Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Að byggja upp jákvæða ímynd fyrir framleiðslu góðra matvæla og þjónustu er þrotlaus vinna sem aldrei tekur enda. Illa ígrunduð gróðasjónarmið geta líka hæglega eyðilagt áralangt uppbyggingar- starf á örskots stundu. Á undanförnum árum hefur verið unnið margvisst að því í íslenskum landbúnaði að bæta rekstur og auka vörugæði og sjálfbærni greinarinnar. Þar hefur verið lögð mikil áhersla á hreinleika íslenskra landbúnaðarafurða, ekki síst með tilliti til minni lyfja- og aukaefnanotkunar en þekkist í flestum ef ekki öllum löndum sem við miðum okkur við. Málið lýtur líka að umræðunni um nauðsyn tollverndar, sem harðlega hefur verið gagnrýnd. Um þetta hafa verið haldnar ráðstefnur og merkar ræður vísindamanna og fagfólks í greininni og ritaður fjöldi greina, m.a. í Bændablaðið. Hluti af umræðunni snýst um heilsu þjóðarinnar og heilbrigði þeirrar matvöru sem hér er á boðstólum. Hafa sérfræðingar í dýrasjúkdómum og faraldursfræðum ásamt læknum á Landspítalanum rætt þar um þær hættur sem stafað geti af innfluttum matvælum og fært fyrir því haldbær rök. Á síðum þessa blaðs hefur m.a. verið ítarlega fjallað um alifuglarækt þar sem gríðarlegur árangur hefur náðst í ræktun án fúkkalyfja, sem er viðvarandi vandamál í öðrum löndum. Árangur íslenskra kjúklingabænda og afurðastöðva hefur vakið athygli víða um heim. Því hefur verið afar dapurlegt að fylgjast með fréttum að undanförnu um að innflytjendur á kjúklingum hafi verið að blekkja neytendur með því að fela innflutta kjúklinga undir íslenskum vörumerkjum. Þetta er jafnvel enn sárara þegar haft er í huga að afurðafyrirtækin eru að hluta í eigu bændanna sjálfra. Alifuglageirinn er ekkert einsdæmi hvað þetta varðar. Við innflutning á grænmeti hafa fyrirtæki beitt svipuðum blekkingarleik við að klæða klórþvegið útlent grænmeti í íslenskar umbúðir. Einnig er alveg ljóst að ekki fer allur innflutningur á svína- og nautakjöti í söluborð verslana með erlendum upprunamerkingum. Það kjöt fer ekki síður í kjötvinnslur og á veitingahús þar sem neytandinn hefur enga möguleika á að átta sig á uppruna afurðanna. Svona vinnubrögð eru kjafts- högg fyrir þá sem af heilindum hafa unnið að upp byggingu ímyndar ís lenskra landbúnaðaravara. Því ber að fagna yfir lýsingum afurðastöðva í kjúklinga framleiðslu um að þessum blekkingarleik verði hætt. /HKr. Kjaftshögg Mánudaginn 25. nóvember var haldin ráðstefna í Mánagarði í Hornafirði og bar hún yfirskrift- ina Hagsmunamál í dreifbýli. Ráðstefnan var haldin á vegum Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga, en þetta er í fyrsta sinn sem þessir aðilar halda sameiginlega búnaðarstefnu. Um 50 manns mættu og boðið var upp á kjötsúpu í hádeginu og dýrindis kaffiveitingar og sá kvenfélagið Vaka í Nesjum um það. Þótti ráðstefnan takast einstaklega vel. Á ráðstefnunni voru tíu fyrirlesarar er fjölluðu um hin ýmsu hagsmunamál er tengjast dreifbýlinu á einn eða annan hátt. Í tilefni af ráðstefnunni undirrituðu Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, og Eiríkur Egilsson, formaður Búnaðarsambands Austur- Skaftfellinga, sameiginlega búnaðarstefnu fyrir sveitarfélagið, sem bæjarstjórn Hornafjarðar og Búnaðarsambandið hafa unnið að síðustu mánuði. Aðalmarkmið búnaðarstefnunnar er að efla atvinnulíf og bæta búsetuskilyrði í dreifbýlinu og er hún í raun hluti af atvinnustefnu sveitarfélagsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og auðlindamála, setti ráðstefnuna og fór yfir ný verkefni ríkisstjórnar í málefnum dreifbýlis. Sigurður fagnaði gerð búnaðarstefnu Sveitarfélagsins og Búnaðarsambandsins og taldi að þetta myndi sameina krafta dreifbýlis og þéttbýlis. /GÞM Sveitarfélagið Hornafjörður og Búnaðarsamband Austur–Skaftfellinga: Hagsmunamál í dreifbýli – vel heppnuð sameiginleg ráðstefna LOKAORÐIN Vel var mætt á sameiginlega ráðstefnu sveitarfélagsins Hornafjarðar og Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga. Mynd / GÞM Hvað finnst þér? Síðustu vikur hafa staðið yfir bændafundir á vegum Bændasamtakanna um allt land. Slíkir fundir eru nauðsynlegir til að miðla til bænda helstu upplýsingum úr starfi samtakanna. Það er ekki síður mikilvægt fyrir forystumenn BÍ að heyra viðhorf félagsmanna og hvað brennur helst á bændum. Í leiðara blaðsins er gjarnan tæpt á þeim málefnum sem eru í umræðunni hverju sinni og tengjast okkar atvinnugrein. Nú gefst lesendum blaðsins tækifæri til að koma sínum hugðarefnum á framfæri og skrifa sinn eigin leiðara. Ef lesendur eru tilbúnir að deila því sem þeim liggur á hjarta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við Bændasamtökin er tilvalið að senda leiðarann fyrir 5. desember, annaðhvort með tölvupósti á netfangið bbl@ bondi.is eða með pósti á Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt „Leiðari“. Aðsendir leiðarar verða ekki birtir í Bændablaðinu heldur einungis notaðir sem hvatning og lagðir í hugmyndabankann í innra starfi samtakanna. Dregið verður úr öllum innsendum leiðurum og mun einn heppinn lesandi vinna gistingu fyrir tvo á Hótel Sögu og þrírétta kvöldverð á Grillinu. /SSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.