Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Heiti hátíðar Hvenær Reykjanes Grindavík Jónsmessuganga Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins. Gangan hefst kl. 20.30 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur. Gengið verður upp á fjallið Þorbjörn, þar sem varðeldur verður tendraður. Gangan endar svo í Bláa lóninu, sem er með opið til kl. 24.00. 22. júni Vesturland Snæfellsbær Sólstöðuganga á Hreggnasa. Hreggnasi, sem er 469 m á hæð, er auðfarinn þótt nokkkuð sé á fótinn á leið upp. Nánar á www.ust.is/snaefellsjokull. 21. júní Borgarnes Brákarhátíð. 29. júní Akranes Írskir dagar. 4.-7. júlí Vestfirðir Ísafjörður Við Djúpið tónlistarhátíð. Á 10 árum hefur tónlistar- hátíðin Við Djúpið skipað sér í fremstu röð tónlistarviðburða landsins. 18.-23. júní Reykhólahreppur Gengið um sveit. Útivistar- helgi í Reykhólahrepp. Frekari upplýsingar er að finna á www.visitreykholahreppur. is og á Facebook-síðu helgarinnar, Gengið um sveit – Reykhólahrepp. 21.-23. júní Bolungarvík Markaðshelgin í Bolungarvík. Þúsundir mæta á markaðs- torgið til að upplifa skemmti- lega stemningu og mannlíf. 5.-6. júlí Norðurland vestra Húnaþing vestra Sumarhátíðin Bjartar nætur- fjöruhlaðborð. Frá byrjun hefur þessi hátíð verið vegleg matar- og menningarveisla. 22. júní Skagafjörður Jónsmessuhátíð á Hofsósi. Nánar á www.visit- skagafjordur.is. 22.-23. júní Skagafjörður Lummudagar. Héraðshátíð sem íbúar vítt og breitt í Skagafirði taka þátt í. Allar upplýsingar um hátíðina á www.facebook.com/ lummudagar. 27.-30. júní Skagafjörður Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin verður nú haldin í fimmta sinn en dagskrá hátíðarinnar er jafnan lífleg og samanstendur m.a. af tónlist, dansi og fræðslu. Nánar á www.visit- skagafjordur.is. 27.-30. júní Norðurland eystra Akureyri Flugdagur 22. júní Akureyri Arctic Open golfmót. 27.-29. júní Ólafsfjörður Blue North Music Festival. Hátíðin er elsta blúshátíð landsins, en hún er haldin í 14. skipti í ár. 27.-29. júní Akureyri Gönguvika á Akureyri. 1.-7. júlí Akureyri N1-mót KA. 3.-7. júlí Siglufjörður Þjóðlagahátíð á Siglufirði. 3.-8. júlí Siglufjörður Þjóðlagahátíð á Siglufirði. 3.-8. júlí Akureyri Pollamót Þórs. 5.-6. júlí Siglufjörður Reitir á Siglufirði. Verkefnið er á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. 5. - 14. júlí Akureyri Glerárdalshringurinn. 6. júlí Akureyri Sumartónleikar í Akureyrarkirkju nokkra daga í júlímánuði. 6.-27. júlí Austurland Fljótsdalshérað Skógardagurinn mikli. Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðarskógi. Upplýsingar á www.skogar- bondi.is. 22. júní Fljótsdalshérað Samhliða þrautakeppni. Mótið fer fram á svæði Skotfélags Austurlands í Eyvindarárdal á Fljótsdals héraði. Upplýsingar á www.skaust.net. 22. júní Fljótsdalshérað/Egilsstaðir Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi í 25 ár. Elsta djasshátíð landsins. Nánari upplýsingar á www.jea.is. 26.-29. júní Seyðisfjörður 100 ár afmælishátíð íþrótta- félagsins Hugins. 28.-30. júní Fjarðabyggð Hernámsdagurinn Reyðarfirði. 30. júní - 1. júlí Fljótsdalshérað 500 metra mót. Mótið fer fram á svæði Skotfélags Austurlands í Eyvindarárdal á Fljótsdalshéraði. Upplýsingar á www.skaust.net. 4. júlí Fljótsdalshérað Safnadagur Minjasafns Austurlands. 