Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Norðmenn auka stuðning við landbúnað sinn LEIÐARINN „ESB tók þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar efnahagslegar byrðar í andstöðu við lög og braut svo blað í sögu sinni til að taka þátt í málaferlum gegn Íslandi. Nú þarf ESB að sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra m.a. í 17. júní ræðu sinni á Austurvelli. Það voru orð að sönnu en spurning er hvort ESB-báknið muni nokkuð í bráð sýna á sér aðra hlið og jafnræðisást. Allavega benda orð Maríu Damankis, sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins, nýverið um makríldeiluna við Íslendinga ekki til þess. Það er tími til kominn að Íslendingar átti sig á eðli Evrópu- sambandsins. Í upphafi átti þetta að verða eins konar friðarbandalag til að koma í veg fyrir fleiri styrjaldir í Evrópu. Það hefur nú þróast yfir í að vera efnahagsbandalag og siglir hraðbyri inn í að verða sambandsríki með sameiginlega fjármálastjórn og grjótharða miðstýringarstefnu. Undirritaður átti þess kost á dögunum að spyrja þýska iðnaðar- mógúla um afstöðu Þjóðverja almennt til ESB. Þeir vildu lítið ræða um afstöðu almennings en það kom skýrt fram að ESB hefði reynst vera hið besta mál fyrir þýskan iðnað. Landamæri ríkja sem gerst hefðu aðilar að ESB hefðu opnast upp á gátt og stóra stökkið í þeim efnum hefði verið við fall Berlínarmúrsins. Tollar og innflutningshöft í nýjum aðildarríkjum hefðu fallið niður en samkeppni frá þessum löndum mætti sín lítils gegn vel smurðri þýskri iðnaðarmaskínu. Þegar spurt var hvort vandræði sem skapast hefðu innan þessarar ríkja í framhaldinu, eins og í Grikklandi, Spáni og jafnvel á Ítalíu, væru ekki að kosta Þjóðverja mikla peninga voru svör Þjóðverjanna stutt og laggóð. „Sá fórnarkostnaður er smámunir miðað við það sem við græðum á þessum viðskiptum. Grikkir eru að vísu saltvondir út í okkur í augnablikinu en það mun sjatlast.“ Sögðu þeir líka að vegna gríðarlegs atvinnuleysis í þessum ríkjum sæktist menntað fólk þaðan eftir vinnu í Þýskalandi, þar sem atvinnuleysi er lítið sem ekkert. Því gætu Þjóðverjar valið úr góðu vinnuafli, sem héldi þá væntanlega um leið „óvart“ niðri launum í Þýskalandi. Sem sagt, ESB er hið besta mál… fyrir suma. /HKr. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands sóttu á dögunum aðalfund Norsku bændasamtakanna, Norges Bondelag, sem haldin var í Loen í Vestur-Noregi. Það var fróðlegt að kynna sér starf þessara systursamtaka okkar og heyra hvað helst brennur á norskum bændum þessi misserin. Veðráttan hefur verið norskum bændum erfið síðustu mánuðina ekkert síður en hér heima. Í suður- og vesturhluta landsins voru miklar frosthörkur sem ollu skemmdum á túnum og ökrum víða á því svæði. Nú á vormánuðum hefur rignt mikið og flóð hafa valdið skemmdum á ræktarlandi. Víða er sáning a.m.k. fjórum vikum seinna en venja er. Norðmönnum hefur auðnast með landbúnaðar- stefnu sinni að standa vörð um innlenda framleiðslu og tryggja búsetu sem víðast í hinum dreifðu byggðum. Þar hafa framlög til landbúnaðar nýverið hækkað og tollverndin verið aukin. Landbúnaður nýtur mikillar velvildar hjá almenningi þar í landi. Norskur landbúnaður er að sumu leyti samanburðarhæfur við hinn íslenska, lítil og meðalstór bú dreifast vítt og breitt um landið, grasnytjar eru miklar og heyöflun mikilvægur þáttur. Rík ástæða er lögð á að afla sem mest af fóður- og matkorni. Reynt er að styrkja kornrækt á svæðum þar sem það hentar, en búfjárrækt þar sem kornrækt verður síður við komið. Á hverju ári semja bændur og ríki um stefnu og markmið, m.a. markmið um skilaverð til bænda. Ræktarland er í hávegum haft og búsetuskylda á jörðum ásamt rekstarskyldu er talin sjálfsagður hlutur til þess að viðhalda sjálfstæðum samfélögum bornum uppi af landbúnaði víða um land. Hefðir í matargerð og menningu eru grunnur að öflugri ferðaþjónustu sem byggist upp m.a. á bújörðum. Búfjárhaldið er kannski að sumu leyti svipað og hjá okkur. Meðalstór svínabú, geita- hjarðir og loðdýrabú eru þó meira áberandi en hjá okkur. Sölufélög bænda standa traustum fótum í Noregi enn í dag og þeim er ætlað ríkt hlutverk í þágu ríkisins. Afkoman mætti þrátt fyrir þetta vera betri og margir velja frekar vel launuð dag- launastörf í borg í olíulandinu, heldur en að starfa sem bóndi í annars frekar harðbýlu landi. Engu að síður eru blómlegar byggðir víða um landið, sem bara þess merki að ábyrg stjórnun í landbúnaðar- málum ber árangur. Þegar kemur að umræðu um landbúnaðarmál er einnig margt sem sameinar viðhorf og áherslur samtaka