Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 201312 Fréttir 30 ára afmælishátíð límtrés- verksmiðjunnar á Flúðum Þrjátíu ár eru nú frá því að framleiðsla á límtré hófst á Flúðum og af því tilefni bauð Límtré Vírnet til afmælisfagnaðar á Flúðum laugardaginn 16. nóvember í verksmiðju fyrirtækisins. Hægt var að fræðast um starfsemina og njóta veitinga og skemmtiatriða auk þess sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, flutti ávarp, svo eitthvað sé nefnt. Guðmundur Magnússon Framleiðslu límtrés hér á landi má rekja til frumkvöðla, með Guðmund Magnússon trésmið á Flúðum í broddi fylkingar, sem brugðust við bagalegu atvinnuástandi. Hinn 18. júní 1983 hófst svo framleiðsla á límtré í nýrri verksmiðju sem reist var í Torfdal á Flúðum, eftir að tæki og tól voru keypt frá Danmörku. Fyrsta verk límtrésverksmiðjunnar á Flúðum var framleiðsla á skeifu sem var gjöf frá fyrirtækinu til hestamanna í uppsveitum og var sú skeifa reist við Murneyri. Þrjár verksmiðjur Sem dæmi um límtrésbyggingar má nefna Kringluna, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Ráðhúsið í Reykjavík, Borgarleikhúsið, Íþróttahúsið á Höfn í Hornafirði, Báruna og reiðhallirnar á Kjóavöllum og Lækjarmótum í Víðidal, sem nú eru í byggingu. Límtré Vírnet rekur þrjár verksmiðjur eða í Borgarnesi, Reykholti og á Flúðum. Starfsmenn fyrirtækis ins eru nú um 80 talsins og þar af starfa 10 við límtrésverksmiðjuna á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir á afmælishátíðinni. /MHH Það er einmitt í dag sem við lifum, ég og þú, núna er okkar tækifæri! Spurningin er hvernig gengur? Hvernig líður þér, á þessari stundu, þessa vikuna, mánuðinn eða árið? Einhvern veginn er það svo að tíminn líður hratt, hver dagur tekur við af öðrum og við fljótum með straumnum. Við mætum nýjum degi að morgni og leitumst við að gera okkar besta, en hvernig gengur og hvernig líður okkur sjálfum í raun og veru innst inni? Það er dagleg áskorun að taka ábyrgð á sjálfum sér, sinni eigin líðan, líkamlegri, félagslegri og geðrænni heilsu, hamingju og lífsstíl. Munum að það er jú sannar lega okkar verkefni og engra annarra að vera við stýrið í okkar eigin lífi og stjórna því þannig að okkur takist að vera farsælar góðar manneskur sem njóta lífsins. Höfum í huga að líf okkar og líðan snýr ekki aðeins að okkur sjálfum heldur höfum við áhrif á alla þá sem deila dögunum með okkur. Líðan er smitandi, hvort sem hún er góð eða slæm þannig að þegar þér líður vel líður þeim sem þú nýtur daganna með betur, bæði fjölskyldu þinni og öllum öðrum sem þú mætir í hversdeginum. Til að ná því að stýra eigin lífi eins vel og okkur er unnt getur verið snjallt að staldra við, einmitt núna, og velta því fyrir sér af alvöru hvernig staðan er. Gera heiðarlegt og skýrt mat á eigin lífi og líðan. Í hugrænni atferlismeðferð, sem er ein af árangursríkustu og þekktustu sálfræðimeðferðum nútímans, er svo nefnd virknitafla eitt af verkfærunum sem grípa má til. Sé það gert er ánægja einstaklingsins og færni skráð klukkustund eftir klukkustund. Þannig er unnið stöðumat til að byggja á leiðina til betra lífs. Stöðumat gefur, eins og orðið endurspeglar, upplýsingar um stöðuna, hvort sem það er gert á lífi einstaklings, stöðu fyrirtækis eða starfsgreinar svo dæmi séu tekin. Bændur kunna vel að taka stöðuna, til dæmis þegar þeir eru að meta eigin heyfeng og tún til að byggja á áburðaráætlanir og kaup. Já, einmitt, stöðumat er grunnurinn til að byggja á frekari ákvarðanir, stefnu og viðfangsefni. Núna er upplagt fyrir þig að byrja að vinna stöðumat fyrir sjálfan þig. Það er þægilegt að nota dagbókarform eða stundaskrá og svo er bara að skrá niður klukkustund eftir klukkustund hvað þú ert að gera, hvað þú ert ánægður með og hve fær þú er í því sem þú ert að fást við hvort sem það er að horfa á sjónvarpið, mjólka, rýja eða tala við bankann. Skráðu tölu á bilinu 0-10 fyrir hverja klukkustund fyrir báða þættina, ánægju og færni. Notaðu tölurnar og vertu heiðarlegur við sjálfan þig, ekki skrifa bara aftur og aftur sjö eða átta. Þegar vikunni er lokið, skoðaðu þá líf þitt svart á hvítu. Hvenær gafstu þér háar tölur fyrir færni, var það að morgni, síðdegis eða um miðjan dag eða var það þegar þú varst að vinna ákveðin störf? Hvar varstu þegar ánægjan var mest, varstu einn eða með hverjum varstu, hvað varstu að gera? Já, einmitt, skoðaðu líka vel hvernig vikan þín lítur út, lífið þitt. Er það góð blanda af svefni, hvíldarstundum, vinnu, fjölskyldulífi og ánægjulegum stundum og áhugamálum? Eru bæði á dagskránni verkefni sem þú vinnur með öðrum