Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Skagfirskar skemmtisögur 3 – enn meira fjör – gamansögur af Skagfirðingum streyma fram Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út Skagfirskar skemmtisögur 3 – enn meira fjör! í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar, blaðamans og Skagfirðings. Eins og titillinn ber með sér er þetta þriðja bindið með gamansögum af Skagfirðingum. Fyrri bækur hafa slegið í gegn og farið á metsölulista bókaverslana. Viðtökur hafa ekki aðeins verið góðar í Skagafirði heldur um allt land. Nú koma um 250 sögur til viðbótar og alls eru sögurnar því orðnar um 700 talsins í þessum þremur bindum. Nú koma enn fleiri sögur af kaupmanninum Bjarna Har á Króknum, sem og héraðs- höfðingjunum Halla í Enni, Friðriki á Svaðastöðum, Dúdda á Skörðugili, Bjarna Marons og Pálma Rögnvalds og hinum síkátu Álftagerðisbræðrum og nágrönnum þeirra. Óborganlegar gamansögur eru einnig af Jóhanni í Kúskerpi, Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli, Birni gamla í Bæ, Ragga Sót og afa hans, og fyndnum Fljótamönnum eru gerð sérstök skil. Einnig er komið við á Króknum, Hofs- ósi og í Óslands- hlíð, Viðvíkur sveit, Hjalta dal, Blöndu- hlíð, Seyluhreppi og Staðarhreppi. Þá koma við sögu þjóðkunnir einstaklingar sem orðið hafa á vegi Skag firðinga með einum eða öðrum hætti, meðal annarra n ó b e l s k á l d i ð Halldór Laxness. Í bókinni er sérstakur kafli helgaður Ýtu-Kela, sem Norðlendingar muna margir vel eftir, en skrá setjari komst yfir ómetan- legar upptökur með Kela sem var stór- skemmtilegur sögu- maður og þjóðsagna- persóna í lifanda lífi. Sagðar eru sögur af samferðamönnum Kela í Skagafirði og Þingeyjar sýslum. Skagfirskar skemmtisögur 3 fást í bókaverslunum og stórmörkuðum víða um land. Skopteikning á bókarkápu er eftir Andrés Andrésson. Leiðbeinandi verð bókarinnar er hið sama og áður, 2.980 kr. Í bókinni er fjöldinn allur af skemmtilegum sögum. þar eru meðal annars þessar þar sem segir af skagfirskum bændum: Kristján Karlsson, skólastjóri Hólaskóla, fór undir lok starfstíma síns í ferð um héraðið til að safna nemendum til skólans, sem orðnir voru heldur fáir á tímabili. Meðal bæja sem hann heimsótti var Eyrarland í Deildardal, hjá Þorgils Pálssyni og frú Sigríði Sigurlaugsdóttur, en þau áttu nokkra syni. Kristján bar upp erindið og benti á að þau hjón ættu unga og efnilega syni sem myndu sóma sér vel í Hólaskóla. Sigga tók það ekki í mál en sagði við rektorinn: „En þú mátt taka kallinn!“ Í Bæ á Höfðaströnd var oft margt um manninn á sumrin. Í eitt skiptið kom strákur í sveitina að sunnan sem var venslaður Bæjarfólkinu. Stráksi var eitthvað innan við fermingu. Í sveitinni fengu allir gestir að spreyta sig í heyskapnum, bæði stórir sem smáir. Einu sinni var verið að taka saman hey í sátur niður á sléttum, eins og kallað var. Birni í Bæ leist ekkert á aðfarir stráksins með hrífuna þegar hann var að reyna að saxa heyið til að setja í sátuna. Notaði hann einhverra hluta vegna skaftið á hrífunni við þetta. „Notaðu hausinn, strákur, notaðu hausinn,“ sagði Björn bóndi og átti þar að sjálfsögðu við hrífuhausinn. Skipti þá engum togum að strákur henti frá sér hrífunni og stakk hausnum í heyið! Friðrik gamli á Svaðastöðum var eitt sinn á ferð um Óslandshlíðina og stoppaði á Marbæli. Kom þá bóndinn óðamála og baðandi út höndum úr fjósinu og sagði Frigga að hann yrði að koma strax og hjálpa sér við að losa kálf sem var á kafi í flórnum. Friðrik fór inn og var ekkert að tvínóna við þetta, óð beint í hauginn og tókst að ganga á einhverri skán án þess að sökkva líkt og k á l f u r i n n . Skepnunni var þar með bjargað og þegar sonur Frigga og nafni, Friðrik Hansen, heyrði af þessu afreki fannst honum ekki sérlega mikið til koma: „Er þetta nokkuð meira en þegar Jesú gekk á vatninu?