Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 „Aðalvandamálið er að fá vottaðan hænsnaskít. Við fáum okkar skít úr Rangárvallarsýslu og í raun er um mjög lífrænt ferli að ræða í okkar framleiðslu þó að hún sé ekki vottuð. Svo notum við rotmassann sem gengur af í sveppaframleiðslunni sem áburðargjafa í kálræktina í Hvítárholti,“ segir Georg Ottósson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa, um það hvort hann hyggist ekki sækjast eftir lífrænni vottun nú þegar framleiðsluaðferð hans sé þegar svo að segja lífræn. Hann rekur einnig Garðyrkjustöðina Jörfa á Flúðum. „Við stefnum að því eftir sem áður,“ bætir Georg við. Á lóð Flúðasveppa eru framkvæmdir nú í fullum gangi, en verið er að reisa nýtt hús við hlið aðalbyggingarinnar sem mun að hluta til hýsa moltugerðina (rotmassaframleiðsluna) sem svepprnir eru svo ræktaðir í. Um talsverða fjárfestingu er að ræða og áætlar Georg að kostnaður muni nema um 100 milljónum króna. „Hálmur er lykilhráefni í moltu- gerðinni okkar og við fáum hann bæði úr eigin ræktun, hjá öðrum kornrækt- endum og svo höfum við sóst eftir því hjá hestamönnum í Rangárvallasýslu að fá hjá þeim hálmblandaðan hrossa- skít – sem er í raun eitt það besta hrá- efni sem við eigum kosta á. Eina hrá- efnið sem þarf svo til viðbótar er vatn og svo er þetta látið gerjast þangað til moltan er tilbúin til að gott sé að rækta sveppi í henni. Moltuframleiðslan er þannig fóðurframleiðsla fyrir svepp- ina. Stefnt er að því að nýja húsnæðið verði tilbúið í haust en með því mun aðstaðan stækka um þrjátíu prósent, auk þess sem betri tækni verður notuð við moltugerðina. Þá verður húsnæðið útbúið þannig að hægt verður að nota allt afgangsvatn. Því er safnað saman í sérstaka þró og vatnið síðan endurnýtt, en það var ekki hægt áður. “ D-vítamínríkir sveppir „Fyrstu niðurstöður lofa mjög góðu og eru í raun framar mínum vonum,“ segir Georg um mælingar á D-vítamín innihaldi sveppa í tilraunaverkefni hans á ræktun slíkra sveppa. „Þegar sumri fer að halla er ég ákveðinn í að skoða það að setja þá á markað. D-vítamín framleiðsla sveppana fæst hreinlega með því að lýsa þá. Við það dökknar húðin á sveppunum og því hef ég ákveðið að nota kastaníusveppina í þetta því þeir eru þegar brúnleitir. Það merkilega hefur komið í ljós að sveppahúðin vinnur eins og og húðin á mannfólkinu – húðfrumurnar bregðast við ljósi þannig að D-vítamín framleiðsla hefst. Niðurstöðurnar sem við fengum nýlega í hendur sýna að framleiðslan sjöfaldaðist. Það þýðir að ef þú borðar í kringum 250 grömm af þessum sveppum daglega – sem er ein askja – færðu dagsþörfina af D-vítamíni eins og hún er skilgreind í dag,“ útskýrir Georg og áréttar að enn sé þessi ræktun á tilraunarstigi. Við höfum verið í samvinnu við Matís með þessar tilraunir og segja má að þar hafi niðurstöðurnar komið skemmtilega á óvart. Þeir hafa verið milliliður milli mín og rannsóknar- aðilans í Svíþjóð. Þetta er spennandi verkefni og ég var alveg ákveðinn í því að ef það kæmu jákvæðar niðurstöður út úr þessu núna þá myndi ég halda áfram með það. Þarna er ekki verið að tala um viðbætt D-vítamín heldur er það fengið í raun á náttúrulegan hátt. Fyrst þegar ég heyrði af sambærilegum tilraunum hélt ég að það væri einhvers konar vísindaskáldskapur, því mín reynsla sagði mér að sveppir þrifust best í hálfgerðu myrkri. Ég er enn að þreifa fyrir mér með fyrirkomulag lýsingarinnar, ljósmagn og þess háttar. En mér sýnist að það gæti orðið úr að ég lýsti bara þegar búið væri að tína þá – á einhvers konar mjög hægu færibandi. Það kom enda í ljós að það er ekki þörf að lýsa þá á meðan þeir eru að vaxa.