Bændablaðið - 21.02.2013, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013
Haraldur Benediktsson lætur af formennsku í Bændasamtökunum á komandi búnaðarþingi eftir níu ára setu:
Ætlaði aldrei að verða formaður
– Þurfti að berjast við bankastofnanir sem vildu flytja alla mjólkurframleiðslu á Suðurland eftir hrunið
Talsverð tímamót verða á
komandi búnaðarþingi, en þá
mun Haraldur Benediktsson
láta af embætti formanns
Bændasamtaka Íslands eftir níu
ára setu. Haraldur er aðeins annar
formaður Bændasamtakanna
eftir að þau voru stofnuð með
sameiningu Búnaðarfélags Íslands
og Stéttarsambands bænda árið
1995, en Ari Teitsson hafði gegnt
því embætti á undan honum.
Fram undan eru líklega
miklir breytingatímar hjá
Haraldi, en hann situr í öðru
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi fyrir
komandi alþingiskosningar. Af
skoðanakönnunum að dæma má
gera ráð fyrir að hann eigi þingsæti
næsta víst og bætist bændum því
öflugur málsvari á Alþingi á komandi
kjörtímabili.
Það er trauðla hægt að segja að
formannstíð Haraldar hafi verið
tíðindasnauð. Á síðastliðnum
níu árum hafa bændur þurft að
kljást við efnahagshrun, eldgos á
Suðurlandi, óvægna umræðu um
matarverð og umsókn um aðild að
Evrópusambandinu (ESB). Haraldur
hefur því mátt, sem formaður
Bændasamtakanna, taka ófáa slagi.
Það er um sumt athyglisvert í því
ljósi að Haraldur ætlaði sér aldrei að
verða formaður.
„Nei. Ég var aldrei með það á
stefnuskránni að verða formaður
Bændasamtakanna. Þegar Ari nefndi
þetta fyrst við mig, í desember 2003,
var þetta mér algjörlega framandi
hugsun og ég tók þessu mjög fálega.
Einhvern tíma í lok janúar tók ég
hins vegar nýja ákvörðun eftir mikla
áskorun minna félaga. Ég var þá
tilbúinn að láta reyna á hvort ég
næði kjöri en fram að því hafði ég
aldrei hugsað mér að verða formaður
Bændasamtakanna.“
Haraldur var einungis búinn
að sitja á búnaðarþingi í eitt kjör-
tímabil þegar hann bauð sig fram til
formanns.
„Ég var nýlega orðinn formaður
Búnaðarsamtaka Vesturlands, hafði
barist fyrir þeirri kosningu. Ég hafði
metnað fyrir því að verða þar for-
maður, sinna því með mínum búskap.
Ég hafði áhuga á því og heilmiklar
hugmyndir. Mér fannst sem ég hefði
fundið mína hillu í félagsmálum og
annað var ekki í kortunum.“
Vill taka áhættu
Það átti hins vegar eftir að breytast.
Ari Teitsson, þáverandi formaður
Bændasamtakanna, gaf út að hann
hygðist láta af formennsku í janúar
2004. Við tóku miklar vangaveltur
um arftaka hans og skiptust menn
mjög í horn í afstöðu sinni varðandi
það hver væri best til þess fallinn að
taka við af honum.
„Ég get upplýst það núna að 12.
desember, á fundi formanna búnaðar-
sambandanna í Bændahöllinni, tekur
Ari mig tali. Hann segir að hann þurfi
að gera upp hug sinn varðandi það
hvort hann gefi áfram kost á sér sem
formaður Bændasamtakanna. Ef svo
færi að hann myndi hætta væri ég
örugglega einn af þeim sem þyrftu að
hugsa sig um. Hann var ekki að biðja
mig um að gefa kost á mér, heldur var
hann að skjóta því að mér að ég þyrfti
að skoða stöðuna. Ég tók því afar
fálega,“ segir Haraldur og bætir því
við að hann hafi ekki rætt mögulegt
formannsframboð við fjölskyldu sína
né aðra fyrst um sinn.
„Nei, ég ræddi þetta samtal mitt
við Ara ekki við einn eða neinn og
ég hef aldrei sagt frá þessu áður.
Ég man ekki hvenær ég ræddi þetta
fyrst en það er eftir að Ari gefur út
að hann hyggist hætta. Þá er komið
fram framboð til formanns, Þórólfur
Sveinsson hafði þá gefið kost á sér.
Svo fer þetta að stigmagnast í janúar.
Þeir sem við mig töluðu geta væntan-
lega staðfest það að ég neitaði stað-
fastlega langt fram eftir mánuðinum.
Alveg þangað til að Rögnvaldur
Ólafsson kom að Reyni og ákveður
þetta endanlega, eins og ég veit að
hann myndi vilja orða þetta. Ég er
þannig innréttaður að ég er oft alveg
til í að taka áhættu í stað þess að velta
mér upp úr því seinna hvað hefði
orðið. Það var í raun stór hluti af
ákvörðuninnni en ekki að ég hefði
haft sérstakan metnað fyrir því að
verða formaður.“
Haraldur segir að á þessum tíma
hafi hann séð fyrir sér marga aðra
bændur sem vænlegri formannsefni
en hann sjálfan.
