Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Fjórðungssamband Vestfirðinga boðar til málþings um samgöngumál á Vestfjörðum á morgun, föstudaginn 21. júní. Fundurinn verður hefst í Íþróttahúsinu á Tálknafirði kl. 13.30. Meðal frummælenda verða Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Búist er við að auk Dýrafjarðar- ganga muni umræðan að stórum hluta snúast um samgöngur í Barðastrandarsýslum. Þar ber hæst áralangar deilur um vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Börðust eigendur tveggja eyðijarða gegn þeirri vegalagningu ásamt náttúruverndar- samtökum og höfðu betur í máli sem fór fyrir Hæstarétt. Sveitarfélög og íbúar vildu þá fara með málið í nýtt umhverfismat á breyttum forsendum. Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, tók þá af skarið og ákvað þá að hverfa alfarið frá vegalagningu um Teigsskóg og fara svokallaða D-leið með jarðgöngum. Nýr ráðherra ógildir ákvörðun Ögmundar Nú hefur nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, snúið við ákvörðun forvera síns og heimil- að að fram fari nýtt umhverfismat á Teigsskógarleið. Hún sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að hún hefði heimilað vegamálastjóra fyrir tveim vikum að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, og því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Reykhólahreppur hafði áður samþykkt að fara A-leið, sem felur í sér þverun Þorskafjarðar úr Reykjanesi í Skálanes. Á íbúafundi á sínum tíma voru um 85% sammála þeirri leið. Sveitarstjórn ítrekaði þennan vilja sinn í bókun sem send var ráðuneytinu sumarið 2012. Fleiri leiðir hafa verið nefndar, eins og jarðgöng undir Hjallaháls um leiðir D1 og H. Einnig leið 1 með vegi út austanverðan Þorskafjörð með þverun við Laugaland og yfir í Hallsteinsnes. Þarna mætti líka ná nýrri vegtengingu út í Reykjanes og til Reykhóla. Nýjar tillögur Kristins Kristinn Bergsveinsson á Reykhólum er mikill áhugamaður um að þoka þessum málum áfram og hefur m.a. lagt fram tillögu um nýja leið og lagningu raflínu með fjörunni neðan Teigsskógar. Hann hefur sent Bændablaðinu tillögur sínar um nýja lausn á vegi neðan Teigsskógar, sem hann telur ódýrustu lausnina. Hefur Vegagerðin þegar rissað upp það vegstæði. Bréf Kristins er svohljóðandi: „Þann 7. febrúar sl. birti Bændablaðið samantekt mína um sögu samgangna í Gufudalssveit (Vestfjarðavegur 60) á seinni árum. Í lokin segir þar m.a.: „Heimamenn fari nú að efla sam- stöðu sína og átta sig á því, að ekki eru margir raunverulegir kostir í boði varðandi veg á láglendi. Sveitarstjórn gefi út yfirlýsingu um að ekki verði gefið út framkvæmdaleyfi nema fylgt sé aðalskipulagi og byrjað sé á að þvera Þorskafjörð.“ Þá hafði ég í huga þá samstöðu sem var um þverun Gilsfjarðar og Gilsfjarðarnefnd. Þær vonir hafa nú brugðist, því að sveitarstjórnir hafa í engu sýnt þann samhug og vilja sem þarf. Þess vegna fór ég að leggja fyrir sveitarstjórnir tillögur þær sem hér birtast. Bókun sveitarstjórnar Reykhólahrepps á fundi 13. júní sýnir afstöðu hennar. Ég þakka vegamálastjóra og Kristjáni Kristjánssyni forstöðumanni hönnunardeildar Vegagerðarinnar hve vinsamlega þeir hafa tekið eftirfarandi tillögum mínum. Ég vona að þeim gangi vel að vinna að lausn þessa erfiða máls, sem allt of lengi hefur tafið samgöngubætur.