Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 201314 Grýtubakkahreppur: Byggingarframkvæmdir í blóma Framkvæmdir eru hafnar við byggingu parhúss við Höfðagötu á Grenivík, en jarðvegsskipti vegna þeirra eru langt komnar. Íbúðirnar eru byggðar til að koma til móts við eftirspurn eftir húsnæði á Grenivík og þó svo að íbúðirnar hafi enn ekki risið er þegar búið að sækja um búsetu í þeim. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri segir að um fjögurra herbergja íbúðir sé að ræða. „Íbúum hefur fjölgað hér undanfarin misseri og það er vissulega gleðilegt, en hér skortir íbúðir. Hreppurinn bregst við með því að byggja þetta parhús, en auðvitað er það ekki óskastaða að sveitarfélagið þurfi að standa straum af kostnaði við íbúðarbyggingar. Staðan er svona víðar um landið, við erum ekki eina sveitarfélagið í landinu sem þarf að standa í íbúðarbyggingum,“ segir Guðný. Markaðsverð 20-30% lægra Hún kveðst fyllilega skilja það að fólk veigri sér við að fara út í byggingaframkvæmdir, ekki síst á litlum stöðum víða um landið þar sem markaðsverð er mun lægra en í þéttbýlinu suður við Faxaflóa. „Markaðsverð íbúða á landsbyggðinni er um 20-30% lægra en á höfuðborgarsvæðinu og þéttbýlli stöðum og það er skiljanlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það ræðst í íbúðarbyggingar á landsbyggðinni. Fólk þarf í það minnsta að vera nokkuð visst um að það ætli að búa í húsinu alla sína tíð, en í okkar síbreytilega þjóðfélagi er meiri hreyfing á fólki en áður var og það er því ekki tilbúið að fara út í framkvæmdir sem krefjast fjár sem það fær svo ekki til baka,“ segir hún. Viðbygging við lyfjaverksmiðju Framkvæmdir eru einnig hafnar við viðbyggingu við lyfjafyrirtækið PharmArctica. Fyrirtækið hefur verið starfandi á Grenivík í áratug og er um 200 fermetra húsnæði þess orðið of lítið, enda hefur umfang starfseminnar vaxið undanfarin misseri og reksturinn gengur vel. Til stendur að reisa um 350 fermetra viðbyggingu í sumar. Tvö ný fjárhús Þá segir Guðný að á tveimur jörðum í Grýtubakkahreppi sé fyrirhugað að reisa ný fjárhús, á Hóli og Bárðartjörn, og hefur sveitarfélagið samþykkt framkvæmdir fyrir sitt leyti. „Það er hugur í fólki, sem betur fer er hér ekki neitt atvinnuleysi og hefur ekki verið. Við erum því mjög bjartsýn á framtíðina,“ segir Guðný. /MÞÞ Viktor Karl Ævarsson, sölu- stjóri hjá Kraft vélum, og Eiður Steingríms son, sölustjóri landbúnaðartækja, eru þokkalaga ánægðir með söluna þessa dagana. Matvæla framleiðslan, með land- búnað og sjávarútveg í fararbroddi, þurfi stöðugt að endurnýja sinn búnað til að halda framleiðslunni gangandi, þó að verktakabransinn hafi hrunið nær algjörlega. Vissulega hefur efnahagshrunið líka sett strik í reikninginn hjá bændum og útgerðarmönnum og hægt á allri endurnýjun, en þeir félagar eru samt bjartsýnir á að smám saman rætist úr. Bankakreppan leiddi til stökkbreytingar á gengistryggðum sem og verðtryggðum lánum. Það hafði strax þau áhrif að sala á nýjum dráttar vélum stöðvaðist nær algjörlega. Í stað þess að íslenski markaðurinn væri að taka inn um 200 og jafnvel yfir 300 nýjar dráttarvélar á ári var hægt að telja þær á fingrum annarar handar sem seldust 2009. Eldri vélbúnaður hefur hins vegar kallað á aukna viðgerðarþjónustu og var það því orðið eitt af megin- verkefnum Kraftvéla sem og annarra sölufyrirtækja vinnuvéla. Smám saman er þetta þó að breytast aftur og er töluverð sala orðin í nýjum tækjum og einnig notuðum vélum. Kröfuharðir Íslendingar Íslendingar virðast þó vera nokkuð sér á báti í tækjavæðingunni og að sögn þeirra félaga hefur það lítið breyst eftir hrun. Segja þeir að íslenskir kaupendur líti helst ekki við dráttarvélum, vörubílum, lyfturum eða öðrum tækjum sem framleidd eru með stöðluðum búnaði frá verksmiðju fyrir erlenda markaði. Þarf því oft að sérpanta vélar og tæki hingað til lands sem kosta mun meiri peninga en ella. Vissulega sé þetta þó líka spurning um þægindi. Sem dæmi um þetta var einn vinnuvélaframleiðandinn búinn að setja saman nokkrar dráttarvélar fyrir hrun sem voru með öllum búnaði samkvæmt íslenskum kröfum. Við hrunið sat hann uppi með vélarnar þar sem erlendir kaupendur vildu ekki sjá vélar með slíkum „óþarfa“ búnaði. Lítið slakað á kröfunum Samkvæmt upplýsingum Bænda- blaðsins virðist þetta enn vera gegnum gangandi viðhorf á markaðnum hérlendis, hvað sem veldur. Tæki sem erlendir notendur telja full boðleg þykja einfaldlega