Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Guðni Þorvaldsson og Ólafur R. Dýrmundsson rita grein um beitar mál í Bændablaðið sem kom út 4. júlí sl. og nefna hana „Beit á afrétti“. Þar eru þeir enn að fjalla um löngu aflagða aðferðarfræði við að meta beitarþol lands. Til upplýsinga fyrir hina fjölmörgu lesendur blaðsins verða hér aftur kynntar staðreyndir um nútíma aðferðir við mat á ástandi lands og beitarþoli. Fyrri beitarþolsrannsóknir Í fyrri greinum undirritaðs og Ólafs Arnalds í Bændablaðinu var gerð grein fyrir hinu merka starfi Ingva Þorsteinssonar og samstarfsmanna hans á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, RALA, á seinni hluta síðustu aldar við gróðurkortagerð og ákvörðun á beitarþoli á grundvelli þeirra. Meðal samstarfsmanna Ingva voru þau Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds frá árinu 1982. Á níunda áratugnum kom í ljós að aðferðafræðin sem Guðni og Ólafur R. lýsa í fyrrnefndri grein sinni, sem þeir byggðu á úrskurð meirihluta ítölunefndar í mars sl., var með öllu ónothæf til að meta beitarþol beitilanda. Ólafur Arnalds lýsti þeirri þróun er leiddi til þess að RALA afturkallaði allar beitarþolsrannsóknir stofnunarinnar með bréfi 10. nóvember 1999. Ása og Ólafur hafa haldið áfram rannsóknum sínum á vistfræði beitilanda hér á landi og sérstöðu þeirra hvað varðar fokgjarnan jarðveg og einstaklega viðkvæm vistkerfi. Beitarþolsmat Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir Almenninga á árinu 2011, er þau unnu í samræmi við lög um landgræðslu og var grundvallað á rannsóknum þeirra, er eina beitarþolsmatið sem er í gildi í dag. Það er unnið á grundvelli vistfræðilegrar þekkingar á vistkerfum Almenninga og í samræmi við nýjustu rannsóknir erlendra fræðimanna á illa förnu landi. Hvers eiga vísindin að gjalda? Það var vægast sagt sorglegt þegar Guðni og Ólafur R. drógu fram nærri hálfrar aldar gamla aðferðafræði við gerð ítölu fyrir Almenninga, sem fagfólk á þessu sviði er löngu búið að kasta fyrir borð. Þeir eru enn að telja lesendum Bændablaðsins trú um að þessi fóðurfræðilega nálgun sé í fullu gildi. Það er alrangt. Þessi gamla aðferðarfræði er hvergi notuð í heiminum svo vitað sé, og venjulegt fólk sem skoðar þessi mál og þekkir til hegðunar búfjár í haga sér að útreiknaðar fóðureiningar í gróðurlendi eins og afréttum segjalítið til um hvað búfénaðurinn er að bíta. Ærnar leita til fjalla upp í hálendið þegar líður á sumarið eins og þeir réttilega geta um í grein sinni, ærnar vilja ekki gróðurinn á lægri svæðum heldur leita að nýgræðingi sem er að reyna að ná sér á strik til fjalla og á uppblásturssvæðum. Þar valda fáar kindur miklu beitarálagi á strjálum gróðri. Útreikningur á fóðureiningum á gróðri sem sauðféð bítur ekki kemur því beitarþoli afréttarins ekkert við. Hvers eiga vísindin að gjalda? Hvers eiga Almenningar að gjalda? Félagar mínir í ítölunefndinni, þeir Guðni og Ólafur R., voru ansi óheppnir en samt trúir sannfæringu sinni þegar þeir völdu til birtingar með grein sinni „Beit á afrétti“ mynd sem Guðni tók í ferð okkar á Almenninga 7. september sl. af Gráfelli á Almenningum. Neðst á þeirri mynd sést hvar birki og víðir er að nema land í gömlu gróðurlendi á svokölluðum Úthólmum. En hlíðar Gráfells sýna aftur á móti gróðurlendi sem á alls ekki að beita en fé sækir hins vegar mikið í þegar kemur fram á sumarið. Þarna eru rofsár að byrja að gróa upp og þennan gróður á alls ekki að beita. Víðfeðm svæði á Almenningum eru miklu verr farin en þetta fjalllendi á myndinni og víðáttumiklar auðnir eru ríkjandi ásýnd afréttarins. Enginn dregur í efa