“ Tillögur að lagningu rafstrengs „Orkubúið, Vegagerðin og Síminn kosti sameiginlega lagningu rafmagns í jörð frá Búlká um Hallsteinsnes, yfir Djúpafjörð, um Grónes og yfir Gufufjörð í raflínu á Hofstaðahlíð. Rökin eru: Landeigendur fengju rafmagn í sín sumarhús, núverandi og væntanleg. Vegagerðin fengi rafmagn í vinnubúðir á Hallsteinsnesi og Grónesi. Notendur á Gufudalsbæjum og í Djúpadal fá tryggara rafmagn. Ef Hjallaháls fer út verður áfram rafmagn um jarðstrenginn. Ítarlegri röksemdir, ekki síst varðandi Teigsskóg við norðanverðan Þorskafjörð: Með rafvæðingu og vegi skapast möguleiki á sumarhúsabyggð og ferðaþjónustu, jafnvel fastri búsetu og iðnaði, ef út í það færi. Varðandi þetta síðasttalda langar mig að rifja upp söguna: Á kreppuárunum upp úr 1930 settust Jón Guðmundsson og fjölskylda hans að í Teigsskógi og bjuggu þar í allmörg ár. Jón virkjaði Grímkelsstaðaána og stundaði málmsteypu og fleira. Bústofninn var geitur. Þarna ólst barnahópurinn upp. Barnaskólagangan var hálfan vetur á ári til fjórtán ára aldurs. Jón Guðmar Hauksson er afabarn Jóns í Skóginum, eins og við Gufsarar kölluðum Jón Guðmundsson. Jón Guðmar er fulltrúi landeigenda í Teigsskógi, sem eru sjö talsins. II. Orkubúið og Síminn leggi rafmagn í jörð frá Skálanesi að Eyri í Kollafirði. Rökin eru: Síðasta vetur varð rafmagnslaust og símalaust í Kollafirði og á Klettshálsi í ca. 10 daga vegna bilunar á Gufudalshálsi. Oft eru þar aðstæður þannig, að ekki verður komist til viðgerða nema í þokkalegu veðri. Jafnframt eru aðstæðurnar þannig, að menn þurfa að setja sig og tæki í hættu við ruðning á snjó af línuveginum í flugbrattri hlíðinni, oftast í mikilli hálku. Forgangsmál er að sími haldist í lagi á Klettshálsi og í eyðibyggðum meðfram vegum á þjóðvegi 60, rétt eins og annars staðar á landinu. Verkin verði boðin út en Orkubúið sjái um tengingar. 12. maí 2013. Kristinn frá Gufudal.“ Kristinn ritaði einnig annað bréf í maí þar sem hann brýnir sveitarstjórnarmenn til aðgerða. Til sveitarstjórna Reykhólahrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar „Fyrir um tveimur árum sendu allir íbúar í Gufudalssveit ásamt skólabílstjóra og landpósti áskorun til Alþingis um að þegar yrði farið í að gera veg yfir Þorskafjörð milli Kinnarstaða og Þórisstaða. Áskorunin var studd um 300 undirskriftum og þar á meðal var fjöldi fólks í Dalabyggð. Undirskriftalistana ásamt meðal annars niðurstöðum dr. Agnars Ingólfssonar vistfræðings og fuglafræðings um rannsóknir í Gilsfirði afhenti Einar Kristinsson sonur minn Birni Val Gíslasyni í umhverfis- og samgöngunefnd, sem var þá að hætta þar, sem og fleiri í nefndinni. Ég ætlaðist til að nefndarmenn læsu rannsókna- niðurstöður Agnars og tækju mark á þeim. Inn í nefndina komu í stað- inn Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason og Róbert Marshall, öfga- fólk í umhverfismálum, og stungu öllu undir stól. Þverun á þessum stað hefur verið án ágreinings og umhverfismatið samþykkt án athugasemda. Engan stuðning var að hafa frá sveitarstjórnum. Í umræðuþætti á Stöð 2 núna fyrir kosningar svöruðu þrír þingmenn kjördæmisins spurningunni hvort fara ætti B-leið um Gufudalssveit. Guðbjartur Hannesson kvaðst alla tíð hafa verið