Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Sylvíu Dagbjörtu Schonberg þykir afar vænt um íslensku hestana sína sem virðast hafa það gott á jarðarskika hennar á Point Roberts í Bandaríkjunum. Myndir / HKr. Vestur-Íslendingur á Point Roberts í Bandaríkjunum, ættingi Jóns Sigurðssonar forseta og áhugamanneskja um íslenska hestinn: Konurnar elska þessa hesta – segir Sylvía Dagbjört Schonberg, en afi hennar gaf Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta sauðargæru í svefnherbergið sitt árið 1908 Hróður íslenska hestsins hefur borist víða og Bandaríkin eru þar engin undantekning. Á Point Roberts-skaga, sem eiginlega er hluti af Vancouver-svæðinu í Kanada en fellur sunnan við reglustikudregna landamæralínu Bandaríkjanna, býr öldruð kona á níræðisaldri, sem á ættir að rekja til Íslands. Hún heitir Sylvía Dagbjört Schonberg, áður Thorsteinson, en því ættarnafni var reyndar breytt í Thorstenson. Hefur hún alla tíð haft mikið dálæti á íslenska hestinum og hefur enn. Erfði áhugann á íslenska hestinum frá afa sínum Sylvía segir áhugann á hestum hafa komið frá afa sínum sem settist að á Point Roberts. Í dag búa að sögn hennar um þúsund manns á skaganum yfir vetrartímann en fjölmargir eiga þar sumarhús og fjölgar íbúum því upp í allt að 6.000 á sumrin. Fólkið sem þangað fluttist 1894, þar á meðal afi hennar og fleiri Íslendingar, fékk viðurkenndan sinn rétt til landnáms á Point Roberts frá yfirvöldum í Washington-borg árið 1908. „Mennirnir voru búnir að leggja mikla vinnu í að ryðja landið og byggja hús. Þeir urðu því mjög hræddir þegar upp kom orðrómur um að þeir yrðu að skila landinu aftur eða borga fyrir það. Þessir menn áttu enga peninga svo þeir urðu mjög þakklátir þegar þeir fengu að halda sínu landi. Helgi afi minn var þá með um 40 ekrur (um 16 hektara) sem hann deildi að hluta til með Paul fósturbróður sínum. Þarna var afi minn með kindur eins og hann var vanur í Vík. Þá veiddu menn fisk eins og þeir voru vanir á Íslandi, þurrkuðu hann, eða söltuðu og reyktu. Einnig suðu þeir niður fisk til að geyma hann,“ segir Sylvía. Frá Vík til vesturstrandar Ameríku Föðurafi Sylvíu á ættir að rekja til Víkur í Mýrdal. Hann hét Helgi Þorsteinsson (Thorsteinson) en hann fluttist vestur um haf frá Vík í Mýrdal og mun fljótlega hafa sest að í Viktoríu á Vancouver-eyju. Kínverji hélt lífinu í Íslendingunum Á Vancouver-eyju bjó Helgi um hríð ásamt fósturbróður sínum Páli (Paul) Thorsteinson. Þegar bólusótt herjaði á íbúa þar upp úr 1890 einangruðust Íslendingarnir á svæðinu og voru þeim flestar bjargir bannaðar. Það mun svo hafa verið fyrir tilstilli efnaðs Kínverja að þeir gátu hreinlega haldið lífi, en sá mun síðar hafa tapað öllum sínum eigum. Samkvæmt kanadískum gögnum keyptu Helgi og fleiri Íslendingar sér sér landtökurétt á Point Roberts ásamt Bent Sivertz, Árna Sigurðssyni (Arnie) Mýrdal og föður hans 1884. Íslendingar við Kyrrahaf Jónas Þór sagnfræðingur hlaut styrk frá landafundanefnd til að rannsaka og skrifa landnámssögu Íslendinga í Vesturheimi 1856-1914. Hann er menntaður á Íslandi (BA) og í Kanada (MA). Í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið árið 2000 er sagt að fyrsti Íslendingurinn, sem vitað er með vissu að sest hafi að vestur við Kyrrahaf var Ólafur Jónsson (seinna Oliver Johnson). Hann kom frá Íslandi 1882 og eftir að hafa skoðað sig um í Manitoba og Norður-Dakóta flutti hann ári síðar vestur að hafi. Hann settist að í smáþorpi á Viktoríaeyju. Þá segir Jónas Þór: „Um 1890 voru fáeinar íslenskar fjölskyldur komnar til Bresku Kólumbíu en á næsta áratug fjölgaði þeim talsvert. Atvinna var stopul í fylkinu og þvældust heimilisfeður um fylkið vítt og breitt í atvinnuleit. Sunnan landamæranna, í Washington-ríki, voru sömuleiðis fáeinir Íslendingar í Seattle, Blaine og Bellingham. Það var snemma árs, 1893, að Kristján nokkur Benediktsson (seinna Benson) heyrði fyrst á Point Roberts minnst. Franskur maður, Disotel