Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 1
23. tölublað 2013 l Fimmtudagur 28. nóvember l Blað nr. 408 l 19. árg. l Upplag 31.000 Á þessari öld hefur aldrei selst annað eins magn af kindakjöti í einum mánuði og í október síðastliðnum. Þá seldust 1.210 tonn og nemur aukningin 8,7% frá sama tíma í fyrra þegar salan nam 1.113 tonnum. Þá var salan 17,4 prósentum meiri frá byrjun ágúst til loka október 2013 en á sama tíma bili 2012. Ef miðað er við 12 mánaða tímabil frá byrjun nóvember 2012 til októberloka 2013 hefur kindakjöstsalan aukist um 5,1 prósent miðað við tólf mánuðina þar á undan samkvæmt tölum Lands­ samtaka sláturleyfishafa. Þegar skoðuð er 12 mánaða markaðs hlutdeildin á kjöti í hinum ýmsu greinum landbúnaðarins var alifuglakjöt í 1. sæti með 31,4%, kindakjöt í 2. sæti með 27,1%, svínakjöt í þriðja með 22,4%, síðan nautakjöt með 16,5% og loks hrossakjöt 2,6% markaðshlutdeild. Kjötsala í heild jókst um 2,9% á tímabilinu. Allar framangreindar tölur miðast eingöngu við íslenskt kjöt sem afurðastöðvar seldu í heild­ sölu á innanlandsmarkað. Innflutt kjöt er ekki talið með. Heildarafsetning fyrstu 10 mánuði ársins er 8.349 tonn, sem er 9% meira en á sama tímabili í fyrra og er mesta 10 mánaða sala það sem af er öldinni. Útflutningur á íslensku kjöti nam 855 tonnum í október, samanborið við 568 tonn í október 2012. Framleidd voru 5.344 tonn, enda er október síðari mánuður sláturtíðar, en alls höfðu þá verið framleidd 9.644 tonn það sem af er ári. Eigi að síður er útlit fyrir örlítið minni framleiðslu í ár en í fyrra. Meginskýring þess er lakara árferði víða um land og að lömb eru því léttari. /fr/HKr. – Sjá nánar um kjötframleiðslu og innflutning á bls. 2 Ekkert lát virðist vera á vinsældum íslenska kindakjötsins: Í október náðist mesta sala aldarinnar í einum mánuði – Eigi að síður er búist við að heildarframleiðslan á kindakjöti dragist örlítið saman á þessu ári vegna lakara árferðis Vignir Þorsteinsson í Stjörnublikki var í óða önn að rafsjóða forláta ramma, líklega fyrir einhvern í sveitinni, þegar þessi mynd var tekin. Segja vinnufélagarnir að honum falli aldrei verk úr hendi, enda sé hann bóndasonur að austan. Hann gaf sér samt örfáar sekúndur til að ræða við ljósmyndarann. Sagði hann að bíða þyrfti mjög lengi ef ætlunin væri að ná af honum mynd við að vinna. Hjá honum er tíminn því greinilega afstæður því um leið og hann sleppti orðinu var hann búinn að skella rafsuðuhjálminum fyrir andlitið og byrjaður að sjóða. Mynd / HKr. – Sjá nánar umfjöllun um Stjörnublikk og búskap eigendanna á Fornusöndum á bls. 24-26 Úr sláturhúsi Sláturfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Mynd / HKr. 18 Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli list Konur elska þessa hesta 32-35 38 Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.