Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 búskapnum en þáðu þó vinnu þegar hún bauðst. Sagði Helgi svo frá að þeir bræður hefðu þénað nítján dali hvor í einni af niðursuðuverksmiðjunum á tanganum og verið greitt hálft annað tonn af heyi fyrir vinnu hjá amerískum bónda í grenndinni. Loks gat hann þess að þeir væru komnir með net og ætluðu að reyna við laxinn en verksmiðjurnar borguðu allt að 16 sent fyrir fiskinn. En þótt tónninn í bréfi Helga væri jákvæður fór fjarri að íslenskum landnemum á tanganum væri rótt.“ Barátta við bandarísk stjórnvöld Jónas greinir einnig frá lagalegri stöðu Point Roberts: „Hinn 5. júlí 1884 samþykkti Bandaríkjaþing lög er vörðuðu jarðir hersins í landinu. Eitt megin ákvæði þessara laga var réttur forseta Bandaríkjanna til að ráðstafa þeim löndum hersins sem hann var hættur að nota. Víða hafði slíkt land verið numið í óleyfi en lögin gerðu ráð fyrir því að þeim sem svo höfðu gert fyrir 1. janúar 1884 væri veittur forkaupsréttur. Allir, sem tekið höfðu land seinna, áttu með þessu ekkert tilkall til þess. Á Point Roberts hafði reyndar aldrei komið her og engin herstöð. Þess vegna var staða landnema þar óljós því landið hafði verið ætlað hernum en varð það aldrei. Lögin tilgreindu hins vegar einungis lönd þau sem herinn hafði yfirgefið. Þessi munur átti eftir að vega þungt síðar. Helgi Þorsteinsson lýsti áhyggjum sínum og annarra Íslendinga á tanganum yfir þessu. Segir hann að dagblað nokkurt í fylkinu hafi getið þess að allir ólöglegir landnemar á Point Roberts megi búast við því að verða reknir úr húsum og af jörðum sínum. Þessi frétt olli miklu uppnámi. Landnemar funduðu um málið og flestir undirrituðu bænaskrá sem send var til yfirvalda í höfuðborginni, Washington. Meginósk íbúanna var að allt land á tanganum yrði gefið frjálst til landnáms og að þeir sem þegar hefðu tekið sér bólfestu fengju forgang. Í bænaskránni var skýrt tekið fram að allir væru landnemarnir fátækir og gætu með engu móti keypt hús sín og lönd, sem þeir höfðu lagt allt sitt í ef til uppboðs kæmi.“ Keyptu kofa og jarðskika af bandarískum landnemum „Fjölmargir Íslendinganna keyptu kofahreysi og jarðskika af bandarískum landnemum í þeirri trú að fyrr en seinna fengju þeir full yfirráð yfir þessum eignum sínum. Seljendurnir reyndu ekkert að blekkja Íslendingana því öllum var ljós lagaleg staða landnema á tanganum. Yfirleitt voru það fiskimenn sem seldu Íslendingum kofa sína og jarðskika umhverfis þá en þeir lögðu litla eða enga áherslu á búskap og því var um lítið ræktað land að ræða. En Íslendingarnir ætluðu sér meira og betra og tóku til óspilltra málanna við að ryðja land og rækta. Margir lögðu gífurlega hart að sér og líkt og Helgi og Páll, sáu fram á bjarta framtíð. Óvissan um hana var hins vegar óbærileg eins og fram kemur í öðru bréfi Helga til foreldra sinna á Íslandi. Hann skrifaði það 22. mars 1898 og segir að þriggja manna nefnd hafi komið á tangann til að verðleggja þar öll hús og ræktuð lönd. Allt eigi að fara á uppboð og seljast hæstbjóðendum. Í von um lausn mála sinna réðu landnemarnir á Point Roberts sér lögfræðing sem flutti mál þeirra fyrir fylkisþinginu. Átti hann að reyna að fá það samþykkt að sérhver landnemi fengi hús sín og jörð keypt á matsvirði. Þessi tilraun bar ekki árangur frekar en bænaskráin forðum. Það var loksins árið 1903 að fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Seattle kom til Point Roberts. Hét sá Ed. C. Ellet og var hann þangað sendur einungis til að kanna ólöglegt skógarhögg en sá orðrómur hafði borist þvert yfir öll Bandaríkin, alla leið til Washingtonborgar að landnemar stundu ólöglegt skógarhögg í svo miklum mæli að grípa yrði í taumana. Ellet fór til Árna Mýrdal sem gerðist síðan leiðsögumaður gestsins á tanganum.