Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 20134 Fréttir Kadmíummengun í áburði frá Skeljungi á nýjan leik Ein af bæjarhátíðum á Vest- fjörðum er Dýrafjarðardagar, sem eru orðnir fastur liður fyrstu helgina í júlí ár hvert. Reiknað er með sól og blíðu eins og venjulega og er búist við fjölmenni á svæðið. Að þessu sinni ætla bændur á norðanverðum Vestfjörðum að kynna starfsemi sína á hátíðinni og hefur Búnaðarfélagið Bjarmi í Ísafjarðarbæ veg og vanda að því. Vonandi getum við greint nánar frá viðburðum Dýrafjarðardaga og bændadeginum í Bændablaðinu sem kemur út hinn 4. júlí næstkomandi. Fóðurblandan hefur verið í fararbroddi á undanförnum árum við kaup á korni af bændum innanlands og verður líklega enn meira keypt í ár ef uppskeran verður viðunandi. Bændur hafa verið að auka ræktun hér heima og eru byrjaðir að rækta repju og nú hefur Fóðurblandan byrjað á að kaupa repjufræ af bændum. Þeir sem eiga og vilja selja repju fræ eru beðnir um að hafa samband við Fóðurblönduna í síma 570-9800 til þess að fá nánari upplýsingar. Fóðurblandan kaupir repjufræ af bændum Enn mikill snjór á Leirdalsheiði og Fjörðum: Búið að opna afréttarlönd en beit er enn af skornum skammti Bændur í Grýtubakkahreppi eru farnir að hugsa sér til hreyfings með fé sitt á afrétt en enn eru snjóalög á svæðinu í Fjörðum og á Leirdalsheiði með ólíkindum mikil. Liðinn vetur var svo sem mönnum er enn í fersku minni óvenju harður og gríðarmikil snjókoma einkenndi nánast allan veturinn, frá hausti og fram á vor. Gamall harður snjór lengi að þiðna Afréttarlönd voru að sögn Ástu F. Flosadóttur, formanns landbúnaðar- nefndar Grýtubakkahrepps og bónda í Höfða, enn snjóþung en þó er búið að opna þau, það var gert 12. júní síðastliðinn. Það er svipaður tími og undanfarin ár, en oft hafa þau verið opnuð í kringum 10. júní eða fyrr. Enn hefur fé ekki verið rekið á afréttinn enda segir Ásta að þar sé mikið af snjó ennþá. „Við ætlum að skoða aðstæður í vikunni og jafnvel stendur til ef aðstæður leyfa að reka þangað fé á laugardag,“ segir hún. Hlýindi með sunnan golu hafa verið nánast alla daga í júní og á Ásta von á að snjó hafi tekið upp í töluverðum mæli. „En þetta er gamall snjór og mikið harðfenni, þannig að hann tekur ekki svo ýkja hratt upp, hann er lengi að þiðna.“ Mikinn mannskap þarf í fjárrekstur Bændur í Höfða hugðust reka fé í afrétt síðastliðinn laugardag en hættu þá við þar sem vart var stingandi strá að sjá svo langt sem augað eygði og skaflar upp á tvo metra víðast hvar. „Það er auðvitað ekki hægt að reka fé á fjall þegar aðstæður eru með þeim hætti,“ segir hún. Þá nefnir Ásta að Leirdalsheiðin sé nokkur farartálmi, hún er um 400 metra há og á henni allmikill snjór. Snjó hefur hins vegar tekið upp þegar kemur niður að sjó og þar er prýðileg beit. „En heiðin er flöskuháls, erfitt að komast yfir hana með 400 kinda hóp,“ segir hún og gerir ráð fyrir að mikinn mannskap þurfi í reksturinn sem fyrirhugaður er um komandi helgi. /MÞÞ Uppi á Leirdalsheiði er enn allmikill snjór, eins og sést á þessari mynd sem tekin er við gangnamannakofann á Gili. Kamarinn á Gili. Horft af Stórafjalli niður í Hvalvatnsfjörð þegar tæp vika var liðin af júnímánuði. Fjárbrúin á Gili. Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda: Vill fækka hrossum um helming Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda og formaður fagráðs íslenska hestsins, segir að allt of mikið sé af hrossum í landinu og vill fækka þeim um helming, úr 80 þúsund niður í 40 þúsund. „Hestamenn og þar á meðal ég eru allt of lélegir að afsetja hross. Það er eflaust mörgu um að kenna en við þurfum að taka okkur á í þessum efnum, skoða hrossin í stóðinu og velja hvað á að fá að lifa og hvað ekki. Við höfum ekkert að gera með öll þessi hross,“ sagði Kristinn. /MHHKristinn Guðnason Dýrafjarðardagar verða haldnir fyrstu helgina í júlí: Kynning á landbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum Yfir helmingur þeirra áburðar- tegunda sem Skeljungur bauð bændum til sölu í vor reyndist með of háu kadmíuminnihaldi. Alls var kadmíuminnihald fosfórs áburðar ins of hátt í 13 tegundum af 22 sem til boða stóðu. Samkvæmt reglugerð eru leyfileg efri mörk 50 mg kadmíums í kg fosfórs en gildi tegundanna þrettán var á bilinu 53 til 111 mg/kg P. Þetta varð ljóst með niðurstöðum efnagreininga Matvælastofnunar sem bárust 11. júní síðastliðinn. Skeljungi var tilkynnt um niðurstöðurnar samdægurs og hefur fyrirtækið upplýst kaupendur áburðarins um niðurstöðurnar. Gera má ráð fyrir að bændur séu búnir að bera megnið af áburðinum á tún sín, en um ellefu þúsund tonn af áburði með of háu kadmíum innihaldi var seldur í vor. Rétt er að geta þess notkun áburðarins hefur ekki í för með sér bráða hættu, hvorki fyrir umhverfi né dýr. Kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og getur ítrekuð notkun áburðar með háu kadmíumgildi skapað hættu á skaðlegum áhrifum vegna upptöku plantna á þungmálmnum. Fyrir tveimur árum kom viðlíka mál upp og olli miklu fjaðrafoki, ekki síst í ljósi þess að Matvælastofnun og Skeljungur tilkynntu bændum ekki um niðurstöður efnagreininganna fyrr en mörgum mánuðum eftir að þær lágu fyrir. Niðurstaðan kom forsvarsmönnum Skeljungs mjög á óvart í ljósi þess að fyrirtækið hafði fyrr á árinu fengið niðurstöður mælinga óháðrar rannsóknarstofu sem gáfu til kynna að kadmíummagn fosfórs í áburðinum væri langt innan marka. Baðst fyrirtækið afsökunar á málinu í tilkynningu. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann hyggist leggja fram frumvarp á haustþingi sem muni innibera að efnagreiningar af þessu tagi verði gerðar fyrr og áburður sem ekki uppfylli skilyrði komi ekki til landsins, hvað þá að hann fari í dreifingu. /fr

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.