7. júlí Fljótsdalshérað Eistnaflug. Rokkmetalhátíð í Neskaupstað. Nánari upplýsingar á www. eistnaflug.is 10.-13. júlí Suðurland Eyrarbakki Jónsmessuhátíðin er haldin á Eyrarbakka í kringum Jónsmessuna ár hvert. 22. júní Hveragerði Garðyrkju- og blómasýningin, Blóm í bæ. 22.-23. júní Vestmannaeyjar Peyja Shellmót í fótbolta. 26.-29. júní Selfoss 27. Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi þessa helgi. 4.-6. júlí Selfoss Ljósmynda- og plöntusýning Sumarhússins og garðsins. 4.-6. júlí Vestmannaeyjar Goslokahátíð. 40 ár frá gosi. 4.-7. júlí Heimild: ja.is Rétt er að taka fram að listinn er ekki tæmandi. Hann er m.a. unninn upp úr gögnum frá ja.is.! Þríþrautarkeppnin Öxi verður haldin öðru sinni laugardaginn 29. júní, en hú er kennd við hinn fræga fjallaveg yfir Öxi á Austfjörðum sem tengir saman Djúpavogshrepp og Fljótsdalshérað. Keppnin skiptist upp í sund, hlaup og hjólreiðar. Dagskrá verður alla helgina í Djúpavogshreppi í tilefni keppninnar. Keppnin hefst á 750 metra sjósundi frá Staðareyri og suður yfir Berufjörð. Þar er búningaaðstaða sem keppendur geta notað og stíga þeir svo á reiðhjól og hjóla inn Berufjarðardal og upp á Öxi, 13 km leið. Næst tekur við 19 km leið hlaupandi yfir í Fossárdal og að Eyjólfsstöðum, þar sem aftur er farið á hjólin og hjóluð 18 km leið út á Djúpavog. Í boði er einstaklingskeppni auk þriggja manna liðakeppni þar sem menn skipta með sér greinum. Þar að auki gefst fólki kostur á því keppa í einstökum hlutum keppninnar. Fjallvegurinn yfir Öxi tengir saman Djúpavogshrepp og Fljótsdalshérað. Vegurinn fer hæst í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli. Auk þríþrautarkeppninnar, sem fyrst var haldin í fyrra, er fjölbreytt dagskrá í boði í Djúpavogshreppi um helgina. Þar má nefna göngu á Búlandstind, gúmmískóagöngu, sandkastalakeppni, tásutölt og strandgolf. Keppnisgjald er 3.500 krónur eða 1.500 krónur vilji menn aðeins spreyta sig á einum legg. Nánari upplýsingar eru á www.djupivogur.is eða facebook. com/OxiKeppni. Skráning er til föstudagsins 28. júní á oxi2013@ djupivogur.is. Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að fá á oxi2013@djupivogur.is, uia@uia.is, http://www.djupivogur.is/ oxi2013 og á Facebook https://www. facebook.com/OxiKeppni. Öxi þríþrautarkeppni: Þátttakendur við endamark á Djúpavogi. Jólasveinarnir í Dimmuborgum bjóða gestum og gangandi í heimsókn í helli í Dimmuborgum á Jónsmessunótt. Heimboðið verður 23. júní frá kl. 22-01.00. Þá verður mikil gleði þar sem jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla, syngja og segja sögur. Það er óhætt að segja að mikil spenna ríki í helli jólasveinanna vegna þessa heimboðs, en þeir eru á fullu að vinna í undirbúningi. Til að hjálpa gestum að finna hellinn verða sett upp skilti í Dimmuborgum sem vísa veginn og settur verður upp baukur þar sem gestir eldri en 18 ára greiða kr. 1.000 fyrir heimsóknina. Jólasveinarnir hvetja alla til að taka nóttina frá og koma í heimsókn í Dimmuborgir. Nánari upplýsingar verða birtar á vef Mývatnsstofu, www.visitmyvatn. is Dimmuborgir – Mývatnssveit: Jólasveinarnir með heimboð á Jónsmessunótt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.