónur og er þá áburður ótalinn. Því má gera ráð fyrir því að kostnaðurinn við endurræktun nemi að lágmarki 520 milljónum króna og líklegt er að talan sé enn hærri, ekki síst í ljósi þess að ekki er metið tjón sem er undir 20 prósentum af túnum eins og áður segir. Umræða um kaltjón á Alþingi Umræða fór fram á Alþingi um kaltjón og harðindi á Norður- og Austurlandi 13. júní sl. Málshefjandi var Haraldur Benediktsson, þing maður Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi, en til andsvara var Sigurður Ingi Jóhanns son, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í þeim umræðum sagði Sigurður Ingi að ríkisstjórnin myndi veita bændum á svæðinu stuðning en ljóst væri að ekki yrði hægt að bæta bændum allt tjón þeirra. Taka yrði mið af stöðu ríkissjóðs í þeim efnum. Tillögur um hamfarasjóð Kristján Möller, þingmaður Sam- fylkingarinnar, nefndi í umræðum að síðasta ríkisstjórn hefði staðið myndarlega að stuðningi við bændur, bæði vegna eldgosa á Suðurlandi og einnig vegna veðurofsa á Norðurlandi síðasta haust. Haraldur tók undir þetta en sagði sömuleiðis að nú væri þörf á að huga að því hvernig þessum málum yrði skipað til framtíðar, svo ekki þyrfti að velkjast í vafa um aðkomu ríkisins að stuðningi í gegnum Bjargráðasjóð. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, benti á að starfshópur sem skipaður hefði verið af fyrrverandi forsætisráðherra hefði skilað skýrslu í desember síðastliðnum með tillögum um að stofna ætti sérstakan hamfarasjóð sem sinnt gæti forvarnarverkefnum vegna náttúru- vár og greiða bætur vegna tjóns af völdum náttúruhamfara sem ekki fengist bætt úr vátryggingum. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra þakkaði umræðurnar og sagði gleðilegt að ljóslega hefði komið fram að þingmenn stæðu þétt að baki bændum hvar í flokki sem þeir stæðu og hvaðan sem þeir kæmu af landinu. Hann tók af öll tvímæli um að ríkisstjórnin myndi koma að málum bænda á Norður- og Austurlandi með stuðningi vegna þess tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir. /fr Kostnaður vegna endurræktunar yfir hálfur milljarður króna – Ríkisstjórnin hyggst styðja við bændur vegna tjónsins eftir föngum: Meira en 5.000 hektarar skemmdir vegna kals Mynd / Sigurður Eyþórsson 16 20 42

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.