Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Markmiðið að bæta heilsu og að koma í veg fyrir slys Undanfarin ár hefur frístunda- slysum fjölgað við notkun á fjórhjólum og af hestamennsku. Í sumum af þessum slysum má rekja orsök meiðsla til þess að ekki var farið eftir reglum varðandi hjálmanotkun og með hjálm sem ekki passaði á höfuð viðkomandi. Í Bretlandi eru reglur um að í búðum sem selja hjálma sé löggiltur hjálmasali sem lokið hefur námskeiði til að selja hjálma. Ber viðkomandi sölumaður ábyrgð á að viðskiptavinurinn fari út úr versluninni með hjálm sem passar á höfuð hans. Aldrei á að fara á fjórhjól eða sexhjól án hjálms Allt of oft til sveita sjást menn á fjór- hjólum og sexhjólum án þess að vera með hjálm. Fjórhjól og sexhjól geta náð miklum hraða á stuttri vegalengd og eru frekar völt farartæki og því ætti aldrei að fara á þessi tæki án hjálms (og helst í brynju fyrir bak og brjóstkassa), en það er skylda sam- kvæmt lögum að vera með hjálm á slíkum tækjum. Hjálmanotkun hestamanna hefur aukist Einnig eru enn til knapar sem þrjóskast við að nota hjálm á hestbaki. Hins vegar hefur hjálmanotkun hestamanna aukist mjög mikið síðustu ár, en það er hægt að bæta um betur með samstilltu átaki (fátt sker í augu eins mikið og einn hjálmlaus knapi í fallegum hópi hestamanna). Slysatölur sýna færri höfuðmeiðsl hestamanna síðustu árin, sem má eflaust rekja beint til aukinnar notkunar hjálma hestamanna og að hjálmar eru alltaf að verða betri og betri. Hjálmar verða að passa á höfuðið Hjálmar verða að passa á höfuð þess sem hjálminn notar og eru hjálmar seldir eftir númerum rétt eins og skór. Þegar maður mælir höfuðstærð er tekið sentimetramálband og því brugðið fyrir ofan augabrýr og fyrir ofan eyru og ummál höfuðsins mælt í sentimetrum. Sýni mælingin 56 eða 57 sentimetra á viðkomandi að nota hjálm af stærðinni M, en ef mælingin er 54 eða 55 sentimetrar er hjálmastærð viðkomandi S. Sé mælingin 58 eða 59 sentimetrar á viðkomandi að nota hjálm af stærðinni L. Einnig eru til bæði stærri og minni hjálmar eins og XL, XXL og XXXL, eða XS, XXS og XXXS. Sólarljós og notkun hafa áhrif á styrk hjálma Aldrei skal nota hjálm lengur en 10 ár miðað við meðalnotkun, en til að hjálmur haldi styrk sínum sem lengst er gott að geyma hann í myrkri eða þar sem sól nær ekki að skýna á hann. Að mínu mati er hægt að nota létta opna mótorhjálma sem fjölnota hjálma við vinnu, á skíðum, hestbaki, reiðhjóli, mótorhjóli og fjórhjóli. Svona hjálmar fást í mörgum mótorhjólabúðum. Að vera með svoleiðis hjálm á hestbaki samræmist ekki knapa- tískunni, þá gerir hjálmurinn sama gagn og tískuhjálmurinn ef maður dettur af baki. /HLJ ÖRYGGI – HEILSA– UMHVERFI Lesendabás Feldfjárrækt og hugsanlegur ávinningur af henni Upphaflega var eini ávinningur feldræktar gæran, sem hefur verið notuð í pelsa og dýrar smávörur, s.s. töskur og hanska. Hugmyndin með feldræktuninni á Íslandi var jöfnum höndum gæran og ullin, einkum lambsullin, sem hefur hlotið mikið lof handverksfólks (samanber grein í Bændablaðinu sl. vor). Íslenska feldféð sameinar því bæði gærugæði og framleiðslu sérstakrar ullar til handiðnar. Að mínu viti hefur íslenskt feldfé í Meðallandi náð þeim gæðum að óhætt er að mæla með því með tilliti til þessara eiginleika. Þegar farið var af stað með feldræktina voru valin ákveðin svæði, þar sem ullareiginleikar fjárins voru minna ,,ræktaðir“, þ.e. ekki of mikið þel eða gróft tog. Rétt er að bæta við hér að þegar útflutningur á gráum gærum hófst um 1950 fékkst mjög gott verð fyrir þær. Það lækkaði hins vegar fljótt, þrátt fyrir að sænskar gráar gærur hækkuðu. Þetta gerðist m.a. vegna þess að hér var lögð áhersla á þéttan ,,þelfót“ gærunnar. Í samráði við ráðunauta voru valin 3 svæði, en raunverulega var aðeins eitt þar sem starfsemin náði árangri, þ.e. í Meðallandí. Upphaflega voru 6 bændur með í starfinu en eru aðeins 2 eftir (4 hættir búskap). Í Álftaveri hefur einn bóndi bæst í hópinn. Hefur starfið borið árangur? Já, starfið hefur borið árangur. Samt er mikið starf eftir óunnið. Rétt er að vekja athygli á að þó að árangur sé mikill hvað varðar feldeiginleika, er mikið ógert hvað varðar byggingarlag og kjötgæði. Ástæða þess að feldféð hefur ekki eins góða byggingu er m.a. að féð sem valið var í feldræktina var raunverulega