Bændablaðið - 21.02.2013, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013 7
Grænna land ehf., á Flúðum, sem
er alhliða garðyrkjuþjónusta á
sumrin í slætti og lóðaumhirðu en
vinnur með birkigreinar og hálm-
kransa á veturna, gaf í vikunni
landgræðslufélagi Hrunamanna
birkifræ sem safnast hafa saman
á vinnuborði fyrirtækisins síðasta
árið.
Um er að ræða 2 kg birkifræ sem
koma úr trjálundum skógræktar-
félagsins í Hrunamannahreppi
og henta því vel fyrir það svæði.
Birkifræin hrynja af greinunum,
sem eru nýttar í páska- og jólaskraut,
og hefur eigandinn, Erla Björg
Arnardóttir, safnað þeim saman yfir
árið. Vegna þess hve mikið magn er
um að ræða vildi Erla að fræin nýtt-
ust í eitthvert stórt verkefni og hafði
samband við Landgræðslufélagið
í Hrunamannahreppi sem þáði
fræin til sáningar í landgræðslu-
reit upp á Hrunamannaafrétti.
Esther Guðjónsdóttir, formaður
Landgræðslu félagsins, tók á móti
fræjunum og sagði þau góða gjöf
sem myndi stækka og dafna í
reit landgræðslufélagsins inni
á Hrunamannaafrétti. Samúel
Eyjólfsson ætlar að dreifa fræjunum
á næstu dögum. Hann sáir þeim í
börð og á staði sem væntanlega hafa
meira skjól en aðrir. Fræin voru
sigtuð, hreinsuð og þurrkuð við
afhendinguna, en talið er að virði
þeirra sé á bilinu 350 til 400 þúsund
krónur.
Mikið var um að vera í
Sögusetrinu á Hvolsvelli
laugardaginn 2. febrúar þegar
Njálurefilsverkefninu svokallaða
var hleypt formlega af stað. Þá tók
Vilborg Arna Gissurardóttir pól-
fari fyrstu sporin í Njálureflinum.
Um er að ræða 80 metra langt
veggteppi og 50 cm hátt, sem mun
prýða veggi Sögusetursins. Slík teppi
voru eftirsótt veggskraut á söguöld.
Reiknað er með að um tíu ár taki að
sauma teppið en öllum er velkomið
að taka þátt í saumaskapnum og
öll aðstoð er vel þegin. Sérstök
saumakvöld verða í Sögusetrinu
og síðan geta hópar, vinnustaðir
og félagasamtök pantað tíma og
fengið að sauma og taka þannig þátt
í verkefninu. Fjölmargir aðilar koma
að verkefninu, en forsvarsmenn
þess eru þær Gunnhildur E.
Kristjánsdóttir og Christina M.
Bengtsson á Hvolsvelli. Kristín
Ragna Gunnarsdóttir, teiknari og
hönnuður, myndgerði Brennu-
Njálssögu á refilinn. Verkefnið
hefur meðal annars fengið rúmar 1,3
milljónir króna frá Vaxtarsamningi
Suðurlands og 600.000 króna styrk
frá Menningarráði Suðurlands.
/MHH
að er að verða fastur
liður að leiðrétta axar-
sköft undangenginna
þátta. Ekki lánaðist
mér að hafa rétt eftir vísuna sem
Sigríður á Kagaðarhóli las mér
og leitaði höfundar að. Því birtist
hún lesendum aftur:
Samleik eru systurnar
sorg og gleði háðar.
Ef þú leitar annarrar
oft þú finnur báðar.
Þann 7. febrúar sl. lést í Hafnarfirði
Óttar Einarsson skólastjóri
og rithöfundur, einn ástsælasti
hagyrðingur sinnar kynslóðar.
Margar af vísum Óttars urðu
landfleygar fyrir léttleika sakir og
fágætrar kímni sem einkenndi hans
eðlisgerð. Vísnahefðin var honum í
blóð borin en eins og margir þekkja
var Óttar sonur Einars Kristjánssonar
frá Hermundarfelli, hins þekkta
útvarpsmanns og vísnaskálds, og
Guðrúnar Kristjánsdóttur frá Holti
í Þistilfirði. Það er því afar viðeigandi
að birta lesendum minningarljóð
sem Jóhannes Sigfússon bóndi á
Gunnarsstöðum orti frænda sínum
og vini við hin döpru þáttaskil:
Árin stöðugt æða hjá,
eflist tímans hvinur.
Nú er Óttar fallinn frá
frændi minn og vinur.
Góður drengur genginn er
og gegn í alla staði.
Finnst mér verði að fylgja þér
ferskeytla úr hlaði.
Hennar bjarta stuðla stál
stöðugt þjóðin metur.
Ekki hafa íslenskt mál
aðrir rímað betur.
Ræktarsemi öll þín ár,
afar mikils virði.
Á grávíðinum glitra tár
í gamla Þistilfirði.
Ég átti fágæt bréfaskipti við Óttar á
sl. vetri, sem verða sínu dýrmætari
þegar hans nýtur ekki lengur við:
Höndin þó sé hætt að skrifa
háttum bundna stuðlagrein,
vísur þínar lengi lifa
og lýsa upp þinn bautastein.
Vísur Óttars einkenndust margar af
óvanalegri kímni, og skopaðist hann
oft að eigin viti og verðleikum:
Að sumu leyti Óttar er
afar klár og slyngur.
Annars bara eins og hver
annar vitleysingur.
Frá skólastjóraárum Óttars við
Húsabakkaskóla í Svarfaðardal
lifa ótal vísur og bragir. Hver man
ekki erindið sem hann samdi við
lagboðann „Love me tender“:
Dalvíkin er draumablá
og dýrðleg til að sjá.
Ofar stendur Upsafjall
eins og gamall kall.
:Sólin skín á stein og stekk
og stúlku í fyrsta bekk:
Brageyrað sagðist Óttar hafa úr
föðurættinni, en glaðværðina frá
móður sinni. Þessum einkennum
hélt Óttar til hinsta dags þrátt fyrir
erfið veikindi:
Óttar vantar aðeins hlíf,
axlar þunga byrði.
Yrkir sig í sátt við líf
sem er einskis virði.
Vín er ekkert voða gott,
varla tóbak heldur.
Að vera edrú finnst mér flott
og fínt að vera geldur.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Líf og starf
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Þ
Brennu-Njálssaga saumuð á næstu
10 árum í Sögusetrinu á Hvolsvelli
– Vilborg Anna pólfari mætti til að taka fyrstu sporin
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari sem tók fyrstu saumasporin í Njálurefl-
inum, sem mun taka 10 ár að sauma. Myndir / MHH
Systurnar frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, þær Margrét og Helga Sigurðardætur
fengu mynd af sér með Vilborgu Örnu, pólfara.
Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Sögusetursins notaði að sjálfsögðu
tækifærið og las stuttan kafla úr Njálssögu við athöfnina. Hann fagnar líka
því lífi sem mun færast inn í Sögusetrið þegar fólk hópast í húsið til að taka
þátt í saumaskapnum. Svona mun hluti af Njálureflinum líta út þegar búið verið að sauma í hann.
Grænna land ehf. á Flúðum:
Gaf birkifræ að and-
virði 400.000 króna
Esther Guðjónsdóttir (t.h.), formaður Landgræðslufélagsins í Hrunamanna-
hreppi, þegar hún tók við Birkifræjaafhendingunni hjá Erlu Björg, eiganda
Grænna lands á Flúðum. Fræin höfðu safnast saman hjá Erlu á síðasta ári.