ekki nógu fín og vel búin fyrir íslenskan markað. Hér vilja menn t.d. yfirleitt stærri vélar í vörubíla og önnur tæki en gengur og gerist, jafnvel öflugri ljós, vandaðir hljómflutningsgræjur og margvíslegan annan tæknibúnað sem víða erlendis þykir hreint bruðl. Svipað virðist uppi á teningnum varðandi einkabíla. Flókinn rafeindabúnaður getur t.d. kallað á mun dýrara viðhald sem einungis verður sinnt með aðstoð sérhæfðs tölvubúnaðar ef eitthvað bilar. Ekki er að sjá að þetta íslenska viðhorf hafi mikið breyst þrátt fyrir skellinn af hruninu. /HKr. Dráttarvélasala aðeins farin að rétta úr kútnum: Markaðurinn smám saman að lifna við Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri hjá Kraftvélum, og Eiður Steingrímsson, sölustjóri landbúnaðartækja, við nýjustu afurð New Holland, sem er afar lipur skotbómulyftari. Mynd / HKr. nýlega. Í sveitarfélaginu er næg atvinna en húsnæði skortir. Tækjasýning í Kópavoginum Það var mikið um að vera á sýningu Kraftvéla og Toyota í fyrri viku. Þar var sýnt það nýjasta sem á boðstólum er í atvinnubílum og lyfturum frá Toyota, trukkum frá Iveco, margvíslegum landbúnaðartækjum og dráttarvélum frá New Holland og Case og ýmislegt fleira. Eiður Steingrímsson, sölustjóri landbúnaðartækja hjá Kraftvélum, segir að þarna hafi m.a. verið tvær nýjustu línur New Holland T5 og T6 dráttarvélanna. Þar er T5 með mótora frá 95 og upp í 114 hestöfl. „Þessar vélar eru með alveg nýrri hönnun á húsi þar sem sérstaklega er hugað að góðu rými fyrir ökumann og farþega, sem hefur sérstakt farþegasæti með öryggisbelti. Loftkæling er staðalbúnaður. Þessi gerð er ákjósanleg fyrir ámoksturstæki, þar sem útsýnið úr vélinni er með því allra besta sem þekkist.“ Hann segir að T6-vélarnar fáist í sjö stærðum, frá 121 og upp í 175 hestöfl. Í þeim er mjög öflugt vökvakerfi og þægilegur gírkassi sem geti verið sjálfskiptur eða beinskiptur, allt eftir notkun. Þægindi ökumanns séu því mjög mikil og allur búnaður með því besta sem finnist. „Case IH Farmall 115A er alveg ný dráttarvél hér á landi, þar sem fyrst og fremst er hugsað um einfaldleikann. Vel búin vél með 113 hestafla mótor kostar aðeins kr. 5.750.000 án virðisaukaskatts. Einnig vorum við með nokkrar gerðir af haugsugum og taðdreifurum á sýningunni. Allar Fellu-vélarnar voru í stærri kantinum, rakstrarvél með 8,1 metra vinnslubreidd og í heyþyrlum upp í 13 metra vinnslubreidd. Þá voru þrjár stærðir af smávélum frá Weidemann þar sem allar aðgerðarstýringar eru í einni stöng. Þessar vélar eru auk þess á flotmiklum hjólbörðum.“ Lyfja skerðir þjónustu við íbúa á norðausturhorninu: Sagt aðför að öryggi íbúanna Nýstofnuð Íbúasamtök Raufar- hafnar harma þá ákvörðun Lyfju að skerða þjónustu við íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrennis. Íbúasamtökin segja að sú breyting sem gerð hafi verið skerði lífsgæði íbúa og eins og póstþjónustu sé háttað taki einn til tvo daga að fá afgreidd lyf, þar sem lyfjasendingar komi gjarnan eftir lokun lyfjaafgreiðslu. Einnig geti skapast hættuástand þar sem læknar geti ekki nálgast nauðsynleg lyf í bráðatilfellum. Aðför að öryggi íbúa Þetta telja íbúasamtökin vera aðför að öryggi íbúanna og skapa öryggisleysi, ekki síst hjá eldri borgurum. Íbúasamtök Raufarhafnar skora á Lyfju að endurskoða ákvörðun sína með hagsmuni íbúa svæðisins í huga. Afrit af áskorun íbúasamtakanna voru send til Heilbrigðisráðuneytis, Bæjarstjórnar Norðurþings og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, auk þeirra aðila sem að átaksverkefninu á Raufarhöfn standa, það er Byggðastofnunar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Háskólans á Akureyri. Samtökunum barst svar frá Sigurbirni Gunnarssyni, framkvæmda stjóra Lyfju, þar sem gerð var grein fyrir ákvörðun félagsins, en þar kemur ekki fram að Lyfja hugsi sér að endurskoða fyrrnefnda ákvörðun. Óskað eftir fundi um breytingar Að mati íbúasamtakanna er skerðing á þjónustu Lyfju bagaleg fyrir íbúa Raufarhafnar, Kópaskers og nágrenni. Til að fá frá fyrstu hendi hvað breytingarnar þýða og til að meta þörf á frekari aðgerðum í málinu, þá óska íbúasamtökin eftir fundi með framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilsugæslulækni og hjúkrunar fræðingi á Raufarhöfn og Kópaskeri. Einnig óska íbúasamtökin eftir að fulltrúi Norðurþings, bæjarstjóri og/ eða staðgengill bæjarstjóra, sitji fundinn. Raufarhöfn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.