„Já, já, ég sá flesta aðra en mig
sem hefðu getað gert þetta. Í fyrsta
lagi taldi ég ekki endilega tímabært
fyrir Ara að hætta, ég hafði ekki verið
óánægður með hans störf. Þegar hann
tekur svo sína ákvörðun þá gátu ýmsir,
í mínum huga, tekið þetta að sér.“
Hefur tvisvar ætlað að hætta
Kosningarnar til stjórnar á
búnaðarþingi árið 2004 voru á
margan hátt magnaðar að sögn
Haraldar. „Það var tekist mjög hart á.
Í kjölfarið á formannskosningu þurfti
því að sætta fylkingar. Þá fóru í raun
og veru fram stjórnarmyndarviðræður
og að endingu kaus búnaðarþing
stjórn eftir tillögu minni og fleiri
þingfulltrúa. Það var hins vegar svo
magnað val á mönnum að við erum
fjórir búnir að sitja allan tíman og
hættum núna allir saman. Sveinn
Ingvarsson, sem hefur verið minn
varaformaður allan tíman og minn
bakhjarl, Jóhannes Sigfússon, sem
hefur verið annar varaformaður,
og Sigurbjartur Pálsson, sem hefur
verið foringi okkar í ESB-málum.
Við höfum staðið vel saman þennan
tíma. Vináttu þeirra og stuðning fæ
ég aldrei fullþakkað, frekar en annara
sem hafa verið með mér í stjórn
þennan tíma.“
-Hvað hugsaðir þú svo eftir fyrsta
kjörtímabilið? Varstu ákveðinn í að
gefa kost á þér áfram?
„Ég hugsaði mér að hætta eftir
það. Mér fannst fyrsta kjörtímabilið
mjög erfitt. Það var þungur róður,
ekki síst fyrstu tvö árin. Það helgast
kannski af því að maður var að læra
og ekki búinn að ná tökum á starfinu.
Síðan bý ég auðvitað við það að ég
er fyrst og fremst bóndi. Ég bý með
mitt bú sem ég á með minni konu og
við eigum lítil börn. Í bæði skiptin
sem ég hef verið kosinn aftur hef ég
þurft að taka ákvörðun um að halda
áfram, það hefur ekki verið augljóst
í mínum huga að þannig yrði það.
Ég viðraði það eftir þrjú fyrstu
árin að ég myndi vilja hætta. Mér
var hins vegar leitt fyrir sjónir að það
væri kannski ekki skynsamlegt eftir
að hafa eytt þeim tíma í að koma mér
inn í málin. Eftir annað kjörtímabilið
velti ég því líka fyrir mér að hætta,
sex ár væru kannski bara ágætur tími
í þessu starfi. Þá voru hins vegar
aðeins breyttar aðstæður. Það höfðu
orðið framkvæmdastjóraskipti á
miðju kjörtímabili þar sem Sigurgeir
Þorgeisson hætti og Eiríkur Blöndal
tók við af honum. Ég gerði hins
vegar upp við mig þá að það yrðu
mín síðustu ár á formannsstóli. Þeirri
ákvörðun ætlaði ég ekki að kvika frá.
Rétt eins og fyrir níu árum, þegar
ég bauð mig fram sem formann, var
ég fyrir hálfgerða tilviljun kominn
í þá stöðu að vera frambjóðandi
til Alþingis og fékk ég talsverðan
þrýsting á mig að halda áfram sem
formaður Bændasamtakanna en
svo lét ég mína þriggja ára gömlu
ákvörðun standa.“
-Er ákvörðunin um að hætta sem
formaður ekki líka tengd því að tími
þinn verður takmarkaður, verðir þú
kjörinn á þing, auk þess sem þú þarft
að sinna þínum búskap?
„Það var auðvitað úrslitaatriðið.
Mér þykir einfaldlega svo vænt um
búskapinn hjá okkur hjónunum að ég
ætla að halda áfram að vera bóndi og
á sama tíma mun ég gera mitt besta til
að standa mig sem frambjóðandi og
síðan vonandi sem alþingismaður.“
Lilja Guðrún hryggsúlan
í búskapnum
-Hefur búskapur ykkar hjóna liðið
fyrir setu þína á formannsstóli
Bændasamtakanna?
