Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 7 Snæbjörn Sigurðsson og Björg Ingvars dóttir, ferðaþjónustu- bændur í Efsta-Dal II í Bláskóga- byggð, opnuðu föstu daginn 7. júní nýtt og glæsilegt ferðamanna- fjós, sem ætlað er inn lendum og erlendum ferða mönnum. Framkvæmdin tók aðeins sjö mánuði, en aðalverktaki var Pálmatré, fyrirtæki Pálma Pálssonar frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Matsalurinn tekur um 200 manns í sæti, en úr honum er m.a. hægt að fylgjast með kúnum í fjósinu á meðan gestir neyta afurða frá búinu eins og skyrs, smjörs, fetaosts, jógúrtar og nautakjöts. Í Efsta-Dal er einnig hótel og öflugt hrossaræktarbú. Heimasíðan er http://efstidalur.is/. Magnús Hlynur Hreiðarsson var við opnunina og tók meðfylgjandi myndir. Mér er líkt og finni fyrir bjartsýni meðal bænda í þessari sólríku sumarbyrjun. Bjartsýni gætir sem betur fer víðar í samfélaginu. Ríkar væntingar eru til nýkjörinnar ríkisstjórnar, allavega hjá sumum. Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, orti á dögunum nýkjörnum valdhöfum eins konar „ ferðabæn“: Nú glampar sól á silfurlitar skeiðar, því senn mun hverfa skulda vorra fár. Þar með verða götur allar greiðar og glatt á hjalla næstu fjögur ár. Indriði Aðalsteinsson á Skjald- fönn gefur sig ekki fullkomlega gleðinni á vald, en er svo sem ekki beint með úrtölur þegar hann „limrar“ á stjórnarliðið: Nú er Ísland í auðvaldsins höndum, og alveg ljóst hvar við stöndum. Gullskeiða lið er gengið á svið og labbar sko ekki með löndum. Og meira af pólítískum toga. Stefán Jónsson fréttamaður orti tvær næstu vísur í orðastað Jóns Pálmasonar alþingismanns: Elsku hjartans Ísland mitt, ó, hve þú ert hrikafagurt. Sæll ég bý við brjóstið þitt þó bæði sé það kalt og magurt. Fríður himinn, fagurblár, festing yfir mínum ranni. Grána á mér gisin hár, gömlum og þreyttum alþingismanni. Þegar Jónas frá Hriflu varð fimmtugur sendi Þórarinn Sveinsson í Kílakoti honum árnaðaróskir: Hefur þú í hálfa öld haldið sama strikið: Lokaráðin lagt oss köld, logið, rægt og svikið. Í einni þingveislunni ortust þeir á Gísli Sveinsson, alþingismaður V-Skaftfellinga, og Jón Pálmason, þingmaður Húnvetninga. Gísli kvað: Sunnlendinga sigur vís sig mun ávallt herða. Þeir sem búa yst við ís undirlægjur verða. Jón svarar: Brekkur sækja aldrei á, þótt yfirlæti kunni. Sunnlendingar sveima á sálarflatneskjunni. Og frekar frá þingveislum. Bjarni Ásgeirsson, þingmaður Mýramanna, og Skúli Guðmundsson, þingmaður V- Húnvetninga, atyrtu hvor annan í veislunni. Bjarni orti til Skúla: Skúli yrði alþjóð hjá í æði háu mati, ef hann skipti í skyndi á skeggi og höfuðfati. Skúli svarar: Bjarni af ýmsum öðrum ber, en illa líkar vonum, þessi galli, að það er ekkert skegg á honum. Þegar ljóðabók Jóns á Akri kom út kvað Benedikt frá Hofteigi: Hættu, Jón, að hrella mann, hvað sem öðru líður. Gerðu það fyrir Guð – og þann gamla ekki síður. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM M Nýtt ferðamannafjós í Efsta-Dal II í Bláskógabyggð Snæbjörn og Björg eru himinlifandi með nýja ferðamannafjósið sitt, sem þau reka og eiga í samstarfi við börnin og tengdabörnin á bænum. Viðtökurnar hafa verið frábærar frá því að opnað var. Myndir / MHH Sautján starfsmenn vinna í Efsta-Dal II. Hér er starfsfólkið sem var á vakt 7. júní, frá vinstri: Árni Benónýsson, Guðrún Karitas Snæbjörnsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ásta Berglind Proppé Steinarsdóttir, Sveinn R. Jónsson, Hildur Ingvarsdóttir, Karen Nótt Halldórsdóttir, Elínborg Anna Jóhannsdóttir, Teitur Sævarsson, Kristín Ingunn Haraldsdóttir og Sölvi Arnarsson. Myndir / MHH Það kom í hlut Sigríðar Höllu Einarsdóttur, móður Bjargar, að klippa á borðann við vígslu nýja ferðamannafjóssins. Kokkarnir í Efsta-Dal II klikka ekki á matnum. Hér eru þau Sveinn R. Jónsson og Hildur Ingvarsdóttir. 