lakara hvað byggingu snertir. Höfum við þá ekki lagt nógu mikla áherslu á byggingu og kjötgæði feldfjárins? Tekið skal skýrt fram að feldféð hefur að sjálfsögðu einnig verið valið með tilliti til frjósemi og mjólkurlagni áa, fallþunga dilka og kjötgæða. Hins vegar hefur verið meiri áhersla á ullar- og gærugæði en í ræktun hvíta fjárins á Íslandi. Það er því engin hætta á að fá fé sem ekki skilar afurðum og arðsemi. Hér er nauðsynlegt að undirstrika að þegar valið er stíft fyrir einum eiginleika, eins og hér hefur verið gert, er hætta á að ekki náist sami árangur hvað aðra eiginleika snertir. Feldféð hefur því engan veginn eins góða byggingu og hvíta féð okkar. Það er ekki samasem og að ekki megi bæta það og sameina í einum stofni feldgæði, mjólkurlagni, frjósemi og kjötgæði. Feldstofninn í Meðallandi er jafn verðmætur og hvíta féð, sé tekið tillit til þess að feldféð hefur verðmætari ull og og gæru! Stefnur í sauðfjárrækt Hér vil ég bæta við og minna sauðfjárbændur á að mikil deila var um og eftir 1960 um stefnur í sauðfjárrækt. Þá var deilt um það hvort hægt væri að sameina góða byggingu (lágfættar ær) og mjólkurlagni. Stefán Aðalsteinsson taldi vísbendingar um að þéttvaxnar og lágfættar ær mjólkuðu verr en háfættar og gisbyggðar. Í grein sem ég skrifaði í Búnaðarblaðið 1968 (4.-7. tbl., bls. 114-118) og nefndi ,,Stefnur í sauðfjárrækt“ rakti ég tilraunir sem sýndu að sterkt úrval fyrir einum eiginleika gæti leitt til hnignunar annars eiginleika. Í feldfjárræktinni hefur verið valið stíft fyrir ullar- og gærugæðum. Það hefur eðlilega leitt af sér að ekki hefur verið valið jafn strangt fyrir frjósemi, mjólkurlagni og kjötgæðum. Þessir eiginleikar eru því ekki jafn góðir og æskilegt væri en eru þó vel viðunandi. Strangt úrval fyrir ullar- og feldgæðum hefur leitt til mikilla framfara á því sviði. Ef þú, lesandi góður, vilt nota Gráfeld og taka þátt í að bæta ullar- og feldgæði vil ég benda þér á eftirfarandi: Æskilegt er að tog sé fínt og hrokkið, þel ekki of mikið. Notaðu Gráfeld gjarna á krúnótta, sokkótta eða blesótta á, gráa eða svarta. Þurfa að vera einlitar á bol. Ekki flekkóttar ær. Best er að ullin sé með fínt og hrokkið tog. Sé Gráfeldur notaður á gráar (eða svartar) ær skulu þær hafa hreinan lit. Oft er grátt fé of ljóst aftan við bóga og aftan á lærum. Það er ókostur. Gráa íslenska féð hefur gjarna of mikið þel. Grundvallaratriði í feldræktinni er fínt, hrokkið tog, jafn litur um allan bol og hárgæði. Togið hefur þann eiginleika að þófna ekki og heldur því áferðinni, en þelið þófnar. Markmið er því líka að hækka hlutfalls fíns togs í ullinni, einkum fyrir feldgæði gærunnar. Hér að framan hefur verið drepið á helstu atriði í feldrækt. Val feldfjár fer fram að hausti, í sláturtíð eins og annarra kynbótagripa. Tekið skal fram að þelið vex fram á haustin, þegar fer að kólna. Það er því ekki sama hvenær valið fer fram til að fá sem mest gærugæði. Fyrir næsta haust mun ég reyna að koma á framfæri leiðbeiningum um val líflamba með tilliti til feldgæða. Hverjir ættu helst að koma sér upp feldfé? Ullarvinnslufólk. Lambsullin er einstök, fín, mjúk og gljándi. Handverksfólk sem vill nota gæruna til listsköpunar, hanna fallega hluti eða hefur handverk sem iðn. Bæta ullar- og feldgæði mislita fjárins. Kíkið inn á Gotlandsfår eða norsk pelsfår á netinu og sjáið hvað Svíar og Norðmenn eru að gera. Gæra íslenska fjárins er mun léttari en gærur annrra fjárkynja, það bætir því gærugæði almennt. Eftirmáli Ég var að fá hrútaskrána. Fletti þar upp á Gráfeldi 08-894, eins og hann heitir núna. Hét áður Gráni 08-075. Hann fær sömu meðhöndlun í hrútaskránni og ferhyrndi hrúturinn Höfði og forystuhrúturinn Golsi! Tölur sem gefnar eru á netinu um sæðingarhrúta, kynbótamat, eru ekki í samræmi við þær tölur sem finna má á netinu um sæðingarhrúta. Það liggur fyrir að byggingareiginleikar hjá afkvæmum Gráfelds eru ekki eins og best verður á kosið. Aðrir eiginleikar, eins og frjósemi og mjólkurlagni dætra og vænleiki lamba, virðist í góðu lagi. Einkunnir yfir meðallagi. Ullar- og feldgæði eru nokkuð vel yfir meðallagi. Vatnshömrum 22. nóv. 2013, Sveinn Hallgrímsson Sveinn Hallgrímsson Íslenska feldféð sameinar gærugæði og framleiðslu sérstakrar ullar til handiðnar. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.