Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 hlj@bondi.is Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Þó að bíll, traktor eða önnur vinnutæki séu gömul og jafnvel ryðguð er ekki verra að þrífa og bóna af og til. Þó er ekkert eins nauðsynlegt og að vera með rúður hreinar bæði að utan og innan. Hér að neðan segi ég frá uppáhaldsefnunum mínum sem ég nota við bón og þrif. Um miðjan mars bónaði ég í tilraunaskyni bíl Eiríks Blöndal, framkvæmdastjóra Bænda- samtakanna. Vinstri hlið bílsins frá miðju „húddi“ aftur á miðjan afturgafl var bónuð með venjulegu Sonax-bóni en hægri hliðin var bónuð með nýju bóni úr Sonax- fjölskyldunni sem unnið er úr brasilísku tré og heitir Carnauba. Þetta bón á að endast lengur en önnur bón, húðin sem eftir verður er örlítið þykkari og harðari viðkomu þegar búið er að bóna bílinn. Létt en seinlegt Gæta þarf að því að í þessu bóni er ekkert hreinsiefni eins og í flestum öðrum bónum og því þarf að þvo bílinn (eða það sem á að bóna) mjög vel fyrir bón. Heldur lengri tíma tekur að bera þetta bón á, en í staðinn er mun auðveldara að strjúka úr bóninu með hreinni bóntusku. Sennilega er þetta auðveldasta bón sem ég hef bónað með (engin átök, bara að strjúka létt yfir). Í lok maí leyfði Eiríkur mér að taka sinn eðal Volvo út á þvottaplan og þvo bílinn. Ég byrjaði fyrst á vélarlokinu (húddinu) og varð svolítið hissa, því kústurinn virtist renna mun auðveldlegar hægra megin. Eftir að ég hafði kústþvegið bílinn allan var greinilegt að mun auðveldara var að renna kústinum eftir hægri hliðinni en þeirri vinstri. Síðast kústaði ég afturhlerann frá vinstri hlið út á þá hægri, kústurinn fór hægt af stað en þegar komið var inn á mitt skottlok var eins og bremsunni á kústinum hefði verið sleppt. Það fór ekki á milli mála að þó að Carnauba-bónið væri rúmlega tveggja mánaða á bílnum virkaði það svona vel. Eftir þvottinn lét ég buna vatn á húddið til að sjá hvort munur væri á helmingunum. Það fór ekki á milli mála að enn var bónhúð hægra megin, þar sem vatnið perlaði af rétt eins og á nýbónuðum bíl. Carnauba hefur töluverða yfirburði Við fyrstu prófanir virðist Carnauba hafa töluverða endingu og yfirburði. Fleiri bíla hef ég bónað með Carnauba-bóninu og hef ég bónað rúður á einum bíl með Carnauba. Hingað til hef ég verið hrifnastur af Ultra Glozz-bóni á rúður, en miðað við þessa stuttu reynslu af Carnauba á rúður virðist það ekkert síðra en Ultra Glozz. Subaru-bíll Bændasamtakanna var bónaður með Carnauba um páskana og rúmum tveim mán- uðum eftir bón er bíllinn enn eins og nýbónaður. Síðasti bíllinn í tilraunum mínum með Carnauba- bónið var gamli jepplingurinn minn, en þann bíl bónaði ég um páskana og nú á lýðveldisdaginn var farið á þvottaplan og bíllinn þveginn. Enn virðist vera góð áferð af bóninu á bílnum mínum og óhreinindin runnu auðveldlega af bílnum. Eftir þvott- inn lét ég buna vatn á bílinn og þá perlaði vatnið vel af rétt eins og á nýbónuðum bíl. Þó að Carnauba sé frekar dýrt í innkaupum mæli ég klárlega með því. Hreinar rúður innan og utan í forgang yfir öðrum þrifum Vinur minn sagði að neyðarlegasta augnablik ævi sinnar hefði verið þegar hann sagði við lögreglumann í skýrslutöku við árekstur þar sem hann var í órétti: „Rúðurnar á bílnum mínum eru svo skítugar að innan að ég sá bara bílinn ekki koma og svínaði fyrir hann.“ Allir hafa einhvern tímann lent í því að þegar sólin er í vissri stöðu er mjög erfitt að sjá út um rúðuna vegna einhverra óhreininda utan eða innan á rúðunni. Nauðsyn þess að hafa rúður hreinar að innanverðu er síst minni en að bóna þær að utan, en ýmsum óhreinindum getur verið vont að ná innan af rúðum svo ekki myndist ský innan á þeim. Oftast hef ég notast við rúðu geisla og dagblaðapappír, en ókosturinn við dagblaðapappírinn er að prentsverta úr myndum og texta blaðanna verður eftir á rúðunni í litlum mæli. Frekar vil ég þó hafa smá prentsvertu en skýjaða og kámuga rúðu (ágætt er að nota minningargreinasíðuna í Morgunblaðinu því þar eru fáar myndir). Í gegnum tíðina hefur mér reynst mjög vel að bóna rúður að utan með Ultra Glozz bóni en að innan hef ég notast við volgt vatn og sápu í fyrstu og þurrkað síðan rendurnar með dagblaðapappír. Undraefnið Fluid Film sem unnið er úr ullarfitu af sauðfé Fluid Film skrifaði ég um í Bændablaðið 2. des. 2010 (hægt að skoða grein á vef Bændablaðsins). Þetta efni nota ég á flest plast til að fá gljáa og fallega áferð. Einnig er það gott til að smyrja keðjuna á mótorhjólinu mínu og ýmislegt annað, s.s. hurðarskrár, lamir og fl., er einnig mjög gott sem ryðvörn. Kunningi minn notar þetta efni á reiðhnakkinn sinn og er hreinlega heillaður af efninu. Það fæst á frekar fáum stöðum, en m.a. hjá Ellingsen og JHM sport á Stórhöfða. Þrif á bílum eru nauðsynleg: Carnauba er nýtt undraefni frá Sonax Lengst til vinstri er bónklútur og lakkhreinsir sem hreinsar t.d. vel lakk úr öðrum bílum þegar hurðum hefur verið svo undrabónið Carnauba. Þá kemur Ultra Glozz, sem er gott á allar rúður að utan. Undir er síðan blátt þurrkhand- klæði frá Sonax. Með því er hægt að þurrka af allt að tveim bílum án þess að þurfa að vinda. Lengst til hægri er svo Fluid Film efni sem er endalaust að koma á óvart. Myndir / HLJ Bíll framkvæmdastjórans sem notaður var við bóntilraunina. Munurinn á venjulegu bóni og Carnauba sést greinilega eftir tvo mánuði og nokkra þvotta á bílnum. Vinstra megin var bónað með venjulegu bóni en hægra megin með Carnauba. sauðfé og má nota á allt mögulegt. Það virkar mjög vel til að lífga upp á plastlista á bílum og jafnvel sem smurefni á lamir og drifkeðjur og sem ryðvörn. Síðasti bíllinn í tilraunum mínum með Carnauba-bónið var gamli jepp- lingurinn minn, en þann bíl bónaði ég um páskana og nú á lýðveldisdaginn var farið á þvottaplan og bíll inn þveginn. Enn virðist vera góð áferð af bóninu á bílnum mínum, því óhreinindin runnu auðveldlega af honum. Eftir þvottinn lét ég buna vatn á bílinn og þá perlaði vatnið vel af rétt eins og á nýbónuðum bíl. Vatn og sápa í úðabrúsa á rúður að innanverðu, þurrkast í burtu með dagblaði.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.