Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók: Veiðar og veiðimenning frá landnámi til okkar daga – Nýjar bækur um veiðimenn og aðferðirnar sem þeir beita, fiskana sem þeir veiða, veiðisvæðin og söguna að baki vatnaveiði Tugir þúsunda Íslendinga stunda veiðar að einhverju marki. Þó svo að ákveðinn hluti veiðimenningar- innar sé frátekinn fyrir þá sem eiga peninga og sækja í dýrar laxveiðiár eru fleiri staðir á landinu þar sem hægt er að veiða fyrir lítið eða jafn- vel ekkert fé. Það þarf ekki alltaf að fara dýru leiðina til þess að njóta fiskveiða í fagurri náttúru í hópi góðra vina eða einn með sjálfum sér. Í tveimur þykkum bindum um veiðar og veiðimenningu á Íslandi, sem eru nýkomin út, má finna fjölbreyttan fróðleik sem snýr að þessu vinsælasta sporti land- ans. Bækurnar eru tvær og heita „Íslensk vatnabók – eða yfirlit um fiskana og veiðimenn þeirra og þær aðferðir sem þeir beita til að ná þeim“ og „Stangveiðar á Íslandi“ og eru eftir rithöfundinn Sölva Björn Sigurðsson. Spurður um tilurð verksins segir Sölvi Björn að sá fróðleikur sem þar sé að finna komi víða að. „Þekking um veiðar og vötn er auðvitað víða fyrir hendi, bæði í veiðibókum og blöðum sem og í öðrum bókmenntum. Hún býr líka í munnmælum og alls konar ævintýralegum frásögnum hjá ólíklegasta fólki. Mér fannst áhugavert að skoða þennan kúltúr í svolítið stóru samhengi og reyna að draga þennan fróðleik saman,“ segir Sölvi Björn, sem meðal annars leitaði fanga í klassískum bókmenntum, fornsögum og þjóðsögum við gerð bókanna. „Leiðarstefin eru því veiðar og flest allt sem þeim tengist og því eru náttúran og landið, sagan og fólkið, alls staðar býsna nærri. Það er hægt að tengja margar skemmtilegar frásagnir við vatnamennsku og veiðar.“ Hvenær byrjuðu Íslendingar að veiða í ám og vötnum? Árið 2010 ákvað Sölvi Björn að leggja af stað í verkefnið ásamt útgefanda sínum, Tómasi Hermannssyni hjá Sögum útgáfu. Þá hófst vinnan fyrir alvöru með heimildavinnu og öðru grúski. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var hvenær menn fóru að veiða og hvernig veitt var á sínum tíma. „Við vissum ef til vill hvorugur hvað við vorum að koma okkur út í enda stækkaði verkið þegar leið á tímann. Ég varð strax áhugasamur um að fara dýpra í viðfangsefnið en kannski gengur og gerist í hefðbundnum veiðibókum. Ég fór meðal annars í gömul bréfasöfn og fann víða heimildir sem ekki hafa verið tiltækar eða farið mjög hátt. Þetta var svolítið eins og að vera á veiðum eftir heimildum.“ Veiðarnar áttu sinn þátt í að efla hag landsmanna Sölvi Björn segir að það hafi verið ánægjulegt að finna frásagnir af veiðum í gömlu félagsritunum frá árunum 1770-1780 þar sem veiðimennskan var svo augljóslega hluti af upplýsingunni og búauðgisstefnunni sem þá var í deiglunni. „Þetta var greinilega stór þáttur í að lífga bændamenninguna við og leita nýrra tækifæra og leiða til þess að efla hag landsmanna. Í þessum heimildum kemur fram að veiðum hafi oft verið illa sinnt og ekki eins vel og landið bauð upp á. Bókin hefst raunar á því að vitnað er í Hrafna-Flóka. Hann kom til landsins en þurfti síðan frá að hverfa því hann gleymdi sér við veiðimennsku og missti búvitið. Hann var svo upptekinn við fiskróðra að hann gleymdi að heyja, sem varð til þess að hann missti skepnurnar.