Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Hægt að reka hugbúnaðarfyrirtæki hvar sem er – Það eina sem til þarf er góð nettenging og mannauður, segir framkvæmdastjóri AN Lausna á Egilsstöðum Í skrifstofuhúsnæði á Egilsstöðum hefur byggst upp fjöldi fyrirtækja í skapandi atvinnugreinum. Sex fyrirtæki eru nú starfandi á efri hæð gamla kaupfélagshússins á Egilsstöðum sem öll eiga það sammerkt að starfa á einn eða annan hátt við upplýsingatækni. Fyrirtækin hafa myndað klasa sem nefnist Hugvangur en upphaf starfsemi þeirra flestra má rekja til Austurnets, klasafyrirtækis sem stofnað var árið 2007. Austurnet safnar að sér svokölluðum kúluverkefnum. Mörg þeirra eru í upplýsingatækni en einnig eru önnur verkefni þarna svo sem í ferðaþjónustu eða samfélags- verkefni. Meðal fyrirtækja sem orðið hafa til út úr slíkum kúluverkefnum eru Austurfrétt, sem fjallað var um hér í blaðinu fyrir nokkrum vikum. Önnur fyrirtæki sem eiga rætur í Austurneti eru til að mynda fyrirtækin AN Lausnir og AXnorth. AN Lausnir var stofnað formlega í apríl 2011 og sinnir fyrirtækið hug- búnaðargerð, forritun og tengdum verkefnum. Ári síðar var fyrirtækið AXnorth síðan stofnað og þá í helm- ingseigu AN Lausna og bandarísks samstarfsaðila þess, Greenlight sem er ráðgjafarfyrirtæki í hugbúnaðar- lausnum. Erlingur Þórarinsson, fram- kvæmda stjóri AN Lausna, segir að með því hafi Greenlight viljað treysta samskiptin við AN Lausnir enn frekar. „Flest verkefni AXnorth koma í gegnum þann aðila. AXnorth er mjög sérhæft. Við vinnum að sér- lausnum í kerfi sem heitir Dynamics AX en engu að síður er opið á alla aðra vinnu í hugbúnaðargeiranum. Við höfum hins vegar skapað okkur ansi mikla sérstöðu í þessu og nýtum okkur það.“ Sinna erlendum stórfyrirtækjum „Það sem AXnorth gerir er að þróa og halda við hugbúnaðarkerfi sem er umsýslukerfi fyrir stórfyrirtæki. Þá á ég við gríðarstór fyrirtæki, hvort sem er á sviði starfsmannahalds, vöruum- sjónar, sölu, markaðssetningar eða hvers annars. Þetta er utanumhald fyrir allan rekstur stórra fyrirtækja. Það er ekki stór markaður fyrir þessi kerfi hér á Íslandi. Vissulega nota ein- hver fyrirtæki þennan hugbúnað hér heima en fyrirtækin sem við erum að vinna fyrir erlendis hafa sjaldnast færri en 1.000 starfsmenn og eru í flestum tilfellum fjölþjóðleg. Þetta geta verið fyrirtæki í matvælafram- leiðslu eða bílaframleiðslu. Dæmi um eitt svona fyrirtæki er fyrirtæki sem hefur á fjórða þúsund starfs- menn í vinnu í 240 starfsstöðvum í 140 löndum. Þetta fyrirtæki er að nota eitt umsjónarkerfi fyrir allar þessar starfsstöðvar og það gefur kannski smá innsýn í umfangið sem þarf að vinna með,“ segir Erlingur. Starfsstöðvar dreifðar um landið Í dag eru um fjórtán starfsmenn starf- andi hjá AXnorth. Þeir eru dreifðir víða um land þó höfuðstöðvarnar séu á Egilsstöðum. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og aðrar tvær minni á Fáskrúðsfirði og í Flóahrepp. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið jafn og þéttur. „Þetta er ekki gamalt fyrir- tæki en erlendu verkefnin sem við höfum fengið í samstarfi okkar við Greenlight hafa valdið því að vöxturinn hefur verið mikill og hraður“, segir Erlingur og bætir við: „Eitt sem ég tel að hafi unnið með okkur er að við höfum verið fljót að aðlaga okkur að nýjum hlutum, það er svolítið í eðli Íslendinga að gera það. Það hefur nýst okkur mjög vel úti á Bandaríkjamarkaði. Það er nefnilega mín upplifun að menningin í þessum geira sé þannig að þar noti menn það sem virkar en við Íslendingar æðum út í vatnið ef þörf er á. Auðvitað kemur fyrir að maður blotnar en á endanum þá virkar þetta vel fyrir báða aðila.