að nafni, sem kvæntur var íslenskri konu, Guðlaugu Jónsdóttur, hafði ferðast um tangann og leist vel á landkosti. Kristján tók manninn trúanlegan og reifaði landkönnunar- ferð við landa sína í Bellingham. Þrír slógust í för með honum, þeir Jón Ágúst Björnsson (seinna John Burns), Guðmundur Laxdal og Sigurður Haukdal (ýmist þekktur sem Sam Samson, Sam Haukur eða Haukdal). Allir fundu þeir land sem þeim líkaði en Kristján mun fyrstur Íslendinga hafa reist sér þar hús hinn 7. mars, 1893. Þeir hófust handa við að hreinsa land og undirbúa til ræktunar en það var mikið verk því kjarr var þétt og skógur þó nokkur. Næsta vetur, líklega í febrúar eða mars, 1894, átti Kristján erindi til Viktoría og var Guðrún kona hans með í för. Dvöldu þau í Kanada um hríð. Hann greindi löndum sínum í eynni frá landnáminu á tanganum. Í endurminningum sínum, sem Árni Sigurðsson Mýrdal skráði 1953, segist hann hafa hitt Kristján í fyrsta sinn þá um vorið (apríl 1894). Ræddu þeir landnámið á tanganum drykklanga stund og lagði Kristján hart að Árna að setjast þar að. Kvaðst Árni í fyrstu hafa sýnt því lítinn áhuga. Hann hefði viljað vinna við vélar og taldi litlar líkur á slíku starfi í dreifbýlinu á Point Roberts. Kristján gafst hins vegar ekki upp og minntist á fiskiverksmiðjurnar, bæði á tanganum sjálfum svo og í Bellingham. Á næstu vikum og mánuðum ræddi fólkið í Viktoría framtíðarhorfur, sem ekki þóttu góðar. Þegar foreldrar Árna, Sigurður Sigurðsson Mýrdal og Valgerður Jónsdóttir, tóku sig upp og fluttu á tangann 16. júní 1894, þá var Árni með. Hjónin tóku land og reistu hús. En sökum heilsuleysis Valgerðar sneru þau aftur til Viktoría en þar fékk hún betri læknishjálp. Voru þau á næstu árum eða allt til dauða Valgerðar 1912 ýmist í Viktoría eða á Point Roberts. Árni varð hins vegar um kyrrt og fékk fljótlega vinnu hjá stærstu niðursuðuverksmiðjunni á tanganum, Alaska Packers Association. Á næstu árum fjölgaði Íslendingum á Point Roberts og upp úr aldamótum (1904) voru þeir 93 eða liðlega helmingur íbúa.“ Samkvæmt manntali Point Roberts frá 1910 sem Bændablaðið hefur undir höndum var þá 81 íbúi þar af íslenskum uppruna, þar af 14 með eftirnafnið Thorsteinson. Margir Íslendinganna sem þangað fluttust höfðu lifibrauð sitt af búskap, garðrækt, fiskveiðum. Margir Íslendinganna sem þangað fluttust höfðu lifibrauð sitt af búskap, garðrækt, fiskveiðum. Íslendingarnir fengu líka margir vinnu í niðursuðuverksmiðjunum sem þar höfðu verið reistar, m.a. af fyrirtækinu George & Barker Salmon Packing Co. og Alaska Packers Association. Þar gátu stúlkur unnið sér inn 5-10 dali á dag. Sérstaklega þægileg veðrátta Jónas Þór í grein sinni í Morgunblaðinu að Helgi Þorsteinsson (afi Sylvíu) hafi komið á tangann með fjölskyldu sína 1894 og hafi unað sér þar vel frá upphafi. Síðan segir í grein Jónasar: „Í greinargóðu bréfi til foreldra sinna 22. desember, 1895 lýsti hann fyrsta árinu á Point Roberts. Hann sagði veðráttuna hafa verið sérstaklega þægilega, - vetur mildan en sumar þurrt og hlýtt. Reyndar helst til of hlýtt því hagi hafi skrælnað en jarðrækt hins vegar gengið vel. Sagðist hann hafa náð sextíu pundum bauna, öðrum fimmtíu af lauk, sæmilegu korni (maís), níu stórum sekkjum af kartöflum og fjórum af sykurrófum. Þar sem enginn var markaður fyrir þessar afurðir fengu svínin það sem fjölskylda og vinir torguðu ekki. Sagðist Helgi hafa náð um fimm tonnum af heyi en hann reiknaði með meiru að ári því hann hafi hreinsað og sáð í tvær ekrur til viðbótar. Helgi og Páll, uppeldisbróðir hans, áttu saman 30 hænur og sjö svín en að auki sagðist Helgi eiga tvær kýr og tvo kálfa. Hlöðu höfðu þeir reist sem var 30x16 fet og skemmu 16x12. Þá byggðu þeir hænsnahús, svínastíu og reykhús en reykt kjöt um jól var jafn spennandi í Vesturheimi og heima í Vík í Mýrdal. Þeir helguðu sig að mestu Sylvía með gömlu merina sína sem orðin er 24 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.