Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Á fimmtudag í síðustu viku var kynnt í landbúnaðarráðuneytinu útgáfa á Landbúnaðarsögu Íslands. Þar er um að ræða stór virki í fjórum bindum. Höfundar verksins eru dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmála stjóri. Hann lést árið 2007 en hafði þá lokið sínum skrifum. Dr. Helgi Skúli Kjartansson sagnfræði- prófessor tók að sér að búa verk hans undir útgáfu. Það er bókaútgáfan Skrudda sem gefur verkið út, en landbúnaðar- ráðuneytið, Bændasamtök Íslands og fjölmargir aðrir hafa komið að fjármögnun þessa verkefnis. Frá landnámi til síðustu aldamóta Landbúnaðarsaga Íslands er mikið rit um stóran þátt í atvinnu- og menningar sögu Íslendinga. Sem dæmi um mikilvægi landbúnaðar má geta þess að um aldamótin 1800 voru Íslendingar 47 þúsund, og töldust 39 þúsund hafa framfæri sitt af landbúnaði. Í þessu mikla verki er rakin saga landbúnaðar á Íslandi frá landnámi til síðustu aldamóta á samtals 1.357 blaðsíðum. Verkið skiptist í fjögur bindi. Fyrsta bindið rekur þróun landbúnaðar frá upphafi byggðar fram til 1800. Í öðru bindi er fjallað um bændasamfélagið á 19. og 20. öld og þær miklu breytingar sem orðið hafa á þessu tímabili. Þriðja og fjórða bindi fjalla um búgreinarnar. Í þriðja bindi er sauðfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt til umfjöllunar. Í fjórða bindi er fjallað um aðrar greinar landbúnaðarins, jarðrækt, garðrækt, skógrækt, fiskeldi og veiði í ám og vötnum, svína- og alifuglarækt, og loks loðdýrarækt. Níu ár í vinnslu Vinnsla þessa fjögurra binda ritverks hefur staðið yfir í níu ár og hafði Níels Árni Lund, skrifstofustjóri landbúnaðar ráðuneytisins, það verk efni fyrir höndum að fylgja verkinu eftir á vegum ráðuneytisins. Sagði hann að það hafi verið á árunum 2003 eða 2004 að Jónas heitinn Jónsson hafi nefnt það við Guðna Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, að fá stuðning við ritun landbúnaðarsögu sem hann var þá þegar búinn að vinna mikið að í sínum frístundum. Skömmu seinna hafi Árni Daníel J ú l í u s s o n komið með svipað erindi. Var Níels þá falið að leiða þessa menn saman um að vinna eitt heildarritverk um land- búnaðar sögu Íslands. Sagði Níels Árni að það hefði gengið mjög vel upp og þeir hefðu tekið höndum saman um verkefnið. Til að fylgja málinu eftir var stofnuð ritnefnd sem Sigur geir Þorgeir sson, þáverandi framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, var þar í forystu og með honum sátu í nefndinni þeir Níels Árni Lund, Benedikt S igurða r syn i frá Arnar vatni, Jónas Jónsson og Árni Daníel Júlíusson. Þá kom Bjarni H a r ð a r s o n einnig að starfi ritnefndarinnar um tíma. Jónas lést sumarið 2007 en við verkefni hans við rit verkið tók Helgi Skúli K j a r t a n s s o n sagn fræðingur, en Haraldur Benedikts son, fyrr verandi for maður Bænda samtakanna, tók við hlut verki Jónasar í rit nefndinni. Hlutverk rit nefndarinnar var einkum að tryggja fjár magn og semja á endanum við útgáfufyrirtækið Skruddu um útgáfu verksins. Hér hefur verið unnið stórvirki í íslenskri sagnfræði Steingrímur Steinþórsson, forstjóri Skruddu bókaforlags, sagði við þetta tækifæri að hann vonaðist til að verkið ætti eftir að auka skilning á þýðingu landbúnaðarins fyrir Íslendinga í fortíð og nútíð. „Eftir að hafa lesið mestan hluta verksins fæ ég ekki betur séð en að hér hafi verið unnið stórvirki í íslenskir sagnfræði, sem höfundarnir og aðstandendur þeirra megi vera stoltir af.