Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 20132 Fréttir Rætur jarðhitans rannsakaðar Vísindasamfélagið, orkufyrirtæki og Orkustofnun hafa gert með sér samkomulag um að verja um 100 milljónum króna til rannsókna á samspili vatns og kviku í rótum eldfjalla. Hvernig þetta samspil er og hvernig varminn berst úr kvikunni í jarðhitakerfin er lykill að dýpri skilningi á skynsamlegri nýtingu jarðhitans. Skrifað hefur verið undir samn- inga um samstarfsverkefnið „Deep Roots of Geothermal systems“ (DRG), sem unnið er að á vegum GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og stutt með fjárframlögum frá GEORG, Orkustofnun, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku, Landsvirkjun og Iceland Deep Drilling Project (IDDP). Markmið verkefnisins er að skilja tengsl vatns og kviku í rótum eld- fjalla og hvernig varmi berst þaðan upp til jarðhitakerfanna og viðheldur orku þeirra. Jafnframt verður hugað að hönnun á borholum fyrir hærra hitastig en hingað til og aðferðum til að nýta yfirhitaða gufu af miklu dýpi. Það verður veittur 25% afsláttur af skráningu vorbóka sem komnar eru inn til RML fyrir 30. júní nk. Jafnframt verður tryggt að búið verður að skrá þær bækur inn þegar kynbótamat fyrir frjósemi verður uppfært miðað við gögn frá vorinu 2013 í ágúst. Það er því tryggt að þeir sem skila bókum snemma fá haustbækur með upp- færðu kynbótamati sem byggir á nýjustu vorgögnum. Næsta keyrsla kynbótamats í frjó- semi verður síðan ekki fyrr en í lok nóvember um leið og kynbótamat fyrir aðra eiginleika verður keyrt. Í meðfylgjandi töflu má sjá helstu dagsetningar varðandi skil fjárbóka. Vert er að árétta að þessar dagsetn- ingar eru eingöngu viðmið vegna úrvinnslu kynbótamats og prentunar haustbóka en hafa ekkert með þátt- töku í gæðastýringu að gera. Áminning frá RML: Skráning vorbóka Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hyggst á næstunni hrinda af stað átaksverkefni í ráðgjöf varðandi nautakjötsframleiðslu. Markmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðsluna og auka fagmennsku, kjötgæði og framboð. Kanna á rekstrarforsendur og benda á leiðir til úrbóta ásamt því að byggja upp þekkingu og bæta ráðgjöf. Verkefnið er til þriggja ára. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum í verkefnið og er umsóknarfrestur til 1. ágúst nk. Stefnt er að því að verkefninu verði ýtt úr vör í haust. Miðað er við að þátttakendur hyggist framleiða nautakjöt í nokkru mæli, ýmist sem aðalbúgrein eða samhliða öðrum búgreinum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við RML. Átak í nautakjöts- framleiðslu Bessi Freyr Vésteinsson, verktaki í Hofstaðaseli í Skagafirði, hefur haft í nægu að snúast upp á síðkastið ásamt starfsmönnum sínum. Sökum kals í túnum hafa bændur neyðst til að endurrækta mun stærri hluta af túnum sínum en vanalegt er og hefur Bessi sinnt bændum bæði í Skagafirði og Eyjafirði í þeim efnum. Að hans sögn eru hann og menn hans búnir að bylta og sá í ríflega 300 hektara á svæðinu. Jarðvinnu er nú að mestu lokið, einungis eftirhreytur standa eftir og Bessi býr sig nú undir heyskapartíð. Mjög mikilvægt að ná góðri uppskeru Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Bessa var hann staddur á Akureyri að taka olíu á dráttarvélina en svo var stefnan tekin upp í Öxnadal. „Við höfum verið með úthald að störfum í Hjaltadal í Skagafirði að undanförnu. Ég er sjálfur norður í Eyjafirði og hef verið við sáningu í Öxnadal.