Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Á síðastliðnum vetri tóku um 100 kúabændur á Íslandi þátt í fóðuráætlanagerð samkvæmt NorFor-fóðurmatskerfinu – fóðuráætlanirnar voru unnar með áætlanagerðarkerfinu TINE Optifór-Island. Áætlanirnar voru unnar fyrir/með bændum af öllu landinu, þó hlutfallslega flestum á Suðurlandi. Samanborið við hinar NorFor-þjóðirnar – Danmörku, Noreg og Svíþjóð liggjum við þeim langt að baki að því er varðar þátttöku. Sem dæmi má nefna að yfir 60 af hundraði sænskra kúabænda láta ráðgjafaþjónustuna vinna fyrir sig fóðuráætlanir samkvæmt NorFor-kerfinu og dæmi eru um að fóðurkostnaður hafi lækkað um allt 20 af hundarði. Þann árangur rekja þarlendir beint til áætlanagerðarinnar. Við getum gert betur! Almennt eru kúabændur hér á landi, sem taka þátt, ánægðir með árangurinn. Samkvæmt lauslegri umsögn ráðgjafanna líkar flestum vel við verkefnið og telja að það skili þeim marktækum árangri. Hver er árangurinn? Aukin nyt. Meira af verðefnum í mjólkinni; prótein- og fituhlutfallið hærra og þar með hærra afurðastöðvarverð fyrir mjólkina. Betra heilsufar – minni súrdoði og betri frjósemi – kýrnar halda betur En hvernig verður framhaldið? Í ljósi þess árangurs sem núverandi þátttakendur í verkefninu eru að ná þurfa fleiri kúabændur alls staðar á landinu að eiga þess kost að njóta hans. Ráðgjafarpakki Óðum styttist í að sláttur hefjist almennt. Næstu daga og vikur munu bændur leggja grunn að heygæðum fyrir næsta vetur og um leið framleiðslu grasbítanna t.d. með réttu vali á sláttutíma. Seint verður vísan um mikilvægi sláttutímans fyrir heygæðin of oft kveðin. En það er ekki nóg að huga eingöngu að sláttutímanum – við þurfum einnig að þekkja og mæla gróffóðurgæðin. Nýja sameinaða ráðgjafar- fyrirtækið RML (Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins) mun í því sambandi bjóða kúabændum um allt land til virkrar þátttöku í skipulögðu ráðgjafarverkefni – ráðgjafarpakka – í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr – sem byggir á nýja fóðurmatskerfinu NorFor – með það að markmiði að ná auknum árangri í mjólkurframleiðslu. Í þessu sambandi hefur RML verið boðið að ganga inn í viðskiptasamning, sem ráðgjafarþjónusta sænskra bænda – ,,VAXA Sverige“ hefur gert við fyrirtækið BLGG AgroXpertus AB um efnagreiningarþjónustu í landbúnaði. Þetta fyrirtæki er sjálfstætt útibú frá hollenska efnarannsóknafyrirtækinu BLGG sem ýmsir bændur hér á landi þekkja og hafa notið þjónustu hjá. Bændur munu samt sem áður geta nýtt sér efnagreiningaþjónustu LbhÍ eins og verið hefur. RML er hins vegar hér með að bjóða bændum víðtækari og hraðvirkari efnagreiningaþjónustu. Fóðuráætlun hefst með töku heysýna Starfsmenn RML munu annast töku sýnanna hjá bændum, hvort sem er úr rúllum, flatgryfjum eða úr útistökkum. Lögð verður meiri áhersla á að taka sýni úr verkuðu fóðri. Hirðingarsýni geta bændur hins vegar sjálfir tekið, kjósi þeir það frekar. Vanda þarf töku hirðingarsýna sem og meðferð þeirra og geymslu þar til þau eru send til efnagreiningarstofu. Samstarfsaðilinn sænski mun útvega sýnatökubúnað sem hentar í hverju tilviki fyrir sig. Fóðursýnunum verður safnað saman og þau send reglulega með hraðflutningum til Hollands hvar þau verða efnagreind, samkvæmt óskum bænda (venjuleg fóðurefnagreining, með eða án stein- og snefilefna). Samningurinn við BLGG AgroXperts AB á að tryggja