Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 13 Pólmælar stafrænir og með ljósum LEIÐANDI Í RAFGIRÐINGUM Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3 110 Reykjavík | sími 540 1125 Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601 Akureyri | sími 540 1150 Sölumenn og ráðgjafar Líflands eru til taks í síma 540 1100. lifland@lifland.is www.lifland.is Randbeitarstaurar létta þér verkið Fire Sprite rafstöð með innbyggðum spegli Hotline Soper Eagle spennir fyrir 220V Jarðleiðslur 25, 50 og 100 m Hliðhandföng, teygjuhlið og gormahlið Einangrarar í úrvali Randbeitarþræðir í ýmsum lengdum og gerðum Hotline Raptor fyrir 6V, 12V og 220V Úrval MTD sláttuvéla Verð frá ... færðu hjá okkur Græjurnar í garðinn 345.000Verð frá 49.000 Verð frá 4.100 Verð frá 11.000 ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími: 568-1501 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1555 | www.thor.is Í haust kemur út hjá bóka- forlaginu Veröld sagnabálkur þar sem Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er í aðalhlutverki. Bókin er unnin í nánu samráði við Guðna, en hann er löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. Guðni er annálaður sagnamaður, enda njóta fáir viðlíka vinsælda sem tækifærisræðumenn, auk þess sem miklar sögur ganga um hann sjálfan. Þá hafa menn löngum hermt eftir Guðna í flutningi á sögum af honum og hefur það þótt nokkur prófraun á hæfni þeirra að ná Brúnastaðaröddinni með þreföldu erri. Í bókinni mun Guðni segja sögur af sjálfum sér og öðrum, sögur af forvitnilegu fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni, óþekktum bændum í Flóanum jafnt sem þjóð- kunnum stjórnmálamönnum; þarna verða sögur af kynlegum kvistum og vammlausum embættismönnum, skrautlegar sögur af forystufé á Suðurlandi og dularfullum draum- förum, safaríkar sögur af samherjum og andstæðingum í pólitík og þar fram eftir götum. Bókin verður því sannkölluð sagnaveisla. Líklega eru fáir betur til þess fallnir að segja sögur af Guðna en hann sjálfur. Þó er eins og fyrr segir vitað að meðal þjóðarinnar ganga af honum sögur sem hann annaðhvort man ekki eða hefur kosið að gleyma – nema þær hafi kannski aldrei gerst! Því biðlar Veröld nú til Íslendinga um að senda sögur af Guðna Ágústssyni á netfangið gudnasogur@verold.is. Fullum trúnaði er heitið. Hjá Veröld verður síðan farið yfir sögurnar og þær búnar til prentunar í stíl sögu- hetjunnar. Lumar þú á Guðnasögum? Fyrsta tölublað Skógræktarritsins árið 2013 er komið út. Að venju er þar að finna fjölbreyttar greinar um allt sem við kemur skóg- og trjárækt, hagnýtar leiðbeiningar í bland við sögulegan fróðleik og niðurstöður rannsókna á þessu sviði. Megingrein Skógræktarritsins að þessu sinni nefnist ,,Ástand skóga heimsins“ og er eftir Mette Löyche Wilkie, deildarstjóra á skógræktarsviði Matvæla- og landbúnaðar stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Í samantektinni greinir hún frá helstu niðurstöðum úr mati á hnattrænum auðlindum skóga árið 2010, en FAO vinnur slíka samantekt á fimm ára fresti. Sigurður G. Tómasson ritar fróðlega grein um Rauðavatnsstöðina, en hún markaði upphaf skipulagðrar skógræktar í Reykjavík og er með fyrstu skógræktar- tilraunum á landinu. Með greininni eru birtar myndir af leifum stöðvarinnar, sem enn eru greinilegar. Af öðru efni í þessu tö lub lað i má nefna h a g n ý t a grein um skipulag trjáræktar á sumar- bústaða lóðum, grein um tilrauna- verkefnið Yndisgarða og tvær fróðleg greinar um handverk og smíðar úr innlendum grisjunarvið. Þá birtist áhugaverð flokkun Björns Trausta sonar land- fræðings á flatarmáli skóglendis eftir sveitarfélögum og skógræktarfélögum (sjá nánar í viðhengi). Frækornið, fræðslu- rit Skógræktarfélags Íslands, fylgir með S k ó g r æ k t a r r i t i n u . Þetta er 31. Frækornið sem kemur út og fjallar um ræktun hlíðaramals (hunangsviðar) og nytjar sem hafa má af plöntunni. ,,Ástand skóga heimsins“ SKÓGRÆKTARRITIÐ 2013 1. tbl. SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.