Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Um 96,5% íbúa landsins með 10-50 Mbit/s gagnaflutningshraða Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur gefið út tölfræðiúttekt fyrir fjarskiptamarkaðinn á Íslandi fyrir fyrri hluta ársins 2013 og er í skýrslunni borið saman tímabilið frá fyrri hluta ársins 2011, eða þriggja ára tímabil. Í skýrslu PFS eru upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. PFS tekur út stöðuna á fjarskiptamarkaði tvisvar á ári. Markmiðið með skýrslunni er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á fjarskiptamarkaðnum. Helstu fyrirtæki á fjarskipta- markaðnum eru Síminn hf., Fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf. og IP-fjarskipti ehf. (Tal). Síminn er ennþá stærsta fjarskipta- fyrirtækið á Íslandi með um 60% markaðshlutdeild símtala í fastaneti, sem hefur verið nær óbreytt síðustu þrjú ár. Næst stærsta fjarskiptafyrirtækið, Vodafone, er hálfdrættingur á við Símann með um 29% markaðshlutdeild. Þegar litið er til símtala til farsímaneta er markaðshlutdeild Símans í dag um 55%, Vodafone um 37% og Tals um 4%. Lítil breyting hefur verið á þessu síðustu þrjú árin. Í skýrslunni kemur einnig fram að fjöldi aðgangslína í fastanetinu heldur áfram að fækka og eru um 129.000 í dag, en voru 159.000 árið 2000. Fjárfestingar í fjarskiptastarfsemi hafa aukist á undanförnum þremur árum um 1,2 milljarð frá fyrri hluta ársins 2011, en þær voru um 3,6 milljarðar á fyrri hluta þessa árs, mest í farsímarekstri. Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja hafa hækkað um 2 milljarða á þessu tímabili, voru á fyrri hluta ársins rúmlega 24 milljarðar, og koma mestar tekjur af farsímarekstri, eða um 7,8 milljarðar. Mesta tekjuaukningin hefur þó orðið í öðrum tekjum fjarskiptafyrirtækjanna, en þær hafa hækkað um milljarð á þremur árum. Ekki kemur fram í skýrslunni hvaða tekjur þetta eru. Þegar litið er til internetsins hefur ljósleiðaratengingum fjölgað á tímabilinu um 5 þúsund á öllu landinu, og eru orðnar um 24.000. Aðrar tengingar eru xDSL um 89.000 tengingar, örbylgja/þráðlausar um 1.600 og loks internettengingar í gegnum gervihnött 70 talsins. Áhugavert er að skoða fjölgun ljósleiðaratenginga frá árinu 2003 en þá voru þær 60 á öllu landinu. Öll árin þar á eftir til og með árinu 2010 fjölgaði þeim ört, eða um og yfir 100% á milli ára, en frá og með árinu 2011 hefur dregið úr þessari hlutfallslegri fjölgun, og fjölgaði þeim aðeins um 30% á síðasta ári. Þegar litið er til xDSL tenginga á öllu landinu kemur fram í skýrslunni að 96,5% viðskiptavina fjarskiptafyrirtækjanna er með gagnaflutningshraða 10-50 Mbit/s, en 3,5 með minna en 10 Mbit/s, eða 3.090 viðskiptavinir. Sjá mynd 1. Gera má ráð fyrir að þessir viðskiptavinir séu búsettir út á landi, og ekki kæmi á óvart að stærsti hópur þeirra væru bændur. Tölfræðiskýrslu PFS má finna á heimasíðu stofnunarinnar (www.pfs.is). WorldFengur býður upp á stóðhestaval Nýjasta viðbótin í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, er svokallað stóðhestaval. Verkefnið varð til á fundi okkar dr. Þorvalds Árnasonar, kynbótafræðings, og Göran Haggberg, ræktunarleiðtoga Svíþjóðar, í Svíþjóð í fyrrasumar. Þá hafði skeiðgenið verið ný uppgötvað en dr. Þorvaldur var einn þeirra vísindamanna sem komu að þeirri uppgötvun. Viðfangsefnið var að tengja þessa uppgötvun með einhverjum hætti inn í WorldFeng (WF) þannig að hún nýttist hrossaræktendum. Ákveðið var að gera endurbætur á valpörunarforritinu þar sem upplýsingum um skeiðgenið væri bætt við niðurstöðuna úr valpörun stóðhests og hryssu, en einnig að bæta við stóðhestavali fyrir ræktunar hryssur í heimarétt WF. Öldungurinn Göran Haggberg, sem hefur verið dyggur stuðnings- maður WF frá upphafi og er einn af þeim sem unnu með Gunnari Bjarnasyni heitnum, bauðst síðan til að fá Íslandshestafélagið í Svíþjóð, SIF, til að kosta þróunarvinnu dr. Þorvaldar vegna verkefnisins. Allt gekk þetta eftir og á ráðstefnu WF í Malmö í síðasta mánuði kynnti