„Já, það er klárt. Það er mikið af
illa viðgerðum hlutum, teipuðum
vatnsleiðslum og ókláruðum
verkefnum,“ segir Haraldur og
glottir. Hann bætir því við að
þessi níu ár hafi þó einnig verið
tími uppbyggingar á bæ þeirra
hjóna, hans og Lilju Guðrúnar
Eyþórsdóttur á Vestri-Reyni. „Það er
ekki hægt að segja að ég hafi goldið
fyrir þennan tíma öðruvísi en að ég
varð að vinna meira. Þetta hefði
hins vegar auðvitað aldrei gengið
öðruvísi en vegna þess að Lilja
Guðrún er hryggsúlan í stjórnun og
rekstri búsins. Ég hef verið henni
svona hálfónýtur vinnumaður, stöku
sinnum. Ég á ekki heiðurinn að því
að búskapurinn hefur ekki farið
niður á við. Það er hennar heiður. Á
þessu tímabili bættist okkur hjónum
eitt barn til viðbótar, fyrir fjórum
árum. Ég er væntanlega fyrsti
formaðurinn sem fer í feðraorlof,
og Sveinn leysti mig af. En árið
sem Guðbjörg okkar fæddist var
ansi strembið að láta allt ganga upp,
svona meðfram öllu því sem fylgdi
efnahagshruninu. Við höfum annað
slagið á þessum tíma haft mjög gott
vinnufólk og til viðbótar átt frábært
bakland í fjölskyldu minni sem hefur
ítrekað aðstoðað okkur við að halda
búskapnum á floti, hvort sem það
hafa verið heyskapur, mjaltir eða
annað. Ég vil þar nefna Valnýju
systur mína, Ingiberg mann hennar
og Hjálmar frænda minn. Þau hafa
verið lífakkeri okkar allan þennan
tíma. Það er ekki tímabært að þakka
þeim fyrir núna, þau eru ekkert
laus út úr þessu,“ segir Haraldur
hlæjandi.
Viðbragðsáætlun dregin
upp úr skúffunni
Haraldur segir að mörg verkefni for-
manns Bændasamtakanna hafi tekið í
á síðustu níu árum. Meðal þeirra hafi
efnahagshrunið auðvitað verið hvað
fyrirferðarmest, ESB-umsóknin en
einnig matarverðsumræðan sem var
mjög þung fyrir hrun.
„Árin 2006 til 2007 tók verulega
í að halda máli landbúnaðarins á
lofti. Ég held að enginn geri sér
grein fyrir því hvað við stóðum í
raun tæpt þegar allt var hér í blóma
í efnahagslífinu. Þjóðin hélt á
þessum tíma að hún væri orðin svo
rík að hún ætti ekki að framleiða
mat sjálf. Tvímælalaust var það
með erfiðustu tímunum. Það var
síðan auðvitað erfitt að takast á við
afleiðingar hrunsins. Þegar maður
segir frá fyrstu dögum hrunsins
hljóma þeir eins og skáldsaga,
þegar við fórum inn í stofnanir og
unnum að því að halda hjólunum
gangandi. Við höfðum tekið þátt í
stefnumótunarvinnu árið 2006, sem
reyndar bar ekki ávöxt, en hluti af
þeirri vinnu var að setja niður
viðbragðsáætlun ef hér á landi yrðu
umfangsmiklar náttúruhamfarir
eða efnahagshrun. Einhverra hluta
vegna hafði ég geymt þennan lista
og ég dró hann upp úr skúffunni
daginn sem bankarnir hrundu. Ég vil
meina að það hafi skipt máli, að það
var búið að hugsa um hvað þyrfti
að tryggja, hvað ekki mátti stoppa.
Síðan þurfti að eiga samskipti við
stjórnendur lánastofnana. Það þurfti
að koma þeim í skilning um að ekki
væri hægt að setja stopp á búskap,
þar væri lifandi búfé og heimili
bænda. Svo voru auðvitað eldgosin
bæði erfiðir tímar. Allt hefur þetta
rifið í, þannig að þetta er búinn að
vera óskaplega fjölbreyttur tími.“
Sveiflast öfganna á milli
-Þú nefnir matarverðsumræðuna
sem mjög erfitt viðfangsefni. Var
alvara í því að aflétta tollvernd og
breyta landbúnaðarkerfinu á árunum
2006-2007, þannig að óhindrað yrði
hægt að flytja matvæli hingað til
lands?
„Já, við vorum að fást við það
að tillögur lágu fyrir sem hefðu
kippt grundvelli undan íslenskri
búvöruframleiðslu. Með samtilltu
átaki nokkurra lykilmanna sem þá
voru á þessum vettvangi, eins og
hinum sterka landbúnaðarráðherra
Guðna Ágústssyni, Geir H.
Haarde sem á þessum tíma verður
forsætisráðherra og Ögmundar
Jónassonar, tekst að bjarga þessu
máli. Þegar ég horfi á tillögur
matvælaverðsnefndarinnar sem
Halldór Ásgrímsson skipaði,
Haraldur segir að búrekstur á Vestri-Reyni ha í formannstíð hans verið að mestu leyti á herðum konu hans, Lilju Guðrúnar Eyþórsdóttur. g á ekki heiðurinn
að því að búskapurinn hefur ekki farið niður á við. Það er hennar heiður, segir Haraldur, sem hér er ásamt Lilju Guðrúnu og Guðbjörgu dóttur þeirra. Myndir / smh