Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 20.06.2013, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júní 2013 Samgöngumál Svanur Bjarnason, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar á Suðurlandi, sagði á málþingi um uppbyggingu Kjalvegar að aðeins væri kominn 15 kílómetra kafli af leiðinni inni á Kjöl með bundnu slitlagi. Þessi kafli er lítið uppbyggður í flokki C-2 vega og í takt við þá vegalagningu sem Vegagerðin horfir nú helst á að leggja yfir Kjöl. Fyrir utan þennan spotta eru engin áform um vegalagningu á þessum slóðum í kortunum. Vegurinn upp frá Gullfossi liggur yfir Bláfellsháls vestan við Bláfell og þaðan niður á brú yfir Hvítá. Vegagerðin telur líklegast að haldið verði við þessa veglínu þrátt fyrir að vegalagning austan Bláfells með annarri brú yfir Hvítá myndi liggja í mun minni hæð. Ástæðan er einfaldlega sögð mikill kostnaður sem fælist í slíkri vegagerð, sem yrði 25 kílómetrar þar til hann tengdist veginum norðan Bláfells. Við vegagerð austur fyrir Bláfell þyrfti líka áfram tengingu upp á Bláfellsháls vegna mikilla umsvifa ferðaþjónustuaðila, sem eru m.a. með jöklaferðir í inni í Skálpanesi. Tenging niður í Skagafjörð yki notagildi Kjalvegar Svanur sagði að vegurinn austan Bláfells væri reyndar inni í hugmyndum Norðurvegar, sem vildi leggja heilsársveg frá Silfrastöðum í Skagafirði upp Svartárdal yfir Kjöl og að Gullfossi. Sá vegur lægi um alveg nýja veglínu og yrði 125 kílómetrar að lengd. Sú hugmynd gerir ráð fyrir mikið uppbyggðum vegi, eða 2-3 metra yfir nánasta umhverfi, sem uppfyllti allar öryggiskröfur um slíka vegi en yrði um leið mjög áberandi í umhverfinu. Sá vegur færi hæst í 720 metra hæð yfir sjó norðan við Þjóðólfsöldu. Með tengingu niður í Skagafjörð næðist hins vegar fram mun meiri stytting á leiðum frá Selfossi en með núverandi tengingu niður hjá Blönduvirkjun. Vegtenging niður í Skagafjörð, hvort sem hún yrði af núverandi leið eða samkvæmt heilsársvegahugmyndinni, kæmi Akureyringum mjög til góða. Þannig styttist leiðin fyrir þá á Gullfoss um allt að 280 kílómetra miðað við að fara hefðbundna leið norður um land og suður. Sagði Svanur að mikið uppbyggður 8,5 metra breiður heilsársvegur myndi kosta um 60 til 70 milljónir króna á hvern kílómetra. Lægri vegur, svipaður þeim sem liggur nú upp frá Gullfossi, gæti kostað um 30 milljónir á kílómetra. Veðravíti á vetrum Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur lýsti á fundinum veðurfarinu á Kili. Hún sagðist fyrst hafa fjallað um veðurfar á þessum slóðum í tengslum við vegagerð fyrir 25 árum á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins. Þá voru menn reyndar að tala um Sprengisandsleið og sagði Þóranna að líklega hefðu menn þá talið veg um Kjalveg það lítið mál að ekki tæki því að halda um málið ráðstefnu. Enn hefði þó lítið sem ekkert verið gert í vegalagningu yfir Kjöl. Hún sagði ljóst að veðrið á þessum slóðum gæti orðið mjög slæmt. Meiri upplýsingar lægju þó fyrir um svæðið norðan Hveravalla en sunnan. Dæmi væru um vindhviður upp í 53 metra á sekúndu að vetrarlagi. Vindur að sumarlagi væri að jafnaði yfir 10 metrum á sekúndu annan hvern dag. Sagði hún að illviðri gæti skollið á með stuttum fyrirvara á þessum slóðum og stundum snemma hausts. Sagði hún snjóþyngsli mjög mismunandi milli ára og eins hversu lengi frost væri í jörðu á vorin. /HKr. Uppbyggður vetrarfær vegur yfir Kjöl yrði tvöfalt dýrari en ferðamannavegur – enn engin áform uppi um að enduruppbyggingu vegarins af hálfu opinberra aðila þrátt fyrir áratuga umræðu Um 30 þúsund ferðamenn fara á Kjöl á hverju ári og fer þeim stöðugt fjölgandi: Betri Kjalvegur myndi skapa mikil sóknarfæri fyrir ferðaþjónustuna – rætt um að Kerlingarfjöll geti á næstu árum orðið álíka aðdráttarafl fyrir ferðamenn og Landmannalaugar eru í dag Gunnar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Hveravallafélagsins, sagði á málþingi um uppbyggingu Kjalvegar sem haldinn var á Hótel Sögu fyrir skömmu að uppbygging nýs vegar yfir Kjöl væri orðin mjög aðkallandi. Á fundinum greindi hann frá starfsemi Hveravallafélagsins og rekstri ferðaþjónustu á Kili síðastliðin fimm ár. Slíkt útheimti mikla vinnu og glíman við núverandi mjög slæman Kjalveg bætti þar ekki úr skák. „Við byrjum ef lítill snjór er um miðjan júní en oft ekki fyrr en í lok júní. Við erum með gistingu í skálum á Hveravöllum og á tjaldsvæðum og bjóðum upp á léttar veitingar.