Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nautgriparæktin: Nýtt kynbótamat í maí 2013 Nú í maí var keyrt nýtt kynbótamat í nautgriparæktinni og í kjölfarið ákvað fagráð í nautgriparækt að setja fyrstu nautin úr árgangi 2007 í dreifingu að lokinni afkvæmaprófun. Þetta eru naut sem eru komin með tilskilinn fjölda dætra með afurðaupplýsingar og útlitsmat til þess að dómurinn sé nægilega áreiðanlegur. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir þessum nautum: Sandur 07014 frá Skeiðháholti á Skeiðum, f. Glanni 98026, mf. Sproti 95036. Dætur Sands eru ágætlega afurðasamar varðandi mjólkurmagn og próteinhlutfall en fituhlutfall er undir meðallagi. Kýrnar eru fremur útlögumiklar með fremur grannar og þaklaga malir en ágæta fótstöðu. Yfirlína er einnig fremur sterk. Júgurgerð dætra Sands er mjög góð, mikil festa og júgrin vel borin en júgurband ekki áberandi. Spenar eru langir og grannir en ágætlega settir. Mjaltir eru úrvalsgóðar og skap um meðallag. Rúmur helmingur afkvæma Sands er tvílitur þar sem huppóttur og skjöldóttur litir eru algengastir. Af einlitum ber mest á rauðbröndóttum. Heildareinkunn: 109. Rjómi 07017 frá Heggsstöðum í Andakíl, f. Þollur 99008, mf. Kaðall 94017. Afurðasemi dætra Rjóma er mjög mikil hvað varðar afurðamagn en hlutfall verðefna í mjólk er undir meðallagi. Þær eru fremur bollitlar en með sterka yfirlínu. Malir eru meðalbreiðar. Fótstaða er sterkleg. Júgur eru vel löguð og vel borin, festa ekki mikil en júgurband mjög sterkt. Spenagerð er góð en þeir eru fremur grannir. Þessar kýr eru góðar í mjöltum en skapmiklar. Þrátt fyrir það eru þær metnar hátt í gæðaröð. Rúmlega helmingur afkvæma Rjóma er einlitur og eru rauður og rauðbröndóttur algengustu litir. Skjöldóttur er algengastur tvílita. Heildareinkunn: 110. Dúllari 07024 frá Ytri-Villingadal í Eyjafirði, f. Þollur 99008, mf. Kaðall 94017. Dætur Dúllara eru afurða- samar hvað varðar mjólkurmagn en hlutfall verðefna í mjólk er undir meðallagi. Kýrnar eru fremur bollitlar en yfirlína fremur sterk. Malir eru fremur grannar og flatar, nokkuð þaklaga. Fótstaða er góð. Júgurgerð er góð, júgrin vel borin og júgurband áberandi sterkt. Spenar eru vel gerðir, hæfilega langir og þykkir og ágætlega settir. Mjaltir eru mjög góðar en kýrnar eru skapmiklar. Þær skora þó mjög hátt í gæðaröð. Rúmlega fjórðungur afkvæma Dúllara er einlitur þar sem rauður og rauðbröndóttur eru algengustu litir. Af tvílitum ber mest á huppóttum og skjöldóttum. Heildareinkunn: 108. Húni 07041 frá Syðra-Hóli í Skagabyggð, f. Laski 00010, mf. Soldán 95010. Afurðasemi dætra Húna er góð, sérstaklega er hlutfall próteins í mjólk hátt. Þær eru fremur bollitlar yfirlínan er veik. Malir eru meðalbreiðar, ágætlega gerðar og aðeins þaklaga. Fótstaða er sterkleg. Júgurgerðin er afbragðsgóð þau eru vel löguð og vel borin með mikla festu og sterkt júgurband. Spenagerð er góð, aðeins þykkir en mjög vel settir. Dætur Húna eru góðar í mjöltum og skap þeirra er mjög gott. Tæplega þriðjungur afkvæma Húna er einlitur og eru rauður og rauðbröndóttur algengustu litir. Skjöldóttur er algengastur tvílita. Heildareinkunn: 111. Toppur 07046 frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi, f. Hersir 97033, mf. Punktur 94032. Dætur Topps eru afurðasamar hvað varðar bæði mjólkurmagn og hlutfall verðefna í mjólk. Kýrnar eru júgurhraustar, bollitlar