Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Vegslóðar og hagsmunir bænda og sveitarfélaga Meðal nýmæla í náttúruverndar- lögunum sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor er að gera skuli kortagrunn sem taki af öll tvímæli um hvaða vegi og vegslóða megi sýna á kortum og í stafrænum gagnagrunnum. Slíkt er mikið hagsmunamál fyrir landeigendur og sveitarfélög. Vegslóðar og útgáfa landakorta Á undanförnum áratug hefur fjöldi „vegslóða“ ratað á kort án tillits til uppruna þeirra eða tilgangs og án þess að leitað hafi verið samþykkis viðkomandi landeigenda og sveitarfélaga. Sem dæmi má nefna smalaleiðir og slóðir að grenjum eða meðfram girðingum, flutningaleiðir fyrir áburð til landgræðslu og för eftir bifreiðar vísindamanna sem ekið hafa utan vega skv. sérstakri undanþágu vegna rannsókna. Svo má lengi telja og hafa jafnvel fornar og friðlýstar þjóðleiðir ratað á kort sem bílvegir án samþykkis hlutaðeigandi aðila. Myndast hefur tvöfalt kerfi vega og vegslóða. Í gagnagrunni Vegagerðarinnar eru um 13.000 km. Þar til viðbótar eru um 13.000 km af vegslóðum sem sýndar eru á kortum og myndast hafa að verulegu leiti utan eðlilegra skipulagsferla. Engin lög eða reglugerðir gilda um birt- ingu upplýsinga um vegi og veg- slóða, hverjum sem er virðist slíkt frjálst og lögbundnir skipulagsferlar eru ekki virkir. Afleiðingin er sú að umferð hefur aukist mjög á leiðum sem áður voru fáfarnar og þola ekki nema takmarkaða umferð. Hjólför dýpka vegna vaxandi álags, vatn grefur skurði og gróður- og jarðvegrof stigmagnast. Vegslóðar eru skipulagsmál Í samanburði við önnur lönd ríkir stjórnleysi hér á landi í mótun á vega- kerfi þjóðarinnar. Lagaumhverfið er veikt og skipulagsferlar ekki virkir. Í öðrum löndum er almenna reglan sú að allar ákvarðanir er varða vegi og vegslóða eru teknar á grundvelli lögbundins skipulags. Byggt er á fjölþættu mati og leiðir m.a. flokk- aðar eftir notkun og hverjum sé heimilt að aka þær. Þannig verður til formlega skilgreint leiðakerfi sem tekur af öll tvímæli um löglegan akstur. Náttúruverndarlögin nýju fela í sér margvíslegar réttarbætur í sam- bandi við lögleiðingu vegslóða og takmörkun á akstri utan vega. Þó virðist sem viðleitni til að ná sátt við hina ýmsu hagsmunaaðila hafi orðið á kostnað umhverfisverndar og tengsl við lögbundna skipulags- ferla eru jafnframt óskýr í umrædd- um lögum. Þau festa að sumu leiti í sessi hið tvöfalda kerfi vega og vegslóða sem hér er við lýði. Móta þarf skýrari sýn og langtíma markmið fyrir þennan mála flokk. Mistök geta haft alvar- legar afleiðingar eins og fjölmörg dæmi sanna. Taka þarf upp þau vinnubrögð að hver einasta leið sem sýnd er á kortum og opnum gagna- grunnum hafi gengið í gegnum lög- bundna skipulagsferla. Ella er hætta á því að gengið sé um of á skjön við hagsmuni umhverfisverndar, land- eigenda og sveitarfélaga. Að mörgu er að hyggja og samræma þarf hagsmuni m.a. vegna umferðar almennings og ferða þjónustunnar, jarðvegsrofs, náttúruverndar, landslagsheilda og sjónrænna áhrifa, þéttleika leiða og vernd víðerna. Gæta þarf einnig að mögulegri hávaðamengun og hafa hugfast að íslenska öræfakyrrðin á er nær einstök utan íslausra svæða í heiminum. Kortagrunnur um vegi og vegslóða Samræmdur opinber grunnur er óhjákvæmilegur. Það er því framfaraskref að í náttúruverndar- lögunum er kveðið á um að gera skuli kortagrunn „þar sem merktir skulu vegir og vegslóðar sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum um.