Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Bækur Guðni – Léttur í lund Guðni Ágústsson er löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. Hann er annál aður sagnamaður og njóta fáir viðlíka vinsælda sem tækifærisræðumenn og hann, auk þess sem miklar sögur hafa lengi gengið um hann sjálfan. Í þessari bráðskemmtilegu bók segir Guðni með sínum kjarnyrta hætti sögur af forvitnilegu fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni – og sjálfum sér. Hér stíga fram á sviðið óþekktir bændur úr Flóanum jafnt sem þjóð- kunnir stjórnmálamenn af öllum stærðum og gerðum. Í bókinni eru sögur af kynlegum kvistum og vammlausum embættismönnum, skagfirskum indíána, mögnuðum draugagangi, flótta út um þakglugga, manndrápsferð til Kína, afdrifaríku fallhlífarstökki og eftirminnilegar vísur – svo eitthvað sé nefnt. Þá segja ýmsir þjóðþekktir menn litríkar sögur af Guðna. Guðni – Léttur í lund er sann- kallaður lífsins elixír sem bætir, hressir og kætir. „Davíð Oddsson ætti að vera á Kleppi“ Í fjölmiðlamálinu svokallaða var mjög ráðist að persónu Davíðs Oddssonar og stóryrðin ekki spöruð. Hallgrímur Helgason rithöfundur fór mikinn, skrifaði til dæmis um hina bláu hönd. Á gamlársdag var ég á leiðinni á ríkisráðsfund á Bessastöðum og las Fréttablaðið á leiðinni. Þar skrifaði Hallgrímur mikla skammargrein um Davíð og sagði að líklega væri hann geðveikur og ætti að vera á Kleppi. Mér varð mikið um við lesturinn og kallaði Davíð út í horn og spurði hann hvort hann væri búinn að lesa Fréttablaðið. „Nei,“ sagði hann, „er eitthvað merkilegt í því?“ „Já,“ sagði ég, „hann Hallgrímur Helgason er að skrifa um að líklega sértu geðveikur og eigir að vera á Kleppi.“ Davíð svaraði að bragði: „Hvað segirðu, er hann að skrifa um það, bölvaður ormurinn? En veistu það, Guðni, mér hefur oft dottið þetta í hug sjálfum.“ Migið í klósett ráðherrans Einhverju sinni meðan ég var landbúnaðar ráðherra komu á pallinn til okkar Margrétar, í Jórutúnið á Selfossi, borgfirskir sauðfjárbændur, en þeir voru á ferðalagi um Árnessýslu. Þetta var fallegur vetrarmorgunn, bjart og kalt og sólin skein, Ölfusá í klakaböndum, kaupfélagið og kirkjan handan árinnar. Í þessum hópi voru margir ágætir menn, meðal annarra Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, núverandi formaður Bændasamtakanna, og Magnús Sigurðsson bóndi á Gilsbakka, einstakur höfðingi, forystumaður bænda og hagyrðingur góður. Við gáfum gestum okkar meðal annars harðfisk, bjór og íslenskt brennivín. Magnús lýsti stundinni með eftirfarandi vísu: Á Selfossi ég gerði stuttan stans, það stirndi á ánni í sólarglans. Nú hef ég komið mér til manns og migið í klósett ráðherrans. Krókódílar á Húsavík Þegar ég tók við starfi landbúnaðarráðherra 1999 höfðu Húsvíkingar áformað að fá leyfi til að flytja inn krókódíla. Í heitu lindunum við Húsavík höfðu þeir sett upp skilti: „Hér verða krókódílar ræktaðir og gefa af sér kjöt og leður.