“ Tímamismunurinn bæði kostur og ókostur Erlingur segir að vegna þess að nánast öll vinna AXnorth sé fyrir erlenda aðila reyni stundum á samskipta- hæfni starfsmanna. „Það kemur samstarfsaðilum okkar úti í Bandaríkjunum oft á óvart að hvað við erum óhræddir við að reyna okkur við ný verk- efni, eitthvað sem við ekki höfum sérþekkingu á en öflum okkur bara. Við finnum líka verulega fyrir því að við erum að vinna í öðru tímabelti. Það getur tekið á heimilishaldið að þurfa að vinna fram undir mið- nætti eða jafnvel lengur um ákveðið skeið, til dæmis þegar verið er að innleiða kerfi hjá nýjum viðskipta- vinum. Það er nú ókosturinn við þetta starf. Það getur hins vegar líka verið kostur vegna þess að við erum stundum í aðstöðu til að skapa ánægju hjá viðskiptavinum þegar það koma upp vandamál að degi til í Bandaríkjunum. Okkur er þá send beiðni um að leysa vandamálið sem við getum gert í okkar dagvinnu. Það þýðir að vandamálið er leyst á meðan er nótt úti í Bandaríkjunum og við- skiptavinurinn getur mætt í vinnuna og það er ekki lengur til staðar. Þetta gerir okkar vinnu mjög eftirsókna- verða, við getum unnið á meðan ekki er álag á kerfinu úti. Við lítum út fyrir að hafa mikinn viðbragðsflýti þegar við erum í raun ekki að gera annað en leysa verkefni þegar við mætum í vinnuna að morgni.“ Erfitt að útskýra „the second of whitsun“ „En auðvitað geta orðið einhverjir árekstrar, vegna menningarmunar. Bandaríkjamönnum finnst til dæmis mjög skrýtið, sérstaklega á vor mánuðum, hversu margir einkennilegir frídagar eru hér á Íslandi. Þegar þarf að reyna að útskýra fyrir þeim að það sé frídagur á mánudegi vegna þess að þá sé annar í hvítasunnu eða „second of whitsun“ fara þeir kannski að efast um samstarfið, eða halda að við séum að gera grín að þeim. Þetta getur stundum skapað pínu togstreitu því við erum kannski í fríi þegar vandamál koma upp úti og oft getum við ekkert frí tekið. Það kemur alveg fyrir að við þurfum að vinna eftir bandarísku dagatali.“ Mikilvægt að halda menntuðu fólki í heimabyggð Erlingur segir að í sínum huga skapi fyrirtæki eins og AXnorth gríðarlega mikil verðmæti, ekki síst séu þau stað- sett í byggðarlögum á landsbyggðinni. „Svo við tökum dæmi héðan frá Egilsstöðum þá eru ekki mörg fyrirtæki hér af sömu stærð og við, sem ekki eru útibú frá fyrirtækjum í Reykjavík. Það eru ekki mörg fyrir- tæki sem eru með sínar höfuðstöðvar hér, af þessari stærðargráðu. Ég held ég geti fullyrt að ef við undanskiljum Alcoa þá er þetta í augnablikinu nánast eini starfsvettvangurinn fyrir tölvunarfræðinga á Austurlandi.“ Samgöngur og fjarskipti grunnur að því að byggð haldist um landið „Ef við horfum bara á hæðina hérna þá eru hér starfandi fyrirtækin Austurnet, AN Lausnir, AXnorth, Rational Network, Austurfrétt og auglýsingafyrirtækið Augasteinar. Allt þetta fólk, sem vinnur hjá þessum fyrirtækjum, er héðan að austan. Þetta eru einstaklingar sem við höldum í heimabyggð sem við værum annars að missa eitthvað annað. Það hefur haft samband við okkur talsvert af ungu fólki sem er í tölvunarfræði eða tæknitengdu námi sem eru mjög spennt fyrir því að hafa möguleika á því að koma til vinnu hér heima í héraði. Þetta er stórkostlega jákvæð þróun fyrir byggðina. Þetta er hægt vegna þess að við vinnum yfir netið. Samgöngur og fjarskipti eru grunnundirstaðan að því að hægt sé að halda byggð um landið allt. Klárt mál.“ Geta unnið alls staðar Erlingur segir engu máli skipta hvar fyrirtæki eins og AXnorth hafi starfs- stöðvar sínar, eins lengi og internet- tengingar eru góðar. „Í dag er mjög hagstætt fyrir hugbúnaðarfyrirtæki að vinna að verkefnum erlendis og við erum það heppin að vera í þannig geira að það skiptir engu máli hvar við vinnum, eins lengi og nettengingar eru í lagi. Það er bara málið. Það er því vel gerlegt að reka fyrirtæki af þessu tagi hvar sem er á landinu. Við höfum verið mjög heppin að ná þess- ari góðu tengingu við viðskiptavin okkar úti og höfum því ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af því að ná í verkefni. Þá er kannski rétt að minnast á að eins og staðan er í dag eru allar tekjur AXnorth í erlendum gjaldeyri, í dollurum. Það má því segja að þessi rekstur sé gjaldeyris- skapandi, og það er ekki lítils virði í dag.“ /fr Erlingur Þórarinsson, framkvæmdastjóri AN Lausna á Egilsstöðum. Mynd / fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.