“ Jafnframt segir að útgefendum vegakorta, þ.m.t. stafrænna korta fyrir GPS tæki, verði síðan skylt að sjá til þess að upplýsingar á kortum þeirra séu í samræmi við kortagrunninn. Þetta er mikið framfaraskref, en ferlarnir sem lögin gera ráð fyrir við ákvarðanir á því hvaða slóðar eigi að fara í slíkan gagnagrunn eru hins vegar ekki markaðir. Sum sveitarfélög myndu vilja binda sig við samþykkt aðalskipulag í þeim efnum. Sömuleiðis að vegslóðar séu ekki hafðir opnir fyrir almenna umferð og sýndir á kortum nema veghaldari hafi verið skilgreindur. Samkvæmt vegalögum táknar slíkt að ljóst sé m.a. hver fari með forræði yfir vegi og vegstæði og beri ábyrgð á viðhaldi. Unnið hefur verið að því á vegum stjórnvalda að flokka upplýsingar úr gagnagrunni Landmælinga Íslands eftir því hvaða vegi og vegslóða landeigendur og sveitarfélög vilja hafa opna fyrir: a) almenna umferð, b) fyrir takmörkuð not eða c) lokaðar allri umferð. Flokkurinn „takmörkuð not“ er afar mikilvægur frá skipulagssjónarmiði því hann gerir það kleyft að beina sívaxandi umferð ferðamanna af viðkvæmum vegslóðum án þess þó að takmarka möguleika til umferðar vegna tiltekinna hagsmuna s.s. smalamennsku, veiða og trúss fyrir ferðamenn. Þessi vinna er skammt komin en hún gefur óyggjandi vísbendingar um mikið misræmi á milli vega og vegslóða sem sýndir eru á landakortum og vilja landeigenda og sveitarfélaga í þeim efnum. Dæmi má nefna frá landstóru sveitarfélagi sem sendi umhverfisráðuneytinu flokkun sína samkvæmt ofan- greindum forsendum. Það færði alls 268 km af vegslóðum yfir í flokkinn „takmörkuð not“ og áréttaði jafnframt að þær leiðir eigi að fjarlægja úr opnum grunnum og af kortum þannig að ekki sé verið að vísa almennri umferð á þær. Landeigendur og sveitarfélög eiga mikið undir því að skipulega sé staðið að mótun á vegakerfi þjóðarinnar til næstu ára og alda og að ýtrustu varkárni verði beitt. Endurskoðun náttúruverndarlaganna hefur verið boðuð. Þar verður vonandi verndun viðkvæmra auðlinda landsins höfð að leiðarljósi samhliða því að móta vandaða skipulagsferla til að vega saman þarfir hinna margvíslegu hagsmunahópa. Raunar má velta því fyrir sér af hverju þessi málaflokkur er ekki vistaður í heild í samræmdum vegalögum, en náttúruverndarlög höfð í hlutverki bráðnauðsynlegs aðhalds. /Andrés Arnalds Dr. Jakob Björnsson, fyrr- verandi orkumála stjóri, birtir stundum, of sjaldan fyrir minn smekk, afar vel samdar og rökfastar blaðagreinar um ýmis málefni. Ein þeirra var um orðið sjálfbærni, grein sem ég er því miður búinn að týna, en man samt vel. Hann taldi þar það vera rangt að nota sjálfbærni og að nota ætti í staðinn orðið haldbærni. Skoðum þetta aðeins. Hvað er sjálfbærni? Gamla íslenska orðabókin mín útgefin af Menningarsjóði hefur hvorugt orðið að geyma. Sjálfbærni er nýtt tískuorð og er væntanlega slæm þýðing úr ein- hverju erlendu tungumáli, sem gagnrýnislaust hefur verin