Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Grípa þarf til róttækra aðgerða svo að mjólkur- framleiðslan nái að fullnægja innanlandsmarkaði – Jóhann Nikulásson, kúabóndi í Stóru Hildisey II í Austur-Landeyjum, vill flytja inn nýtt kúakyn til landsins Jóhann Nikulásson og fjölskylda eru með stórt og myndarlegt kúabú á Stóru Hildisey II í Austur-Landeyjum. Þau hafa búið á bænum í bráðum þrettán ár en bjuggu áður í Akurey í Vestur-Landeyjum í níu ár. Í dag búa þau með um 80 mjólkurkýr og er mjólkurkvóti búsins tæpir 450.000 lítrar en framleiðslan nokkru meiri, um 500.000 lítrar á ári. Jóhann hefur látið málefni kúabænda til sín taka og er virkur og góður félagsmálamaður. Hann liggur ekki á skoðunum sínum eins og lesa má úr þessu viðtali, sem var tekið í tilefni af hvatningu til kúabænda um að auka afurðir sínar til að standa undir mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum hér heima og erlendis. Hann segir tíðindin ánægjuleg en þau komi sér ekki á óvart eftir að hafa rýnt í þau gögn sem komið hafa fram um innvigtun og sölu mjólkurafurða undanfarin misseri. – Hvað er hægt að gera til að auka mjólkurframleiðsluna sem fyrst og heldur þú að bændur séu almennt klárir í það? „Til skemmri tíma litið er ég þess fullviss að við getum náð að sinna þessari auknu þörf, bændur geta seinkað slátrun kúa og aukið kjarnfóðurgjöf. En hins vegar ef framleiðsluspár og spár um söluþróun til lengri tíma ganga eftir þarf að mínu mati að grípa til róttækari aðgerða, svo sem með innflutningi erfðaefnis, ef ekki á að skapast hætta á að mjólkurframleiðslan nái ekki að fullnægja innanlandsmarkaði.“ Nýtt kúakyn – Eigum við að flytja inn nýtt kúakyn til landsins og hvernig eigum við þá að standa að því? „Já, mín skoðun er sú að við eigum að gera það, af fjölmörgum ástæðum. Skynsamlegasta leiðin er að flytja inn sæði til almennrar dreifingar hjá þeim sem hafa áhuga á að nota það líkt og þekkist nánast alls staðar í veröldinni þar sem nautgriparækt er stunduð af einhverri alvöru. Það er langskilvirkasta og ódýrasta leiðin, sem skilar árangri á fáeinum árum. Með því að flytja inn kyngreint sæði væri einnig mögulegt að fjölga verulega kvígukálfum, sem er einmitt það sem við þurfum á að halda til að sinna ört vaxandi markaði.“ Vill flytja inn NRF-kynið frá Noregi – Hvaða erfðaefni (af hvaða kyni) væri skynsamlegast að flytja inn og af hverju? „Skynsamlegast væri að flytja inn NRF-kynið frá Noregi. Meðal ástæðnanna fyrir því er að rækt- unaráherslur þeirra eru að stærstum hluta á heilbrigði og frjósemi, sem eru þeir þættir sem við höfum sára- litla möguleika á að ná árangri með vegna þess hve stofninn okkar er lítill. Innflutningur á erfðaefni af þessu tagi myndi einnig hafa bylt- ingarkennd áhrif á vinnuþáttinn. Það vita flestir sem komið hafa nálægt mjöltum erlendis að júgur- og spenagerðin er miklu betri og jafnari, kýrnar eru mun háfættari og rólegri í skapi og eru að jafnaði mun fljótari að mjólkast. Innflutningur á erfðaefni myndi einnig gerbylta möguleikum íslenskra kúabænda á að stunda hagkvæmari kjötfram- leiðslu; naut af NRF-kyni ná 300 kg fallþunga að meðaltali á 17-18 mánuðum, sem er fjórðungi meira kjöt á þriðjungi styttri eldistíma en hér gerist. Nytin myndi einnig vaxa, enda verður hún að gera það. Í nágrannalöndunum er t.d. talið að hver legubás þurfi að skila 9.500 kg mjólkur árlega, svo unnt sé að standa undir þeim kostnaði sem bygging á nýju fjósi hefur í för með sér. Hér á landi er nauðsynlegt að halda áfram að endurnýja framleiðsluaðstöðuna; til þess að það sé mögulegt verða ný fjós að skila miklu meiri afurðum en þau gera í dag.