en með sterka yfirlínu. Malir eru fremur grannar og flatar, nokkuð þaklaga. Fótstaða er örlítið náin. Júgurgerð er í góðu meðallagi, júgrin ágætlega borin en festa og júgurband um meðallag. Spenar eru vel gerðir, fremur stuttir en örlítið gleitt settir. Mjaltir þessara kúa eru í tæpu meðallagi en skap þeirra er mjög gott. Tæplega fjórðungur afkvæma Topps er einlitur þar sem rauður er algengasti litur. Af tvílitum ber eðlilega mest á húfóttum og leist- óttum. Heildareinkunn: 110. Lögur 07047 frá Egilsstöðum á Völlum, f. Laski 00010, mf. Völsungur 94006. Afurðasemi dætra Lagar er í góðu meðallagi, bæði hvað varðar magn og verðefni. Þær eru fremur stórar kýr með aðeins veika yfirlínu. Malir eru meðalbreiðar, ágætlega gerðar og aðeins þaklaga. Fótstaða er sterkleg. Þessar kýr eru með frábæra júgurgerð, þau eru vel löguð, mjög vel borin með mikla festu og sterkt júgurband. Spenagerð er úrvalsgóð, fremur stuttir og grannir spenar og mjög vel settir. Dætur Lagar eru mjög góðar í mjöltum og skapið er sérlega gott. Rúmlega helmingur afkvæma Lagar er einlitur og eru rauður og bröndóttir litir algengastir, þó einnig sé nokkuð um kolótta. Huppóttur er algengastur tvílita. Heildareinkunn: 112. Samhliða þessu ákvað fagráð að fækka reyndum nautum í dreifingu. Þau naut sem áður voru komin til notkunar sem reynd naut og verða áfram í almennri dreifingu eru eftirtalin: Gyllir 03007 frá Dalbæ í Hrunamannahreppi, f. Seifur 95001, mf. Soldán 95010. Gyllir verður áfram í dreifingu enda bætir hann sína stöðu umtalsvert. Hann hækkar í mati fyrir afurðir sem og fyrir júgur- og spenagerð. Þá hækkar mat hans fyrir mjaltir gríðarmikið og þar stendur hann nú efstur allra nauta. Það er líka aðalsmerki dætra hans hve góðar þær eru í mjöltum auk þess sem þetta eru miklar mjólkurkýr með góða júgur- og spenagerð. Þá er skap þeirra gott en setja verður spurningarmerki við frjósemi þeirra, þar sem þær virðast heldur færa burð. Heildareinkunn: 111. Hryggur 05008 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, f. Teinn 97001, mf. Þokki 97776 (Ólasonur 88002 og hálfbróðir Frísks 94026), verður áfram í dreifingu. Kynbótamat hans breytist mjög lítið og hann er áfram fyrst og fremst valkostur varðandi efnahlutföll í mjólk. Hann gefur kýr með sterka júgurgerð og úrvalsgott skap en mjaltir eru undir meðallagi. Heildareinkunn: 108. Baugur 05026 frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi, f. Stígur 97010, mf. Punktur 94032, er áfram til dreifingar en mat hans tekur óverulegum breytingum. Hann gefur gríðarlega mjólkurlagnar kýr með mikla júgurhreysti. Þetta eru fínbyggðar kýr með júgur- og spenagerð í meðallagi. Þær eru skapgóðar og mjaltir um meðallag. Heildareinkunn: 114. Frami 05034 frá Skúfsstöðum í Hjaltadal, f. Stígur 97010, mf. Kaðall 94017, hefur styrkt sína stöðu, einkum hvað afurðaþáttinn varðar, og stendur hann nú jafnfætis Vindli 05028 og Birtingi 05043 í heildareinkunn. Aðalsmerki Frama eru miklar afurðir, há efnahlutföll, góð spenagerð og mjaltir. Júgurgerð er um meðallag og skap dætra hans er heldur undir meðallagi. Rétt er að taka fram að Frami hefur gefið hærra hlutfall dauðfæddra kálfa en önnur naut. Heildareinkunn: 115. Baldi 06010 frá Baldursheimi í Hörgársveit, f. Stígur 97010, mf. Daði 87003, breytist óverulega í mati. Dætur hans eru ágætlega afurðasamar og þá sérstaklega hvað verðefni