“ Á bæ einum í Sléttuhlíð gerðist það um miðjan vetur að aldraður bóndinn lést. Úti var svo mikil stórhríð og ófærð að það þurfti að láta líkið standa uppi í stofunni í nokkra daga þar til útförin gat farið fram í sóknarkirkjunni. Eiginkonan hafði einnig átt við vanheilsu að stríða. Sumarið eftir var sonur hjónanna að störfum úti á túni, en hann var ekki eins og fólk er flest. Gest bar að garði sem fór að dásama veðurblíðuna. „Já,“ tók sonurinn undir, „nú væri gott að jarða hana mömmu!“ Jón Eiríksson á Fagranesi á Reykjaströnd, oft nefndur Drangeyjarjarl, hefur farið með margan ferðamanninn út í Drangey og seig hann þar einnig eftir eggjum til fjölda ára. Hann var eitt sinn að segja hópi ferðamanna frá þeirri tilurð eyjarinnar að tröllahjón hefðu þurft að leiða kú undir tarf og orðið svo sein fyrir að sól reis og urðu þau fyrir vikið að steini. Þegar Jón hafði sagt frá þessu heyrðist úr hópnum: „Hvaða ár heldurðu að þetta hafi verið?“ Þeir unnu saman hjá Búnaðar-sambandinu sem ungir menn, þeir Pálmi Rögnvalds og Bjarni Marons, þar sem þeir fóru um sveitir Skagafjarðar og unnu í jarðarbótum og mælingum fyrir bændur. Síðan skildu leiðir og árin liðu, þar til kom að því að Bjarni hóf störf hjá Landgræðslunni, í svipuðum verkefnum og áður fyrr með Pálma. Um þetta leyti hittust þeir á förnum vegi og Pálmi fór að inna félaga sinn eftir nýja starfinu, hvort þetta hefði nokkuð breyst síðan þeir voru ungir menn. Bjarni hafði þá nýlega verið í Lýtingsstaðahreppi og sagði við Pálma: „Ja, það er nú þannig með gömlu bændurna í Lýtó að það er einkum tvennt sem þeir muna eftir, og gleyma aldrei, það er þegar rafmagnið kom og síðan þegar við vorum að mæla hjá þeim túnin!“ Skömmu eftir að Einar Gíslason á Skörðugili hafði flutt úr Borgarfirði norður í Skagafjörð með Ásdísi sína og hestana fékk hann starf hjá Búnaðarsambandinu, með áherslu á ráðgjöf í hrossa- og sauðfjárrækt. Einar var á þessum árum einn fárra bænda í Skagafirði sem átti hestakerru. Fyrsta haustið gerðist hann aðsópsmikill í störfum sínum í sauðfjárræktinni og hikaði t.d. ekki við að dæma úrvalshrúta í dauðann. Fór hann háðungarorðum um uppáha ldsskepnur sumra bænda í Skagafirði og líkaði þeim ekki vel í fyrstu þessi borubratti Borgfirðingur. Endaði þetta með því að nokkrir bændur fóru á fund Egils Bjarnasonar hjá Búnaðarsambandinu og kröfðust þess að Einar yrði rekinn. Egill hlustaði á umkvörtunina en sagði síðan: „En hvar ætliði að fá lánaða hestakerru?“ Þar með var málið dautt og Skagfirðingar tóku Einar í sátt! Líkt og í öðrum sveitum landsins þótti síminn hið mesta undratæki er hann kom í Skagafjörð. Með góðum vilja mátti hlusta á samtöl annarra í sveitinni og var þetta dægrastytting og fjölmiðill síns tíma. Álftagerðisbræður stunduðu það einnig að tefla skák gegnum símann við félaga sína á næstu bæjum. Í einni símskákinni varð vart við „hlustanda“ en eftir því sem fleiri voru á línunni varð allt talmál óskýrara. Þegar illa var farið að heyrast sögðu strákarnir að nú væru krakkar á ónefndum bæ farnir að hlera enn og aftur. Komu þá strax viðbrögð á línunni frá húsfreyjunni á sama bæ: „Nei, ég skal sko láta ykkur vita af því að mín börn hanga ekki í símanum!