að niðurstöður efnagreininganna liggi fyrir innan 10 sólarhringa (vinnudaga) frá því sýnin fara frá Íslandi. Niðurstöðurnar geta síðan borist bóndanum, annaðhvort á pappír eða á rafrænu formi, en einnig munu þau verða skráð beint inn í NorFor-kerfið og aðgengileg þar til fóðuráætlanagerðar í ráðgjafarverkfærinu TINE OptiFor Island Öllum þeim kúabændum sem voru þátttakendur í fóður- áætlanagerðarverkefninu á liðnum vetri verður boðin þátttaka næsta vetur en ekki síður bjóðum við áhugasama nýja þátttakendur velkomna. Í hverju felst ráðgjafartilboðið – innihald ráðgjafarpakkans? Þátttaka bóndans í verkefninu verður sveigjanleg og getur hann valið hve langt hann vill ganga. Við hugsum okkur framkvæmdina á eftirfarandi hátt: 1. Bóndi hefur samband við RML og tilkynnir þátttöku í verkefnið eða óskar eftir frekari upplýsingum. 2. Haft verður samband við alla þáttakendur – eftir atvikum með heimsókn, símtali eða í gegnum tölvupóst, verkefnið kynnt og grunnupplýsingum um búreksturinn safnað. Á þessu stigi koma bóndinn og ráðunautinn sér saman um hvernig áætlanagerðin verður framkvæmd – hve mörg heysýni verða tekin, um samskipti þeirra í milli og hvernig eftirfylgni með sjálfri áætluninni skal háttað. 3. Ráðgjafi kemur í heimsókn til bónda til þess að taka heysýni (hvort heldur sem um er að ræða hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri), það gerir hann með sérstökum sýnatökubúnaði sem efnagreiningafyrirtækið lætur í té, safnar og skráir nauðsynlegar upplýsingar um sýnið, merkir, pakkar í þar til gerðar umbúðir og útbýr til sendingar út. 4. Þegar niðurstöður heysýnanna liggja fyrir heimsækir ráðu- nauturinn bóndann, (t.d. í september). Í þeirri heimsókn safnar hann saman öllum nauðsynlegum upplýsingum hjá bóndanum og í sameiningu gera þeir áætlun um hvaða markmiðum skuli helst ná í fóðrun mjólkurkúnna veturinn 2013-2014. Sérhæft teymi ráðgjafa RML mun síðan vinna – og bera ábyrgð á að fullvinna fóðuráætlanirnar fyrir alla og senda þær síðan til bænda eða fylgja þeim eftir með heimsóknum. Eftirfylgnin verður annaðhvort af hálfu þeirra eða annarra ráðgjafa, t.d. þeirra sem taka sýnin. 5. Síðan fylgir ráðunauturinn áætluninni eftir – t.d. með því að skoða árangur og bera saman við mánaðarlegar mjólkurmælingar og aðrar upplýsingar. Bóndi og ráðunautur koma sér saman um hvernig eftirfylgni af hálfu ráðunautaþjónustu skuli háttað. Áætlaður kostnaður við efnagreiningar RML mun sjá um að greiða fyrir efnagreiningar og innheimta síðan greiningarkostnaðinn hjá bóndanum eftirá. Innifalið í þeim kostnaði er sjálf efnagreiningin – mismunandi há eftir því hvort steinefni eru greind eða ekki – flutningur á sýnum og umsýsla. Nákvæm verðskrá fyrir greiningar mun verða kynnt á heimasíðu RML fyrir næstu mánaðamót og síðan í fyrsta Bændablaði sem út kemur eftir það (útgáfudagur 4. júlí). Reikna má með að kostnaður per sýni verði á bilinu 10 til 15 þúsund krónur, án vsk. Áætlaður þátttökukostnaður bóndans Samkvæmt útgefinni gjaldskrá RML er kostnaður við fóðuráætlun kr. 12.500 að viðbættum virðisaukaskatti. Fyrir sýnatöku og eftirfylgni verður innheimt samkvæmt tímagjaldi kr. 5.000 á vinnustund. Kostnaður bænda við þátttöku í ráðgjafarverkefninu verður því breytilegur allt eftir því hve forvinna og eftirfylgni ráðgjafans verður mikil. Gróft reiknað má áætla að meðalkostnaður geti verið á bilinu 30-65 þúsund að