“ Friðsamt og duglegt fólk „Ellet sá fljótlega að mannlífið á Point Roberts var allt annað en almannarómur taldi; hér bjó friðsamt og duglegt fólk en engir morðingar, ræningjar eða smyglarar. Í stað þess að rannsaka skógarhögg gerði hann nákvæma skýrslu um hús öll og hýbýli svo og atvinnuvegi. Féllst hann á að reyna að sannfæra yfirvöld um kosti þess að leyfa ábúendum tangans að eignast lönd sín. Hann sendi stjórninni í Washington skýrslu sína 31. desember 1904. Viðbrögð við henn voru misjöfn. Sumum þótti sjálfsagt að veita núverandi landnemum forkaupsrétt en aðrir töldu eðlilegt að allt land yrði boðið upp og selt á hæsta fáanlegu verði. Skýrslan fór víða en að endingu kom það í hlut Fred nokkurs Dennett að bregðast við henni. Sá var yfirmaður deildar þeirrar í Washington sem annaðist sölu og úthlutun landnámsjarða. Hann óskaði nánari upplýsinga frá Ellet, einkum um skógarhöggið sem enn virtist órannsakað. Í bréfi dagsettu 26. ágúst 1905 svaraði hann fyrirspurn Dennetts og taldi með öllu rangt að ætla að lögsækja landnámsmenn á Point Roberts fyrir ólöglegt skógarhögg. Það litla sem þeir höggva, skrifaði Ellet, er til að ryðja landið. Enginn stundaði skógarhögg í hagnaðarskyni því það var einfaldlega ekki ábatasamt. Þá vék hann að lagaákvæðinu frá 5. janúar 1884 og taldi það ekki eiga við Point Roberts vegna þess að þar hefði aldrei verið herstöð. Hann sagði landnám Íslendinga nokkuð sérstakt því allir tækju þeir sér 40 ekrur lands og seldu það síðan í smærri einingum, þetta 5-10 ekrur til landa sinna. Ellet vitnar aftur í lagabálka og telur Íslendinga ekki þekkja til landnámslaga númer 2.291 en þau banna landnemum að selja skika úr sínu landi nema með sérstöku leyfi. Ef ný lög verði sett er brýnt að kaupendum þessara smáskika verði veittur sami réttur og seljendum. Íslendingarnir væru fátækir landnámsmenn sem af stakri eljusemi höfðu byggt hús, rutt og ræktað land og gert lítt árennilegan tanga að vistlegri nýlendu.“ Bandaríkjaþing samþykkti landnámið á Point Roberts Það var loks snemma um vorið 1908 að frumvarp til laga er varðaði Point Roberts var lagt fyrir Bandaríkjaþing. Í því sagði m.a. að allir sem tekið hefðu land á tanganum fyrir 1. janúar 1908 fengju sextíu daga frá og með þeim degi er lögin tækju gildi til að ganga frá eignarrétti sínum. Frumvarpið var samþykkt 1. apríl 1908. Íslenskir landnemar á tanganum fengu skömmu síðar til bréf frá Washington-borg þar sem lagalegur réttur þeirra var útskýrður. Loks gátu íslensku land nemarnir á Point Roberts andað léttar. Sumir höfðu búið á tanganum í algerri óvissu í rúman áratug, rutt land og ræktað og byggt hús. Nú var tryggt að öll sú mikla vinna væri ekki lengur fyrir bí. Landnemarnir völdu dag til að fara saman til Seattle og ganga endan- lega frá landnámi sínu. Ákveðið var að um leið og þeir sneru aftur með póstbátnum seinna sama dag yrði hátíð á tanganum. Konurnar á svæðinu komu saman og skiptu með sér verkum. Daga (Dagbjört Dagbjartsdóttir) kona Kristjáns Benediktssonar og dætur hennar sáu t.d. um bakstur og elduðu kjúklinga. Forseti Bandaríkjanna með gæru í svefnherberginu frá afa Sylvíu Allir sem vettlingi gátu valdið á tanganum komu þennan sólríka dag saman í Tinkham's Grove. Þar voru ræður fluttar og kom fram sú tillaga frá einum ræðumanna, Edward Tinkham að nafni, að við- eigandi væri að senda Roosevelt, forseta Banda- ríkjanna, einhverja sérstaka gjöf í