“ Gunnar Björnsson var víða vinnu maður í Fljótum og lengi einhleypur. Hann var mikill sóma- maður en svolítið seinheppinn í tali. Gunnar var nokkur ár á Stóru- Reykjum hjá Ásmundi Jósepssyni. Einhverju sinni síðla sumars voru þeir að hirða hey sem var orðið nokkuð lélegt og hrakið. Þá segir Gunnar: „Þetta verður aldrei skepnufóður, Ásmundur, þú verður að gefa hrossunum það.“ Brauð og eftirréttir Kristu eftir matarbloggarann vinsæla Maríu Kristu Hreiðarsdóttur er komin út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Í þessari fallegu bók má finna auðvelda, fljótlega og síðast en ekki síst gómsæta eftirrétti; kökur, konfekt og brauðrétti sem henta bæði í veisluna, nestistöskuna, barnaafmælin og saumaklúbbinn. Hér sýnir höfundur, að sætindi og eftirréttir þurfa alls ekki að vera bragðlausir og óspennandi þótt í þá vanti allan sykur, ger og hveiti. Já, ótrúlegt en satt! Bókin er bæði fyrir þá sem vilja fylgja lágkolvetnamataræði og þá sem berjast við sykursýki og bólgusjúkdóma, hafa greinst með glútenóþol eða vilja takmarka neyslu á hvítum sykri og sterkju í mataræði sínu. Brauð og eftirréttir Kristu Út eru komin 4. og 5. bindi af rit- inu Eyðibýli á Íslandi. Þau fjalla um Vestfirði og Norðurland vestra. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá eyðibýli og önnur yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins. Fyrstu skref rannsóknarinnar voru tekin sumarið 2011 á Suðurlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til Norðurlands eystra og Vesturlands og í ár til Vestfjarða og Norðurlands vestra. Upplýsingar um verkefnið er að finna á www.eydibyli.is Efni hvors bindis er sem hér segir: Eyðibýli á Íslandi, 4. bindi Austur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Norður- Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla. Höfundar: Anton Svanur Guðmunds son, Arnar Logi Björnsson, Axel Kaaber, Bergþóra Góa Kvaran, Hafþór Óskarsson, Laufey Jakobsdóttir, Margrét Björk Magnúsdóttir, Olga Árnadóttir, Rósa Þórunn Hannesdóttir og Sunna Dóra Sigurjónsdóttir. Ritið er 128 bls. að stærð og fjallar um 89 hús. Eyðibýli á Íslandi, 5. bindi Skagafjarðarsýsla, Austur- Húnavatnssýsla og Vestur- Húnavatnssýsla. Höfundar eru þeir sömu og að 4. bindi. Ritið er 170 bls. að stærð og fjallar um 127 hús. Áður hafa komið út 1.–3. bindi ritsins: Eyðibýli á Íslandi, 1. bindi A u s t u r - S k a f t a f e l l s s ý s l a , Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla. 136 bls. og fjallar um 103 hús. Eyðibýli á Íslandi, 2. bindi Norður-Þingeyjarsýsla, Suður- Þingeyjarsýsla og Eyjafjarðarsýsla. 168 bls. og fjallar um 115 hús. Eyðibýli á Íslandi, 3. bindi Dalasýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla, Mýrasýsla og Borgarfjarðarsýsla. 160 bls. og fjallar um 121 hús. Ritið er gefið út í litlu upplagi af áhugamannafélagi sem stendur fyrir rannsóknunum. Hvert eintak kostar 5.500 kr. Hægt er að panta ritið á heimasíðuni www.eydibyli. is og í síma 588 5800. Eyðibýli á Íslandi – tvö ný bindi komin út Bækur Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.