Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 7 3 4 4 6 9 8 9 8 2 4 3 5 8 4 6 7 3 4 2 3 9 5 1 6 7 9 8 5 2 6 1 7 3 1 8 6 8 3 1 9 9 7 4 26 3 95 7 Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hallbjörn borðar slátur með bestu lyst og hans íþrótt er að hlaupa eftir rollum í sveitinni sinni. Nafn: Hallbjörn Gísli Gunnarsson. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Tröðum, 311 Borgarnesi. Skóli: Grunnskólinn í Borgarnesi. Hvað finnst þér skemmtileg- ast í skólanum? Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mús. Uppáhaldsmatur: Uppáhaldshljómsveit: Danska Uppáhaldskvikmynd: Rango. Fyrsta minningin þín? Ég man þegar hljóðfæri? Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? fórum einu sinni á eyju sem er hjá ég að fara lengri leiðina og þá gekk Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Það er að þurfa að bíða Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? minn þegar hann kemur í heimsókn. Háir útilegusokkar PRJÓNAHORNIÐ Garn: Kartopu Gipsy. 3 dokkur rautt 1 dokka dökkgrátt Sokkaprjónar nr. 6 Fitjið upp 40 l og tengið í hring, prjónið 1 umf. slétt. Prjónið því næst stroff, tvær l sléttar og tvær l brugðnar, 12 umf. Prjónið 2 umf. slétt með aðallit og aukið út um 1 l á hvern prjón. Prjónið munstur eftir munsturbekk. Prjónið 1 umf. með aðallit og þá er komið að fyrstu úrtöku, sem staðsettar eru aftan á sokknum. Prjónið 1 l, takið 1 l óprjónaða , pr 1 l og steypið óprjónuð l yfir. Prjónið áfram þar til 3 l eru eftir á síðasta prjóninum, þá eru tvær l prjónaðar saman og síðasta l prjónuð. Prjónið því næst 9 umferðir og endurtakið úrtökur. Þetta er endurtekið alls 4 sinnum. Eftir síðustu úrtökuna þegar l eru orðnar 36, eru prjónaðar 3 umf. Þá er komið að því að prjóna hælinn. Prjónið l af næsta prjóni yfir á prjóninn sem síðast var prjónaður (alls 18 l á prjóninum). Prjónið fram og til baka 10 umf., slétt á rétt- unni brugðið á röngunni. Endið á sléttum prjóni. (Athugið að úrtökurnar eiga að vera fyrir miðju á þessu stykki.) Mér þykir best að prjóna bæðir síðustu og fyrstu l í hverri umferð (hnútajaðar) en passa verður að hafa jaðarinn nokkuð fast prjónaðann. Nú er komið að því að fella hælinn. Þá eru 11 l prjónaðar bruðgnar og næstu tvær pjónaðar saman (bruðgnar). Snúið við og takið fyrstu l óprjónaða af, prjónið 4 l og takið 1 l óprjónaða, pr 1 l og steypið óprjónuðu l yfir. Snúið við og munið að taka alltaf fyrstu l óprjónaða. Prjónið 4 l brugðið og prjónið svo tvær saman eins og í fyrri umf. Endurtakið þetta þar til 6 l eru á prjóninum. Prjónið upp 10 l í hnútajaðarinn, prjónið yfir prjónana tvo sem eru búnir að vera í smá fríi og prjónið svo aftur upp 10 l í hinn jaðarinn, skiptið hællykkjunum á prjónana tvo með nýju lykkjunum. Þá verða 13 l á hvorum prjóni. Prjónið 1 hring slétt. Í næsta hring eru síðustu tvær l á fyrsta prjóninum prjónaðar saman, næstu tveir prjónar prjónaðir venjulegir. Fyrsta l af síðasta prjóninum er tekin óprjónuð og sú næsta prjónuð, óprjónuðu l er svo steypt yfir. Endurtakið þessar úrtökur alls 4 sinnum en prjónið alltaf eina umferð án úrtaka á milli. Nú eiga að vera 9 l á hverjum prjóni. Prjónið áfram ca 17 – 21 umferðir (skóstærðir 37 – 40). Að lokum er táin prjónuð þannig: Prjónn: prjónið þar til 3 l eru eftir á prjón- inum, þá eru 2 l prjónaðar saman og síðsta l prjónuð slétt. Prjónn: 1 l prjónuð slétt, 1 l tekin óprjónuð, 1 l prjónuð slétt, óprjónuðu l steypt yfir. Prjónið út prjóninn. Prjónn: prjónað eins og 1. prjónn. Prjónn: prjónað eins og 2. prjónn. Prjónið því næst eina slétta umferð án úrtaka. Endurtakið þetta þrisvar (Þ.e. ein úrtökuumferð, ein án úrtöku). Að því loknu er tekið úr í hverri umferð þar til 2 l eru á hverjum prjóni. Þá er klippt á þráðinn og hann dreginn í gegnum lykkjurnar 8 sem eftir standa. Gangið frá öllum endum og prjónið hinn sokkinn eins. Góða skemmtun og nú ættu kaldar tær að heyra sögunni til. Kveðja; Helena Eiríksdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hleyp bara eftir rollum í sveitinni minni 1 8 Létt 4 6 7 1 2 7 8 3 3 4 5 6 1 9 7 5 3 3 9 5 3 2 9 1 2 ÞungMiðlungs Uppáhaldsmatur Hallbjörns Gísla Gunnarssonar er slátur. BÆKUR Svandís Ívarsdóttir gaf út sína fyrstu ljóðabók á dögunum, bókina Skrifað í sandinn. Inniheldur hún 36 ljóð sem fjalla um lífið, hamingjuna og tilveruna. þar sem hún skrifi gjarnan í sandinn. Skrifað í sandinn Þau myndast í skýjunum Ég skrifa í sandinn Aldan nemur þau á braut. Ég veit ekki hvert þau fara En ég veit þau lifa Ljóðin mín. Djúpt í sálinni Djúpt. höfundar. Hamingjufræ Ljóstillífun minna óútsprungnu fræja Sem innra með mér dvelja hve kært væri að finna kjarna þeirra og velja Þeim stað meðan hinna. Skrifað í sandinn 100 ára saga KHB Næstkomandi haust verður gefin út 100 ára saga Kaup- félags Héraðsbúa (KHB). Jón Kristjánsson, fyrrum alþingis- maður og ráðherra, ritar sögu félagsins en hann vann um áratuga skeið hjá kaupfélaginu áður en hann settist á þing. eins og mörgum fleiri aðilum. Saga KHB er ekki einungis bæði á Héraði og fjörðunum. Í bygging, þrengingar, þróun og holabok.is Nöfn áskrifenda munu sé óskað. Amma mús – handavinnuhús Útsaums- pakkningar í miklu úrvali Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.