Bændablaðið - 21.02.2013, Page 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. febrúar 2013
Fróðleiksbásinn
Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
Í fyrri hluta þessarar umfjöll-
unar var rætt almennt um lækn-
ingarjurtir og galdraplöntur
en fáar þeirra nefndar á nafn.
Plöntur eru annað slagið nefndar
í íslenskum sögnum en fremur
sjaldgæft að þær séu nafngreind-
ar. Að þessu sinni verður sagt frá
nokkrum nafngreindum plöntum
og verkun þeirra.
Talsvert ber á því í sögum þar sem
plöntur eru taldar til að ekki er getið
um tegundarheiti, plantan er nefnd til
sögunar án þess að vera kjarni hennar.
Í Allrahanda Síra Jóns Normann má
meðal annars finna sögu sem heitir
Að mjólka fjarlægar kýr. Þar segir að
á bæ einum á Hornstöndum hafi búið
hjón, sem voru grunuð um galdur.
Þegar dóttir þeirra var orðin hér
um bil hálffullorðin fór sýslumaður
að rannsaka galdraáburðinn. Þegar
hann spurði dótturina hvað hún kynni
sagðist hún ekkert kunna nema að
mjólka kýr. Bað sýslumaður hana
að sýna sér það og tiltók sjálfur
á hvaða bæ kýrin skyldi vera.
Stúlkan tók þá puntstrá og rak í
holu, sem boruð var í stoð, fór svo
með stóra fötu undir puntstráið og
mjólkaði fötuna fulla með nýmjólk.
Sýslumaður bað hana að mjólka
meir en hún sagðist ekki mega það
því kýrin myndi skemmast. Herti
þá sýslumaður á henni og mjólkaði
hún enn nokkuð, uns það fór að
koma blóðlitu í mjólkina. Nú sagði
hún að kýrin væri farin að skemm-
ast. Herti þá sýslumaður enn að
henni að mjólka þar til það fór að
koma eingöngu blóð. Hætti hún
þá allt í einu og sagði, að nú væri
kýrin dauð. Reyndist það og svo, að
á hinni sömu stund hafði sú tiltekna
kýr dottið steindauð niður.
Vallhumall
Vallhumall þykir hin besta lækn-
ingarjurt og er sögð brúkleg gegn
ýmsum kvillum, jurtin er mýkjandi,
blóðleysandi og styrkjandi. Sé rótin
þurrkuð og mulin er hún talinn
góð gegn ígerð og tannpínu. Seyði
jurtarinnar er talið gott gegn kvefi,
sótthita, hrukkum og fílapenslum í
andliti þvoi menn andlit sitt með því
fyrir svefninn.
Reyniviður
Á Íslandi naut reyniviðurinn
sérstakrar helgi. Gísli Oddsson segir
í Íslandslýsingu sinn að í fyrndinni
hafi hann verið tígulegt, einstakt tré,
talsvert hátt, með beinum og auk
þess ílöngum blöðum og glæsilegum
ávöxtum. Er það ætlun mín að
það hafi að vísu verið lárviður
sem þarna hafi verið gróðursettur
af einhverjum dýrkanda forns
átrúnaðar vegna þess, hvað staðurinn
var hentugur, eða þá að hann hafi
vaxið upp fyrir einstaka velgjörð
Guðs, því að löngu fyrir vora daga
flykktist almenningur að tré þessu
með gjöfum, ljósum og ýmiss konar
þjónustu, sem var öldungis runnin
af rótum páfatrúar og hjáguða-
dýrkunar, þar til óhjákvæmilegt var
að eyðileggja það, til þess að taka
fyrir hjátrúna. En nú hefur það aftur
blóðgat með blöðum og ávöxtum og
er orðið hið yndislegasta að nýju.
Þess vegna er nágrönnunum það
óhæfa að skemma það.
Þótt Gísli tali hér um lárvið er
auðséð á lýsingunni að um reynivið
er að ræða. Tréð er hátt með beinum
greinum, ílöngum blöðum og
glæsilegum ávöxtum. Allt þetta
á við reynivið og svo ber þess að
gæta að á tímum Gísla Oddssonar
voru einungis tvær trjátegundir á
Íslandi sem náðu einhverri hæð.
Annað var birki og hitt reyniviður.
Þess má til gamans geta að tals-
verð hjátrú loðir við reyninn og var
það trú manna að hann hefði níu
náttúrur vondar og níu góðar og var
það talið ógæfumerki að fella hann.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar
segir meðal annars um reynivið: „Af
viðar tegundum hafa einna mestar
sögur farið að reyniviðnum enda
hefur verið allmikil trú á honum
bæði að fornu og nýju og jafnvel
allt fram á okkar daga. Hann hefur
haft einhvers konar helgi á sér og
merkilegt er það að hann skyldi
verða Ása Þór til lífs er hann óð yfir
ána Vilmur til Geirröðargarða og er
því reynir síðan kallaður sjálfsagt
í heiðurs skyni „björg Þórs“ sem
Edda segir. Þó er það enn helgara
og háleitnara sem stendur um hann
í Sturlungu þar sem Geirmundur
heljarskinn sá ávallt ljósið yfir
reynilundi sem vaxinn var í
hvammi einum er Skarðskirkja á
Skarðsströnd var síðan byggð í.