dr. Þorvaldur stóðhestavalið og endurbætt valpörunarforrit á fundi með öllum nefndum og stjórn FEIF. Hann átti síðan vinnufund með Þorbergi Þ. Þorbergssyni, forritara WF, til að færa þessa vinnu inn í upprunaættbókina. Með nýjustu útgáfu WF geta áskrifendur fengið upp tillögur um rétta stóðhestinn í gegnum heimarétt sína og valið þá ræktunarhryssu sem velja á stóðhest fyrir, en einnig er hægt að fara beint í stóðhestaval úr valmynd. Forsendur fyrir stóðhestavali fyrir hryssu er skyldleikaræktarstuðull (F%), öryggi kynbótamatsútreikings, land sem stóðhestur er staðsettur í og úrvalsmörk, þ.e. hvaða eiginleika á velja stóðhest fyrir. Sjá mynd 2. Síðan er hægt að skoða valpörun fyrir hvern stóðhest sem WF gerir tillögu um, og skoða t.d. líkurnar á hvort folald verði klárgengt eða alhliða. Jafnframt koma líkurnar á hvaða lit folaldið fær – sjá mynd 3. Upplýsingatækni & fjarskipti sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange– Grein 49 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Mynd 3. Sá hluti valpörunar í WorldFeng sem byggir á skeiðgeninu. Mynd 1. Hlutfall xDSL-tenginga eftir hraða tengingar. Mynd 2. Dæmi um stóðhestaval, 5 efstu stóðhestar miðað við úrvalsmörk. Guðmundur Jóhannesson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt S: 480-1808 mundi@rml.isAukum verðmæti mjólkur með kynbótum Það hefur lengi legið fyrir að hægt er að hækka hlutfall verðefna í mjólk með því að nota naut sem gefa dætur sem mjólka efnaríkri mjólk. Í kynbótastarfinu hefur í næstum þrjá áratugi verið valið fyrir afurðum í magni próteins og ákveðið vægi haft á prótein- hlutfalli mjólk til þess að halda því uppi. Miðað við verðlagningu mjólkur í dag getur það aukið hagkvæmni búrekstrarins verulega að velja fyrir hærri efnahlutföllum en í dag fá bændur greitt 0,05 kr./l fyrir hvert 0,01% sem fituhlutfallið hækkar og 0,19 kr./l fyrir hvert 0,01% sem próteinhlutfallið hækkar. Verðið lækkar svo að sama skapi ef verðefnahlutföllin lækka. Við skulum líta á raunverulegt dæmi á búi þar sem annars vegar eru bornar saman dætur sæðinganauta og dætur heimanauta á búinu. Rétt er að taka fram að hóparnir eru nánast jafnstórir, þ.e. helmingur kúnna er undan sæðinganautum og hinn helmingurinn undan heimanautum. Eins og tölurnar sýna glöggt munar töluverðu á verði mjólkur eftir því sem efnainnihaldið hækkar. Það eru ekki ný sannindi. Í þessu til- viki er munurinn í auknum tekjum 4,42 kr. á lítra eða 884.000 kr. á ári á 200 þús. lítra búi. Munur á nettó- tekjum milli hópa er ekki endilega jafnmikill og dæmið hér að ofan sýnir því væntanlega er fóðrun eitt- hvað dýrari hjá þeim gripum sem mjólka efnaríkari mjólk. Meðalkynbótagildi dætra sæðinga nautanna í dæminu er 103 hvað afurðir snertir en 97 hjá dætrum heimanautanna. Dætur sæðinganautanna sýna þetta glögglega í meiri afurðum, bæði hvað snertir magn og efnainnihald. Þetta er glöggt dæmi um hve kynbætur geta aukið verðmæti afurðanna og þar með arðsemi búrekstrarins. Afurðaeiginleikar, eins og mjólkur magn og fitu- og prótein- hlutfall í mjólk, hafa hátt arfgengi og val fyrir þessum eiginleikum skilar því sjáanlegum árangri strax á fyrstu kynslóð. Sá árangur glatast ekki heldur flyst áfram kynslóð eftir kynslóð. Fljótvirkasta leiðin til þess að hækka hlutfall verðefna í mjólk er eftir sem áður markvissari og betri fóðrun. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að sameigin legt ræktunarstarf sem og á búsgrunni skilar sínu. Hafi kýrnar ekki erfðafræðilega getu til þess að mjólka mikilli og efnaríkri mjólk mun fóðrun litlu breyta þar um. Eftir sem áður verðum við að varast að velja eingöngu fyrir einum eða tveimur eiginleikum. Horfa þarf á heildarmyndina og markmiðið hlýtur ávallt að vera að rækta þægilegar, endingargóðar, heilsuhraustar og góðar mjólkurkýr. K.mat afurðir K.mat heild Ársnyt, kg Fitu% Prót% Meðalverð kr. á lítra Tekjur/ár kr. á kú Feður Kýr á beit við bæinn Fit undir Eyjafjöllum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.