50 ára afmæli Skálholtskirkju fagnað 21. júlí Skálholtshátíð verður að þessu sinni með veglegra móti, enda fimmtíu ár frá vígslu Skálholtskirkju og frá því að ríkisstjórnin afhenti þjóðkirkjunni Skálholtsstað. Aðalhátíðin verður sunnudaginn 21. júlí, en Skálholtshátíð ber upp á sama dag og var fyrir fimmtíu árum. Auk sunnudagsins verður einnig dagskrá bæði föstudag og laugardag, 19. og 20. júlí. Raunar byrjar hátíðin strax á fimmtudagskvöldi 18. júlí kl. 20 með tónleikum á vegum sumartónleikanna, þar sem Skálholtskvartettinn leikur. Föstudaginn 19. eftir hádegi verður samkoma í skólanum þar sem rætt verður um framtíðarmál staðarins. Laugardagurinn 20. júlí verður með líku sniðið og vel gafst á síðasta sumri, þar sem dagskráin miðast við fjölskyldufólk. Eftir klukknahringingu kl. tólf á hádegi verður gengið að Þorlákssæti og sungin messa undir berum himni. Að messu lokinni hefst fjölbreytt útidagskrá með barnaleikjum, gönguferðum, útimarkaði, fornleifakynningu og fleiru, en inni í skólanum verður formlega opnuð sýning í Skálholtsskóla þar sem sjá má teikningar og tillögur að Skálholtskirkju og listskreytingum hennar, bréf og skjöl sem tengjast afhendingu Skálholts og byggingu kirkjunnar og skólans og ljósmyndir frá hátíðinni 1963. Leiknar verða upptökur frá messunni og samkomunni. Kl. 15 eru tónleikar í kirkjunni í samvinnu við Sumartónleikana. Afmæliskór Breiðholtskirkju undir stjórn Arnar Magnússonar flytur nýtt verk eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, sem hann samdi í tilefni af 25 ára vígsluafmæli Breiðholtskirkju, og Mótettuna Jesu meine Freude eftir Johann Sebastian Bach. Eftir kvöldbænir kl. 18.00 er hátíðarkvöldverður með boðsgestum úr nálægð og fjarlægð, en dagskrá laugardagsins lýkur með tónleikum Skálholtskvartettsins í kirkjunni. Sunnudagur Skálholtshátíðar hefst með morgunbænum kl. 9. Kl. 10.30 verður stutt athöfn í kirkjunni þar sem stofnað verður Skálholtsfélag hið nýja, en unnið hefur verið að undirbúningi þess um nokkra hríð. Kl. 11 eru orgel- tónleikar í kirkjunni sem standa eina klukkustund, og hefur organistinn Jón Bjarnason veg og vanda af þeim. Messa hefst kl. 14. með lúðrablæstri og skrúðgöngu. Sungin verður hefð- bundin hátíðarmessa þar sem sr. Karl Sigurbjörnsson biskup predikar, en sóknarpresturinn, vígslubiskupinn og biskup Íslands þjóna fyrir altari. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Svo ánægjulega vill til að einn kórfélaganna sem nú syngur, Bragi Þorsteinsson á Vatnsleysu, hefur sungið í kórnum samfellt öll fimmtíu árin! Í hátíðar- kórnum nú eru einnig fjölmargir aðrir sem lagt hafa söngnum lið á undan- förnum áratugum. Eins og venja er orðin munu pílagrímar setja svip sinn á hátíðar- messuna. Það er göngufólk sem að stærstum hluta gengur frá Þingvallakirkju að Skálholtskirkju, en þau sem lengsta leið leggja að baki hefja gönguna við kirkjuna í Bæ í Borgarfirði þann 16. júlí. /MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.