“ Ég tók að lesa allt sem ég náði í um krókódíla, komst að því að þeir eru stórhættulegir pestarskrokkar og geta hlaupið á 60 km hraða og étið framsóknar menn. Ég hafnaði því innflutningnum og eyðilagði þar með þessi áform. Hákon Aðalsteinsson, skáldið góða, orti í orðastað Húsvíkinga eftirfarandi stöku: Húsvíkingar sitja nú í sárum, sviptir eru góðri tekjuvon. Grætur köldum krókódílatárum kvikindið hann Guðni Ágústsson. „Svona drykk blöndum við í kálfa fyrir norðan“ Skúli Jónsson bóndi í Þórormstungu í Vatnsdal brá búi og flutti á Selfoss um sextugt. Skúli vann árum saman í pakkhúsi Kaupfélagsins. Hann var höfðingi og húnvetnskur í háttum og þótti Flóamenn oft rislágir. Eitt sinn í lok vinnuviku kemur Skúli einhverra erinda upp á Kaupfélagsskrifstofur og sér inn í skrifstofu Gríms Thorarensen kaupfélagsstjóra. Þar situr hann ásamt Grétari Símonarsyni mjólkurbústjóra og eru þeir félagar að fá sér í glas. Grímur kallar til Skúla og spyr hvort hann vilji ekki skála við þá. Skúli hélt það nú og kaupfélags- stjórinn, yfirmaður Skúla, blandar vodka í gos og færir honum. Skúli dreypir á drykknum, stendur upp gengur að vaski og hellir drykknum niður og segir: „Svona drykk blöndum við í kálfa fyrir norðan.“ Á ungdómsárum mínum leigði ég kjallaraíbúð hjá Skúla í þrjú ár á Kirkjuveginum. Hann bauð mér stundum eðalvín og skálaði aðeins í silfurstaupum. Vélasali plataður Ég hermi oft eftir Guðna Ágústssyni og í gegnum síma trúa flestir að ég sé hann. Guðni lendir oft í því að hringi hann í Rangæing þá finnur hann undarleg viðbrögð og fær athugasemdir eins og þessa: „Láttu ekki svona, Bubbi minn.“ Eitt sinn hringdi Bæring Sigurbjörnsson bóndi og hestamaður á Stóra-Hofi og bað mig að rúlla heyi fyrir sig. Ég var verktaki og rúllaði víða fyrir bændur en nú var ég í miklum önnum og mundi að Bæring hafði keypt sér nýja rúlluvél. Ég spyr hann hvað sé með nýju rúlluvélina? Hann segir hana bilaða og vélasalinn vilji ekki sinna sér fyrr en í næstu viku en hann þurfi að klára heyskapinn og fara á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Austurríki, hann verði að komast þangað. Nú flýgur mér í hug það snjallræði að hringja í vélasalann. Í símann kemur yfirvegaður maður og ég segi: „Þetta er Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Hann Bæring, vinur minn á Stóra-Hofi, er í miklum vandræðum. Hann verður að komast á Heimsmeistaramótið en rúlluvélin sem þið selduð honum er biluð og allt í vandræðum í heyskapnum. Þið verðið að bjarga þessu, hann er flokksbróðir minn og hestamaður.“ Það var eins og við manninn mælt að morguninn eftir eru komnir tveir viðgerðarmenn austur að Stóra-Hofi og þeir gera við vélina. Bæring botnar ekkert í þessum sinnaskiptum. En þeir segja honum að lokum að sjálfur landbúnaðarráðherra vaki yfir sinni hjörð og það hafi verið hann sem hafi hringt og beðið um hjálpina. Mikið hlógum við Bæring þegar ég kom til hans daginn eftir. Og enn hringdi ég í vélasalann og hermdi eftir Guðna og þakkaði þessi skjótu vinnubrögð. Enn trúir vélasalinn því að það hafi verið Guðni Ágústsson sem hringdi. /Guðbjörn Ingvarsson Guðni skálar í kjötsúpu í beinni símaútsendingu á kjötsúpudegi á Skólavörðustíg 28. október. Mynd / HKr. Lesendabás Liðin eru rúm fimm ár frá bankahruninu 2008. Strax í kjölfarið var talsvert talað um að nú ætti að byggja upp „Nýja Ísland“ – nýtt stjórnmála- og stjórnkerfi sem átti að laga allt sem aflaga fór og koma í veg fyrir að það gerðist aftur. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast. Af hverju? Vegna þess að hugmyndin um „nýtt“ Ísland felur í sér mismunandi hluti í augum hvers og eins. Einn vill að ríkið skipti sér meira af fleiri málum, annar stækka þjóðarkökuna, sá þriðji ganga í ESB og svo framvegis. Engir tveir einstaklingar eru fullkomlega sammála um alla hluti, hvort sem er í einka- eða opinberu lífi. Hvað sem við erum sannfærð sjálf um ágæti eigin skoðana er ekkert gefið um að aðrir séu það. Hrunið gerði umræðuna um samfélagsmál hins vegar vægðarlausari, en í raun er ekkert nýtt við það heldur. Ef við skoðum söguna er það hreint ekki að byrja núna að tekist sé á um stjórnmál með vægðarlausum og öfgakenndum hætti. Sé flett í gömlum blöðum, bæði hérlendum og erlendum, þarf ekki að leita lengi eftir svívirðingum um andstæðinga, öfgafullum sleggjudómum sem standast enga málefnalega skoðun eða innistæðulausum fullyrðingum. Lýðræðisleg skoðanaskipti eru einfaldlega þannig. Fólk er mismálefnalegt og misvant að virðingu sinni og þess vegna mun það ávallt vera þannig í frjálsu samfélagi að einhverjir láta vaða á meðan aðrir gæta betur að sér. Það sem hefur breyst er hins vegar að með netinu hefur hver sem er ræðupúlt til að láta í sér heyra og stundum nær óhroðinn í gegn. Þeir sem áður bölsótuðust bara með sjálfum sér eða í eldhúsinu heima geta nú fyrirhafnarlítið náð til fleiri. Það er auðveldara að hella sér yfir einhvern í athugasemdakerfi netmiðils eða á Fésbókinni en þegar viðkomandi stendur fyrir framan þig og getur svarað þér strax. Við höfum mörg dæmi um ljóta umræðu á netinu en það er fjarri því eitthvað séríslenskt. Athugasemdakerfi erlendra netmiðla eru undir sömu sök seld og þar má finna nákvæmlega sömu hlutina og á DV, Eyjunni eða Vísi – stundum verri. Við erum einfaldlega ekki meira sammála um hlutina en þetta og þess vegna er pólitíkin alltaf einhvers konar flækja. Lausnirnar eru sjaldnast einfaldar en samt erum við alltaf að leita þeirra. Það er gerð krafa um að stjórnmálafólk setji mál sitt fram helst með nógu einföldum og sláandi hætti – svo einhver nenni nú að hlusta. Í þjóðfélagi 21. aldarinnar berst flóð upplýsinga úr öllum áttum – og spurningin er oft hvort einhver athygli næst eða ekki, verðskuldað eða óverðskuldað. Það er til dæmis ómögulegt að segja hvort einhver lesi þessa grein. Þó að mér finnist hún verðskulda það er svo sannarlega úr mörgu að velja fyrir þá sem nenna yfirleitt að lesa pistla um þjóðfélagsmál. Það er því hið eðlilega ástand að við höldum áfram að karpa um sameiginleg mál með mis- málefnalegum hætti. Það er hins vegar nauðsynlegt að skilja að til þess að vinna málum stuðning þarf yfirleitt að gera málamiðlanir við fólk sem maður er ósammála og það er ekkert að því. Lýðræðið er nefnilega tafsamt og oft hundleiðinlegt, en það er það besta sem höfum. Við ættum að viðurkenna það. Það þýðir að við þurfum að vera þolinmóðari og hætta að gera sífelldar kröfur um einfaldar lausnir, en það mun skila okkur lengra fram á við en upphrópanir. Ég er í það minnsta sannfærður um það. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda „Nýja Ísland“ – nýtt stjórnmála- og stjórnkerfi sem átti að laga allt sem aflaga fór og koma í veg fyrir að það gerðist aftur. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast. Það verður ekki betra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.