Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 201310 Fréttir Íslenskt sauðfé er frægt víðar en á Íslandi. Afurðir sauðkindarinnar eru víða eftirsóttar og þá ekki síst ullin fyrir sína einstöku eiginleika. Sigrún Lára Shanko textílkona er ein þeirra fjölmörgu sem hafa nýtt sér íslenska ull við hönnun sína á teppum og hefur hún á ferðum sínum um heiminn sýnt fólki myndir af skepnunum sem gefa af sér ullina góðu. Sigrún var á heimleið eftir að hafa verið að sýna í London á sýningu fyrir lúxushótel í Evrópu þegar Bændablaðið sló á þráðinn til hennar á mánudag. Hún var áður búin að vera með sýningu í London en þaðan fór hún til Peking. Hún sýndi einnig í Helsinki. Annars hafa verk hennar verið á sýningarferðalagi frá maí 2012 þar til í mars á þessu ári og svo aftur nú í haust. Sigrún sendi Bændablaðinu myndir af vopnfirsku hrútunum sem hafa fylgt henni á sýningunum víða um heiminn og með myndunum fylgdi eftirfarandi frásögn: „Þetta byrjaði allt saman fyrir þrem árum að við Finnbogi [Finnbogi R. Þormóðsson taugalíffræðingur] vorum í heimsókn á Leiðarhöfn og Gunnar frændi minn var að keyra okkur um og sýna okkur rekaviðinn. Rákumst við þá á þessa tvo hrúta sem tilheyra Leiðarhöfn. Við stoppuðum bílinn og þá var eins og við manninn mælt að þeir stilltu sér upp og voru teknar nokkrar myndir af þeim. Frændi minn hafði á orði að trúlega héldu þeir að það væri verið að mynda þá fyrir Bændablaðið því ekki mundi hann eftir því að þeir væru svo pollrólegir við myndatöku. Tveim árum síðar tók blaðamaður Bændablaðsins viðtal við Siggu Ólafs vöruhönnuð og mig vegna gólfteppa sem við erum að vinna úr íslenskri ull. Ég sendi Bændablaðinu myndir af hrútunum góðu frá Leiðarhöfn því myndir af þeim hafa fylgt öllu kynningarefni okkar, hvort sem er innlendu eða erlendu. En þeir komust ekki í Bændablaðið því það skall á þetta hræðilega haust í fyrra og ekkert pláss var fyrir hrútana góðu. Eigi að síður hafa borist myndir af þeim út um allan heim og voru þeir á veggspjaldi sem hékk uppi á hönnunarsýningunni í Peking sem við tókum þátt í sem fulltrúar Íslands. Einnig voru þeir á veggspjaldi á hönnunarsýningunni 100% Design í London. Þeir hafa vakið verðskuldaða athygli sem fulltrúar íslensku sauðkindarinnar og erum við afar stolt af þeim.“ Með kærri kveðju Sigrún og Finnbogi Vopnfirskir hrútar orðnir heimsfrægir Hafa prýtt sýningarspjöld Sigrúnar Láru Shanko textílkonu víðar um heim Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur samþykkt reglur um samskipti skóla og trúfélaga, sem byggðar eru á viðmiðum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út. Þar kemur m.a. fram að leggja ber áherslu á mikilvægi vandaðrar trúarbragðafræðslu í fjölmenningar- samfélagi, en þættir í slíkri fræðslu geti verið vettvangs heimsóknir til trúfélaga og að fulltrúum þeirra sé boðið í kennslustund til að fræða um trú sína og trúfélag. Þá sé mikilvægt að fræðslan og heimsóknir sé gerð á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljast hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar. Gæta þarf þess að foreldrar og skólaráð séu upplýstir tímanlega um námstilhögun, námsefni og vettvangsferðir. Sama gildir um leik- og framhaldsskóla þar sem það á við. Loks segir í reglunum að eftir fremsta megni skuli forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. /MHH Bláskógabyggð: Reglur um samskipti trúfélaga og skóla samþykktar Þeim sem bóka gistingu á farfuglaheimilum gegnum bókunarvél alþjóðasamtaka farfugla – Hostelling International – gefst tækifæri til þess að gefa heimilunum sem þeir hafa dvalið á einkunn. Alls eru tæplega 3.000 heimili um allan heim bókanleg