“ Bessi segir að kal sé á flestum bæjum í Öxnadal og þar sé hann búinn að vera í endurræktun mjög víða. Svipaða sögu sé að segja um Hörgárdalinn. Í Skagafirði er mikið kalið í Óslandshlíð en minna er þó kalið nyrst í firðinum en óttast var. Mest kal er í Hjaltadal á tveimur bæjum þar sem allt upp undir 90 prósent túna eru kalin. Þá er einnig tjón í Viðvíkursveit. Bændur eru yfir- leitt að sá grasfræi með höfrum eða rýgresi í bland til að auka við upp- skeru. Menn eru að verða heylitlir á svæðinu öllu og mikið liggur við að ná góðri uppskeru í sumar. „Ég finn að menn eru áhyggjufullir yfir þessu því það er ekki orðið á neinar fyrningar að ganga. Það er því mjög mikilvægt að menn fái góða uppskeru í sumar.“ Hafa unnið 300 hektara kalinna túna Bessi og starfsmenn hans hafa verið við jarðvinnslu um það bil síðustu þrjár vikur, bæði í Skagafirði og Eyjafirði. Reyndar hófu þeir störf um hvítasunnuna í Húnavatssýslu þar sem bætt var í nýræktir og unnið í kornsáningu, en minna var um endurræktun vegna kals. Í Skagafirði og Eyjafirði hafa þeir unnið um 300 hektara vegna kalskemmda og þá er ótalin jarðvinna vegna kornræktar og annars. „Helstu kalsvæðin á Mið- Norðurlandi sýnast mér vera Viðvíkursveit, Hjaltadalur og Óslandshlíð í Skagafirði og Öxnadalur og Hörgárdalur í Eyjafirði. Á þessum svæðum höfum við farið mjög víða um. Þessari jarðvinnu er nú nánast lokið en ég á von á að við verðum í eftirhreytum fram að heyskap. Það hillir undir slátt á næstu dögum og einhverjir skagfirskir bændur eru byrjaðir. Það hefur verið mikil gróðrartíð að undanförnu og spírað mjög vel í flögum. Við erum farnir að sjá grasfræ taka vel við sér en ef fram fer sem horfir fer að vanta vætu.“ Stórvirki unnið í endurræktun Algengt er að verið sé að endurrækta á bilinu 20 til 30 hektara túna á bæ, að sögn Bessa. Bændur forgangsraða endurræktuninni, rækta upp það sem er auðveldara að eiga við en skilja eftir tún sem eru grýtt og erfið í vinnslu enda fylgir því meiri vinna og kostnaður. „Almennt séð hefur þetta gengið mjög vel en við höfum líka, ég og mínir menn, lagt mjög hart að okkur við þessa vinnu. Það hefur verið unnið nærri dag og nótt upp á síðkastið. Veðurfar hefur verið hagstætt síðustu daga, hlýtt og þurrt, sem hefur orðið til þess að hægt hefur verið að fara um þessi tún vandræðalítið. Það er búið að vinna stórvirki í þessum efnum. Menn hafa staðið sig vel, bæði í samvinnu við okkur og einnig með eigin tækjum. Bændur hafa mikið nýtt sér okkur verktakana. Ég er mjög vel settur með mannskap núna og það er í raun fyrir tilstilli þeirra, þessara öflugu stráka, hvað þetta hefur gengið hratt og vel fram. Þeir hafa fast að því gengið fram af sér í vinnu og eiga heiður skilinn. Við skynjum það vel að það er lífsafkoma fólks sem er hér í húfi. Vonandi tekst þetta vel til, reynslan hefur sýnt að eftir svona áföll standa menn oft sterkari eftir varðandi fóðuröflun til lengri tíma. Það er hins vegar áhyggjuefni hvernig menn komast í gegnum næsta vetur varðandi fóður.