Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 21.02.2013, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 20134 Fréttir Rannsókn á áhrifum eldgosa á heilsu sauðfjár Sigrún Bjarnadóttir, dýralækna- nemi á síðasta ári við Kaupmannahafnarháskóla, ætlar í samvinnu við Matvælastofnun og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands að kanna hvort eldgosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi haft áhrif á heilsu sauðfjár á áhrifasvæðunum. Mikilvægt er að rannsaka hvort, og þá hvernig, búfénaður varð fyrir áhrifum eldgosanna og eins hvort einhverra langtímaáhrifa gæti. Einnig er mikilvægt að skoða viðbrögð í eldgosunum, hvað menn telja að hafi verið gert rétt og hvað hefði mátt betur fara til að draga sem mest úr streitu- og heilsufarsskaða búfjár. Það er mjög mikilvægt að læra af þessari reynslu og geta miðlað henni til annarra. Til að rannsaka þetta þarf Sigrún að leita upplýsinga hjá sauðfjárbændum á áhrifasvæðum eldgosanna. Hún mun því senda öllum fjárbúum sem eru með í skýrsluhaldi á svæðinu frá Landeyjum og austur í Suðursveit spurningalista til útfyllingar. Sigrún vonast eftir góðum viðtökum og að sem flestir sjái sér fært að taka þátt, þar sem öllu skiptir fyrir niðurstöður rannsóknarinnar að fá svör frá sem flestum bæjum. Bændablaðið hvetur bændur á Suðurlandi til að taka vel í beiðni Sigrúnar, sem ættuð er frá Raufarfelli 2 undir Eyjafjöllum. Á þeim bæ fékk fólk sannarlega að kynnast Eyjafjallagosinu og hafði það að sögn Sigrúnar mikið að segja um það að hún skyldi velja þetta viðfangsefni sem lokaverkefni sitt. /fr Sveitarstjórnir Hrunamanna- hrepps og Bláskógabyggðar hafa ásamt garðyrkjubændum stofnað félagið Uppsveitarorku ehf. Félagið ætlar að sækja um leyfi til að stofna rafveitu. Markmiðið er að afla og dreifa orku til garðyrkju- bænda og annars atvinnurekstrar á hagkvæmari hátt en nú er. Hugmyndin með stofnun félagsins er að geta boðið orkusæknum fyrirtækjum á svæðinu mun hag- kvæmari kost við orkuöflun og dreifingu hennar og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu garðyrkju og annarrar atvinnu- starfsemi á svæðinu. Sífelldar hækkanir undanfarinna ára á raforku og sérstaklega á dreifingu hennar hafa gert það að verkum að hagkvæmasti kosturinn er að byggja upp og reka eigið dreifikerfi. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að ná til um 75% garðyrkjubænda í ylrækt með lýsingu. Dreifingarkostnaður RARIK hefur hækkað um 100% Rafmagnskostnaður skiptist í orku og dreifingarkostnað. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er einokuð af RARIK og hefur sá kostnaður hækkað mjög mikið undanfarin 3 ár. Hækkanir RARIK árið 2009 voru um 22% á meðan verðbólgan var 12%. Árið eftir, 2010, voru meðaltalshækkanir um 21% á meðan verðbólgan var um 5%. Frá árinu 2010 og fram til dagsins í dag hafa hækkanir verið um 8 % en verðlagsvísitala hefur hækkað um 5,4%. Dreifingarkostnaður hefur hækkað yfir 100% á meðan verðlagsvísitalan hækkar um 35-40%. Þá er einnig mikill munur á því hvort garðyrkjustöð er í þéttbýli eða dreifbýli. Sú í dreifbýlinu greiðir mun meira. Undanfarin ár hefur ríkið greitt niður dreifingarkostnað á rafmagni. Niðurgreiðslan hefur minnkað jafnt og þétt undanfarin ár og nú er svo komið að dreifingarkostnaðurinn kemur í veg fyrir framþróun í greininni. Bændur auka ekki framleiðsluna og byggja ekki upp vegna hins mikla framleiðslukostnaðar. Borgar