varðar. Baldadætur hafa gríðarsterka júgurgerð, vel borin með mikla júgurfestu enda sækir Baldi það í báðar ættir. Stígur gaf góða júgurgerð og móðir Balda var með geysilega fallegt og vel borið júgur sem þrátt fyrir mikla endingu var alla tíð eins og á 1. kálfs kvígu. Baldi gefur kýr sem eru með góða spenagerð, aðeins langir en vel settir, og þær eru góðar í mjöltum. Heildareinkunn: 113. Logi 06019 frá Kristnesi í Eyjafirði, f. Fontur 98027, mf. Fróði 96028, styrkir sína stöðu verulega með nýju mati. Hann hækkar verulega fyrir afurðir og þá bæði magn og prótein%. Hann er því góður valkostur til hækkunar á próteini í mjólk en þess utan eru dætur hans um meðallag fyrir flesta þætti þó nefna verði að aðeins ber á mismjöltum hjá þeim. Heildareinkunn: 111. Kambur 06022 frá Skollagróf í Hrunamannahreppi, f. Fontur 98027, mf. Völsungur 94006 lækkar heldur í mati en getur þó ekki talist annað en gríðarsterkt naut. Dætur hans eru afurðakýr, bæði hvað varðar magn og verðefni. Þá eru þær júgurhraustar með úrvalsgóða júgurgerð og afbragðsgóðar mjaltir og skap. Spenagerðin er um meðallag og þeir eru fremir grannir. Heildareinkunn: 113. Dynjandi 06024 frá Leirulækjarseli í Borgarbyggð, f. Stígur 97010, mf. Kaðall 94017 hækkar í mati og styrkir sína stöðu vel. Dætur Dynjanda eru mjólkurlagnar með geysihá verðefni í mjólk. Þessar kýr eru með góða júgur- og spenagerð og mjaltir eru góðar. Dynjandi er naut sem án efa á skilið meiri notkun en hingað til. Hann hefur hins vegar verið í samkeppni við Birting, Vindil og Frama þar sem hann samfeðra og móðurfaðir þeirra allra er Kaðall. Heildareinkunn: 112. Hjarði 06029 frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, f. Fontur 98027, mf. Punktur 94032 heldur sínu sterka mati. Hjarðadætur eru miklar mjólkurkýr og hlutfall verðefna er gott. Þeirra aðalsmerki er þó júgurhreystin þar sem segja má að þær standi feti framar öðrum dætrahópum nauta sem í dreifingu eru. Hjarði gefur gríðargóða júgur- og spenagerð og skap kúnna er gott. Mjaltir eru þó í slöku meðallagi. Þetta er eigi að síður naut sem á skilið meiri notkun en hingað til. Heildareinkunn: 114. Víðkunnur 06034 frá Víðiholti í Reykjahverfi, f. Þrasi 98052, mf. Stígur 97010 lækkar nokkuð í mati og þá fyrst og fremst hvað afurðir snertir. Dætur hans eru eigi að síður góðar mjólkurkýr, fitu% er há en prótein% er undir meðallagi. Þær eru júgurhraustar og júgurgerðin er gríðarlega góð, sterkleg og mjög vel borin júgur með mikla festu. Spenar eru vel gerðir og vel settir. Hann bætir mat sitt fyrir mjaltir og stendur þar í meðaltali þrátt fyrir að faðir hans, Þrasi 98052, hafi gefið mjaltir undir meðallagi. Heildareinkunn: 108. Guðmundur Jóhannesson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir Fagstjóri í búfjárrækt hjá Ráðgjafar miðstöð landbúnaðarins Kynbótamat reyndra nauta í notkun sumarið 2013 Nafn og nr. M jó lk Fi tu % Pr ót ei n% Af ur ði r Fr jó se m i Fr um ut al a Gæ ða rö ð Sk ro kk ur Jú gu r Sp en ar M ja lti r Sk ap En di ng Ky nb ót ae in ku nn Gyllir 03007 Hryggur 05008 Baugur 05026 Vindill 05028 Frami 05034 Koli 06003 Baldi 06010 Logi 06019 Kambur 06022 Dynjandi 06024 Hjarði 06029 Víðkunnur 06034 Sandur 07014 Rjómi 07017 Dúllari 07024 Húni 07041 Toppur 07046 Lögur 07047 Lögur 07047 frá Egilsstöðum á Völlum. Toppur 07046 frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.