óbeinan eignarrétt 39 bænda undir Vestur-Eyjafjöllum til að nýta beit á Almenningum. Sá réttur er hins vegar háður ýmsum takmörkunum eins og aðrar fasteignir. Hlutaðeigandi yfirvöld hafa alltaf verið reiðubúin að staðfesta að tímabundnir friðunarsamningar tryggðu bændum áframhaldandi eignarhald á beit. Er virkileg komið svo illa fyrir okkur Íslendingum að við neyðumst til að nýta auðnir og illa farið land Almenninga til að framfleyta okkur, og gera það í krafti úreltrar aðferðafræði til að meta beitarþol? Hvers eiga Almenningar að gjalda? Sveinn Runólfsson Landgræðslustjóri Lesendabás Hvers eiga vísindin og Almenningar að gjalda? Neðri hluti Almenninga – handan Þröngár. Mynd / Ómar Ragnarsson 2012 Best gróni hluti Almenninga handan við Þröngá. Þórsmörk neðst á myndinni. Mynd / Ómar Ragnarsson 2012 Mynd Ólafs og Guðna í Bænda- blaðinu. Æðarbændur Erum byrjuð að taka á móti og hreinsa dún. Greiðum flutningskostnað fyrir allan dún hvaðan sem er af landinu sem berst til okkar land- eða sjóveg í hreinsun og sölu. Gerum upp strax að hreinsun lokinni. Allar nánari upplýsingar veitir: Erla Friðriksdóttir í síma 899 8369 & erla@kingeider.is ÍSLENSKUR ÆÐARDÚNN Dúnhreinsun Nesvegi 13 Stykkishólmi Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 30 þúsund eintökum á 380 dreifingarstaði Efnahags- og þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (OECD) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) spá því að framleiðsla á kindakjöti á heimsvísu muni aukast um meira en eina milljón tonna fram til 2019 frá því sem hún var á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu þessara stofnana um horfur í landbúnaði 2013 til 2022 sem greint er frá á vefsíðunni Meat & Livestock Weekly. Þetta hlýtur að leiða hugann að auknu mikilvægi kindakjötsfram- leiðslu í matvælaframleiðsluríkjum eins og Íslandi í heimi þar sem mat- vælaverð fer stöðugt hækkandi og eftirspurn eftir kjöti eykst hröðum skrefum. Kindakjötsframleiðan fer í 15 milljónir tonna OECD og FAO gera ráð fyrir að heimsframleiðslan á kindakjöti muni ná 15,1 milljón tonna á árinu 2019 og er þá miðað við sláturþyngd. Spáð er að framleiðslan aukist mest í þróunarríkjunum og að þar muni aukningin nema um 899.000 tonnum, um 86% af heildaraukningunni. Ríkin sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í Afríku eru talin munu skera sig úr hvað aukna kindakjötsframleiðslu varðar. Þar muni framleiðslan ná 2,4 milljónum tonna árið 2019 og nema 28% af heimsframleiðslunni. Þróaðri ríki sem spáð er að auka muni framleiðslu sína eru talin á fingum annarar handar. Þar á meðal er Ástralía, sem talin er auka framleiðsluna um 124.500 tonn, og Nýja-Sjáland um 30.300 tonn. Samtals verði þessi lönd með 712.200 tonn, eða um 486.600 hvort ríki. Aukin kindakjötsneysla í Asíu Neysla á kindakjöti á heimsvísu er talin aukast í takt við framleiðsluna. Er talið að útflutningur á kindakjöti frá Nýja-Sjálandi muni aukast um 11% og fara í 425.100 tonn á árinu 2019. Þá er talið að kindakjötsúflutningurinn frá Ástralíu muni aukast um 26% og fara í 470.200 tonn árið 2019. Áfram hátt verð á kjöti Samkvæmt úttekt OECD mun verð á öllu kjöti áfram haldast hátt og söluverð aukast nokkuð næstu árin þó að raunverð með tilliti til verðbólgu haldist nokkuð stöðugt. Nokkuð mun draga úr framleiðsluaukningu á kjöti á heimsvísu fram til 2022 miðað við þá aukningu sem var á síðasta áratug, en kjúklingakjöt mun standa undir um helmingi aukningarinnar. OECD og FAO um heimsframleiðslu á kindakjöti: Mun aukast um 1 milljón tonna fram til 2019

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.