Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 ár. Eignuðust þau hjónin 12 börn, Fátækt var mikil og frumstæður aðbúnaður, svo sem víða var á þeim árum. Sex af börnum þeirra dóu í bernsku. Síðasta árið sem Jakob bjó í Skammadal missti hann konu sína og þrjú af börnunum úr barnaveiki á einum og hálfum mánuði. Leystist heimilið þá upp og fluttist Jakob á ný að Suður-Vík. Tvö af börnunum fluttu þangað með honum, Ólafur, síðar bóndi i Fagradal, og Agnes, síðar húsfreyja í Ameríku. Önnur börn hans dreifðust í ýmsar áttir. Árið1907 kvæntist Jakob í annað sinn og nú Guðrúnu Jónsdóttur í Fagradal, ekkju eftir Magnús Bjarnason er þar bjó. Fluttist hann þá að Fagradal og átti þar heimili síðan. Jakob afhenti Ólafi syni sínum þriðjung af jörðinni er hann hóf búskap 1916 og nokkru síðar helming hennar. Höfðu þeir félagsvinnu og fór mjög vel á með þeim feðgum. 1940 hætti Jakob búskap og tók þá við hans hluta Jónas sonur hans, en hann var þá einkabarn þeirra Jakobs og Guðrúnar, annað barn, pilt, misstu þau á bernskuskeiði. Jakob og Guðrún keyptu síðar Sigurðarstaði og fluttu til Víkur. Fengu vont veður „Það voru allir að reyna að vara okkur við að fara þangað því það gæti verið svo slæmt veður í Vík á þessum árstíma. Við gætum hreinlega fokið út af veginum. Við vorum samt staðráðin í að fara og ætli þar hafi ekki spilað inn í gamla íslenska þrjóskan,“ sagði Sylvía og hló. „Jóhannes er skíðamaður og vanur því að keyra í snjó og ís á fjallvegum síðan hann var 16 ára gamall. Röddin hans var þó svolítið farin að titra þegar hann ók til Víkur á ísilögðum veginum og hvass vindurinn skók bílinn til á veginum.“ – „Já, það var ekki mikið grip á veginum,“ samsinnti Jóhannes. Sylvía segir að í Vík hafi þau eytt aðfangadagskvöldi og jóladag í húsi sem ættingjar hennar eiga og hafa gert upp í Vík og var upphaflega hús sem bróðir langafa hennar átti. „Þetta er svo fallegur staður og loftið svo tært og það hreinasta í heimi,“ sagði Sylvía, sem var greinilega mjög hrifin af landinu. Restinni af jólunum vörðu þau svo í Reykjavík og dvöldu þar yfir áramótin. Hún segir að þau hafi þá upplifað „geðveikina“ við flugeldaskothríð Íslendinga á gamlárskvöld og haft gaman af. „Þetta var eins og að vera í stríðsátakasvæði,“ sagði Jóhannes. „Maður undrast hvernig fólk hefur efni á þessu,“ sagði Sylvía, „…en það kemur þó björgunarsveitunum til góða.“ Í hjólaferð um Ísland Jóhannes er duglegur að heimsækja ömmu sína og hjálpar henni að hirða um hestana. Hann er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en hefur leitað upprunans á Íslandi. Fór hann meðal annars hjólandi hringinn í kringum landið með bróður sínum 27. júlí til 20. ágúst 2012. „Það var gaman og við fengum sólskin mestallan tímann. Þá tvo daga sem við vorum að hjóla frá Reykjavík til Víkur var meira að segja mjög heitt. Það var líka mjög þurrt og vindur á þeirri leið svo að við fengum yfir okkur talsvert ryk. Maður var því orðinn ansi þreyttur þegar komið var í Vík, “ sagði Jóhannes. „Það tók okkur 20 daga að hjóla hringinn og við hjóluðum um 60 mílur á dag.