bænda í þessum löndum. Margt af því sem rætt var á norska búnaðarþinginu var kunnuglegt úr umræðu meðal bænda á Íslandi. Í ræðu sinni fór Nils T. Bjørke, formaður Norges Bondelag, ítarlega yfir þau málefni sem hæst ber hjá þarlendum bændum í aðdraganda kosninga sem verða í septemberbyrjun. Hann gerði tollvernd að umtalsefni í ræðunni. Hvatti hann til að þess að svigrúmið yrði nýtt til að bæta tollverndina enn frekar. Samtökin hafa á undanförnum árum beitt sér mikið í þeim málefnum og hafa notið liðsinnis afurðastöðva og verkalýðsfélaga í þeirri báráttu. Eins og hér á Íslandi leggja menn þar áherslu á að tollvernd snúist í grunnin um eftirtaldar spurningar: Eigum við að tryggja bændum viðunandi afkomu eða ekki? Eigum við að starfrækja innlenda matvælaframleiðslu eða á hún að vera undir hentifána? Og eigum við að tryggja fæðuöryggi með því að nýta eigin auðlindir eða eigum við að láta þær vera ónýttar og treysta á innflutning? Í síðasta samningi milli ríkis og bænda í Noregi náðist að bæta kjör bænda verulega. Það gerðist ekki fyrirhafnarlaust. Það kostaði mikla baráttu og m.a. slitnaði á tímabili alfarið upp úr samningaviðræðum við stjórnvöld. Norsku bændasamtökin háðu mikla pólitíska baráttu til að ná þessu markmiði en það skilaði bændum verulegum árangri. Bjørke gerði loftslagsmál og fæðuöryggi einnig að umtalsefni. Þar sagði hann meðal annars: „Við þurfum einnig að leggja okkar af mörkum til að sporna við loftslagsbreytingum, svo sem með því að nýta endurnýjanlega orku betur. Veður eru farin að leika okkur grátt og sviptingar í veðurfari hafa áhrif. Við því þarf að bregðast, m.a. með því að efla áfallatryggingar, gæta að birgðastöðu á útsæði og sáðkorni og e.t.v neyðarbirgðum á bæði matvælum og fóðri.“ Það fór ekki framhjá neinum sem sat þetta búnaðarþing norskra bænda að það styttist í kosningar þar í landi. Landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, Trygve Slagsvold Vedum frá norska Miðflokknum, ávarpaði fundinn og talaði fyrir sókn í landbúnaði og mikilvægi tollverndar og verndunar á landbúnaðarlandi, en ekki síst um rétt bænda til þátttöku í samningum er varða mál þeirra. Norsku bændasamtökin slá heldur ekki slöku við í umræðu um landbúnaðarmál í aðdraganda kosninganna. Eðli málsins samkvæmt eru stjórnmála flokkar þar ekki á eitt sáttir um landbúnaðarstefnuna. Sumir flokkar styðja þá stefnu sem rekin er í dag á meðan aðrir flokkar vilja draga úr stuðningi við landbúnað, einkanlega með minni tollvernd og minni stuðningi. Bjørke ítrekaði í ræðu sinni að þeir stjórnmálaflokkar sem legðu til minni tollvernd og að draga úr stuðningi yrðu þá að koma heiðarlega fram og segja hvað það þýddi í raun fyrir innlenda framleiðslu. „Þetta þýðir einfaldlega töpuð störf, byggða- röskun og minna fæðuöryggi. Þegar menn segja að það þurfi að gefa bændum frelsi, þá spyr ég: Frelsi til hvers? Hvers virði er frelsið ef það þýðir að innlend matvælaframleiðsla stendur ekki lengur undir sér? Er það frelsi til þess að hver bóndi þurfi að semja beint við stórmarkaðina?“ spyr Bjørke. Íslenskir bændur geta tekið undir flest allt sem kemur fram í málflutningi kollega þeirra í Noregi. Við þekkjum það einnig hér á Íslandi hversu jákvætt viðhorf almennings til land búnaðar er mikilvægt. Á sama hátt og þéttbýlið þarf ýmsa íhlutun, m.a. hentuga skipulagsstefnu sem kostar sitt en er ætlað skila borgurunum betri bæ eða borg, þá þurfa sveitirnar sitt rekstarumhverfi. Matur og menning fara saman en ekki fyrirhafnarlaust. Norskur almenningur skilur vel að til að reka fjölbreyttan landbúnað um allt land þarf að hafa landbúnaðarstefnu sem tryggir starfsumhverfi bændanna. Slíkt kostar samfélagið einhverja fjármuni en fyrir vikið er rekinn öflugur landbúnaður með viðunandi afkomu um allan Noreg. /SSS Gott fyrir suma Túnvinnsla í sumarbyrjun Þessa mynd tók Áskell Þórisson af Daníel Ottesen a Ytra-Hólmi þar sem hann var í óða önn að valta tún á bænum. Daníel er formaður búnaðarfélagsins Hvalfjarðar og í stjórn Búnaðarsamtaka Vesturlands. Daníel sagði í stuttu spjalli við Bændablaðið að flett hefði verið túnþökum af þessum bletti í fyrri viku. Hann hefði síðan farið yfir hann með tætara, sáð í hann grasfræi og valtað. Annars sagði hann að á bænum væri tvískiptur búskapur. Sjálfur væri hann með kúabú og frændi hans með sauðfjárbúskap. Hann sagði að túnin væru bara mjög góð eftir veturinn og í rakanum undanfarið hefði sprottið vel. Reiknaði hann með að hefja slátt á næstu dögum, það væri á svipuðum tíma og í fyrra. /HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.