Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 verið látin gilda og ógjaldfær fyrirtæki sett í gjaldþrotameðferð. Í mikilli uppbyggingu í og eftir hrun Uppbygging Stjörnublikks hefur ekki verið framkvæmd með gríðarlegum lántökum eins og algengt var fyrir hrun, heldur að mestu fyrir eigið fé úr rekstri. Finnbogi segir því að efnahagshrunið hafi í raun ekki valdið þeim neinum skakkaföllum, heldur þvert á móti. Það vakti því verulega athygli að á sama tíma og allt íslenska bankakerfið var að hrynja haustið 2008 stóðu þeir bræður í fyrirtækjakaupum. Keyptu þeir hið gamalgróna fyrirtæki Timbur og stál í Kópavogi sem fyrirtækið Mest hafði keypt árið 2007 en það dæmi endaði í gjaldþroti í júlí 2008. „Við gátum sameinað Timbur og stál hér undir okkar þaki og náðum þar fram miklum samlegðaráhrifum og hagræðingu. Frá því við hófum starfsemi í Stjörnublikki var fyrirtækið í stöðugum vexti fram að hruni. Þegar mest var 2007 störfuðu hér um 120 manns en við fórum að draga saman fyrir hrun og í dag starfa hér um 60 manns. Við töpuðum litlu sem engu í útistandandi kröfum við hrunið og fyrirtækið stóð þá mjög vel. Þá hafa gjaldeyrishöft heldur ekki verið að plaga okkur neitt.“ Mjög góð verkefnastaða „Nú er verkefnastaða okkar mjög góð og við höfum mikið af góðum viðskiptavinum. Þá höfum við verið að vinna mikið fyrir stór fyrirtæki eins og Alcoa og orkufyrirtækin á Hellisheiði, Reykjanesi og víðar. Þá eru bændur líka góðir viðskiptavinir hjá okkur. Við höfum t.d. mikið verið að vinna fyrir hestamenn og sjálfur er maður talsvert í hestamennskunni. Ég hafði alltaf verið í hestamannafélaginu Sindra í sveitinni og Andvara og nú erum við komnir í Sprett, þetta nýja félag á Heimsenda í Kópavogi. Það félag varð til 2012 við sameiningu á hestamannafélögunum Gusti og Andvara. Ég er einmitt núna að hanna loftræstingu sem setja á upp í nýju reiðhöllinni á Heimsenda sem á að verða tilbúin 1. febrúar 2014. Þessi reiðhöll er að mig minnir 70 metra löng og um 40 metrar að breidd. Ég held að þetta verði stærsta og flottasta reiðhöllin á landinu. Þarna uppfrá er mikil uppbygging en þó heldur hægari en maður vonaðist til.“ Verðlaunahafi í hestamennskunni Finnbogi er samt ekki bara að smíða fyrir félaga sína í hestamennskunni, því hann tekur einnig virkan þátt í ræktun og reiðmennsku. „Ég hef verið að leika mér að taka þátt í mótum á innanfélagsmótum. Það hefur gengið vel og ég er kominn með nokkur verðlaun í hús.“ Þörf á að grisja hrossastofninn – Ertu með mörg hross? „Nei, ég held ég sé með fæst hross af okkur bræðrum, um 18. Það er samt eiginlega allt of mörg hross þó að við höfum verið duglegir við að grisja. Það er sama að gerast hjá mér og öðrum hestaræktendum, hestarnir hlaðast upp. Þeir eru ekki að seljast og menn verða bara að fara í að grisja stofninn. Þetta er dýrt sport og of margir hestar safna bara auknum kostnaði. Hrossaútflutningurinn er líka alveg hruninn og meðan kreppan ríkir í Evrópu verðum við að finna nýja markaði. Það eina sem selst eru allra bestu hestarnir. Annars sýnist mér líka að það sé að gerast það sama hér og erlendis að hestamennskan er að verða æ meira kvennasport. Það eru til dæmis að koma upp hörku konur sem knapar í greininni,“ segir Finnbogi. Fjölþætt fyrirtæki Tíðindamaður Bændablaðsins fór og skoðaði starfsemi Stjörnublikks fyrir skömmu og komst að því að fyrirtækið er miklu meira en bara blikksmiðja eins og það var í upphafi. Ásgeir Ólafsson, sölustjóri þak- og veggklæðinga, tók á móti blaðamanni. Hann segir