Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Nú þegar komin er ný og fram- sækin ríkisstjórn, sem ætlar að einbeita sér að upp byggingu landsins, eru virkjunar- framkvæmdir til rafmagns- framleiðslu aftur komnar á dag- skrá. Menn mega ekki gleyma því að almenn lífskjör breyttust auðvitað mjög til batnaðar með tilkomu rafmagnsins og almenn nútíma og iðnvæðing landsins stór og smá hefði ekki orðið án þess eða hvernig væri lífið í dag án rafmagns og alls þess sem það keyrir? Er það því ekki einmitt rétt að halda áfram á þeirri braut og efla með því farsæld okkar? Hvað vilja andstæðingar virkjana? Samt mótmælir fólk þessum áformum og ég spyr hvers vegna og hvað vakir fyrir þessu velæruverðuga fólki? Ef einhver rökhyggja býr yfirhöfuð að baki, þá virðist mér andstæðingar virkjana einkum líta á þær sem samnefnara við álver sem þessu fólki líkar ekki af einhverjum óskilgreindum ástæðum eða þá vegna meintra slæmra umhverfisáhrifa virkjan- anna, en eru þetta alltaf réttmæt sjónarmið byggð á yfirvegun og raunsæi? Raforku- og álver, iðnvæðing og hagsýni Ál er auðvitað til margs nýtilegt sem andstæðingar álvera átta sig kannske á þegar þeir fljúga í flugvélum og drekka gos úr dósum? Það sem skiptir máli fyrir okkur er að með álverunum höfum við eignast raforkuver og erum að eignast fleiri, sem fara ekki frá okkur og munu mynda okkur verðmæti um mjög langa framtíð. Álverin hafa búið til og skapa enn tekjur fyrir landið og hafa ásamt með virkjununum sett okkur í hærri tröppu til þess að stíga næstu skref upp frá. Það er auðvitað sjálfsagt að standa við gerða samninga um frekari áform á því sviði, en það eru vonandi mögulega fleiri kaupendur sem vilja umhverfisvæna og endurnýjanlega orku í sífellt orkufrekari heimi. Ég ætla mér ekki að gerast talmaður álvera enda er ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir fleiri álverum eða þeim sem slíkum og tel að farsælt væri að reyna enn frekar en þegar er gert til þess að laða að sem arðbærust útflutningsiðnfyrirtæki önnur af ýmsum stærðum og á sem flestum sviðum til þess að sem breiðastur grundvöllur verði fyrir efnahags og atvinnulífið, enda geta ekki allir unnið hjá hinu kostnaðarsama opinbera. Vonandi tekst það og því má spyrja þau sem vilja ekki nýta orkuauðlindina frekar hvort þau séu þá á móti almennri iðnvæðingu, á móti uppbyggingu og meiri velmegun? Hvað lausnir hafa mótmælendur t.d. á því hvernig vinna má bug á atvinnuleysinu eða taka á móti sívaxandi fjölda fólks á vinnumarkaðinn án þess að skapa nýjar undistöður og tækifæri eða þá hvernig á að greiða fyrir hið opinbera og velferðina, sem sama fólk krefst og nýtur? Þessum spurningum og fleirum verða þau hin sömu að svara. Umhverfið Ég er ekki sjálfur þannig né þekki nokkurn mann sem þykir ekki vænt um landið og náttúru þess og vill fara vel með. Grösugar sveitir, fjöll, vötn og ár og dalir eru unaður til þess að njóta og landið okkar er einmitt okkar til þess að nota það og nýta, t.d. bændur með búskap og ræktun, f e r ð a - iðnaðurinn og við sjálf með útivist og náttúru- s k o ð u n o.s.frv. Það er mikill mis- skilningur að náttúran sé stöðug og alltaf eins, heldur er hún síbreytileg og á fleygiferð og engir ættu að vita það betur en við Íslendingar sem að erum svo nálæg henni á allan hátt þ.m.t. veðrum, eldfjöllum og landskjálftum sem setja för sín á landslagið. Þar sem maðurinn fer verða líka alltaf einhver spor eftir í sandinum og stundum hafa verið gerð mistök eins og verða vill í mannanna verkum, en ekki hefur það allt verið slæmt nema síður sé og með því að læra af mistökunum þá á það varla að aftra okkur til göngunnar fram á við. Ekki einu sinni fuglinn fljúgandi