á bókunarvélinni, þar af 28 íslensk. Árangur íslensku heimilanna í þessari einkunnagjöf hefur verið frábær og sem dæmi um það er að eftir fyrstu 10 mánuði ársins voru íslensk heimili í fyrsta, fimmta og sjötta sæti listans og 11 heimili voru meðal 50 efstu. Á árlegum fundi rekstraraðila Farfuglaheimilanna sem haldinn var á dögunum fengu þrjú heimili viðurkenningu fyrir frábæran árangur. Voru þetta Farfuglaheimilið á Dalvík sem er í efsta sæti listans, Farfuglaheimilið Loft í Reykjavík sem er í fimmta sæti og Farfuglaheimilið á Kópaskeri sem er í því sjötta. /MÞÞ Íslensk farfuglaheimili: Í hópi þeirra bestu Rekstraraðilar heimilanna sem fengu viðurkenningu, talið frá vinstri: Anna Jóna Dungal, móttökustjóri Farfuglaheimilisins Lofts, Aðalheiður Símonar- dóttir, eigandi Farfuglaheimilisins á Dalvík, og Benedikt Björgvinsson, eigandi Farfuglaheimilisins á Kópaskeri. Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 1. tbl. 10. árg. apríl 2013 Ný verslun á Lónsbakka á Akureyri Verslun Jötunn Véla á Lónsbakka á Akureyri Jötunn Vélar ehf. hafa opnað verslun og þjónustudeild á Lónsbakka á Akureyri. Hús- næði fyrirtækisins er við hlið verslunar Húsasmiðjunnar og er samtals um 700 fermetrar að stærð. Auk þess er útisvæði þar sem verður tækjalager og möguleiki til sýninga á vélum og tækjum. Innandyra verður verslun á um 400 fermetra gólfrými en auk þess varahlutalager og skrifstofurými. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á Akureyri en starfstöðin norðan heiða mun í öllum aðalatriðum endurspegla starfsemina á Selfossi hvað varðar sölu landbúnaðartækja, verslunarrekstur og varahlutaþjónustu. Undirbúningur opnunar á Akureyri hefur staðið um nokkurt skeið en um síðustu áramót tók Hrafn Hrafnsson til starfa hjá fyrirtækinu á Akureyri og hefur síðan unnið að undirbúningi. Hann segir markmiðið hafa verið að vanda valið hvað húsnæði og staðsetningu varðar. „Staðsetningin við hlið verslunar Húsa- smiðjunnar á Lónsbakka er mjög góð. Við verðum mjög sýnilegir hér fast við inn- keyrsluna í bæinn og aðgengið er gott. Ég er þess fullviss að verslunin mun vekja áhuga bæjarbúa ekkert síður en viðskiptavina okkar í sveitunum. Í því sambandi má nefna t.d. úrval af garðvörum og gróðurhúsum, verkfæri, leikföng, fatnað, skó, reiðhjól og margt fleira. Verslunin á Lónsbakka á sér ekki hliðstæðu hér í bæ,“ segir Hrafn. Nýtt merkiNýtt merki Jötunn Véla ehf. kemur fyrst fyrir sjónir viðskiptavina með þessu fréttabréfi. Undanfari þess er vinna innan fyrirtækisins að undanförnu sem hefur haft að leiðarljósi að skerpa ímynd og ásýnd. Í vinnunni hafa bæði stjórnendur og starfsmenn tekið þátt, auk utanaðkomandi fagaðila. „Líkt og fram kemur í fréttabréfinu hefur fyrirtækið Jötunn Vélar aldrei verið öflugra, hvort heldur varðar veltu, starfsmannafjölda eða fjárhagslega stöðu,“ segir Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötunn Véla. Engar breytingar eru gerðar á rekstrarformi né þjónustuþáttum, að öðru leyti en því sem lýtur að stækkun með tilkomu verslunar Jötunn Véla á Akureyri. „Sala og varahlutaþjónusta landbúnaðarvéla eru grunnstoðir Jötunn Véla en verslunarrekstur hefur vaxið mikið að undanförnu, auk annarra þjónustuþátta,“ segir Guðmundur Þór. Nýtt merki Jötunn Véla ehf. er hannað af Þórhalli Kristjánssyni, grafískum hönnuði hjá Effekt auglýsingastofu á Akureyri. Í mynd merkisins er gróflega skapaður jötunn, sem táknmynd afls og hreyfingar. Segja má að merkið og heiti fyrirtækisins samtvinnist með þessum hætti og undirstriki þann styrk og framsækni sem Jötunn Vélar ehf. byggi á hér eftir sem hingað til. Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404-2610 / Selfossi og Akureyri Tíunda rekstrarár Jötunn Véla ehf. er hafið og verður ýmislegt gert í tilefni af tímamótunum. Segja má að það hefjist af krafti með opnun á Akureyri, eins og fjallað er um hér að ofan. Fyrirtækið hefur jafnt og þétt eflst frá stofnun sem best má sjá á því að starfsmenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta Jötunn Véla var tæplega 1,7 milljarðar króna í fyrra og skilaði fyrirtækið 72 milljóna króna rekstrarhagnaði en áætlað er að velta ársins 2013 verði um tveir milljarðar króna. Tíunda rekstrarár Jötunn Vélaer nýhafið jot_frettabr.april2013.indd 1 1. tbl. 10. árg. apríl 2013 Ný verslun á Lónsbakka á Akureyri Verslun Jötunn Véla á Lónsbakka á Akureyri Jötunn Vélar ehf. hafa opnað verslun og þjónustudeild á Lónsbakka á Akureyri. Hús- næði fyrirtækisins er við hlið verslun r Húsasmiðjunnar og er samtals um 700 fermetrar að stærð. Auk þess er útisvæði þar sem verður tækjalager og möguleiki til sýninga á vélum og tækjum. Innandyra verð r verslun á um 400 fermetra gólfrými en auk þess varahlutalager og skrifstofurými. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til sta fa á Akureyri en starfstöðin norðan heiða mun í öllum aðalatriðum endurspegla st rfsemina á Selfossi hvað varðar sölu landbúnaðartækja, verslunarrekstur og varahlutaþjónustu. Undirbúningur opnunar á Akureyri hefur staðið um nokkurt skeið en um síðu tu áramót tók Hrafn Hrafnsson til starfa hjá fyrirtækinu á Akureyri og hefur síðan u nið að undirbúningi. Hann segir markmiðið hafa verið að vanda valið hvað húsnæði og staðsetningu varðar. „Staðsetningin við hlið verslunar Húsa- smiðjunnar á Lónsbakka er mjög góð. Við verðum mjög sýnilegir hér fast við inn- keyrsluna í bæinn og aðgengið er gott. Ég er þess fullviss að verslunin mun vekja áhuga bæjarbúa ekkert síður en viðskiptavina okkar í sveitunum. Í því sambandi má nefna t.d. úrval af garðvörum og gróðurhúsum, verkfæri, leikföng, fatnað, skó, reiðhjól og margt fleira. Verslunin á Lónsbakka á sér ekki hliðstæðu hér í bæ,“ segir Hrafn. Nýtt merkiNýtt merki Jötunn Véla ehf. kemur fyrst fyrir sjónir viðskiptavina með þessu fréttabréfi. Undanfari þess er vinna innan fyrirtækisins að undanförnu sem hefur haft að leiðarljósi að skerpa ímynd og ásýnd. Í vinnun i hafa bæði stjórnendur og starfsmenn tekið þátt, auk utanaðkomandi fagaðila. „Líkt og fram kemur í fréttab éfinu hefur fyrirtækið Jötunn Vélar aldrei ver ð öflugra, hvort heldur varðar veltu, starfsmannafjölda eða fjárhagslega stöðu,“ segir Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri Jötunn Véla. Engar breytingar eru gerðar á rekstrarformi né þjónustuþáttum, að öðru leyti en því sem lýtur að stækkun með tilkomu verslunar Jötunn Véla á Akureyri. „Sala og varahlutaþjónusta landbúnaðarvéla eru grunnstoðir Jö unn Véla en verslunarrekstur hefur vaxið mikið ð undanförnu, auk annarra þjónustuþátta,“ egir Guðmundur Þór. Nýtt merki Jötunn Véla ehf. er hannað af Þórhalli Kristjánssyni, grafískum hönnuði hjá Effekt auglýsingastofu á Akureyri. Í mynd merkisins er gróflega skapaður jötunn, sem táknmynd afls og hreyfingar. Segja má að merkið og heiti fyrirtækisins samtvinnist með þessum hætti og undirstriki þann styrk og framsækni sem Jötunn Vélar ehf. byggi á hér eftir sem hingað til. Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404-2610 / Selfossi og Akureyri Tíunda rekstrarár Jötunn Véla ehf. er hafið og verður ýmislegt gert í tilefni af tímamótunum. Segja má að það hefjist af krafti með opnun á Akureyri, eins og fjallað er um hér að ofan. Fyrirtækið hefur jafnt og þétt eflst frá stofnun sem best má sjá á því að starfsmenn hafa aldrei verið fleiri en nú. Velta Jötunn Véla var tæplega 1,7 milljarðar króna í fyrra og skilaði fyrirtækið 72 milljóna króna rekstrarhagnaði en áætlað er að velta ársins 2013 verði um tveir milljarðar króna. Tíunda rekstrarár Jötunn Vélaer nýhafið jot_frettabr.april2013.indd 1 Nýtt fréttabréf í næstu viku Glæsileg afmælistilboð á vélum og tækjum Ekkert erlent kjúklingakjöt lengur hjá Ísfugli Vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um sölu á erlendu kjúklingakjöti hérlendis vill Ísfugl árétta þá stefnu fyrir- tækisins að bjóða við- skiptavinum sínum eingöngu íslenskt ali- fuglakjöt. Þetta á bæði við um unnar afurðir fyrirtækisins og óunnið kjöt af kjúklingum og kalkúnum. Eigendur Reykjabúsins, sem í áratugi hefur ræktað alifugla fyrir íslenskan markað, eignuðust Ísfugl fyrir um ári. Nýir eigendur tóku þá ákvörðun að hverfa algerlega frá sölu á erlendu kjúklingakjöti. Fyrirtækið náði þessu markmiði sínu í sumarlok. Eigendur Ísfugls hvetja stjórnvöld til þess að flýta gildistöku nýrra reglna um upprunamerkingar á kjöti sem áætlað er að taka upp hérlendis í desember á næsta ári. Merkingarnar eru sjálfsögð og eðlileg þjónusta við neytendur sem eiga skýlausan rétt á að vita hvort kjötið sem þeim stendur til boða er íslenskt eða erlent. Fyrir hönd Ísfugls, Kristín Sverrisdóttir Jón Magnús Jónsson um allan heim. Sigrúnar Láru í Peking þar sem hrútarnir eru í aðalhlutverki. Njarðvíkingurinn Kristján Sveinsson er smiður og umsjónar- maður fasteigna hjá Samtökum líknarfélaga í Reykjavík. Fyrir sjö árum fékk hann bráðsnjalla hugmynd að nýju eldhúsáhaldi, kjötgálganum svokallaða. Kristján hefur smíðað kjötgálga síðan þá og selt í allnokkru upplagi og án efa létt mörgum lífið við að skera lambalæri í eldhúsinu. ,,Kristján var að dytta að íbúð þegar hugmyndin kviknaði. ,,Ég var að spjalla við eigandann þegar tal okkar barst að jólunum. Ég spurði manninn, sem misst hafði hægri höndina í umferðarslysi, hvað honum þætti best að borða á aðfangadagskvöldi. Viðmælandinn kvað lambalærið ávallt hafa verið hátíðarmálsverð á jólunum, svo ómótstæðilegt og gómsætt sem það nú væri. Hins vegar ætti hann ekki gott með að bjóða upp á ofnbakað lambalæri að hætti mömmu um jólin þar það væri nánast ógerningur að skera lambalæri á sleipu fati með annarri hendinni. Þetta svar mannsins sótti á huga minn næstu daga og mig langaði til að létta líf hans. Það er auðvitað erfitt að ímynda sér hversu mikið veruleikinn breytist við það að missa hönd. Ýmsar daglegar athafnir sem áður voru sjálfsagðar verða allt í einu flóknar og erfiðar,” segir Kristján. Þá brá fyrir hugskotssjónir Kristjáns mynd sem kunningi hans hafði einhverju sinni sýnt honum mynd sem hann hafði tekið á ferðalagi í Evrópu af kjötlæri sem skorðað var upp við einhvers konar statíf. ,,Ég tók til við smíðina inni í skúr heima hjá mér í Njarðvík, þar sem ég hef komið upp vel útbúinni smíðaaðstöðu. Eftir nokkrar pælingar um hönnun og útfærslu stóð ég aðeins tveimur dögum seinna með fullbúinn kjötgálga í höndunum. Þetta var þó eingöngu frumgerðin en ég hef smíðað þá allmarga í viðbót um leið og ég hef fundið betri lausnir á smíðinni og fullkomnari útfærslur,“ segir Kristján, en hann færði einhenta manninum fyrsta gálgann að gjöf. Hægt er að fá nafn brennt í kjöt- gálgann og er það mjög vinsælt að sögn Kristjáns. Verð á kjötgálgan- um er 15.000 kr. og er þá merking innifalin. Kristján selur kjötgálgana sjálfur en nánari upplýsingar má finna á skogarholl.com. Kristján Sveinsson er sannkallaður þúsundþjalasmiður: Smíðar kjötgálga sem ætlað er að létta fólki eldhússtörfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.