Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 201310 Fréttir Lífland tekur yfir rekstur Bændaþjónustunnar – verður rekin í óbreyttri mynd Hið gamalgróna og fræga dráttarvéla nafn Farmall er nú komið aftur á markað eftir langa fjarveru. Án efa munu fjölmargir gamlir Farmall-áhugamenn því geta tekið gleði sína á ný. Fyrirtækið Kraftvélar í Kópavogi er nú komið með í sölu glænýjar Case-dráttarvélar frá International Harvester (IH) sem heita einmitt Case IH – Farmall 115A. Þarna er um að ræða öflugar 115 hestafla dráttarvélar sem eru sagðar einfaldar í notkun og nettari í aukabúnaði en margar sérpantaðar dráttarvélar sem íslenskir kaupendur velja gjarnan. Þær eru samt hinar vönduðustu. Þá munu þær líka fást á afar hagstæðu verði miðað við sambærilegar vélar annarra framleiðenda. Þessi vél kostar hjá Kraftvélum rúmar 5,7 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt, en sambærilegar vélar í stærð og afli munu flestar kosta um 7 til 8 milljónir króna fyrir utan vsk. Til eru fjórar útgáfur úr þessari 100A seríu Case IH Farmall, með mótora frá 90-115 hestöflum. Hægt er að fá þær bæði með afturdrifi eingöngu og einnig með framhjóladrifi. Líka er hægt að hlaða á þær ýmsum aukabúnaði ef menn vilja. Eins og flest önnur dráttarvélar- merki á heimsmarkaðnum er Case IH - Farmall nú í eigu Ítala og er í eigu CNH Global, sem heyrir undir Fiat Industrial. International Harvester á rætur að rekja til ársins 1830, þegar Cyrus Hall McCormick kom fram með hönnun sína á hestaplóg. Með bróður sínum Lender stofnaði hann svo McCormick Harvesting Company árið 1847. Cyrus Hall McCormick lést árið 1885 og þá varð margvísleg uppstokkun á félaginu. Einn angi þeirra uppstokkunar var stofnun International Harvester árið 1919. IH hóf framleiðslu á Farmall- dráttarvélum árið 1926. Farmall Cub nafnið varð frægt á Íslandi við upphaf vélvæðingar í landbúnaði enda mikill fjöldi slíkra véla í sveitum landsins. „Köbbinn“ var reyndar líka sagður vinsælasta smádráttarvélin í heimssögunni, en framleiðslunni á vélum með Farmall-nafninu var hætt eftir miklar hremmingar IH árið 1981. Félagið neyddist svo til að selja landbúnaðardeild sína í nóvember 1984 og tók árið 1986 upp nafnið Navistar International Corporation. Landbúnaðardeild IH rann hins vegar inn í Case árið 1985 og fylgdi Farmall-nafnið að sjálfsögðu með í kaupunum. /HKr. Farmallinn snýr aftur Lífland hefur tekið yfir rekstur Bændaþjónustunnar í Skagafirði af Eymundi Þórarinssyni, sem rekið hefur fyrirtækið um árabil. Auk starfsemi Bændaþjónustunnar í Varmahlíð og þjónustu við bændur í Skagafirði hefur verið starfrækt verslun á Blönduósi undir styrkri stjórn Hávarðar Sigurjónssonar. Verslanir Líflands eru í dag á tveimur stöðum, á Lynghálsi 3 í Reykjavík og á Lónsbakka Akureyri. Fyrirtækið mun halda versluninni að Efstubraut 1 á Blönduósi óbreyttri og reka áfram undir merkjum Bændaþjónustunnar. Verslunin mun starfa þar áfram undir stjórn Hávarðar Sigurjónssonar og þjóna íbúum svæðisins og öðrum sem þangað leita. Eymundur mun áfram sinna sinni góðu þjónustu í Skagafirði og njóta stuðnings öflugs ráðgjafateymis á landbúnaðarsviði Líflands. Bændaþjónustan hefur skapað sér nafn fyrir skjóta og góða þjónustu og umsvif fyrirtækisins hafa aukist talsvert á síðustu árum. Með tilkomu Líflands gefst Bændaþjónustunni nú tækifæri til að efla enn sína starfsemi á svæðinu og tryggja bændum fjöl- breytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu. Þjónusta fyrirtækisins mun sem fyrr segir að mestu haldast óbreytt á svæðinu, en ganga má að því vísu að vöruúrvalið í versluninni taki einhverjum breytingum. Allar nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Eymundur Þórarinsson, Bændaþjónustan Saurbæ Sími 892-8012. Hávarður Sigurjónsson, Bændaþjónustan Blönduósi Sími 895-4307. Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Líflands Sími 540-1109 | sigurdurs@ lifland.is Mynd / HKr. Handpoint-snjallgreiðslur á íslenskan markað Snjallgreiðslur Handpoint er ný greiðslulausn sem veitir einyrkjum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum möguleika á að taka á móti kortagreiðslum án þess að greiða mánaðargjöld líkt og nú tíðkast með hefðbundnum posum. Lausnin samanstendur af ókeypis Handpoint- appi, snjallsíma eða spjaldtölvu og Handpoint-snjallposanum, sem er greiðslukortalesari. Íslensk hugmynd Handpoin t e r í s l ensk t nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið hefur verið starfrækt frá árinu 1999 og starfa um 30 starfsmenn