sig upp á fimm árum Garðyrkjubændur leituðu til Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar og báðu hann að reikna út kostnað við eigið dreifingarkerfi. Forsendur væru þær að garðyrkjubændur gætu valið að kaupa orkuna frá mismunandi framleiðendum og átt sjálfir dreifikerfið og lagnir. Meirihluti garðyrkjustöva er á Suðurlandi, t.d. tæplega 80% þeirra á tíu kílómetra svæði í kringum Flúðir. Stofnkostnaður við dreifikerfið samkvæmt útreikningum verkfræðistofunnar eru um 460 milljónir króna. Bændur myndu greiða upp kostnað við þessa framkvæmd á fimm árum, miðað við þann kostnað sem þeir bera nú vegna dreifingar raforku. Eftir fimm ár yrði því mikill viðsnúningur í greininni vegna lægri dreifingarkostnaðar. Á hefðbundnum afskriftartíma dreifistöðvar gætu garðyrkjubændur lækkað kostnað um 1 milljarð króna. Á 25 ára tímabili myndu bændur greiða RARIK rúma 2,2 milljarða króna, en með því að reisa og reka eigin veitu yrði kostnaður þeirra yfir sama tímabil 1,4 milljarðar. Mismunurinn er rúmlega 800 milljónir króna. Alls hafa 17 garðyrkjubændur í Reykholti, Laugarási og Flúðum skráð sig sem stofnfélaga í nýja félaginu, ásamt sveitarfélögunum tveimur. Væntanlega mun bætast í þennan hóp á næstu vikum. /MHH Garðyrkjubændur ætla sér að lækka dreifingarkostnað um tugi milljóna króna: Stofna félagið Uppsveitarorku til að annast dreifingu á raforku í gróðurhúsin Sigrún Bjarnadóttir Skrifað var undir nýja samninginn á milli garðyrkjubænda og Hrunamanna- hrepps og Bláskógabyggðar í gróðurhúsinu á Friðheimum í Reykholti í Bláskógabyggð. Á myndinni er stjórn Uppsveitarorku ehf., frá vinstri, Knútur Rafn Ármann á Friðheimum, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Jón G. Val- geirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamannahrepps, tekur mynd af stjórninni. Mynd / MHH Sala á dráttarvélum jókst verulega á síðasta ári frá árinu 2011. Alls voru fluttar inn 134 dráttarvélar í fyrra samkvæmt g ö g n u m Umferðarstofu. Árið 2010 voru hins vegar fluttar inn 50 dráttarvélar og var það talsverð aukning frá árinu áður, þegar 32 vélar voru fluttar til landsins. Flestar dráttarvélar voru fluttar til landsins árið 2007, en þá voru nýskráðar vélar 382. Rétt er þó að taka fram að tölur Umferðarstofu segja ekki endilega alla söguna um innflutning á dráttarvélum. Undir tollflokk dráttarvéla falla m.a. ýmsar smærri vélar og tæki. Þannig kemur t.d. fram í gögnum Umferðarstofu að á síðasta ári hafi verið flutt inn sex tæki af gerðinni Arctic Cat sem flokkast í tollskrá sem dráttarvélar. Þar var hins vegar um að ræða breytt fjórhjól, án aflúttaks, sem ekki hafa talist til dráttarvéla í venjulegum skilningi. Söluhæsta dráttarvélategundin á síðasta ári var Valtra, en 28 vélar af þeirri tegund voru fluttar til landsins. Næst í röðinni var Massey Fe rguson , en 22 vélar af þeirri tegund voru fluttar inn. Árið hefur því verið gott fyrir Jötunn Vélar, sem eru með umboð fyrir báðar tegundirnar. Í þriðja til fjórða sæti yfir sölhæstu vélarnar á síðasta ári voru vélar af gerðinni Kubota, sem Þór flytur inn, en alls voru 15 slíkar vélar fluttar inn til landsins. Í fjórða sæti er svo Claas, sem Vélfang er með umboð fyrir. Alls voru fluttar inn 15 slíkar vélar á síðasta ári en ein þeirra var flutt inn notuð. Fast á hæla þeirra kemur New Holland sem Kraftvélar flytja inn, en alls komu 14 vélar af þeirri gerð til landsins. Rétt er að geta þess