“ Jóhannes segir það bæði gott og slæmt að hjóla á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Víða séu nær engar vegaxlir svo það geti verið erfitt þegar þung umferð er og mikið um stóra bíla, eins og flutningabíla og húsbíla. Þá sé of mikið um að menn stundi glæfralegan framúrakstur eða mæti bílum á mjóum vegi á ofsahraða. Ökumenn taki þá ekki alltaf tillit til hjólandi umferðar. Afleit upplifun á sumum íslenskum ferðamannastöðum „Við upplifðum því nokkur ógnvekjandi augnablik á leiðinni. Akureyri var einna verst fyrir hjólreiðamenn þó að þar sé fallegt. Mér líkaði hins vegar einna best við Borgarnes og svæðið þar í kring. Þá er líka fallegt á Mývatni en það er orðið svo mikilferðamannastaður að það var ekki sérlega gaman að koma þangað. Þar fórum við inn á veitingastað sem mér skildist að væri sá eini þar um slóðir en þjónustan var afleit. Við vorum staddir þar á afmælisdeginum mínum og ég pantaði mér salat til að halda upp á daginn. Ég fékk haug af iceberg- salati á diski, enga dressingu og ekkert annað. Svo pöntuðum við „fish and chips“ og við fengum einhvers konar harða fiskstauta sem brögðuðust hreint ekki vel. Samt var þetta mjög, mjög dýrt og við vorum því fegnastir þegar við fórum þaðan. Á öðrum stöðum var maturinn yfirleitt mjög góður.“ Besti maturinn á Hannes Boy á Siglufirði Besti maturinn sem ég fékk var á Siglufirði. Við fórum á Hannes Boy café og þar var hreint frábær matur. Á Siglufirði er líka fín sundlaug. Þá fórum við í kúrekabæinn Skagaströnd og þar er sennilega eini staðurinn þar sem manni eru færðar kaffiveitingar í heita pottinn. Á Norðurlandi var loftið líka svo einstaklega tært, vatnið svo hreint og sjórinn blár. Þetta var sérlega fallegt. Þægilegra á ferðast um Ísland en mörg önnur lönd „Það sem Ísland hefur fram yfir Bandaríkin og Kanada og önnur lönd sem ég þekki til er hversu stutt er á milli þéttbýlisstaða. Í hverju einasta þorpi eru líka fín tjaldstæði og sundlaugar sem ekki er sjálfsagt að finna í öðrum löndum og alls ekki í Bandaríkjunum. Þá eru tjaldstæðin á Íslandi yfirleitt vel staðsett og jafnvel í miðjum bæ, sem er mjög hentugt. Það er líka ánægjulegt hvað bændur og aðrir eru viljugir að leyfa manni að fara yfir landareign sína. Þetta er ekki hægt að gera í Bandaríkjunum, þar ferðu einfaldlega ekki yfir einkaland. Á Íslandi eru aftur á móti víða settar tröppur yfir girðingar til að auðvelda manni að komast áfram og það jafnvel inn á einkaland. Þetta líkar mér afskaplega vel.“ /HKr. Helstu heimildir: Sylvía D. Schonberg og ættingjar. Alþingi þingmannatal. Dermott McInnes June 2001 U.S. Federal Census Collection 1910 Census Extractions for the Community of Point Roberts MBL 6. maí 2000. ÍSLENSKA LANDNÁMIÐ Á POINT ROBERTS eftir Jónas Þór sagnfræðing. Tíminn desember 1960. Trinity Community Lutheran Church Hrossaræktin 2013 er komin út ! Meðal efnis: Hæst dæmdu kynbótahross Íslands 2013 Kynbótasýningar erlendis Viðtal við Kristin Guðnason Vatnsleysuhrossin Viðtal við Guðmund F. Björgvinsson Ófeigur 882 frá Flugumýri Sveins Guðmundssonar minnst og margt fleira. 300 blaðsíður af fróðleik og skemmtun. Hrossaræktin 2013 fæst á eftirfarandi sölustöðum: Öllum helstu hestavöruverslunum. Bókabúðum Pennans/Eymundssonar um land allt. Þjónustustöðvum N1 um land allt. Verslunum Hagkaupa. Landstólpa. Litlu kaffistofunni Jóhannes Schonberg Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 1. tbl. 10. árg. apríl 2013 Ný verslun á Lónsbakka á Akureyri Verslun Jötunn Véla á Lónsbakka á Akureyri Jötunn Vélar ehf. hafa opnað verslun og þjónustudeild á Lónsbakka á Akureyri. Hús- næði fyrirtækisins er við hlið verslunar Húsasmiðjunnar og er samtals um 700 fermetrar að stærð. Auk þess er útisvæði þar sem verður tækjalager og möguleiki til sýninga á vélum og tækjum. Innandyra verður verslun á um 400 fermetra gólfrými en auk þess varahlutalager og skrifstofurými. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á Akureyri en starfstöðin norðan heiða mun í öllum aðalatriðum endurspegla starfsemina á Selfossi hvað varðar sölu landbúnaðartækja, verslunarrekstur og varahlutaþjónustu. Undirbúningur opnunar á Akureyri hefur staðið um nokkurt skeið en um síðustu áramót tók Hrafn Hrafnsson til starfa hjá fyrirtækinu á Akureyri og hefur síðan unnið að undirbúningi. Hann segir markmiðið hafa verið að vanda valið hvað húsnæði og staðsetningu varðar. „Staðsetningin við hlið verslunar Húsa- smiðjunnar á Lónsbakka er mjög góð. Við verðum mjög sýnilegir hér fast við inn- keyrsluna í bæinn og aðgengið er gott. Ég er þess fullviss að verslunin mun vekja áhuga bæjarbúa ekkert síður en viðskiptavina okkar í sveitunum. Í því sambandi má nefna t.d. úrval af garðvörum og gróðurhúsum, verkfæri, leikföng, fatnað, skó, reiðhjól og margt fleira. Verslunin á Lónsbakka á sér ekki hliðstæðu hér í bæ,“ segir Hrafn. Nýtt merkiNýtt merki Jötunn Véla ehf. kemur fyrst fyrir sjónir viðskiptavina með þessu fréttabréfi. Undanfari þess er vinna innan fyrirtækisins að undanförnu sem hefur haft að leiðarljósi að skerpa ímynd og ásýnd. Í vinnunni hafa bæði stjórnendur og starfsmenn tekið þátt, auk utanaðkomandi fagaðila. „Líkt og fram kemur í fréttabréfinu hefur fyrirtækið Jötunn Vélar aldrei verið öflugra, hvort heldur varðar veltu, starfsmannafjölda eða fjárhagslega stöðu,“ segir Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötunn Véla. Engar breytingar eru gerðar á rekstrarformi né þjónustuþáttum, að öðru leyti en því sem lýtur að stækkun með tilkomu verslunar Jötunn Véla á Akureyri. „Sala og varahlutaþjónusta landbúnaðarvéla eru grunnstoðir Jötunn Véla en verslunarrekstur hefur vaxið mikið að undanförnu, auk annarra þjónustuþátta,“ segir Guðmundur Þór. Nýtt merki Jötunn Véla ehf. er hannað af Þórhalli Kristjánssyni, grafískum hönnuði hjá Effekt auglýsingastofu á Akureyri. Í mynd merkisins er gróflega skapaður jötunn, sem táknmynd afls og hreyfingar. Segja má að merkið og heiti fyrirtækisins samtvinnist með þessum hætti og undirstriki þann styrk og framsækni sem Jötunn Vélar ehf. byggi á hér eftir sem hingað til. Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404-2610 / Selfossi og Akureyri Tíunda rekstrarár Jötunn Véla ehf. er hafið og verður ýmislegt gert í tilefni af tímamótunum. Segja má að það hefjist af krafti með opnun á Akureyri, eins og fjallað er um hér að ofan. Fyrirtækið hefur jafnt og þétt eflst frá stofnun sem best má sjá á því að starfsmenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta Jötunn Véla var tæplega 1,7 milljarðar króna í fyrra og skilaði fyrirtækið 72 milljóna króna rekstrarhagnaði en áætlað er að velta ársins 2013 verði um tveir milljarðar króna. Tíunda rekstrarár Jötunn Vélaer nýhafið jot_frettabr.april2013.indd 1 1. tbl. 10. árg. apríl 2013 Ný verslun á Lónsbakka á Akureyri Verslun Jötunn Véla á Lónsbakka á Akureyri Jötunn Vélar ehf. hafa opnað verslun og þjónustudeild á Lónsbakka á Akureyri. Hús- næði fyrirtækisins er við hlið verslun r Húsasmiðjunnar og er samtals um 700 fermetrar að stærð. Auk þess er útisvæði þar sem verður tækjalager og möguleiki til sýninga á vélum og tækjum. Innandyra verð r verslun á um 400 fermetra gólfrými en auk þess varahlutalager og skrifstofurými. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til sta fa á Akureyri en starfstöðin norðan heiða mun í öllum aðalatriðum endurspegla st rfsemina á Selfossi hvað varðar sölu landbúnaðartækja, verslunarrekstur og varahlutaþjónustu. Undirbúningur opnunar á Akureyri hefur staðið um nokkurt skeið en um síðu tu áramót tók Hrafn Hrafnsson til starfa hjá fyrirtækinu á Akureyri og hefur síðan u nið að undirbúningi. Hann segir markmiðið hafa verið að vanda valið hvað húsnæði og staðsetningu varðar. „Staðsetningin við hlið verslunar Húsa- smiðjunnar á Lónsbakka er mjög góð. Við verðum mjög sýnilegir hér fast við inn- keyrsluna í bæinn og aðgengið er gott. Ég er þess fullviss að verslunin mun vekja áhuga bæjarbúa ekkert síður en viðskiptavina okkar í sveitunum. Í því sambandi má nefna t.d. úrval af garðvörum og gróðurhúsum, verkfæri, leikföng, fatnað, skó, reiðhjól og margt fleira. Verslunin á Lónsbakka á sér ekki hli stæðu hér í bæ,“ segir Hrafn. Nýtt merkiNýtt merki Jötunn Véla ehf. kemur fyrst fyrir sjónir viðskiptavina með þessu fréttabréfi. Undanfari þess er vinna innan fyrirtækisins að undanförnu sem hefur haft að leiðarljósi að skerpa ímynd og ásýnd. Í vinnun i hafa bæði stjórnendur og starfsmenn tekið þátt, auk utanaðkomandi fagaðila. „Líkt og fram kemur í fréttab éfinu hefur fyrirtækið Jötunn Vélar aldrei ver ð öflugra, hvort heldur varðar veltu, starfsmannafjölda eða fjárhagslega stöðu,“ segir Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötunn Véla. Engar breytingar eru gerðar á rekstrarformi né þjónustuþáttum, að öðru leyti en því sem lýtur að stækkun með tilkomu verslunar Jötunn Véla á Akureyri. „Sala og varahlutaþjónusta landbúnaðarvéla eru grunnstoðir Jö unn Véla en verslunarrekstur hefur vaxið mikið ð undanförnu, auk annarra þjónustuþátta,“ egir Guðmundur Þór. Nýtt merki Jötunn Véla ehf. er hannað af Þórhalli Kristjánssyni, grafískum hönnuði hjá Effekt auglýsingastofu á Akureyri. Í mynd merkisins er gróflega skapaður jötunn, sem táknmynd afls og hreyfingar. Segja má að merkið og heiti fyrirtækisins samtvinnist með þessum hætti og undirstriki þann styrk og framsækni sem Jötunn Vélar ehf. byggi á hér eftir sem hingað til. Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404-2610 / Selfossi og Akureyri Tíunda rekstrarár Jötunn Véla ehf. er hafið og verður ýmislegt gert í tilefni af tímamótunum. Segja má að það hefjist af krafti með opnun á Akureyri, eins og fjallað er um hér að ofan. Fyrirtækið hefur jafnt og þétt eflst frá stofnun sem best má sjá á því að starfsmenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta Jötunn Véla var tæplega 1,7 milljarðar króna í fyrra og skilaði fyrirtækið 72 milljóna króna rekstrarhagnaði en áætlað er að velta ársins 2013 verði um tveir milljarðar króna. Tíunda rekstrarár Jötunn Vélaer nýhafið jot_frettabr.april2013.indd 1 Nýtt fréttabréf í næstu viku Glæsileg afmælistilboð á vélum og tækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.