Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Magnús Geirsson, annar eigenda Stjörnublikks, er með búmennskuna í blóðinu: Sinnir búskap Stjörnublikksbræðra á Fornusöndum undir Eyjafjöllum Bræðurnir Magnús og Finnbogi Geirssynir í Stjörnublikki í Kópavogi keyptu Fornusanda árið 1995, en það var þá um 100 hektara jörð. Síðan bættu þeir við sig um 80 hektara beitarlandi vestan við Fornusanda. Þarna hefur verið töluverð uppbygging; bræðurnir hafa byggt sér þar tvö íveruhús og eru líka að endurbyggja íbúðarhús sem þar var fyrir. Þá eru á staðnum skemmur sem hýsa allan vélakost þeirra. Þegar tíðindamaður Bænda- blaðsins heimsótti Magnús að Förnusöndum fyrir skömmu var hann að vinna við að koma vélum í hús fyrir veturinn. Sagðist hann alltaf furða sig á því hversu margir bændur trössuðu að hugsa um rándýran vélbúnað sinn og létu dráttarvélar oft standa úti í öllum veðrum yfir vetrartímann. Byggðu nýtt hesthús Magnús segir að á Fornusöndum hafi verið fjós sem þeir hafi verið að spá í að nýta fyrir hross og endurnýja þakið á þegar gosið varð í Eyjafjallajökli. Ekki varð þó af því fyrir gos og fengu þeir að hýsa hestana í ónýttum húsum á Nýjabæ. Þegar fjósið var skoðað betur kom í ljós að timburverkið var ónýtt og vart um annað a ræða en að byggja nýtt hesthús, sem þeir bræður gerðu árið 2011. Hann segir að nauðsynlegt sé að hafa gott hús fyrir hestana því alltaf geti komið upp þær aðstæður að nauðsynlegt sé að taka hrossin í hús. Þá komi nýja hesthúsið að góðum notum við sauðburðinn á vorin. – Hvernig var í gosinu, var ekki mökkurinn hér yfir bænum? „Nei, hann var bara hér yfir í einn dag. Annars lá hann yfir hér rétt fyrir austan við Lambhúshól og Nýjabæ.“ Með 100 hross og 90 kindur Magnús segir að á jörðinni séu um 100 hross en ekki öll í eigu þeirra bræðra. „Þá erum við með um 90 rollur. Bóndinn á Nýjabæ kemur hér á hverjum degi og gefur kindunum fyrir okkur og annar maður gefur hrossunum tvisvar í viku ef við komumst ekki. Maður gefur svo bara sjálfur þegar maður kemur um helgar.“ Reynslan úr sveitinni nýttist vel „Við erum fæddir og uppaldir á Steinum undir Eyjafjöllum. Við vorum tólf systkinin og eru níu lifandi í dag. Við erum nú búnir að vera með fyrirtækið í 23 ár. Ég held því fram að mesta gæfa okkar í lífinu sé hversu heppnir við höfum verið með að vinna með góðu fólki. Hjá okkur starfa líka margir sem eiga rætur sínar í sveitinni,“ segir Magnús. /HKr. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.