Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Hér er á ferðinni ein besta varmadæla sem komið hefur. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnakerfi, gólfhita, neysluvatn o.fl. Allt að 70°C framrásarhiti, þú getur valið neysluvatnshitastig o.fl. NIBE F1245 getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöflunar. Allur búnaður innandyra. NIBE frá Svíþjóð, aðeins það besta. Stærstir í Evrópu í 60 ár. W NIBE™ F2040 | Loft í vatn Ný kynslóð af varmadælum Nýtt Ánægðustu varmadælu-eigendurnir eru með NIBE, engin furða! Loft í vatn með öllu á sérstöku tilboði í desember. Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? Nýtt NIBE™ F1255 4 til16kW í einni og sömu jarðvarmadælunni. FFriorka www.friorka.is 571 4774 NIBE™ F1245 Jarðvarmadæla NIBE F1245-10kW SCOP 5.15 friorka@friorka.is Flestir Íslendingar sem kaupa jarðvarmadælu velja NIBE F1245 NIBE F1255-4 til16kW SCOP 5.5 Uppsetningaraðilar óskast um land allt. Frí NIBE námskeið með Diploma. Til bo ð á fa ceb ook í d ese mb er Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Búnaðarsamband Suður- Þingeyinga stóð fyrir Bændagleði sem haldin var laugardagskvöldið 23. nóvember í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit. Þetta var í annað sinn sem Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga heldur Bændagleði en hún var haldin í fyrsta sinn í Kiðagili í Bárðardal í janúar síðastliðnum. Upphaflega var á dagskrá að halda bændagleðina haustið 2012 en vegna septemberóverðursins og afleiðinga þess var henni frestað fram í janúar. Þingeyskir bændur hafa því skemmt sér tvisvar sinnum saman á bændagleði á þessu ári. Gestum á bændagleðinni nú var boðið upp á léttar veitingar í boði Norðlenska og Mjólkursamsölunnar en drykkirnir voru í boði Jötunn véla. Konur úr Kvenfélagi Ljósvetninga sáu um að útbúa veitingarnar og bera þær á hlaðborð. Boðið var upp á mörg úrvals skemmtiatriði og þar á meðal var sönghópur, ásamt undirleikara, sem kallaði sig „Fjórir tenórar og draumadísin“ og skemmtigestum á meðan á borðhaldinu stóð. Nokkrir í sönghópnum eru bændur en stunda líka söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri og fengu þarna gott tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þórhallur Bragason frá Landamótsseli stjórnaði fjöldasöng og fluttar voru frumsamdar vísur og gamansögur. Þingeyski bóndinn 2013 Búnaðarsambandið veitti í fyrsta sinn viðurkenninguna Þingeyski bóndinn 2013. Viðurkenninguna fá þeir bændur sem hafa einkunnarorðin hógværð, snyrtimennsku og sátt við umhverfið að leiðarljósi við bú sitt og búskap. Viðurkenninguna fengu hjónin Arnór Erlingsson og Elín Eydal á Þverá í Fnjóskadal. Hlöðver Pétur Hlöðversson, stjórnarmaður Búnaðarsambandsins, afhenti þeim Arnóri og Elínu viðurkenningarskjal og olíumálverk sem sýnir þingeyskt umhverfi, eftir Sigurborgu Gunnlaugsdóttur bónda frá Engihlíð í Út-Kinn. Ljósavatnsskarð og nánasta umhverfi var viðfangsefnið á málverki Sigurborgar. Að sögn Jónu Bjargar Hlöðversdóttur er stefnt að því að veita þessa viðurkenningu árlega. Gestir Bændagleðinnar tóku þátt í spurningakeppninni Sveitasvarið sem Jóna Björg stjórnaði og var keppnin í Pub-Quiz anda. Spurningarnar voru tólf alls og misloðnar. Svörin voru óljós hjá mörgum og endaði keppnin í bráðabana í anda Útsvars. Þar keppti sameinað lið Aðaldælinga og Reykhverfinga við lið úr Mývatnssveit og var þeim fyrrnefndu dæmdur sigur að lokum eftir mikinn atgang. Bændagleðin var vel sótt af hátt í 200 manns úr öllum sveitum Suður- Þingeyjarsýslu. Í spjalli við Bændablaðið sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á Björgum í Út-Kinn að stefnt væri að því að gera bændagleðina að árlegum haustviðburði hér eftir. /HA. Þingeysk bændagleði í Ljósvetningabúð Arnór Erlingsson og Elín Eydal bændur á Þverá í Fnjóskadal fengu viðurkenningu Búnaðarsambandsins Þingeyski bóndinn 2013. Með þeim á myndinni er Hlöðver Pétur Hlöðversson, stjórnarmaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga. Mynd / HA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.