þakklætisskyni. Helgi Þorsteinsson tók sig þá til og slátraði vænum sauð daginn eftir og bauð gæruskinnið fram í þakkargjöfina. Það var síðan sútað og unnið af þýskum landnema, Elsner að nafni, en hann hafði lært og unnið við sútun í Þýskalandi. Fullunnið var skinnið síðan sent til Washington, til Bandaríkjaforseta. Samfélagið á Point Roberts fékk nokkru seinna sent þakkarbréf frá forsetanum þar sem hann gat þess að gæran kæmi að góðum notum í svefnherbergi forsetans. Theodore Roosevelt var forseti Banda ríkjanna frá 14. september 1901 til 4. mars 1909. Líka ættuð úr Ísafjarðardjúpi og frænka Jóns Sigurðssonar forseta Móðir Sylvíu hét Ella Magnúsdóttir. Hún var dóttir Magnúsar Þórðarsonar, sem var sonur Þórðar Magnússonar sem var alþingismaður Ísfirðinga á árunum 1880-1885. Þórður var fæddur á Eyri við Seyðisfjörð vestra hinn 26. desember 1829 og var sonur séra Magnúsar Þórðarsonar sem var m.a. prestur á Hrafnseyri við Arnarfjörð og konu hans Matthildar Ásgeirsdóttur. Þórður var náfrændi Jóns Sigurðssonar forseta sem bjó á Hrafnseyri, en hann fæddist sem flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt hinn 17. júní 1811. Þórður Magnússon var tvígiftur en eignaðist 17 börn með 5 konum. Seinni kona hans hét Guðríður Hafliðadóttir og var móðir Magnúsar afa Sylvíu. Þórður var bóndi í Hvítanesi og á Borg í Skötufirði um langt skeið, í Hattardal meiri í Álftafirði og loks á Skarðseyri í Skötufirði, sem ýmsir hafa síðan kallað Þórðareyri. Þórður fluttist 1893 til Vesturheims, væntanlega með Magnús og einhver fleiri börn með sér, og settist að í Manitoba, þar sem hann átti heima til æviloka. Magnús móðurafi Sylvíu fluttist frá Manitoba og settist að sögn hennar að í Bellingham, sem er nú höfuðstaður Whatcom-sýslu í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Sá staður liggur að sjó og er skammt austan við Point Roberts og fast við landamæri Kanada. Segir Sylvía hann hafa sest þar að því að staðurinn hafi minnt svo mikið á Ísland. Point Roberts Við landamæri Kanada, vestast í Washington-ríki, er tangi sem heitir Point Roberts. Hann er í Whatcom-sýslu og er landfastur við Kanada en aðskilinn frá öllu landi Bandaríkjamegin. Point Roberts er ávalur hryggur, hæstur austast en hallar lítið eitt alla leið vestur að sjó. Tanginn er ekki stór, tæplega fimm kílómetrar að lengd og rúmir þrír að breidd. Láglendi er mest suðvestan til þar sem lægst er landið rétt yfir sjávarmáli. Austanmegin rís tanginn nokkuð yfir sjó og er þar fremur sæbratt. Þar þótti illt yfirferðar á landnámstímum en engir voru þá vegir. Þess vegna völdu landnemar sér leið eftir fjörunni ef þeir áttu erindi um tangann. Skógur var þéttastur á þessu svæði á landnámstímum og með öllu ófær þar til um hann var lagður vegur. Af eystri hlið tangans er útsýni sérstaklega tilkomumikið til landsins. Þaðan sér yfir eyjar og sund en skipaleiðin liggur þar um og sjást skipaferðir ágætlega frá tanganum. Á björtum degi sést suðuroddi Vancouver-eyju ágætlega en til austurs og sauðausturs á meginlandinu blasa við stórbrotin Cascade-fjöll og rís Baker-fjall hæst. Í norðri gnæfa Vancouver-fjöll, há og hrikaleg, en í suðri, á sundunum, liggja svo eyjar, flestar smáar. Sylvía fyrir framan húsið sem afi hennar byggði, en það stendur við götu sem heitir Sylvia Drive. Næsta gata er nefnd eftir bróður hennar og heitir Robert Drive. Jóhannes Schonberg, sonarsonur Sylvíu, að gauka fóðurbæti að einu hrossinu. Sylvía fylgist með ásamt Indriða A. Kristjánssyni, sem býr Kanadamegin við landamærin. Theodore Roosevelt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.