Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Einyrkinn Jóhanna B. Magnúsdóttir á Dalsá: Amma náttúra Í Mosfellsdal, undir Helgafelli, kúrir lítil garðyrkjustöð sem heitir Dalsá. Þar býr Jóhanna B. Magnúsdóttir og rekur samhliða ræktunar störfum lítið fræðslusetur, sem gengur út á að kenna börnum og fullorðnum matjurtaræktun. Börnunum kennir hún sem Amma náttúra og í því hlutverki aðstoðar hún leikskóla á höfuðborgarsvæðinu við að setja upp matjurtagarða og skipuleggja fræðslu í tengslum við þá. Jóhanna situr í stjórn VOR – félags framleiðenda í lífrænum búskap. Ræktun hennar tekur því að vonum mið af þeirri nálgun og sömuleiðis miðlar hún þekkingu sinni með áherslu á lífræna ræktun. Hún er þó sjálf ekki með vottun fyrir sína framleiðslu og segir ástæðuna vera þá að ef hún sæktist eftir slíkri vottun færi hreinlega of stór hluti kostnaðar af starfseminni til að standa undir þeim merkjum. Hún biðlar því til stjórnvalda um að koma til móts við smærri framleiðendur í lífrænum búskap og lækka eitthvað kostnaðinn við vottunarferlið, sem yrði þá í samræmi við umsvif viðkomandi starfsemi. „Það færi vel á því, sérstaklega í ljósi þess að fyrir rúmu ári var þingsályktunartillaga um eflingu Græna hagkerfisins samþykkt á Alþingi, með öllum greiddum atkvæðum, sem gerir ráð fyrir að lífrænt vottuð framleiðsla verði aukin úr einu prósenti í 15 prósent fram til ársins 2020,“ segir Jóhanna. Amma náttúra „Þetta er annað árið sem ég er í þessu hlutverki og það er náttúru- lega rosalega ánægjulegt að fara í leikskólana og vinna með krökkunum. Hluti af lokaverkefni mínu í Waldorfs-uppeldisfræði vorið 2007 var að setja upp matjurtagarð við Waldorf-leikskólann Yl í Lækjarbotnum. Síðan hef ég tekið þátt í vorverkunum hjá þeim. Þar hef ég sannfærst um uppeldislegt mikilvægi ræktunar fyrir börn. Í þeim tæknivædda heimi sem við lifum í er nauðsynlegt að börnin komist í beina snertingu við hringrás náttúrunnar og ég held að það sé hvergi aðgengilegra en í gegnum ræktun, uppskeru og framreiðslu grænmetisins upp á matborðið. Nú er þessum heimsóknum í leikskólana nýlokið þetta sumarið. Ég hef einnig fengið börn til mín Jóhanna mótaði þetta beð sem Lífsins tré fyrir nokkrum árum. Hún segir að „greinarnar“ séu þannig í forminu að auðvelt sé að sinna plöntunum og hreinsa beð. „Tréð“ var að taka á sig mynd þegar blaðamaður var í heimsókn. Myndir / smh Jóhanna í garðskálanum þar sem hún ræktar hitakærar plöntur.Nýbúin að planta matjurtunum út. Þann 5. maí síðastliðinn var stækkun Garðyrkjustöðvarinnar Sunnu formlega tekin í notkun á Sólheimum. Nýbyggingin telst vera stærsta hús sem reist hefur verið á Sólheimum, alls um 1.689 fermetrar með góðri lofthæð, og er líklega stærsta einstaka gróðurhús sem hýsir lífræna ræktun á Íslandi. Upphaf lífrænnar ræktunar á Íslandi má rekja til Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, sem flutti heim frá útlöndum árið 1930 að loknu námi í Þýskalandi, Sviss og Danmörku, settist að í Grímsnesinu og stofnaði Sólheima. Jafnvel er talið að Sesselja hafi verið fyrst á öllum Norðurlöndunum til þess að rækta Valdimar Ingi Guðmundsson, forstöðumaður Garðyrkjustöðvarinnar Sunnu. Lífræn ræktun enn í sókn á Sólheimum: Eitt stærsta gróðurhús sinnar tegundar á Íslandi – verður eitt það tæknivæddasta næstkomandi haust Góð lofthæð er í nýbyggingunni og þar er afar bjart. Myndir / smh

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.