Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Naut sem falla úr almennri dreifingu Ákveðið var að dreifingu yrði hætt úr eftirtöldum nautum: Hegri 03014 – fullnotaður, farið að draga mjög úr notkun. Tópas 03027 – fullnotaður, farið að draga mjög úr notkun. Salómon 04009 – fullnotaður, lækkaði heldur í mati. Stássi 04024 – fullnotaður, styrkti þó mat sitt í 114 í heildareinkunn. Ári 04043 – fullnotaður, farið að draga mjög úr notkun. Stöðull 05001 – fullnotaður, lítið notaður undanfarna mánuði. Vindill 05028 – sæði nánast búið, afgangnum verður dreift á næstu vikum. Birtingur 05043 – sæðisbirgðir á þrotum. Röskur 05039 – próteinhlutfall í mjólk dætra of lágt. Koli 06003 – sæði nánast uppurið, afgangnum verður dreift á næstu vikum. Töfri 06043 – lækkar í mati, lítið verið notaður. Besta naut 2006 árgangsins Fagráð tók ákvörðun um val á besta nauti 2006 árgangsins. Að þessu sinni fellur sú nafnbót í skaut Kola 06003 frá Sólheimum í Hrunamannahreppi. Koli er sonur Fonts 98027 og móðurfaðir hans er Kaðall 94017. Dómsorð Kola eru: „Afurðasemi dætra Kola er góð, einkum hvað varðar efnahlutföll. Þær eru stórar og sterkbyggðar, malir eru vel lagaðar, fremur flatar og fótstaða góð. Þetta eru júgurhraustar kýr með mjög vel borin júgur, afar sterkt júgurband og mjög góða júgurfestu. Spenar eru vel lagaðir og vel staðsettir en fremur stuttir og granir. Mjaltir eru í góðu meðallagi og kýrnar skapgóðar. Koli 06003 hlýtur nafnbótina besta naut 2006 árgangs nauta frá nautastöð BÍ.“ Yfirlit um eldri nautsfeður Ef litið er til þess hvernig mat eldri nautsfeðra hefur staðist tímans tönn er ljóst að árgangurinn frá 1994 sem eru margir hverjir móðurfeður þeirra nauta sem við erum að nota nú hafa staðið undir væntingum. Þannig standa Kaðall 94017 og Punktur 94032 nú með 113 í heildareinkunn. Völsungur 94006 er í 106, Pinkill 94013 í 103 og Frískur 94026 í 102. Títt nefndur Stígur 97010 stendur nú í 112 í heildareinkunn þar sem sterkustu eiginleikar hans eru afurðir, júgurhreysti, júgurgerð og ending. Hersir 97033 er nú með 109 í heildareinkunn. Hann sækir styrk sinn í afurðaþættina og júgurhreysti sem hann hefur alltaf verið þekktur fyrir. Hins vegar eru byggingareiginleikarnir ásamt mjöltum og skapi undir meðallagi en ending dætranna er góð. Synir hans hafa komið misvel út en meðal þeirra er að finna sterk naut og þeir skila áfram afurðagetunni og júgurhreystinni. Árgangurinn frá 1998 sem hefur verið að skila sonum sínum úr dómi undanfarin misseri heldur sínu mati með ágætum. Fontur 98027 er með 111 í heildareinkunn og sækir hann styrk sinn einkum í afurðir, júgurhreysti, júgur- og spenagerð auk endingar en til lækkunar koma mjaltir og skap. Synir hans koma heilt yfir mjög sterkt út og virðist arfleifð Fonts ætla að verða góð júgur- og spenagerð auk endingar. Glanni 98026 stendur með 108 í heildareinkunn. Dætur hans hafa aldrei verið taldar til afreksgripa í afurðum þó verðefni séu há. Styrkur Glanna liggur í frábærri spenagerð, úrvalsskapi og mjöltum auk mikillar endingar. Þessum þáttum virðist hann skila áfram gegnum syni sína. Umbi 98036 hefur dalað mikið frá því hann var til notkunar sem nautsfaðir og stendur í 102 í heildareinkunn. Fáir synir hans munu koma til framhaldsnotkunar. Þrasi 98052 hefur haldið velli og er með 110 í heildareinkunn. Þar er á ferðinni naut sem sýnt hefur mikla kynfestu hvað júgurgerð snertir og skila synir hans því vel áfram. Dætur Þrasa hafa reynst endast vel. Úr 1999 árgangnum kom aðeins einn nautsfaðir, Þollur 99008. Hann stendur nú í 108 í heildareinkunn þo Skjöldur 91022, faðir hans, sé honum allt annað en til framdráttar nú. Þollur virðist