hjá fyrirtækinu, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Fyrirtækið, sem var stofnað af skólabræðrum úr verkfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið leiðandi í gerð kortagreiðslulausna fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og handtölvur og gert mörgum helstu flugfélögum Evrópu kleift að taka við greiðslum um borð í vélum sínum. Fyrirtækið útbjó fyrstu færanlegu kort- og pinnlausnina (e. mobile chip&PIN) í heiminum, sem sett var upp á Old Trafford hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United árið 2006. Handpoint hefur fyrst og fremst þjónustað erlendan markað en með tilkomu kort- og pinn á Íslandi hefur fyrirtækið nú boðið lausnir sínar hér heima, bæði fyrir smáa og stóra söluaðila. Alþjóðleg vottun Handpoint hlaut nýverið alþjóðlega vottun fyrst allra kortafyrirtækja í heiminum. Snjallgreiðslur Handpoint fengu á dögunum alþjóðlega öryggisvottun (PCI-P2PE) frá Alþjóðlegu korta- öryggisstofunni, PCI, og er Handpoint fyrst fyrirtækja í heiminum til að fá slíka „mobile POS“ lausn vottaða. „Snjallgreiðslur virka þannig að þegar vara eða þjónusta er seld slær söluaðili inn upphæðina á eigin snjallsíma og réttir viðskiptavininum snjallposann sem stingur korti í og slær inn pinnið. Posinn les kortið og flytur greiðsluna með öruggum hætti í greiðslumiðlunarkerfi Handpoint. Kvittun er síðan send í tölvupósti eða með smáskilaboðum til viðskiptavinar og einföldu greiðsluferli er lokið,“ segir Davíð Guðjónsson, framkvæmdastjóri Handpoint. Lítil, létt og ódýr lausn fyrir söluaðila á ferðinni „Snjallgreiðslur eru hannaðar fyrir lítið og létt tæki sem auðvelt er að hafa með sér á ferðinni og hentar því ákveðnum hópum vel eins og iðnaðarmönnum, ferðaþjónustu aðilum, farand- sölumönnum og öðrum seljendum,“ segir Davíð. „Með þessari lausn erum við að veita smærri söluaðilum aðgengi að greiðslulausn sem sniðin er að þeirra þörfum en einungis eru greidd gjöld þegar söluaðilinn hefur sjálfur tekjur af sölu síns varnings eða þjónustu. Ekki er um fastar mánaðargreiðslur að ræða sem þarf að greiða þótt engin viðskipti hafi átt sér stað, líkt og tíðkast með hefðbundna posa. Lausnin hentar því þeim vel sem eru í árstíðabundnum og strjálum viðskiptum,“ segir Davíð. Sprotafyrirtækið Kanína ehf. leitar nú að hentugu húsnæði til að byggja upp kanínueldi. Þarna er um að ræða sprotafyrirtæki í Húnaþingi vestra sem ræktar kanínur til manneldis. Markmið er að vera með 250 ræktunardýr og rúmlega 6.000 slátrunardýr árlega frá og með árinu 2015. Birgit Kostizke stofnaði fyrirtækið haustið 2011 og þá var staðan þannig að kanínurnar voru einungis fjórar. Ræktun undanfarinna ára byggir á að því er hún segir „litlum en hressum“ ræktunarhópi. Markvisst hefur verið unnið bæði á sviði markaðsaðgerða sem og hvað slátrun varðar. Meðal annars hefur verið prófað að búa til leður og er árangurinn að hennar sögn góður. Staða mála er nú þannig að í ræktunarhópnum eru um 50 dýr og rúmlega 220 ungar á ýmsum aldri, allt frá nýfæddum og upp í að verða aðeins stálpaðir. „Og kanínurnar verða að halda áfram að fjölga sér, sem þær auðvitað gera,“ segir Birgit. Hugmyndin um að rækta kanínur til manneldis er ný hér á landi en Birgit bætir um betur því hún ræktar kanínur í hópum og leyfir þeim að lifa eins konar „fjölskyldulífi“ í rúmgóðum stíum þar sem þær geta hreyft sig, lifa á náttúrulegu fóðri og fá að jafnaði lengri líftíma en kanínur sem ræktaðar eru til manneldis í Evrópu. Vantar stórt útihús Birgit hefur fullan hug á að halda ræktunarstarfi sínu áfram og byggja ræktunarhópinn enn frekar upp og segir því brýnt að finna áhugasama samstarfsaðila til að taka þátt í kanínuævintýrinu með sér. „Við þurfum að finna stórt útihús með vatns- og rafmagnstengingu sem hentað gæti fyrir kanínuræktunina. Ef slíkt hús finnst mun fyrirtækið sjá um allar breytingar, þ.e. að laga húsnæðið að þörfum kanínuræktunarinnar,“ segir Birgit. Hún leitar einnig að áhugasömu fólki sem er tilbúið að kynna sér þessa nýju búgrein og setja sig inn í þau störf sem henni fylgja. Eins leitar hún áhugasamra fjárfesta sem eru tilbúnir að taka þátt í að hrinda þessari nýsköpunarhugmynd hennar í framkvæmd af fullum krafti. Hún bendir þeim sem áhuga hafa á að hafa við sig samband, en m.a. er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið info@kanina.is. Sprotafyrirtækið Kanína ehf. í Húnaþingi vestra: Leitar að hentugu húsnæði og fjárfestum til að byggja upp

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.