sannfærður um að það væri eina leiðin sem kæmi til greina. Gunnar Bragi Sveinsson og Einar Kristinn Guðfinnsson voru enn afdráttarlausari í stuðningi við þá leið. Hér fyrir neðan birti ég til- lögu sem ég sendi sveitarstjórnum Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, í þeirri von, að þær muni gera hana að sinni (hér stíluð í orðastað hreppsnefndar Reykhólahrepps): Hreppsnefnd Reykhólahrepps ályktar, að með þverun Þorskafjarðar frá Kinnarstöðum og vegarlagn- ingu út Hallsteinsnes, þ.e. B-leið (B1), væri náð markmiði gild- andi aðalskipulags sem gert var í samvinnu Reykhólahrepps og Vegagerðarinnar. Einungis þessi valkostur uppfyllir skilyrði um umferðaröryggi og greiðfærni. Með honum eru best tryggðir hagsmunir íbúa Reykhólahrepps og annarra vegfarenda. Hreppsnefndin leggur áherslu á, að leiðin er á staðfestu aðalskipulagi hreppsins. Nefndinni þykir það öfugsnúið þegar lög- bundið aðalskipulag er virt að vett- ugi og hundsað af Vegagerðinni og viðkomandi ráðherra eins og gert var á liðnu sumri með framlagningu þriggja annarra leiða, sem settar voru í umhverfismat. Hreppsnefndin lítur svo á, að kominn sé tími til að nú þegar verði hafist handa við vegarlagninguna og leggur eftirfarandi til: Vegagerðin hefji hönnun vegar yfir Þorskafjörð milli Kinnarstaða og Þórisstaða sam- kvæmt áfanga I á B-leið. Verkið verði boðið út núna í haust og því verði lokið 2015. Vinna hefjist nú þegar við hönn- un vegarins Þórisstaðir-Kraká og afleggjara að Djúpadal, sem samþykkt var að ekki þyrfti að fara í umhverfismat. Verkið verði boðið út 2014 og verklok 2017. Alþingi, sumarþing 2013, leysi þann hnút sem tafið hefur í áratug bráðnauðsynlegar samgöngu bætur í héraðinu. Þingið endurskoði samgönguáætlun og tryggi fjármagn til framkvæmdanna. Framkvæmdaleyfi af hálfu Reykhólahrepps verður háð því, að röð áfanga verði samkvæmt framansögðu. Til að fylgja málinu eftir skipi sveitarstjórnir Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðar- hrepps nefnd skipaða fólki frá fyrirtækjum sem mesta hagsmuni hafa af því að verkið nái fram að ganga. Þar má t.d. nefna almenna vöruflutninga, fiskvinnslu, fiskeldi og ferðaþjónustu. Nefndin fylgi því eftir að Vegagerðin og stjórnvöld standi við verkáætlun. Reykhólum, 23. maí 2013. Kristinn Bergsveinsson.“ Kristinn Bergsveinsson í Gufudal krefst enn endurbóta í samgöngumálum í Gufudalssveit og viðrar nýjar hugmyndir: Með tillögur til sveitarstjórna og Vegagerðarinnar um nýjan veg og raflínu neðan Teigsskógar – innanríkisráðherra fer vestur til að ræða samgöngumálin við heimamenn á málþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði Rauða línan sýnir hugmynd Vegagerðarinnar um veg í gegnum Teigsskóg sem slegin hafði verið út af borðinu. Appelsínugula línan sýnir hins vegar leið sem Kristján Kristjánsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, hefur dregið upp. Hún er að mestu samkvæmt forskrift Kristins Bergsveinssonar. Þetta vegstæði yrði neðan sjávarbakka og færi hvergi í gegnum sjálfan Teigskóg. Kristinn Bergsveinsson Mynd / Hlynur Þór Magnússon Mismunandi hugmyndir að vegtengingum á svæðinu. Fremst á þessari loftmynd er Skálanes, síðan Gufufjörður en fjærst er Þorskafjörður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.