Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Í Þjóðólfshaga II búa Stefán Þór Sigurðsson, Þórhalla Guðrún Gísladóttir og börn þeirra Brynjar Gísli, Margrét Heiða og Dagný Rós. Þau hófu sauðfjárbúskap 1993 og þá sem leiguliðar í Meiri- Tungu í Holtum. Svo var það árið 2004 að þau fengu Þjóðólfshaga II leigðan, en jörðin er ríkisjörð og fluttu þau þangað haustið 2005. Þegar þau tóku við jörðinni var þar aðeins lítið íbúðarhús, gamall braggi og fullt af hellum. Þau rifu braggann og byggðu við húsið og fjárhús en hafa ekki enn nýtt hellana nema sem kartöflugeymslu og til að sýna gestum. Þegar þau fluttu í Þjóðólfshaga II var ræktað land um 7 ha en er í dag um 40 ha. Býli? Þjóðólfshagi II. Staðsett í sveit? Í Holtum, í Rangárþingi ytra. Ábúendur? Stefán Þór Sigurðsson, Þórhalla Guðrún Gísladóttir. Stærð jarðar? Rúmlega 300 ha. Gerð bús? Sauðfjárbúskapur. Fjöldi búfjár og tegundir? 380 fjár, 30 hross, 2 hundar og köttur- inn Ragnar Bjarnason. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þessa dagana er verið að klára flög, reka fé úr túnum og járna, milli þess sem húsbændur stunda vinnu utan bús. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður, fjallferðir og fjárstúss á haustin. Leiðinlegast að farga/ afsetja gripi. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en bættri vinnuaðstöðu. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Litla skoðun. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Vonandi vel, þar sem fæða er gull framtíðarinnar. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöti og mjólkurvörum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, sultur og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri eldað í 3-4 tíma að hætti karlanna á heimilinu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fengum Þjóðólfshagann leigðan. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Þjóðólfshagi II Fjölskyldan skoðar norska jökla sumarið 2011. Áning undir Krókagiljabrúnum. Það er fljótlegt og auðvelt að útbúa góðar samlokur. Kartöflusalat er kjörið meðlæti en best er að útbúa það með fyrirvara og láta standa í kæli. Hin fullkomna samloka BLT – beikon, salat og tómatar › 6 sneiðar beikon › 4 sneiðar gott samlokubrauð › 4 msk. létt majónes › Salat › ½ sítróna (safinn) › 1-2 tómatar (eftir stærð), skornir frekar þykkt › Salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200 °C. Setjið beikonið á grind yfir ofnskúffu og bakið í 15-25 mínútur. Leggið á eldhúspappír og látið fituna leka af. Ristið brauðið og smyrjið með majó- nesi. Leggið salat á tvær sneiðar, þá tómata og beikonið ofan á þá. Kryddið með salti og pipar. Sítrónan er kreist yfir tómatana og salatið. Ferskt bragð á móti feitu beikoninu og þroskuðu tómötunum sem fullkomnar samlokuna. Lokið samlokunni og skerið í tvennt. Egg- og beikonsamloka með kartöfluskífum › Gott brauð › 2 msk. smjör › 1 tsk. Dijon-sinnep › 1 tómatur, skorinn í báta › 3-4 sveppir, skornir í sneiðar › 3 egg › 3-4 sneiðar beikon › Rifinn parme - sanostur › Kartöflur Aðferð: Skerið kartöflur í örþunnar sneiðar, t.d. með ostaskera. Hitið olíu í potti (2- 3 msk) og steikið kartöfluskífurnar í 2-3 mín. í heitri olíunni. Leggið kartöflurnar á eldhúspappír til að draga úr þeim mestu f i tuna. Steikið beikonið þar til það verður stökkt. Leggið það á eldhúspappír og látið mestu fituna renna af. Steikið egg á pönnu í smjörinu 2-3 mín. Smyrjið smá Dijon- sinnepi á brauðið og raðið hráefninu á samlokuna. Rífið parmesanost yfir. Kartöflusalat með sýrðum rjóma og graslauk úr garðinum › 400 g kartöflur (soðnar,flysjaðar og skornar í bita við hæfi) › 2 msk. grísk jógúrt › 2 msk. sýrður rjómi › 1 msk. sætt sinnep › 2 msk. súrar gúrkur (fínt saxaðar) › 2 msk. blaðlaukur, skorinn niður › 1 msk. fersk steinselja (gróft söxuð) › 4 msk. paprika (fínt skorin) › 1 tsk. paprikuduft › ½ tsk. hvítlaukssalt › Nokkur strá af graslauk – skorin fínt › Salt og pipar Aðferð: Blandið fyrst grísku jógúrtinni, sýrða rjómanum, sinnepinu og súru gúrkunum vel saman. Bætið blaðlauknum, paprikunni, kryddinu og steinseljunni út í og loks kartöflunum. Passið að mauka ekki kartöflurnar þegar hrært er saman við hitt hráefnið. Smakkið til með salti og pipar. Stráið graslauknum yfir. Það er gott að láta kartöflusalatið standa í lágmark 5 klst. í kæli en best er að láta það standa í 24 tíma. Samlokur í dagsins önn MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.