ætla að skila góðum sonum, en hans sterku hliðar eru afurðasemi, frjósemi, júgur- og spenagerð, mjaltir og ending. Skapið er honum hins vegar nokkur fjötur um fót en þar virðast á ferðinni skapmiklar kýr án þess þó að um óeigandi vandræðagripi sé að ræða. Í 2000 árgangnum hefur Laski 00010 staðið við fyrri dóm með sóma, stendur nú í 111 í heildareinkunn. Það er orðið ljóst að hann mun skila sterkum sonum til framhaldsnotkunar og einkum bæta júgur- og spenagerð auk skaps. Náttfari 00035 stendur með heildareinkunn í 109 og það eru einkum afurðir sem eru honum til framdráttar. Verðefni eru hins vegar lág. Kynfesta er nokkuð mikil því synir hans líkjast honum um margt. Frá Náttfara erfast miklar afurðir og góð spenagerð. Árgangur 2001 hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Nautsfeðurnir Snotri 01027, Spotti 01028 og Kappi 01031 hafa allir fallið í mati með árunum og eru nú á bilinu 100-104 í heildareinkunn, lægstur er Spotti. Snotri er undir meðallagi í afurðum en sterkur í byggingu, mjöltum og skapi. Spotti er kominn á meðallag í afurðum, júgurhreysti er slök en júgur- og spenagerð og skap er gott. Kappi er um meðallag í flestu en þó öflugur í mjöltum og skapi auk þess sem kýrnar virðast frjósamar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig synir þeirra reynast en þeir fyrstu kom að öllum líkindum úr prófun haustið 2014. Árgangurinn frá 2002 hefur bæði staðist væntingar og valdið nokkrum vonbrigðum. Það ánægjulega er að Glæðir 02001 stendur geysisterkur með 115 í heildareinkunn, öflugur í prótein%, júgurgerð, mjöltum, skapi og endingu. Ás 02048 hefur einnig staðist væntingar og er með 114 í heildareinkunn. Ás er afurðanaut og sterkur í byggingu og mjöltum en undir meðallagi í skapi. Skurður 02012 er með 110 í heildareinkunn og gefur skemmtilegar kýr að mörgu leyti. Þær eru afurðasamar, með góða júgur- og spenagerð en nokkuð ber á fullþungum mjöltum. Aðall 02039 og Ófeigur 02016 eru með 111 og 110 í heildareinkunn. Þessi naut standa undir fyrri dómum. Flói 02029 hefur heldur dalað, heildareinkunn er 109, þó að margar af skemmtilegri kúm bænda sé að finna í dætrahópi hans. Flói er afurðanaut og gefur úrvalsmjaltir en júgurgerðin er aðeins breytileg. Síríus 02032 stendur í 109 í heildareinkunn og fátt út á hann að setja nema að framspenar dætra hans eru fullgleitt settir. Lykill 02003 hefur lækkað í mati og stendur nú í 109 í heildareinkunn. Mat hans fyrir prótein% er mjög hátt en að sama skapi lágt fyrir fitu%. Góðar mjaltir og gott skap ásamt spenagerð eru sterkustu þættir hans en júgurgerð hefur sýnt sig vera fullveik ásamt því að júgurhreystin er ekki nægilega mikil. Fyrstu synir nautanna frá 2002 koma væntanlega til notkunar sem reynd naut vorið 2015. S K E S S U H O R N 2 01 2 Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Massey Ferguson 3645 Massey Ferguson 3645 er frábær kostur fyrir þá sem þurfa extra lága og lipra vél í sína þjónustu. Vélin er mjög öflug miðað við stærð og þarf mjög lítið athafnasvæði. Vélin er búin öllum þeim helstu eiginleikum sem góð dráttavél þarf til almennra nota. Staðalbúnaður í MF3645: Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 480 0402. Eigum úrval af nýjum og notuðum vélum á hagstæðu verði til afgreiðslu strax. Hafið samband: E.G. Heild ehf. c/o Elías Gíslason Stórhöfða 17, 110 Reykjavík. Símar: 8616264, 5877685 netfang: eg.heild@simnet.is Heild ehf Æðardúnsbændur Óska eftir að kaupa fullhreinsaðan æðardún Getum bent á og mælt með hreinsunaraðilum Nú eru góð verð í boði r únsbændur s ftir f ll r i saðan æðardún tekið að mér hreinsun er i

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.