“ /smh Hönnunarsjóður Auroru: Úthlutaði 9,6 milljónum til hönnunar níu verkefna Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði hinn 30. maí 9,6 milljónum til níu hönnunarverkefna. Þetta er tíunda úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru, sem hóf starfsemi í byrjun árs 2009. Að þessu sinni bárust sjóðnum rúmlega 60 umsóknir af öllum sviðum hönnunar. Umsóknirnar báru þess merki að mikil gróska og framþróun er í verkefnum hönnuða á Íslandi. Hjá sjóðnum er lögð áhersla á að styðja verkefni þar sem umsækjendur hafa skýra sýn og markmið. Í auknum mæli er farið að meta umsóknir út frá sjálfbærni og samfélagslegum gildum, að því er fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum Í þessari úthlutun eru verkefnin af margvíslegum og ólíkum toga. Má þar nefna þróun þarabaða þar sem umsækjendur stefna að því að setja upp tilraunaverkefni í Gróttu á Seltjarnarnesi í sumar, handritsgerð og hönnun bókverks fyrir spjaldtölvur sem byggir á ævintýrinu um Búkollu, vöruþróun á matarstelli á leirkeraverkstæði í Reykjavík og myndbandsgerð um „möguleika í þróun prjónsins“ en myndband þetta verður notað við kennslu í vinnusmiðju. Þá eru verkefni eins og bókverk um verk og hugmyndir Kristínar Guðmundsdóttur, fyrsta híbýlafræðings landsins, og uppbygging gagnagrunns um markverða umhverfishönnun landslags arkitekta á höfuðborgar- svæðinu. Auk þess má nefna markaðssetningu á barnafatnaði sem hannaður er í anda „slow fashion“, verkefni sem sjóðurinn veitti styrk til vöruþóunar á síðasta ári. Stuðningur við nýútskrifaðan fatahönnuð til starfsnáms í Hollandi, auk þess sem sjóðurinn heldur áfram stuðningi við Hönnunarmiðstöð Íslands vegna uppbyggingar HönnunarMars hátíðarinnar og skrásetningar við- burðarins. Þeir hönnuðir og hönnunar- verkefni sem að þessu sinni hlutu styrk eru: SLÍJM SF. fékk 1,5 milljónir Á bak við fyrirtækið SLÍJM SF standa þær Kristín Gunnarsdóttir hönnuður, sem einnig hefur lagt stund á nám í heimspeki, og Edda Kristín Sigurjónsdóttir, sem er hönnuður og lagði í námi sínu áherslu á samspil mannlegrar hegðunar og umhverfis. Þær fá styrk til að undirbúa og framkvæma mannfélagslegt rannsóknar verkefni sem byggir á tilraunum með samtalsvettvang og ólíkum leiðum í menningarlegri þróun samfélags. Þær munu í þeim tilgangi setja á fót Slíjm-þaraböð sem opin verða almenningi í Gróttu í sumar og standa fyrir Slíjm-salonkvöldum innblásnum af Salonmenningu fyrri tíma. Siggi Eggerts fékk 1,5 milljónir Siggi Eggerts, hönnuður og listamaður, fær styrk til vinnu við gerð gagnvirks bókverks sem byggt er á ævintýrinu um Búkollu. Postulína fékk 1 milljón Guðbjörg Káradóttir keramik- hönnuður og Ólöf Jakobína Ernudóttir innanhússarkitekt fá styrk til hönnunar, þróunar og undirbúnings framleiðslu á matarstelli sem til stendur að framleiða á leirkeraverkstæði þeirra í Reykjavík. Steinunn Sigurd ehf. fékk 1,5 