viðbættum virðisaukaskatti og kostnaði við efnagreiningar. Við reiknum með og höfum fulla trú á því að þessi hóflegi kostnaður komi til með að skila sér aftur til bóndans í aukinni nyt, hagkvæmari framleiðslu, verðmeiri mjólk og bættu heilsufari kúnna. Hvert eiga áhugasamir bændur að snúa sér? Þeir bændur sem hafa áhuga á því að taka þátt í verkefni (nýta sér ráðgjafarpakkann) vinsamlega snúi sér til einhvers eftirtalinna ráðgjafa RML: Þórður Pálsson Sími: 516 5048 netfang: thp@bondi.is Eiríkur Loftsson Sími: 516 5012 netfang: el@bondi.is Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir sími: 516 5023 netfang: geh@rml.is Guðfinna Harpa Árnadóttir sími : 516 5017 netfang: gha@rml.is Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Sími: 516 5029 netfang: jona@rml.is Berglind Ósk Óðinsdóttir Sími: 516 5009 netfang: boo@rml.is Gunnar Guðmundsson Sími: 516 5022 netfang: gg@rml.is /GG og ráðuneytateymi í fóðrun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins NorFor – skilar árangri: Fóðuráætlun hefst með töku heysýna Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðar ins er að hrinda af stað átaks verkefni í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts. Meginmarkmið verkefnisins er að efla nautakjötsframleiðslu sem búgrein, bæði rekstrarlega og faglega til að auka framboð og gæði þess kjöts sem framleitt er, þ.e. auka fagmennsku í greininni. Þetta verður gert með því að skoða sérstaklega rekstrarforsendur kjötframleiðslu og benda á leiðir til úrbóta og enn fremur með því að byggja upp þekkingu og bæta ráðgjöf til handa nautakjötsframleiðendum. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum í verkefninu, sem er til næstu þriggja ára. Gert er ráð fyrir að þátttakendur geri samning við RML þar sem bæði réttindi og skyldur beggja aðila eru tilgreindar. Verkefnið verður þannig upp byggt að gerð verður úttekt á rekstri og arðsemi kjötframleiðslu á viðkomandi búum og sett upp áætlun til þriggja ára sem miðar að því að bæta rekstrarforsendur og gæði framleiðslunnar. Þátttakendur fá rekstraráætlun og ráðgjöf varðandi fóðrun, aðbúnað, skýrsluhald og almennt um uppeldi nautgripa til kjötframleiðslu. Verkefnið er styrkt af þróunarfé nautgriparæktarinnar og Framleiðnisjóði. Frestur til að sækja um þátttöku í verkefninu er til 1. ágúst og miðað er við að þátttakendur hafi og/eða ætli sér að framleiða nautakjöt svo einhverju nemi, annaðhvort sem aðalbúgrein eða til hliðar við mjólkurframleiðslu eða aðrar búgreinar. Áætlað er að verkefnið fari formlega af stað í haust og byrjað verði á úttekt á búum þátttakenda. Í framhaldinu verði hugað að markmiðssetningu og því sem gera þarf til að auka hagkvæmni og gæði framleiðslunnar og í kjölfarið ráðist í áætlanagerð fyrir búið. Áhugasömum er bent á að kynna sér upplýsingar sem finna má á heimasíðu Ráðgjafar- miðstöðvarinnar, www.rml.is varðandi verkefnið. Mikilvægt er að væntanlegir þátttakendur kynni sér og/eða leiti ráða varðandi skráningu á fóðuröflun, heysýnatöku og annað sem þarf að huga að í sumar til undirbúnings þátttöku í verkefninu. Einnig er hægt að hafa samband beint við ráðunaut og fá nánari upplýsingar með því að hringja í Ráðgjafarmiðstöðina í síma 516 5000. Átaksverkefni í ráðgjöf til framleiðenda nautakjöts Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 4. júlí

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.