“ Tileinkað Ingólfi Júlíussyni Annar höfunda, Árni Daníel Júlíusson, tileinkar verkið bróður sínum, Ingólfi heitnum Júlíussyni, grafískum hönnuði og ljósmyndara, en hann lést úr hvítblæði á síðastliðnu vori rúmlega fertugur að aldri. Ingólfur lagði hönd á plóg við verkefnið meðan honum entist aldur til og tók m.a. fjölda mynda, lagði til hugmyndir og vann að umbroti. Við umbrotinu og skráargerð tók þá Hörður Sigurðarson. Um prófarkalestur sáu Bragi Halldórsson íslenskufræðingur, Hallgrímur Helgi Helgason og Sonja B. Jónsdóttir. Frú Sigurveig Erlingsdóttir, ekkja Jónasar, kom til boðsins í landbúnaðar ráðuneytinu ásamt dætrum sínum og fagnaði útgáfunni. Á könnu fimm landbúnaðarráðherra Auk Guðna Ágústssonar hafa fjórir landbúnaðarráðherrar komið að fjármögnun verkefnisins, þeir Einar K. Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Jón Bjarnason og Sigurður Ingi Jóhannsson. Þakkaði Níels Árni þeim sérstaklega fyrir þeirra hlut og áhuga á framgöngu málsins. Taldi hann að um tímamóta- verk væri að ræða. Ekki rituð án þátttöku þjóðarinnar allrar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði m.a.við þetta tækifæri: „Það er ekkert launungarmál að ritun og útgáfa Landbúnaðarsögunnar sem hér er að líta dagsljósið hefur verið studd af ýmsum aðilum og þá fyrst og fremst hinu opinbera og þá á einn eða annan máta í gegnum land- búnaðarráðuneytið fyrir forgöngu þeirra ráðherra sem þar hafa farið með völd á ritunartíma sögunnar, þeim Guðna Ágústssyni, Einari K. Guðfinnssyni, Jóni Bjarnasyni og Steingrími J. Sigfússyni. Sú leið hefur áður verið farin og má nefna þar Iðnsögu Íslendinga og Sögu íslensks sjávarútvegs en hvoru tveggja voru einnig meginstoðir íslensks athafnalífs og efnahags. Einnig má nefna Kristnisögu Íslands og Sögu stjórnarráðsins svo eitthvað sé nefnt. Með öðrum orðum, ráðherrar og Alþingi hafa gert sér ljóst að saga sem þessi er ekki rituð án þátttöku þjóðarinnar allrar og talið einsýnt að það fjármagn sem í hana er lögð skili sér með aukinni þekkingu nemenda og annarra lesenda – um Ísland og sögu þess viðfangsefnis sem um ræðir. Megi Landbúnaðarsaga Íslands vera sá þekkingarbrunnur sem að var stefnt og verða enn einn steinninn í þeim grunni sem heldur uppi Íslandi sem sagnaþjóð.“ /HKr. Bókaútgáfan Skrudda gefur út Landbúnaðarsögu Íslands í fjórum bindum: Stórvirki sem notið hefur liðsinnis fimm landbúnaðarráðherra – Höfundar eru Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóri Við útgáfukynningu á Landbúnaðarsögu Íslands og afhendingu fyrstu eintaka verksins. Talið frá vinstri; Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður ritnefndar, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Óskar Á. Gunnarsson, Níels Árni Lund, skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytisins,Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, og Steingrímur Steinþórsson, forstjóri Skruddu bókaforlags. Á myndirna vantar tvo landbúnaðarráðhera sem tengdust þessu verkefni, þá Guðna Ágústsson og Jón Bjarnason. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.