og einn? Ánægjustundir sem þú átt með sjálfum þér og með öðrum, eins og til dæmis lestur og söngæfing eða spil og spjall á næsta bæ? Fæstu eingöngu við verkefni sem eru vanabundin og einsleit eða koma líka inn á dagskrána nýjar áskoranir, félagsskapur eða staðir? Það er engin ein teikning rétt af farsælu heilsusamlegu og hamingjuríku lífi enda erum við hvert með sínu móti og eigum að vera það. Samt er gott að hafa í huga að einhæfni getur boðið leiða heim. Við erum félagsverur og þurfum á samskiptum að halda. Ef vinnan yfirtekur of mikið af dögunum okkar er næsta víst að við erum að missa af tækifærum til að njóta ánægjustunda. Galdurinn er að þekkja sjálfan sig og sína daga eins og þeir eru í raun og veru. Nýta svo upplýsingarnar til að breyta því sem þarf að breyta og gleðjast yfir því sem gott er og gera því hærra undir höfði. Núna er þitt tækifæri! Heimildir: M. Yapko og J.S. Beck. Listin að lifa – geðheilsa Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur Stöðumat Guðfaðir Límtrésverksmiðjunnar á Flúðum, Guðmundur Magnússon (t.h.), og Stefán Logi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Límtrés Vírnets, á 30 ára afmælishátíðinni. Myndir / MHH Tveir góðir, Loftur Þorsteinsson (t.v.), fyrrverandi oddviti Hrunamannahrepps með Svavari Sveinssyni, fyrrverandi bónda á Drumboddsstöðum í Biskups- tungum. Ásgeir á Kaldbak í Hrunamanna- hreppi, nú búsettur á Flúðum, mætti að sjálfsögðu í afmælisveisluna. Óskynsamlegt að kasta fjárfestingum fyrir róða „Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir yfir fullum stuðningi við Seyðfirðinga og telur að ferjan Norræna eigi áfram að sigla til Seyðisfjarðar eins og verið hefur um árabil,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í ályktun að bæjar- ráð telji, með vísan til margítrekaðra samþykkta SSA um samgöngumál og samgönguöxlana þrjá á Austurlandi, að full samstaða sé innan fjórðungs- ins um að ferjuhöfn svæðisins hafi verið og verði áfram á Seyðisfirði. Bæjarráð hvetur til þess að sveitarfélögin á Austurlandi gefi út afdráttarlausar yfirlýsingar í þá veru að þau muni standa saman um að tryggja áframhaldandi siglingar ferju til Íslands frá Evrópu, um Færeyjar til Seyðisfjarðar. Bæjarráð bendir á að á Seyðisfirði hafi af hálfu ríkis og sveitarfélagsins verið ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar til að taka á móti slíkum ferjusiglingum og að mjög óskynsamlegt sé að kasta þeim fjárfestingum fyrir róða. Af hálfu Fljótsdalshéraðs og annarra sveitarfélaga á Austurlandi hefur margítrekað verið bent á nauðsyn þess að bæta samgöngur við Seyðisfjörð til að nýta betur þá möguleika sem þar er að finna til atvinnusköpunar og samfélags- þróunar Austurlandi öllu til góða. Að mati bæjarráðs er nauð- synlegt að ríkisvaldið úthluti nú þegar auknu fjármagni til vetrar- þjónustu á Fjarðarheiði, og þá með vísan til sérstöðu vegarins sem einu tengingar byggðarlagsins við þjóðvegakerfið, og við einu millilandaferju sem siglir hingað til lands. Til lengri tíma er nauðsynlegt að ráðist verði í gerð jarðganga undir Fjarðarheiði í beinu framhaldi af gerð nýrra Norðfjarðarganga. Til að svo geti orðið þarf að ráðstafa fjármunum til rannsókna þegar á næsta ári og bæjarráð beinir því til fjárveitingarvaldsins að tryggja að svo megi verða.“ /MÞÞ Leikfélagið Skagaleikflokkurinn sýnir um þessar mundir Sagnakonuna – móður Snorra. Þar er varpað fram spurningunni hver var hún – sagnakonan Guðný Böðvarsdóttir, móðir Snorra Sturlusonar, lögsögumannsins, sagnaritarans, höfðingjans. Verða slíkir menn ekki líka fyrir áhrifum af mæðrum sínum? Óskar Guðmundsson, sagnfræðingur og rithöfundur, hefur skrifað um lífshlaup þessarar merku konu fyrir Leikfélagið Skagaleikflokkinn, Jakob S. Jónsson leikstýrir og hefur ásamt leikhópnum gert leikgerð fyrir sýninguna. Fjórar leikkonur úr hópi leikflokksins stíga hér á svið – Guðbjörg Árnadóttir, Lilja Rut Bjarnadóttir, Erla Gunnarsdóttir og Þórdís Ingibjartsdóttir. Lýsing er hönnuð af Ingþóri Bergmann Þórhallssyni en leikmynd og búningar eru í umsjá leikstjórans og leikhópsins. Lífshlaup Guðnýjar Böðvars- dóttur frá Görðum á Akranesi er um margar sakir merkilegt. Sagnakonan er sýnd í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi. Miðasala er í síma 897 4125. Unnt er að panta veitingar í tengslum við sýningu í Garðakaffi. Fjórða sýning á verkinu er í kvöld, 28. nóvember, klukkan 20.00 og síðan eru sýningar laugardaginn 30. nóvember og mánudaginn 2. desember. Skagaleikflokkurinn: Sagnakonan – móðir Snorra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.