Af því að hann var heiðinn maður
var honum ljós þetta ekki að skapi,
en svo voldugur og ríkur höfðingi
sem Geirmundur var dirfðist hann
allt um það ekki að upp ræta reyni-
runninn, en óskaði sér þess aðeins
að hann væri horfinn burt úr landar-
eign sinni og fékk ekki við gjört að
heldur og hýddi smalamann sinn
harð lega fyrir það að hann lamdi fé
Geirmundar með reyniviðar hríslu.
Seinna á öldum hefur hann þótt
einhver óbrigðulasti sakleysis vottur
þegar hann hefur sprottið á leiðum
þeirra manna sem sökum hafa verið
bornir og af teknir án þess að hafa
getað sannað sýknun sína í lifanda
lífi og eru um það sögur.“
Í lokin má svo geta þess að
nokkur bæjarnöfn eru kennd við
reynivið, eins og Reynistaðir og
Reynivellir og svo er auðvitað til
mannsnafnið Reynir.
Sortulyng
Sortulyng eða mulningur var notað
til að drýgja tóbak hér á landi, og er
einnig þekkt meðal Sioux-indíána
Norður-Ameríku. Það var líka var
notað til að búa til blek og sem
litarefni. Í galdrabók frá 15. öld
er það sagt gott til að fæla burt
drauga. Nafnið lúsamulningar er
einnig þekkt, en það stafar af því
að menn töldu sig verða lúsuga af
því að borða sortulyng.
Birki
Birki er ein af þessum plöntum
sem Íslendingar hugsa til í hálf-
gerðri lotningu, talað er um endur-
heimt birkiskóganna og skuldina
við landið.
Fyrirtæki og einstaklingar
keppast við að koma nafni sínu á
blað í tengslum við skógrækt.
Seyði úr birkiberki þótti afar
gott gegn niðurgangi og til að
verja barnarassa sviða. Þá þótti
einnig gott að brugga vín, svo nefnt
birkivatn, úr birki.
Birkið hefur verið kallað
skilningstré, góðs og ills, og greinar
þess notaðar til að hirta börn og eldra
fólk með svo það fái skilning að
greina gott frá illu og illt frá góðu.
Í tengslum við hýðingar á börnum
og gamalmennum með birkigreinum
má nefna að Finnar telja íslenskt
birki of hart til að nota sem vendi
til að slá sig með í gufubaði.
Skarfakál
Skarfakál, kálgresi, síons-jurt eða
skyrbjúgsjurt er gömul lækningar-
jurt og mjög C-vítamínrík, henni
var safnað á vorin og þótti hún hin
besta lækning við skyrbjúg eins og
eitt af nöfnum hennar gefur til kynna.
Skarfakál var talið örva tíðir og
þótti gott að leggja það í mat til að
varna rotnun.
Ætihvönn
Ætihvönn hefur alla tíð verið mikils
metin hér á landi og reyndar víðar.
Á latínu heitir hún Archangelica
sem þýðir erkiengilsjurt. Síra Björn
Halldórsson í Sauðlauksdal talar um
það í Grasnytjum sínum að hvönnin
lækni milli 10 og 20 sjúkleika og
Oddur Hjaltalín segir í bók sinni
Íslenzk grasafræði að urtin hafi
styrkjandi, vindeyðandi, svitaeyð-
andi, ormdrepandi, uppleysandi,
forrotnum mótstandandi og blóð-
hreinsandi kraft.
Hún er því góð gegn matarólyst,
vindum í þörmum, innvortis tökum,
gulu, hósta, skyrbjúgi og stöðnuðu
tíðablóði. Oddur segir rótina góða
til manneldis enda sé hún bragðgóð
með fiski og nýju smjöri og hreint
sælgæti með söltuðu smjöri.
Ekki ólíklegt að hvönn hafi
verið ræktuð hér á landi allt frá
landnámi, hún var að minnsta kosti
mikið ræktuð í Noregi, og í forn-
sögum er minnst á hvannagarða.
Hvannir hafa þótt hin mesta búbót
og hafa mörg bæjarnöfn og örnefni
hvönn sem hluta af nafni sínu, s.s.
Hvanneyri, Hvanná, Hvannavellir
og Hvanndalir.
Nafngiftir að þessu tagi eru
ómetanleg heimild um gróðurfar
og plöntunytjar, hvönnin hefur sett
svip á landið og verið mikilvæg
nytjaplanta.
Einir
Göngum við í kringum einiberjarunn
er þýðing á dönskum texta sem á
frummálinu heitir Så går vi rundt om
en Enebærbusk. Flestir Íslendingar
þekkja textann vel og syngja hann
þegar þeir ganga kringum jólatré.
Barr er sagt einkar gott við aflleysi
og tíðarteppu og það þykir hið holl-
asta reykelsi. Áður fyrr voru einiber
brennd og reykurinn látinn leika um
sængurkonur til að halda djöflinum
í skefjum. Þess má einnig geta að
það eru einiber sem gefa sénever og
gini sitt sérstaka bragð.
Garðyrkja & ræktun
Lækningajurtir og galdraplöntur
Seinni hluti
Reynir.
Ætihvönn.
Vallhumall.
Birki með reklum.