Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 20138 Fréttir Frumkvöðlabændur í Kjósinni: Grillbíllinn býður upp á Tuddaborgara Þórarinn Jónsson og Lisa Boije Af Gennäs reka sveitaverslunina Matarbúrið á Hálsi í Kjós, þar sem þau selja úrvalsnautakjöt og fleiri búvörur beint frá býli. Þau hafa nú fært út kvíarnar og hyggjast reka grillbíl þar sem boðið verður upp á alvöru hamborgara. Hráefnið er fengið frá búinu, en þar eru ræktaðir holdanautgripir sem einvörðungu eru aldir á grasi. Þórarinn og Lisa hyggjast leigja grillbílinn, sem ber að sjálfsögðu nafnið Tuddinn, með starfsmönnum á alls kyns viðburði, veislur, fundi eða jafnvel útihátíðir. Það veltur á þeim leyfum sem fást hverju sinni að þeirra sögn. „Við ætlum að bjóða einfaldan matseðil til að byrja með á meðan við erum að þróa þjónustuna. Það verður Tuddaborgari í boði og einn barnaborgari. Borgarinn verður ríkulega útbúinn með heimalagaðri tómatsósu og sinnepsmæjó. Svo verður beikon, rauðlaukur, kál og að sjálfsögðu ostur,“ segir Þórarinn. Bíllinn er 20 ára gamall Chevrolet en er lítið keyrður að sögn Þórarins. „Við keyptum bílinn nýlega og erum búin að vera að gera hann upp hægt og rólega. Vélin er 6,2 lítra og hann er sjálfskiptur. Svaka hljóð í honum þegar maður mætir á svæðið!“ Áhugasamir geta kíkt inn á heimasíðu Matarbúrsins á slóðinni www.hals.is eða litið við á Facebook og fengið nánari upplýsingar um grillbílinn. /TB Heilsumeistaraskólinn hefur verið starfandi í núverandi mynd frá árinu 2008. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem þriggja ára nám í heildrænum með- ferðum, þar sem sérstök áhersla er lögð á að vinna með náttúrunni og afurðum hennar að heilbrigði sálar og líkama. Skólastjórar eru Lilja Oddsdóttir og Gitte Lassen, en þær stofnuðu hann saman upp úr leif- unum af öðrum svipuðum skóla sem þær störfuðu við og lagðist af við efnahagshrunið. Lilja segir að þær séu nú að inn- rita nemendur fyrir nýtt skólaár sem hefst í haust – en nemendur hafa verið teknir inn á hverju ári. „Nú hafa 12 nemendur lokið fullnaðarprófi með Heilsumeistaradiplóma, en við leyfum fólki að hafa ákveðið svigrúm um náms- framvindu. Mest af náminu fer fram í lotuvinnu.“ Alþýðu-grasalækningar og kjarnaolíur Einn af þáttum námsins er alþýðu- grasalækningar. „Við kennum fólki að nota villtar jurtir, enda eru þær fjölmargar sem hægt er að nýta sem margir halda að sé bara illgresi. Við kennum fólki líka að rækta eigin jurtir og að koma sér upp görðum með heilnæmum matjurtum. Svo má nefna líka að í skólanum kennum við nemendum að nota kjarnaolíur, en það eru hreinar olíur sem unnar eru úr ýmsum jurtum. Það væri mjög æskilegt að meira framboð væri á íslenskum kjarnaolíum og ég kalla eftir því að unnið sé frekar úr grisjunarviði íslenskra bændaskóga til kjarnaolíuframleiðslu. Aðeins 1-3 prósent af hverri plöntu eru kjarnaolía og því eru hreinar kjarnaolíur verðmæt og öflug lækningarefni.“ Lisa Boije Af Gennäs og Þórarinn Jónsson í Matarbúrinu á Hálsi í Kjós ætla að aka um á Tuddanum í sumar og selja hamborgara. Örn Viðar Erlendsson, grafískur hönnuður í Uxi design, hannaði útlit bílsins og allar merkingar. Mynd / TB Landeigendafélags Geysis hefur komið upp tveimur söfnunar- baukum við hverasvæðið þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum frá ferðamönnum til uppbyggingar svæðisins. Um 600.000 ferðamenn koma á svæðið árlega. „Uppbygging og viðhald á hverasvæðinu hefur ekki haldist í hendur við þann mikla vöxt sem orðið hefur á fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Við teljum að þolmörkum Geysissvæðisins sé náð, þ.e. heildarfjöldi ferðamanna á svæðinu er orðin það mikill að sýnileg hnignun er að eiga sér stað á svæðinu og hefur það neikvæð áhrif á upplifun þeirra sem sækja svæðið heim. Landeigendur telja því