“ Líklegt að dregið verði úr ásetningi Bessi hefur verið umsvifamikill í heysölu undanfarin ár en heybirgðir hans eru þrotnar. Spurður hvort hann hafi tök á að bæta við í heyöflun í sumar til að vera í stakk búinn ef bændur þurfa á því að halda á komandi vetri segir Bessi að þau tún sem hann hafi haft til afnota hafi hann fullnýtt. „Síðasta sumar varð hins vegar töluvert minni uppskera vegna þurrka. Hluti túnanna er laskaður en sökum ágætrar sprettutíðar undanfarið lítur þetta mjög vel út núna. Við munum reyna að aðstoða menn eftir fremsta megni en það má segja að það gæti orðið dropi í hafið miðað við þarfir manna á heyi sem maður sér fram á komandi vetur. Á þetta mun væntanlega ekki reyna fyrr en síðla næsta vetur þó. Ég reikna einnig með að menn komi til með að haga ásetningi í samræmi við heybirgðir. Ég sé ekki til dæmis að sauðfjárbændur muni kaupa hey í stórum stíl. Miðað við afkomu greinarinnar held ég að það sé nú komið að ákveðnum tímamótum sums staðar, vegna þessa.“ Hektarinn kostar 150.000 krónur að lágmarki Mikill kostnaður liggur í þessari auknu endurræktun hjá bændum, sem fer langt fram úr því sem er eðlilegt í meðalári. Erfitt er að leggja mat á meðaltalskostnað á hektara í endurræktun en Bessi segir ekki fráleitt að áætla að þar sem aðstæður séu nokkuð góðar sé kostnaður vegna jarðvinnslu á hektara um 50.000 krónur fyrir utan virðisaukaskatt. Þá sé kostnaður vegna kaupa á fræi og áburði auk dreifingar hugsanlega um 100.000 krónur. Ef til komi aukavinna, til dæmis vegna grjóttínslu, sé kostnaðurinn mjög fljótur að fara upp. „Mér sýnist menn ætla að taka hraustlega á þessum málum en svo eru bændur kannski ekki búnir að sjá hvernig þeir ætla að mæta þessum kostnaði. Þeir vona auðvitað að þeir fái einhverja aðstoð við það enda standa menn missterkir gagnvart áföllum. Það má ekki gleyma því að margir bændur hafa verið að kaupa hey í vetur, þeir kostuðu til í áburðarkaupum síðasta vor sem skiluðu sér svo ekki að fullu í heybirgðum síðasta sumar vegna þurrka.“ Leggja sig með haustinu Spurður hvort hann og starfsmenn hans fái hvíld á næstunni til að kasta mæðinni fyrir heyskapartörnina sem fram undan er hálf hlær Bessi við. „Ég hef nú sagt bæði í gríni og alvöru þessa dagana að við reynum bara að vaka meðan bjart er. Við förum líklega ekki að leggja okkur fyrr en með haustinu.“ /fr „Vökum og vinnum meðan bjart er“ – stórvirki verið unnið í endurræktun túna vegna kals á Norðurlandi miklu máli varðandi vinnuna nú í vor. „Það var mikið lán að geta tekið þetta tæki til starfa nú í vor því annars hefði þessi vinna ekki gengið eins hratt og vel og raunin varð.“ Myndir / MÞÞ Í kjölfar vinnustofudvalar Ragnars Kjartanssonar mynd- listarmanns á Galtarvita verður haldinn Jónsmessufagnaður á miðnætti aðfaranótt 24. júní. Bátsferðir verða í boði frá Suðureyri 23. júní kl. 11 og 17 og hægt verður að tjalda á staðnum eða gista í svefnpokaplássi. Þetta er annað árið í röð sem Galtarviti hefur verið í samstarfi við Slíjm sf. um vinnustofudvölina. Hápunkturinn verður á fullu tungli á Jónsmessu þegar gestum verður boðið til Jónsmessugleði. Jónsmessufagnaður á Galtarvita

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.