“ Jóhann segir að hér séu ótaldar þær stórstígu framfarir sem eru að eiga sér stað í kynbótastarfinu sjálfu á Norðurlöndunum. „Skandinavískir kollegar okkar hafa, eins og að framan greinir, aðgang að kyngreindu sæði í mjólkur- og holdakynin. Þannig geta þeir nán- ast ákveðið að fá kvígur undan bestu kúnum og efnilegustu kvígunum. Svigrúmið sem þar myndast nýta þeir í auknum mæli til að sæða lökustu kýrnar með holdasæði, nokkuð sem íslenskir kúabændur hafa nánast ekk- ert svigrúm haft til að gera í meira en áratug. Nautin eru í auknum mæli valin með úrvali á grunni erfðamarka (genomisk selektion), þ.e.um leið og nautkálfur fæðist er hægt að segja fyrir um hvernig kynbótagripur hann muni reynast og með þessari nýju tækni minnkar ættliðabilið um allt að helming. Þessi nýja tækni er talin ámóta bylting í kynbótum og notkun sæðinga hafði í för með sér á sínum tíma.Enn fremur verður mun auðveldara að hafa hemil á skyld- leikaaukningu stofnanna. Þá hafa þessir félagar okkar einnig aðgang að langlífara sæði, sem eykur hag- kvæmni sæðingastarfseminnar og eykur frjósemi.“ Meðalnyt hér svipuð og í Svíþjóð fyrir rúmlega 35 árum – Eru íslenskar kýr ekki nógu góðar og hvað veldur þá því? „Á undanförnum árum hefur náðst talsverður árangur í að auka nyt íslensku kúnna. Sá árangur er þó ekki meiri en svo að meðalnyt hér á landi í dag er svipuð og hún var t.d. í Svíþjóð fyrir rúmlega 35 árum. Júgurgerðin hefur lagast nokkuð. Það er hins vegar staðreynd að í nánast öllum þáttum sem hugað er að í kynbótastarfi standa íslensku kýrnar skandinavískum stallsystrum sínum óralangt að baki, eins og getið var um hér að framan. Á meðan kollegar okkar eru tveir við mjaltir í mjaltabás með 24 tækjum verða jafn margir að vera við mjaltir í helmingi minni mjalta- básum hér á landi. Líkast til kemur þessi gríðarlegi munur á vinnufram- lagi við mjaltir þó gleggst fram ef notaður er mjaltaþjónn til að mjólka kýrnar, en hér á landi þykir það harla gott ef hægt er að leggja inn 350 þús- und lítra eftir mjaltaþjóninn á meðan svipað viðmið í nágrannalöndunum er á bilinu 6-700 þúsund lítrar. Vanhöld á kálfum eru viðvar- andi 12-14%, á meðan þau eru 3% í Noregi. Það sem veldur þessu er fyrst og fremst þær takmarkanir sem lítil stofnstærð setur okkur hvað varðar möguleika á erfðaframförum. Því miður eru reyndar allt of margir kúabændur sem sinna ræktunarstarfinu með hangandi hendi. Það hefur nýlega verið staðfest með rannsóknum, þar sem niðurstöðurnar sýna að árangurinn af kynbótastarfinu er bara 65% af því sem hann gæti verið ef allir bændur tækju fullan þátt í starfinu. Þrátt fyrir mikinn áróður svo árum skiptir breytist það ástand ekkert. Hinar nýju aðferðir í kynbótastarfinu sem ég gat um að framan valda því síðan að bilið milli okkar og kolleganna í grannlöndunum mun vaxa hraðar á næstu árum en nokkru sinni.