vissi áður nokkuð um Kárahnjúka, en nú er þar kominn vegur sem opnað hefur stórt landsvæði, sem er orðið ferða- mannaáfangi. Svipað má segja t.d. um efri Þjórsá og víða er nú hægt að ferðast og skoða staði sem áður voru huldir augum manna. Í stað grjóts og auðnar hefur ásjóna lands- ins sums staðar fegrast mjög með fallegum mannvirkjum og frágangi í kring um þau. Því má spyrja hvort virkjanaandstæðingar vilji eingöngu torf og hrjóstur eða hvað vilja þeir í þessum efnum? Geyma til framtíðar er þá stundum sagt, en það þarf ákvarðanir núna svo það verði einhver framtíð. Vatnið rennur og gufan rýkur ónýtt alla daga eða á að sleppa allri landgræðslu, vega- lagningu og öðru því sem breytir ásjónu landsins? Er ekki best að sleppa öfgasjónarmiðum í þessum efnum sem öðrum og fara fram varlega og af skynsemi, en fara fram og nýta áfram gæði lands- ins fyrir alþýðu manna? Þ.m.t. að virkja orkuna til lífsgæðaaukningar einnig fyrir það ágæta fólk, sem áttar sig ekki alltaf á því að atvinna og verðmætasköpun kemur ekki af sjálfu sér og að það nýtur gjarnan sjálft verka og svita annarra. Stöðugleiki er forsenda fjárfestinga og yfirvegunar Ég veit ekki hvort nokkurn tíma verður hægt að fullnægja háværum og tilfinningaþrungnum smáhópum öfga náttúruverndarsinna, en verið gæti að það væri einmitt betri afkoma, sem muni róa þennan hóp þótt hann vilji sjálfur ekki taka þátt í því að skapa hana. Í öðrum blaða- greinum hef ég fjallað um aðgerðir sem að mínu mati eru bestar til þess fallnar að koma fljótt á fjármála- stöðugleika hér á landi. Stöðugleiki á stjórnmálasviðinu er hin hliðin á því hvað þarf til þess að endur- heimta traust, jákvæðni og góðar væntingar, en fjárfestingar fara síður af stað með aukinni atvinnu og hagsæld án þess. Það er ekki ágreiningur um að á þetta hefur mjög skort undanfarin ár og leitt til ýmissar spennu í þjóðfélaginu, en ný ríkisstjórn og Alþingi munu væntanlega reyna að snúa öllu því við til betri vegar. Ég óska þeim allrar velgengni til endurreisnar og framfara Íslands og ráðlegg úrtölufólki að grafa exina því ófriður eyðir. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er varaformaður Hægri grænna, flokks fólksins. Virkjunarframkvæmdir og framfarir Kjartan Örn Kjartansson Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Vinnslubreidd frá 2,65 - 4,42 m Öll heyvinnutæki eru afhent samsett! Hafðu samband við sölumenn í síma 480 0402. Eigum á lager allar stærðir Sláttuvélar í úrvali Sláttuvélar Af fyrstu tveimur vélunum sem seljast af hverri gerð verður veittur 200.000 kr. auka kynningarafsláttur Fyrstur pantar fyrstur fær Zetor varahlutir Lækkað verð Notaðu „Orginal“ varahluti Það borgar sig! www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 REYKJAVÍK S: 414-0000 / AKUREYRI S: 464-8600 / www.VBL.is Major 80 - 77 hestöfl Verð kr. 5.500.000 án vsk. AIÖ ámoksturstæki innifalin í verði Proxima 100 - 96 hestöfl Verð kr. 6.850.000 án vsk. Trac lift 120 SLI ámoksturstæki innifalin í verði Proxima Power 90 - 88 hestöfl Verð kr. 7.250.000 án vsk. Trac lift 120 SLI ámoksturstæki innifalin í verði Proxima Power 120 - 117 hestöfl Verð kr. 8.100.000 án vsk. Trac lift 120 SLI ámoksturstæki og aukahlutapakki er innifalinn í verði Forterra 140 - 136 hestöfl Verð kr. 9.800.000 án vsk. Trac lift 260 ámoksturstæki innifalin í verði Verð eru miðuð við gengi DKK 20.6 Aukahlutapakki samanstendur af blikkljósi á topp, loftfjaðrandi ökumannssæti, farþegasæti, loftkælingu,beislisstýringarbúnaði aftan á vél, stærri dekkjum 380/70 R24 og 480/70 R 34 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VÉLUNUM Á VBL.is ÁFRAM

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.