“ Sölvi Björn segir að fram á 19. öld sé saga veiða á Íslandi ágætlega afmörkuð og hægt að gera sér grein fyrir stóra samhenginu. Eftir þann tíma verði heimildarnar fleiri og viðameiri og úr mun meiru að moða fyrir sagna- ritara. Saga veiða og landbúnaðar nátengdar Saga veiði og vatnamenningar tengist náið sögu íslensks landbúnaðar að mati Sölva Björns. „Oft er þetta sama sagan. Flestar ár renna í gegnum jarðir bænda og eru í einkaeigu. Í dag sem og áður hafa veiðimenn þurft að vera í miklum samskiptum við bændur. Það kemur tiltölulega fljótt í ljós að þessi auðlind var mjög mikilvæg, ekki síst bændum. Kirkjan átti raunar drjúgan hluta þegar veldi hennar var hvað mest en ætli það hafi ekki líka verið bændum erfiðara að halda utan um veiðiréttindin þegar einangrunin var meiri og þekkingin minni. Jarðabækurnar og annað slíkt sem fært var til meiri skrásetningar á seinni öldum hjálpaði þeim eflaust til að útlista hvað þeir áttu, þótt sumir vilji nú meina að margir hafi gert minna úr auðlindum sínum en efni stóðu til. Það kom samt glögglega í ljós á 19. öldinni hvað auðlindin var mikilvæg. Laxveiðimennskan og laxveiðimenningin tvinnast þá saman við eins konar iðnbyltingu í landbúnaði og þetta endurtekur sig síðar og fram á okkar tíma þegar ferðamennskan og sportveiðin verður mjög mikilvæg bændum.“ Tugir veiðimanna leggja bókinni til fróðleik Meginstefið í fyrri bókinni er sagan og menningin í kringum veiðarnar en í þeirri seinni er fjallað um vatnasvæðin sjálf, árnar og vötnin um allt land. „Það var góður liðsstyrkur í tæplega 70 veiðimönnum sem lögðu til sögur og hjálpuðu mér þannig að þræða hringinn í kringum landið með margs konar ævintýralegum veiðisögum. Þar sem ekki eru samtíðarmenn að segja frá er gripið til sagna úr eldri heimildum, svo sem öðrum bókum og þjóðsögum. Markmiðið var að fjalla um allt landið og ég reyndi að fara sem víðast og sleppa helst engu úr. Auðvitað hafa sum svæði meira vægi en önnur og fá því meira pláss en hins vegar fannst mér grundvallaratriði að gefa minna þekktum veiðisvæðum gaum og sneiða ekki hjá þeim,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson. Bækurnar Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók eru gefnar út af Sögum útgáfu. Bindin eru samtals 1.050 blaðsíður að lengd og í þeim er fjöldi ljósmynda. /TB Sölvi Björn Sigurðsson er ungur rithöfundur og ljóðskáld, fæddur á seinni hluta áttunda áratugarins. Hann hefur meðal annars gefið út skáldsögurnar „Gestakomur í Sauðlauksdal“ og „Síðustu dagar móður minnar“ auk þess að þýða erlend ljóð og annað efni á íslenska tungu. „Ég byrjaði frekar ungur að skrifa en fyrsta skáldsagan mín kom út árið 2003, þá var ég 25 ára. Fram að því hafði ég gefið út ljóð og stefnt inn á þessa braut nokkuð lengi og ætli bækurnar séu ekki núna að nálgast tuttugu. Ég hef verið viðloðandi útgáfufagið alla mína tíð og unnið hjá forlögum, m.a. við umbrot, þýðingar og yfirlestur. Fyrir um tíu árum fór ég í útgáfunám til Skotlands og komst að því að það þarf stundum ýmislegt fleira til þess að gera góða bók en bara textann. Ég hef alltaf haft áhuga á bókagerð og að búa til fallegan grip. Það var í raun í náminu sem ég fékk hugmyndina að því að gera þetta stóra verk um vötn og veiðar.“ – Hvað varð til þess að þú lagðir veiðibókmenntirnar fyrir þig? Ertu með veiðidellu? „Já, ætli ég geti nokkuð neitað því. Það liggur við að öngulmarkið hafi verið sviðið á mann við fæðingu. Fyrst voru þetta fjölskylduferðir upp á hálendi og síðan fékk maður að fljóta með pabba niður að á til að veiða litla silunga og láta sig dreyma um laxinn. Þannig var þetta í gamla daga, allt snerist meira og minna um veiðiskapinn og samveruna uppi á fjöllum eða á árbakkanum. Ætli þetta sé því ekki bara í blóðinu. Mér sýnist þessi della í rauninni ekkert ætla að hverfa, sem er hið besta mál.“ Bækurnar prýðir fjöldi mynda. Hér er ungur veiðimaður, Hafþór Bjarni Mynd / BJ Margar sagnir eru um frækilega veiði fyrr á árum. Hér vantar ekki stórlaxana og af svip veiðikonunnar að dæma er Mynd / JJD, ÞjóðminjasafniðÁlftavatn. Mynd / SBS Erlendir veiðimenn hafa löngum sett svip sinn á stangveiðimenninguna á Íslandi. Hér er enskur veiðimaður, Watkins að nafni, við Langá árið 1903. Mynd / HÓ, Þjóðminjasafnið Höfundurinn Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.