“ – Heldur þú að það sé almenn stemning á meðal kúabænda að blanda við íslenska kúastofninn nýjum erlendum stofnum, norskum kúm eða einhverju slíku? „Ein af athyglisverðari niður- stöðum viðhorfskönnunar Lands- sambands kúabænda sem gerð var sl. vetur var að verulegur hluti þeirra bænda sem ekki kærir sig um innflutning á erfðaefni sinnir ræktunarstarfinu jafnframt af hvað minnstri alúð. Þeir nota t.d. heimanaut í stórum stíl, bæði á kýr og kvígur, sem dregur verulega úr heildarmöguleikum kúabænda til að ná framförum í ræktunarstarfinu. Það er vitanlega dapurleg niðurstaða en sýnir jafnframt að kynbætur með innflutningi á erfðaefni verða ekki unnar í fyrirsjáanlegri framtíð á félagslegum vettvangi bænda.“ – Nú seljast allar mjólkurafurðir, eigum við að einbeita okkur fyrst og fremst að innanlandsmarkaði eða á allur heimurinn að vera undir? „Heimamarkaðurinn er okkar lifibrauð og honum þarf að sinna af alúð og kostgæfni. Öllu máli skiptir að hann hafi á hverjum tíma aðgang að nægjanlegu hráefni frá íslenskum kúabændum, enda er sá stuðningur sem greinin fær úr sameiginlegum sjóðum ætlaður til lækkunar á vöruverði á innanlandsmarkaði. Eftirspurn eftir mjólkurafurðum eykst á heimsvísu ár hvert um sem nemur allri ársframleiðslu Nýsjálendinga eru í dag ráðandi aðili í viðskiptum með mjólkurafurðir á útflutningsmörkuðum. Ísland er ríkasta land í heimi af ferskvatni, sem nefnt hefur verið olía 21. aldarinnar, og á vannýtt graslendi í talsverðum mæli. Til þess að það geti gert sig gildandi á erlendum mörkuðum með mjólkurafurðir þarf að lækka framleiðslukostnaðinn talsvert, m.a. með innflutningi á erfðaefni. Greinin á tvímælalaust að nýta möguleika sem í því felast til að þróast og sækja fram.“ Bjart fram undan og hugsanlega að skapast möguleikar á að komast út úr kvótakerfinu – Er þessi tími sem núna er að ganga í garð sá bjartasti í sögu íslenskra kúabænda? „Í hartnær þrjá áratugi hefur haldið aftur af mjólkurframleiðslunni með kvótakerfi sem vísast til var nauðsynleg ráðstöfun á sínum tíma. Ekki verður þó framhjá því litið að á þessu tímabili hafa tugir milljarða farið í að kaupa mjólkurkvóta þeirra framleiðenda sem hafa hætt. Það að nota jafn mikla fjármuni til þess arna og raun ber vitni er auðvitað eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. En ef fram fer sem horfir og áætlanir um söluþróun ganga eftir er hugsanlega að skapast einstakt tækifæri til þess að greinin hafi raunverulega möguleika á að komast út úr þessum ógöngum, með afnámi kvótakerfisins, niðurlagningu á opinberri verðlagningu á lágmarks- verði til bænda og síðast en ekki síst með stórsókn í útflutningi mjólkurvara. Því er það svo að í þau rösklega tuttugu ár sem ég hef staðið í þessum rekstri hefur að mínu áliti aldrei verið jafn bjart fram undan fyrir greinina.“ – Er eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? „Já, í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er þess sérstaklega getið að ríkisstjórnin muni gera land búnaðinum kleift að nýta þau sóknar færi sem aukin eftirspurn eftir matvælum á heimsvísu kann að skapa. Þá hefur ráðherra málaflokksins á fundi meðal bænda nýverið ítrekað þetta sjónarmið. Í ljósi þess sem ég hef nefnt hér að ofan um kynbætur og ef hugur fylgir máli hjá stjórnvöldum er ég þess fullviss að ef rétt er á málum haldið eru hér verulega vanýttir möguleikar til stóraukinnar framleiðslu nautgripa afurða. Mér er til efs að nokkur frumframleiðslu atvinnugrein í landinu búi yfir jafn miklum möguleikum til framleiðniaukningar og nautgripa ræktin gerir,“ segir Jóhann að lokum. /MHH þurfum á að halda til að sinna ört vaxandi markaði. Myndir / MHH aðalfundi á Hótel Selfossi í mars 2012. Mynd / Jón Karl Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.