Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Gunnar Aðalsteinn Thorsteinsson er Reykvíkingur að uppruna, fæddur 27. apríl 1944, en að hluta alinn upp vestur á Mýrum í Borgarfirði. Hann var í fjölda ára bóndi á Arnarstöðum í Eyjafjarðar sveit en eftir að hann hætti búskap hefur hann prjónað lopapeysur af miklum móð. Gunnar prjónar peysur, ýmist heilar, hnepptar eða með rennilás. Tölur og rennilása setur hann á sjálfur. Þá prjónar hann líka hettupeysur, húfur og vesti. Allt er þetta afar vandað og eru peysurnar orðnar á annað hundraðið heldur Gunnar, þó að hann hafi ekki yfir það nákvæmt yfirlit. „Mamma mín kenndi mér að prjóna þegar ég var strákur,“ sagði Gunnar þegar hann kom í heimsókn á ritstjórn Bændablaðsins síðastliðinn föstudag. „Ég er fæddur hér í bænum en alinn upp að hálfu leyti vestur á Mýrum. Þegar ég var um tvítugt fór ég að myndast við að prjóna mér eina peysu. Svo snerti ég ekkert á þessu neitt meira í fjölmörg ár. Enda fór ég að búa fyrir norðan, á Arnarstöðum í Eyjafjarðarsveit.“ Gunnar bjó á Arnarstöðum í Eyjafjarðarsveit ásamt konu sinni, Valgerði Kristínu Eiríksdóttur, frá árinu 1982. Samkvæmt síðara bindi Byggðir Eyjafjarðar sem kom út 1993 voru þar þá 13 kýr og 16 aðrir nautgripir. Þá voru 142 kindur, 35 hross, 30 hænur og 10 aðrir alifuglar. Bærinn stendur austan Hólavegar við rætur Hólafjalls. Túnin við bæinn ná niður að Eyjafjarðará og beitiland er í hlíðinni ofan við bæinn og eyðibýlið Nýibær tilheyrði Arnarstöðum. Byrjaði aftur að prjóna eftir að hann hætti búskap „Ég hætti búskap um árið 2000 og flutti svo suður. Það var svo eftir 2004 sem mér datt í hug að fara að rifja aftur upp prjónamennskuna, til að hafa eitthvað á milli handanna þegar maður væri ekki að vinna. Svo vatt þetta bara upp á sig.“ -Ertu þá að prjóna fyrir hvern sem er eða bara ættingja, vini og kunningja? „Ja, það hafa alltaf annað slagið komið pantanir.“ Gunnars segist hafa fengið uppskriftabók hjá Handprjóna- sambandinu en þar fyrir utan hefur hann hannað inn í það mynstur, texta, rúnatákn og dýramyndir af mikilli snilld. Snýst aðallega um að hafa eitthvað á milli handanna -Það er örugglega handtak og mikill tími sem fer í eina svona peysu? „Þetta eru svona 30 til 35 tímar.“ -Varla er tímakaupið sérlega hátt þegar búið er að draga kostnaðinn frá? „Nei, tímakaupið er ekki hátt. Ég hef selt svona peysur eins og ég er í á sextán þúsund krónur. Ef þær eru með hettu, rennilás eða hnepptar hef ég verið að selja þær á átján þúsund. Efnið í eins svona peysu kostar hátt í sex þúsund, svo að tímakaupið er ekki hátt. Enda snýst þetta aðallega um að hafa eitthvað á milli handanna.“ Miðað við þetta er tímakaupið hjá Gunnari, eftir að búið er að draga efniskostnaðinn frá, á bilinu 280 til 330 krónur. Það er trúlega eitthvað lægra en sést hefur á launaseðlum skiptastjóra í þrotabúum banka og stórfyrirtækja á síðustu misserum. /HKr. Gunnar Aðalsteinn Thorsteinsson, fyrrum bóndi á Arnarstöðum í Eyjafjarðarsveit: Lærði að prjóna sem barn og prjónar nú lopapeysur af mikilli snilld Myndir /HKr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.