Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Nocria Arctic 14 Öfl ug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Heldur jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður s Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! S í m a r : 6 9 5 2 0 9 1 / 8 9 4 4 3 0 2 V a r m a d æ l u r f r á F u j i t s u , P a n a s o n i c , M i t s u b i s h i o g T o s h i b a B j ó ð u m u p p á V I S A o g M a s t e r c a r d r a ð g r e i ð s l u r A u g l. S ta p a p re n t 8 ára ábyrgð! í heimsókn og haldið námskeið sem miðar að því að tengja börnin náttúrunni í gegnum ræktun og aðrar upplifanir. Á þessu vori hóf ég samstarf við áhugasamar ungar konur í samtökum sem sem þær nefna „Rækta“. Innan þeirra samtaka er í þróun verkefni fyrir 6-13 ára börn sem gengur út á að fræða þau um ræktun matjurta og heilsusamlegt mataræði. Það felur einnig í sér að auka meðvitund barnanna um umhverfismá og sjálfbæra þróun. Síðustu sjö til átta árin hef ég verið með matjurtanámskeið fyrir fullorðna, þar sem ég legg áherslu á lífræna ræktun með verklegri kennslu. Ég hef líka farið út á land með bæði fyrirlestra og námskeið – og hafa þessir viðburðir verið vinsælir og vel sóttir. Á undanförnum árum hef ég svo útvíkkað námskeiðahaldið og verið með viðarnytjanámskeið, þar sem fólki er kennt að nýta við sem til fellur úr garðinum til að flétta körfur, búa til skjólveggi og klifurgrindur fyrir skriðplöntur ýmiss konar. “ Ræktunin heima á Dalsá Jóhanna er sjálf afkastamikill ræktandi og sinnir flestum verkum ein. Hún segir að sífellt fleiri kjósi að rækta grænmeti sitt í heimilisgarðinum, í reitum sem leigðir eru af sveitarfélögum eða á sumarhúsalandinu. „Það eru um fjögur ár síðan ég hætti að vinna í Hæfingarstöðinni Bjarkarási [vinnustaður fyrir þroskahamlað fólk í Stjörnugróf í Reykjavík] sem kennari og ákvað að hefja sjálfstæða ræktun hér heima á Dalsá. Í Bjarkarási er lífrænt vottuð matjurtaræktun og þar kynntist ég því til fulls hvað felst í slíkri ræktun. Ég ákvað sem sagt þá að nú væri nóg komið af vinnu fyrir aðra og síðustu vinnuárunum mínum ætlaði ég að verja fyrir mig sjálfa – og lét þannig drauminn minn rætast.“ Ræktar fyrir grasalækna og matreiðslumeistara Jóhanna er með fjölmargar tegundir í ræktun. Hún selur bæði forræktaðar plöntur snemma sumars og svo eigin uppskeru; bæði á sveitamörkuðum í nágrenninu og við brúsapallinn sinn við heimreiðina að Dalsá. Undanfarin sumur hefur hún líka ræktað nokkrar tegundir lækningajurta fyrir grasalækna og nú í sumar hafa matreiðslumenn einnig ásælst afurðirnar frá Dalsá til nota á veitingastöðum sínum. /smh Nokkrar „óvenjulegar“ tegundir eru í ræktun á Dalsá. Hér er Jóhanna með káltegundina Pak Choi. lífrænt. Ræktun í gróðurhúsi hefur þar verið allar götur frá 1954. Engin lántaka fyrir byggingunni Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður Sunnu segir að byrjað hafi verið reisa húsið síðastliðið sumar en aðdragandinn hafi verið nokkuð langur. „Ég byrjaði í raun að hugsa um þetta strax þegar ég kom hingað til starfa árið 2005 og þá byrjuðum við að safna peningum, en engin lán voru tekin til að fjármagna bygginguna.“ Ræktun í húsinu er komin í fullan gang og að sögn Valdimars er aðeins verið að þreifa fyrir sér með möguleikana eftir stækkun. „Við verðum að sjálfsögðu mest með tómata og agúrkur, enda hafa þær tegundir alla tíð verið ræktaðar í húsum hér – og svo telst paprikan líka til uppistöðutegunda hjá okkur. Við höfum ekki lýst mikið, þannig að aðal uppskerutímabilið okkar hefur verið frá apríl og fram í lok október. Við erum líka með mikið af grænkáli og blaðlauk, auk þess sem við erum að prófa okkur áfram með kúrbít og eggaldin. Þá erum við líka með talsvert af kryddjurtum; t.d. basiliku og steinselju.“ Um síðastliðin áramót sam- einaðist Ölur skógræktarstöð, sem einnig er á Sólheimum, Garðyrkjustöðinni Sunnu undir nafninu Jurtastofa Sólheima – og veitir Valdimar því fyrirtæki einnig forstöðu. Ætlunin með nýju fyrirtæki er að auka ræktun berja og ávaxta, auk krydds og lækningajurta. Á Sólheimum er einnig nokkur útiræktun og eru afurðirnar úr henni, aðallega kartöflur og rófur, notaðar mest til heimabrúks á svæðinu. Jurtastofa Sólheima er sjálfstæð rekstrareining en þó í eigu Sólheima. Valdimar segir rekstur garðyrkjustöðvanna hafa verið það góðan í gegnum tíðina að þær hafi skilað einhverjum tekjum til Sólhema og ekki hafi þurft að borga með þeim. Hann segir að þó að starfsemin í nýja húsinu sé komin á fullt eigi eftir að ganga frá nokkrum hlutum til að fullkomna verkið. „Með nýbyggingunni erum við komin með gólfflöt upp á 1.790 fermetra auk þess sem við erum með um 700 fermetra plasthús. Við erum að setja upp millivegg í nýja húsið til að betur verði hægt að stýra loftslagi í hvoru hólfi fyrir sig. Svo erum við enn að handstýra húsinu. Við erum þó búin að kaupa tölvukerfi fyrir húsið og lýsingu sem stefnt er á að setja upp í haust og þá verður það endanlega tilbúið. Þá verða einnig settar upp gardínur til að minnka ljósmengun frá húsinu auk þess sem lýsingin mun nýtast betur.“ /smh Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Vorum að fá sendingu af vörubíladekkjum, 22.5" Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr. 116.000 m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr. 109.000 m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr. 122.000 m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 KYMCO 2013! Enn betra og skemtilegra hjól hlaðið aukabúnaði Borgartún 36 • 105 Reykjavík 588 9747 • www.vdo.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.