Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 hlj@bondi.is Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Dráttarvélar eru ekki allar hefðbundnar í útliti og alltaf er verið að hanna tæki sem geta komið sem mest að gagni. Fyrir skemmstu skoðaði ég dráttarvél sem er mikið öðruvísi en flestar dráttarvélar sem ég hef prófað og unnið á. Þessi vél heitir Dieci og fæst hjá Búvís á Akureyri. Mikil lyftigeta í 7 metra hæð Dieci Agri Tech 35,7 er algjört fjölnotatæki. Lítur út eins og skotbómulyftari en er með þrítengi að aftan eins og hefðbundnar dráttavélar. Þessi vél sem ég skoðaði er skráð sem dráttarvél, kemst yfir fjörutíu kílómetra hraða, er með beygjur á öllum hjólum, með 3.500 kg lyftigetu upp í sjö metra hæð og á að geta flest það sem hefðbundnar dráttarvélar gera og geta og jafnvel heldur meira og betur. Þegar ég settist inn í vélina og lokaði dyrunum fann ég strax að ökumannshúsið var vel einangrað fyrir hávaða frá vélinni því að varla heyrðist í vélinni þegar ég gaf henni inn. Stjórntæki eru öll innan seilingar og gott útsýni er til allra átta úr ökumannssætinu. Speglar stórir og góðir, sætið nánast eins og hægindastóll. Hægt að vera lóðréttur í miklum hliðarhalla Ökumannshúsið er fjaðrandi og er hægt að halla húsinu með allri yfirbyggingunni ásamt þrítenginu og skotbómunni sé verið að vinna í hliðarhalla. Ökumaðurinn er því alltaf í lóðréttri stöðu, sem kemur sér einstaklega vel þegar verið er að plægja upp akur þegar önnur hliðin er niðri í því sem búið er að plægja og hin uppi á því sem óplægt er. Þá er gott að geta hallað vélinni til að maður sitji réttur. Hægt er að beygja á öllum hjólum til að taka þröngan hring og einnig til að keyra út á hlið, sem gerir vélina einstaklega fjölhæfa í mokstur að öllu tagi. Styrkur gálgans (skotbómunnar) er mjög mikill og sem dæmi er hægt að fá tennta tveggja og hálfs rúmmetra skóflu með vélinni sé meiningin að vinna við mokstur á grjótrudda (stóru grjóti og fastri möl). Þrítengið að aftan lyftir upp í rétt tæpan metra og virkar við skoðun mjög sterkt miðað við sverleika. Þá er sverleikinn sambærilegur á Dieci- vélinni sem ég skoðaði og öðrum dráttarvélum, sem eru á bilinu 140 til 180 hestöfl. Dráttargeta Dieci Agri Tech 35,7 er yfir tuttugu tonn og er úrtak fyrir bremsur á vagn aftan á vélinni þannig að vagninn bremsar líka ef stigið er á bremsurnar á vélinni. Skiptingin er vario-skipting með skriðgír og er ekkert mál að keyra vélina á 40 km hraða á góðum vegi. Aflúrtakið aftan á vélinni er með sérstakan tveggja þrepa gírkassa og býður upp á 540 til 1.000 snúninga. Glussakerfið í vélinni er öflugt, en hægt er að stýra magni af glussa innan úr vélinni. Ef snjóblásari erframan á vélinni er þá settur aukakraftur fram í gálgann til að vinnslugeta snjóblásarans verði sem mest. Tiltölulega gott aðgengi er að vélinni til að vinna við hana, en vélarhúsið er mjög vel hljóðeinangrað. Mikið úrval aukahluta Dieci framleiðir ótrúlegan fjölda af aukatækjum til að setja framan á skotbómuna og taldist mér til við hraðflettingu á bæklingi með aukahlutum að hægt væri að fá vel yfir 30 mismunandi aukahluti framan á vélina s.s. skóflur, krabba, mannbúr, krana, kvíslar og klemmur. Sjálfur hef ég unnið töluvert við snjómokstur á bæði dráttarvél og traktorsgröfu, en að moka snjó á svona skotbómulyftara er ótrúlega þægilegt. Þarna tel ég komið tæki sem slær öllum öðrum við sem ég hef mokað snjó á. Páll Hjaltalín, sölustjóri véla- deildar hjá Búvís, sagði mér frá því þegar hann fór á þessi vél á torfærukeppni á Akureyri síðasta sumar sem bjargvættur að sækja bilaða og fasta torfærubíla og Dieci skilaði sínu hlutverki vel. Nánar er hægt að fræðast um Dieci-vélarnar á heimasíðu Búvís á vefsíðunni www.buvis.is. Dieci Agri Tech 35,7 frá Búvís á Akureyri: Dieci öflug fjölnota dráttarvél Lengd: 5.500 mm Hæð 2.500 mm Breidd: 3.400 mm Þyngd: 7.600 kg Vél: IVECO 130 hestöfl Verð: 13.780.000 án vsk. /17.293.900 m/vsk. Í efstu stöðu er lyftigetan 3.500 kg. Dieci Agri Tech 35,7. Allir glussatjakkar eru af sverustu gerð. Hægt er að beygja bæði með fram- og afturhjólum, sem er stór kostur. Fyrir hliðarhalla og ýmsa aðra vinnu er það mikill kostur að geta hallað allri Hægt er að keyra út á hlið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.