milljónir Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður fær styrk til áframhaldandi þróunar á prjónavinnustofu og gerð myndbands um möguleika í þróun prjóns. Vinnustofan eykur skilning fólks á menningarlegu og listrænu gildi prjóns. Halldóra Arnardóttir fékk 1,2 milljónir Halldóra Arnardóttir er doktor í listfræði með sérþekkingu á hönnun og byggingarlist og meðeigandi teiknistofunnar SARQ arkitektar á Spáni. Hún fær styrk til rannsóknar- og hönnunarverkefnis vegna undirbúnings og gerð bókar um verk og hugmyndir Kristínar Guðmundsdóttur, fyrsta híbýlafræðings landsins. Barnafatalínan AS WE GROW fékk 1 milljón Margrét Hlöðversdóttir lögfræðingur og fata- og textílhönnuðirnir Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og María Th. Ólafsdóttir fá styrk til markaðs setningar erlendis á barnafatalínunni As We Grow. FÍLA fékk 400 þúsund Félag íslenskra landslagsarkitekta fær styrk til uppbyggingar og þróunar gagnagrunns, en félagið hefur hleypt af stokkunum heimasíðunni xland.is með samantekt um markverða umhverfishönnun sem landslagsarkitektar hafa unnið á höfuðborgarsvæðinu. Sunna Örlygsdóttir fékk 500 þúsund Sunna Örlygsdóttir fatahönnuður fær styrk til starfsnáms hjá fyrirtækinu MariaLux í Amsterdam þar sem hún verður undir handleiðslu hönnuðarins Lilian Driessen. Hönnunarmiðstöð fékk 1 milljón Hönnunarmiðstöð Íslands fær styrk til skrásetningar og gerð kynningarefnis um HönnunarMars hátíðina, meðal annars til heimildavinnu, myndatöku og skrásetningar fyrir gerð kynningarmyndar um hátíðina. Næsta úthlutun í október Næst verður úthlutað úr sjóðnum í október og er umsóknarfrestur til 15. september. Áfram er unnið að undirbúningi nýs verkefnis á sviði byggða og íbúðaþróunar sem var kynnt í Hannesarholti á HönnunarMars 2013 undir heitinu HÆG BREYTILEG ÁTT. Sigríður Bjarnadóttir, búfjár- fræðingur og ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins, hefur verið ráðin mjólkur eftirlitsmaður SAM á Norður- og Austurlandi frá 1. september nk. Sigríður tekur við af Kristjáni Gunnarssyni, sem þá lætur af störfum eftir 32 ára starf. Sigríður lauk meistaraprófi í búfjárfræði frá Landbúnaðar- háskólanum í Ási í Noregi árið 1993, öðlaðist kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri árið 2002 og lauk námi í hestafræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla árið 2010. Hún hefur starfað sem ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri frá 2005. Sigríður býr í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit ásamt fjölskyldu sinni. Landssamband kúabænda býður Sigríði velkomna til starfa á nýjum vettvangi og óskar henni velfarnaðar. Jafnframt eru Kristjáni Gunnarssyni þökkuð framúrskarandi vel unnin störf í þágu íslenskra kúabænda undanfarinn aldarþriðjung. Sigríður Bjarnadóttir ráðin mjólkur- eftirlitsmaður á Norður- og Austurlandi D-vítamínríkir sveppir á markað í haust Hálminum keyrt í tætarann. Georg gerir ráð fyrir að byggingin verði tilbúin um mánaðamótin júlí-ágúst. Georg sýnir blaðamanni inn í rými hins nýja húsnæðis, þar sem moltufram- leiðslan mun að hluta til fara fram. Lokastig rotmassaframleiðslunnar er að fjarlægja ammóníak úr honum, að svo búnu er hægt að sá sveppagrónum Myndir / smh

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.