bræðurna halda mjög vel utan um reksturinn. Hafa staðgreitt öll tæki og búnað „Fyrirtækið hefur alltaf átt fyrir kaupum á öllum vélum, staðgreitt allt og ekki þurft að taka lán. Það hefur gert gæfumuninn,“ segir Ásgeir. „Fyrirtækið flytur inn mörg hundruð tonna af áli, stáli og öðrum málmtegundum á ári. Í raun veitir okkur þó ekkert af þessu húsnæði sem við erum í núna því starfsemin hefur verið að vaxa það mikið að hún er búin að sprengja utan af sér. Við kaupin á Timbri og stáli árið 2008 tókum við hér inn fleiri þætti sem tengdust byggingariðnaðinum eins og bárujárnsframleiðslu, þjónustu við inni- og útiklæðingar og framleiðslu á lykkjum og beygjum og fleiru úr steypustáli. Eina tölvustýrða vélin fyrir slíka framleiðslu er hér hjá okkur. Þessi vél hefur gengið stanslaust þó að ástandið í byggingariðnaðinum hafi verið eins og það er. Við erum búnir að festa kaup á annarri vél í þá framleiðslu til að anna aukinni eftirspurn. Ef iðnaðarmenn fara að koma til baka frá Noregi er ljóst að þeir munu ekki líta við öðruvísi framleiðslu en unnin er af nákvæmni í svona vél, þar sem allar lykkjur og annað er fyrir fram merkt.“ Ásgeir segir að steypustyrktar- stálið sem notað er í Stjörnublikki sé í hæsta gæðaflokki og allt keypt frá Hollandi. Gæði stálsins séu lykillinn að því að hægt sé að búa til stállykkjur og annað sem standi út úr veggjum eftir að steypt er. Þær þurfi að rétta upp þegar næstu veggeiningar séu steyptar og þá sé mikilvægt að stálið brotni ekki. „Svo erum við í framleiðslu á margs konar klæðningum eins og úr kopar og sinkhúðuðu stáli sem við tókum hér inn 2008.“ Einn viðskiptamannahópurinn er bændur Megnið af starfsemi Stjörnublikks er í Kópavogi en fyrirtækið er einnig með mannskap úti um allar sveitir í uppsetningum á kerfum og klæðningum. Bændur eru góðir viðskiptavinir enda hefur talsverð uppbygging verið í sveitum landsins við gripahús og í sambandi við ferðaþjónustuna. „Við erum mikið að smíða inn- réttingar í hesthús, fjárhús, klæðningar á fjós og eitthvað lítils háttar af burðarvirki í byggingar hjá bændum. Þá erum við mikið að smíða úr ryðfríu efni og galvaníseruðu í inn réttingar og nóg að gera,“ segir Ásgeir. Hönnuðu einu vél sinnar tegundar í heiminum Hann segir að einnig séu mikil verkefni fyrir stór fyrirtæki eins og álver, verslanir og orkufyrirtæki. Sem dæmi hönnuðu Stjörnublikks- menn sérstaka vél til að framleiða klæðningar utan um hitaveitu lagnir eins og sjá má leiðinni til Nesjavalla og í Svartsengi. Þessa vél létu þeir síðan sérsmíða fyrir sig í Svíþjóð og er hún sú eina sinar tegundar í heiminum. „Hún hefur sannarlega staðið fyrir sínu þessi. Sjálfsagt eru búnir að fara í gegnum hana mörg þúsund kílómetrar af efni en í henni hafa verið framleiddar allar kápur utan um hitaveiturör Orkuveitu Reykjavíkur.“ -frh. Ásgeir Ólafsson sölustjóri við sannkallaða gullgæs sem er eina vél sinnar tegundar í heiminum. „Hún hefur sannar- lega staðið fyrir sínu þessi. Sjálfsagt eru búnir að fara í gegnum hana mörg þúsund kílómetrar af efni en í henni hafa verið framleiddar allar kápur utan um hitaveiturör Orkuveitu Reykjavíkur.“ Kristján Guðmundsson var að vinna við tölvustýrðu kambstálvélina. Þar er hægt að beygja stál af mikilli nákvæmni xxxx Örn Óskarsson sem var að logsjóða kæli element. Hann þykir mikill listasmiður og er með mikla reynslu að baki. Hann hefur líka víða starfað í gegnum tíðina, meðal annars sem sprengjusérfræðingur hjá sænska hernum. Örn vílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.