tekið upp og hjómar nú sífellt í eyrum manna. Á ensku er talað um to sustain og sustainable resources og sustained yield, þ.e. er að viðhalda, eitthvað sem hægt er að halda áfram með, halda gangandi. Við vitum væntanlega hverju orðinu er ætlað að lýsa, en hvað skyldi sjálfbærni þýða, þegar grannt er skoðað? Það má spyrja hvað það er, sem er þannig eða til þess bært að það geti borið sjálft sig, verið haldið uppi af því sjálfu einu saman? Væri það ekki einhvers konar goðumlíking eða þá eitthvert perpeteum mobile eða eilífðarvél, eitthvað sem heldur áfram og áfram án breytinga eða nokkurra utanaðkomandi áhrifa? Mér vitanlega er ekkert í þessum heimi hér, sem er þeirrar guðlegu náttúru. Niðurstaðan hlýtur þannig að vera sú að orðið er markleysa í því samhengi, sem því er ætlað að vera. Ég sting því upp á að við landsmenn notum framvegis orðið haldbærni eins og dr. Jakob Björnsson stakk svo vel og réttilega upp á. Ég hef sjálfur tamið mér það. Þegnar eða borgarar? Það fer oft í pirrurnar á mér þegar talað er um að við séum þegnar. Auðvitað erum við ekki þegnar eins eða neins. Við búum í borgara- legu lýðveldi og konúngdómurinn er löngu á braut farinn. Við erum frjálsir og jafnir menn og viljum vera það. Því vil ég endilega leggja það einnig til að við notum einungis réttnefnið borgari og hættum hinu undirsátulega orði. Auk þess legg ég til að konúngs- merkið yfir Alþingi Íslendinga verði fjarlægt og komið fyrir á sögusafni og að skjaldarmerki lýðveldisins verði auðvitað merki löggjafarsamkundunnar íslensku. Hitt er hreint fráleitt og óboðlegt. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er Hægri grænn og fyrrv. forstjóri Orðaval Lesendabás Kjartan Örn Kjartansson Mynd / Anna Sigríður Valdimarsdóttir Bókaútgáfan Skruddda hefur gefið út bókina Það skelfur eftir Ragnar Stefánsson. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðlífi, allt frá því hann kom heim frá námi og hóf störf á Veðurstofu Íslands fyrir meira en 50 árum. Í þessari bók rekur hann fjölskyldusögu sína sem spannar meira en heila öld. Þetta er opinská saga um ást, harm og trygglyndi en um leið saga um baráttu fyrir rétt- læti og jöfnuði. Í bókinni lýsir Ragnar upp- vexti sínum í Reykjavík, fólki og umhverfi sem urðu áhrifa valdar í lífi hans. Hann segir örlaga- sögur úr lífi foreldra sinna og forfeðra á Suðurlandi og Snæfellsnesi, frá háskólaárum sínum í Svíþjóð og hvernig hann tengdist sósíalískri hreyfingu og grasrótarstarfi á Íslandi og erlendis. Ragnar varð snemma tákn- gervingur fyrir pólitískt andóf gegn hersetu Bandaríkjanna á Íslandi og Víetnamstríðinu og fyrir baráttu íslenskrar alþýðu fyrir bættum kjörum og betra þjóðfélagi. Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti þessarar baráttu, einkum frá tímabilinu frá 1966 og fram á áttunda áratuginn. Þá segir hann einnig reynslu sögur úr starfi sínu sem einn helsti jarð skjálfta- f r æ ð i n g u r landsins og frá rann- sóknum sínum og annarra sem miða að því að spá fyrir um jarð skjálfta. Það skelfur er baráttu saga, bæði pólitískt og á sviði vísinda þar sem þetta tvennt fer stundum saman. Það skelfur eftir Ragnar Stefánsson Bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.