að í fyrra voru fluttar inn 16 vélar af tegundinni John Deere, en af þeim voru 13 fluttar inn notaðar og einungis 3 fluttar inn nýjar. Ekki fara allar vélar sem fluttar eru til landsins til hefðbundinna landbúnaðarnota. Sem dæmi má nefna að allar Fendt-dráttarvélar sem komu til landsins í fyrra, sjö talsins, voru seldar Reykjavíkurborg, þar sem þær voru meðal annars notaðar við snjómokstur á stígum og gönguleiðum að vetri og slátt að sumri. Almennt hafa vélasalar sem Bændablaðið hafði samband við nokkuð góða tilfinningu fyrir komandi ári. Talsvert sé búið að panta af dráttarvélum, sem og öðrum landbúnaðartækjum. Flestir virðast á þeirri skoðun að bændur séu nú að fjárfesta vegna þarfar á endurnýjun en láti ekki glepjast til vélakaupa að óyfirlögðu máli. /fr Valtra mest selda vélin á síðasta ári Uppstokkun á búnaðarþingi – Nýr formaður kosinn og nær helmingur fulltrúa nýr Gríðarleg uppstokkun verður á búnaðarþingi nú þegar það kemur saman í byrjun mars. Alls taka 22 nýir búnaðarþingsfulltrúar sæti á þinginu, en 48 fulltrúar eiga þar sæti. Þess má geta að töluverð endurnýjun varð einnig árið 2010. Þá verður algjör umbylting á stjórn Bændasamtakanna því fjórir af sjö stjórnarmönnum eru ekki í hópi búnaðarþingsfulltrúa og munu láta af stjórnarsetu. Sá fimmti, Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til formennsku áfram. Af nýjum búnaðarþingsfulltrúum eru flestir fulltrúar Búnaðar- sambands Suðurlands, eða fimm talsins. Þá eru fulltrúar Búnaðarsambands Eyjafjarðar báðir nýir sem aðalmenn og sömuleiðis fulltrúar Búnaðarsambands S-Þingeyjarsýslu. Rétt er að nefna að sumir þeirra búnaðarþingsfulltrúa sem koma nýir inn hafa þó áður setið á búnaðarþingi, ýmist sem varamenn eða aðalmenn. Hlutur kvenna mjög rýr Verulega hallar á konur í hópi þingfulltrúa, en þær eru einungis fjórðungur fulltrúa, tólf talsins. Tvær konur sitja í núverandi stjórn Bændasamtakanna, þær Guðný Helga Björnsdóttir og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, og eru þær báðar í hópi þingfulltrúa nú. Aðrir stjórnarmenn eru sem áður segir ekki í hópi þingfulltrúa, utan Haraldur, og munu því ekki sitja í komandi stjórn. Það eru þeir Sveinn Ingvarsson, Jóhannes Gunnarsson, Sigurbjartur Pálsson og Árni Brynjólfsson. Fjölmörg mál liggja fyrir þinginu sem endranær. Þar má nefna nokkurn fjölda mála sem lúta að lánamálum landbúnaðarins, en þar er ýmist fjallað um stöðu lánamála eftir efnahagshrunið, sem og framtíðarmöguleika í lánamálum. Þá liggja fyrir drög að nokkrum ályktunum sem snúa að orkuverði og dreifingu orku í dreifbýli, bæði hvað varðar afhendingaröryggi og jöfnun á flutningskostnaði. Þá er augljóst að áhyggjur eru uppi um starfsumhverfi bænda hvað varðar öryggismál og heilsuvernd. Drög að þremur ályktunum liggja fyrir þinginu þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að mótuð verði stefna um fræðslu og forvarnarstarf um slysavarnir, vinnuvernd og öryggismál í landbúnaði. Búnaðarþing 2013 verður sett við hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótel Sögu klukkan 13.30 sunnudaginn 3. mars næstkomandi. Þingið stendur fram á miðvikudaginn 6. mars en áætluð þinglok eru síðdegis þann dag. /fr Ábúendur í Hvammi í Eyjafjarðarsveit voru á dögunum að reyna að vinna gegn mögulegu kali með því að láta hjólaskó u hreinsa snjó af nýrækt. Mynd / Hilmar Sigurpálsson á Leyningi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.