“ Erfitt að gera áætlanir vegna óvissu um ástand vegarins Gunnar sagði að erfitt væri að reka þessa þjónustu með tilliti til bókana vegna óvissu um hvenær vegurinn yrði fær. Þetta væri þó í raun enginn vegur heldur niðurgrafinn skurður. Vegna þess færi snjór og klaki síðast af veginum. Þá virkuðu þessir vegskorningar líka sem snjógildra í fyrstu snjóum á haustin eins og hefði verið síðastliðið haust. Rekstrartíminn væri því æði stuttur og þar væri vegurinn helsti þröskuldurinn. Um 30 þúsund ferðamenn Gunnar sagði að á Kjöl kæmu um 30.000 ferðamenn á ári og færi þeim ört fjölgandi. Stærsti hluti þess fjölda færi á Kjöl á 40 daga tímabili yfir hásumarið og flestir kæmu á bílum. Mikið væri um illa búna bílaleigubíla, sem rekstraraðilar á Hveravöllum lentu þá oft í að bjarga upp úr forarpyttum. Nýr vegur nauðsynlegur fyrir ferðaþjónustuna „Það er ekki hægt að reka ferðaþjónustu þarna áfram nema gerðar verði endurbætur á veginum. Hópferðafyrirtæki eru raunverulega farin að neita ferðaskrifstofum um að fara með farþega þeirra um Kjalveg. Þau segja einfaldlega; við treystum bílunum okkar ekki í þetta, við keyrum ekki lengur þessa leið. Það er sjálfhætt með ferðaþjónustu á Hveravöllum ef enginn vill keyra til okkar vegna slæms vegar. Ef vegurinn yrði hins vegar bættur tel ég mjög auðvelt að lengja ferðatímabilið fram í lok nóvember. Þá væri líka hægt að bjóða upp á hringleið yfir Kjöl og vestur um Húnavatnssýslur og aftur suður til Reykjavíkur. Þannig yrði betri dreifing á ferðamönnum yfir lengri tíma og stærra svæði.“ Gunnar taldi hugmyndir um að byggja heilsársveg yfir Kjöl fyrir flutningabíla mjög óraunhæfar. Ástæðan væri ekki síst sú mikla veðurhæð sem orðið gæti á Kjalvegi á vetrum. Þá sagði hann það sína persónulegu skoðun að ferðaþjónusta á Kili og akstur stórra flutningabíla á þessum slóðum færi alls ekki saman. Óskar Stefánsson, framkvæmda- stjóri rútufyrirtækisins Sterna, tók undir margt í orðum Guðmundar. Hann sagðist þó ekki taka undir skoðun Guðmundar um að ekki mætti byggja þessa leið upp líka fyrir flutningabíla. Sagði hann að mikið hefði verið lagt í að markaðssetja þetta svæði með akstri farþega í Kerlingarfjöll. Sagði hann að bæði sitt fyrirtæki og fleiri væru farin að lengja hinn hefðbundna Gullna hring um Gullfoss og Geysi með því að fara líka í Kerlingarfjöll. Þetta hefði lukkast vel og í þessu væri mikil framtíð. Hann sagði að fyrirtæki sitt hefði farið með 800 farþega þessa leið árið 2010 en þeim hefði fjölgað í nær 1.000 árið 2011 og í 1.150 árið 2012. Núverandi vegur þolir ekki álagið „Ég held að farþegum muni enn fjölga í sumar en ég tel að það sé þó komið að ákveðnum mörkum. Það er vegna þess að álagið er orðið svo mikið á veginn að hann endist ekki sæmilegur nema í viku.“ Stórskemmdir á rútum í hverri ferð „Útgerðin hjá rekstraraðilum sem fóru þennan veg í fyrra var þannig að það þurfti alltaf einn dag í viðhald á bílunum eftir hverja ferð. Það var allt að fara í bílunum. Demparar og fjaðrir skemmdust, framrúður brotnuðu og innréttingar losnuðu. Það var alveg sama hvað ökumaðurinn var góður, það var ekki hægt að komast hjá þessu. Þetta verður að laga. Ferðamannastraumurinn eykst svo mikið og í ferðamannageiranum er talað um Kerlingarfjöllin sem næstu Landmannalaugaparadís.“ Betri vegur felur líka í sér náttúruvernd Óskar sagði að í uppbyggingu Kjalvegar með bundnu slitlagi gæti líka falist verndun á landi. Þá losnuðu menn t.d. við óþarfa autanvegaakstur vegna ófærðar á veginum sjálfum og einnig rykmengun þegar þurrt væri. Sagði hann að oft hefði verið þörf á að ráðast í vegagerð um Kjöl en nú væri það orðin nauðsyn. /HKr. Svanur Bjarnason Þóranna Pálsdóttir gera áætlanir í ferðaþjónustu á Kili vegna óvissu um ástand vegarins. Kjölur bjóði hins vegar upp á mikil tækifæri. Óskar Stefánsson segir mjög brýnt að ráðast í uppbyggingu vegarins svo hægt sé að sinna sívaxandi ferðamannastraumi á svæðið, ekki síst í Kerlingarfjöll. Talað er um Kerlingarfjöll sem næstu paradís ferðamanna á Íslandi í líkingu við það sem nú þekkist í Landmannalaugum. Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.