mikilvægt að snúa við þessari neikvæðu þróun og að brýn nauðsyn sé að hefjast handa við að byggja upp svæðið og vernda,“ sagði Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda. Hann er hér á myndinni við annan söfnunarbaukinn, en þeir eru staðsettir hvor við sitt hliðið inn á svæðið. /MHH Ferðamönnum boðið að borga fyrir að skoða hverasvæðið á Geysi í Haukadal Garðar Eiríksson, talsmaður landeigenda, við annan söfnunarbaukinn á Geysissvæðinu. Mynd / MHH Árlegum rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands er lokið. Talningasvæðin, sem í ár voru 42, eru dreifð í öllum landshlutum og ná til um 3% af grónu landi neðan 400 m hæðarlínu. Frá þessu er sagt á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Óvænt niðurstaða Niðurstöður talninganna í ár sýna að rjúpum hefur fjölgað um nær allt land, eða um 47% á milli áranna 2012 og 2013. Þetta kemur á óvart, því fækkunarskeiði sem hófst á vestanverðu landinu 2009-2010 og á norðan- og austanverðu landinu 2010-2011 er lokið, í það minnsta í bili, eftir aðeins 2-3 ár. Fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5-7 ár og samkvæmt því hefði mátt búast við næsta lágmarki á árunum 2015- 2018. Svipað og á árunum 2003-2004 Þessi óvænta fjölgun minnir mest á atburði sem urðu í kjölfar friðunar áranna 2003 og 2004. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2012- 2013 og veiði 2012. Rjúpnatalningarnar eru unnar í samvinnu við náttúrustofur landsins, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarð, Fuglavernd, Skotvís og áhugamenn. Um 60 manns tóku þátt í talningunum. Árlegum rjúpnatalningum lokið: Rjúpum hefur fjölgað um allt land Talsverðar skemmdir hafa orðið á skógi á Norðurlandi í vetur og vor. Að þessu sinni hafa sveiflur í veðurfari þó ekki verið ástæðan, heldur óvenju snjóþungur vetur og miklar leysingar nú í kjölfar hlýinda. Valgerður Jónsdóttir, fram- kvæmda stjóri Norðurlandsskóga, segir að þegar farið hafi að vora fyrir alvöru hafi óvenjumiklar skemmdir komið í ljós í skógum víða á norðanverðu landinu. Snjóbrot hafi verið óvenju mikið og þá hafi aurskriður skemmt talsvert af ungum trjáplöntum. Útilokað að meta tjón Stærri tré geta staðið af sér aurskriður, og í mörgum tilfellum varnað því að skriður lendi á húsum og öðrum verðmætum. Valgerður segir að ekki hafi verið gerð formleg úttekt á umfangi skemmdanna, enda séu ekki allir skógar komnir undan snjó ennþá. „Það er útilokað að meta tjónið nema með mjög mikilli vinnu og tilkostnaði, en við vitum að það eru einhverjar skemmdir í flestum skógum á þeim hluta okkar starfssvæðis þar sem mest snjóþyngsli voru og sum svæði eru mjög illa farin. Það sama má segja um girðingar, þær eru víða mjög illa útleiknar eftir harðan og snjóþungan vetur,“ segir Valgerður. Skógarbændur láti ekki deigan síga Hún kveðst vonast til þess að þeir sem orðið hafi fyrir tjóni láti ekki deigan síga, heldur tvíeflist í skógrækt, enda geti skógurinn verndað hús og verðmæti fyrir aurskriðum líkt og þeim sem urðu fyrir norðan í byrjun júní. Þá segir Valgerður að ekkert sé við þessu að gera, „annað en nýta það timbur sem hefur brotnað og snyrta til þar sem hægt er. Snjóbrot er eðlilegur fylgifiskur skógræktar í okkar landshluta og jaðrar skógræktarsvæða verða alltaf viðkvæmir fyrir broti, svo lengi sem heldur áfram að snjóa.“ /MÞÞ Miklar skemmdir komu í ljós í norðlenskum skógum þegar fór að vora. Óvenjumiklar skemmdir á skógi á Norðurlandi Hluti skógarins hefur staðið af sér aurskriðuna en yngri skógur á svipuðum í Kaldakinn fyrr í þessum mánuði. Fimmta starfsár Heilsumeistaraskólans: Heildrænar náttúrulegar aðferðir Afurðir náttúrunnar Ásta S. Ólafsdóttur, nemandi í Heilsumeistaraskólanum, tók myndina í tengslum við jurtaverkefni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.