Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 2013 Umræðan um ólöglegar girðingar í Hornafirði og kvalafullan dauðdaga hreindýra: Ómakleg og einkennist af fáfræði og rakalausum staðhæfingum Enn og aftur er hafin umræða um ólöglegar girðingar í Hornafirði og að hreindýr séu að drepast kvalafullum dauðdaga í þeim. Að hluta til á þessi umræða við rök að styðjast, þ.e. að því leyti að hreindýr hafa verið að festa sig í girðingum, en ekki endilega ólöglegum og í flestum tilfellum löglegum girðingum. Umræðan í fjölmiðlum hefur verið mjög einhliða og oft á tíðum mjög ómakleg og einkennst af fáfræði og rakalausum staðhæfingum. Hefur hún snúist að mestu um einn bónda í sveitinni, Berg Bjarnason í Viðborðsseli, og er það ósanngjörn og ærumeiðandi umræða um hann. Lögfræðingur bloggar Fyrirferðarmestur í umræðunni er Árni Stefán Árnason, titlaður „lögfræðingur og sérfræðingur í dýrarétti“. Á bloggsíðu sem Árni Stefán heldur úti á DV fer hann yfir stöðu mála varðandi ólöglegar girðingar í Flatey í Hornafirði og tíðan dauða hreindýra í umræddum girðingum. Árni hefur þá einkennilegu áráttu að eigna Bergi Bjarnasyni þær girðingar sem hreindýrin flækjast í í Hornafirði. Þá hefur Árni farið ófögrum orðum um Berg og mörgum mjög svo ærumeiðandi. Árni telur að girðingarmál í Hornafirði séu í miklum ólestri og sakar bændur og sveitarstjórn um slóðahátt í þeim efnum. Þess má einnig geta að Árni heldur úti fésbókarsíðu í sínu nafni og einnig heimasíðunni dyraverndarinn.is, þar geta áhugasamir kíkt inn og virt fyrir sér þá sýn sem Árni hefur á dýravernd. Aðgerðasinnar í ham Hinn 26. október síðastliðinn hélt Árni Stefán af stað austur í Hornafjörð ásamt hópi dýraverndunarsinna og var ætlunin að rífa niður ólöglegar girðingar, nánar tiltekið meðfram félagsræktinni í Flatey. Undirritaður fór á staðinn ásamt bændum og landeigendum að þeirra beiðni. Aðgerðasinnar voru þá þegar byrjaðir ásamt tveim heimamönnum, þar á meðal starfandi hreindýraeftirlitsmanni, að rífa upp rafgirðingu við félags- ræktina sem var að mestu niðri eftir atgang hreindýra. Þess ber að geta að girðingin var í lagi snemma síðastliðið vor og var meiningin að halda áfram að girða félagsræktina. Ákveðið var að kalla strax til lögreglu frekar en að fara í eitthvert orðaskak við aðgerðasinna. Lögreglan kom skömmu síðar og ræddi við landeigendur og síðar við aðgerðasinna. Niðurstaðan var sú að aðgerðasinnar færu af landareigninni og bændur tækju upp þær girðingar sem eftir stóðu enda búið að klippa girðinguna og slíta niður víra þannig að hún var nú algerlega ónothæf. Lítillega var rætt við fólkið og spurt hvað því gengi til með þessu athæfi. Sagðist það ætla að rífa niður allar ólöglegar girðingar í Flatey svo að hreindýrin væru ekki að flækja sig í þeim. Var fólkinu bent á að engu skipti hvort girðingarnar væru löglegar (sem þær að vísu voru áður en hreindýrin komu í túnin) eða ekki, dýrin myndu samt sem áður flækja sig í þeim. Það var tómt mál að tala um og lét hópurinn öll rök sem vind um eyru þjóta. Undirritaður vill samt taka fram að hluti hópsins var mjög vinalegur í viðmóti og var þarna í góðum tilgangi nema á röngum forsendum. Sumir héldu að þeir stæðu á landi í eigu ríkisins sem var ekki og hefði heimamaður sem þarna var með þeim getað bent á það enda mjög kunnugur á þessum slóðum. Eftir þetta fóru aðgerðasinnar en sóttu að vísu eitt dautt hreindýr austast í landi Flateyjar sem talið var að hefði drepist í vír og fóru með það í þar til gerðan gám. Settar voru inn myndir af athöfninni ásamt fleiri myndum á bloggsíðu Árna Stefáns Árnasonar og var uppsetningin mjög svo dramatísk svo ekki sé meira sagt. Til að mynda var ein myndin af haus sem festur hafði verið í girðinguna, en þessi haus lá skammt frá girðingunni nokkrum dögum áður og er ekki vitað um tilvist hans, né hvar restin af dýrinu var. Eins og áður sagði var algerlega vonlaust að ræða við hópinn og virtist eina takmark leiðtogans vera það að geta matað fjölmiðla og aðra á því hversu miklir dýraverndarsinnar hópurinn væri og hversu aumir bændur væru og þá sérstaklega Bergur Bjarnason og Bjarni sonur hans. Bændur hafa einnig velt því fyrir sér hvar þessi hópur hafi verið veturinn 2010 og 2011 þegar hreindýrin drápust tugum saman úr hungri og vosbúð jafnvel þó að bændur reyndu að gefa þeim. Girðingarnar í Flatey Í nóvember 2011 sendi undirritaður frá sér grein varðandi girðingar í Flatey og skal enn og aftur áréttað um staðreyndir í þeim efnum. Árið 2007 urðu eigendaskipti í Flatey, Lífsval keypti jörðina og var strax hafist handa við að girða og fjarlægja ónýtar og ónothæfar girðingar. Árið 2008 var búið að girða um 9 kílómetra af nýjum girðingum umhverfis jörðina og var hún tekin út af undirrituðum að beiðni landbúnaðarráðuneytisins. Innan girðingar Flateyjar er 100 hektara spilda, svokölluð félagsrækt, og hafa nokkrir bændur hafa nýtingarrétt þar, þar á meðal Bergur Bjarnason. Félagsræktin var girt með sex strengja rafgirðingu til að halda frá búfénaði sem kynni að fara þar inn. Hreindýrin rifu niður girðingar Svo var það árið 2009 að mikið tjón varð á girðingunni eftir hreindýr og rífa þurfti megnið af henni þar sem hún var mjög léleg. Eftir standa þó staurarnir þar sem ráðgert er að girða aftur. Eftir stóðu um 900 metrar af girðingunni og var hún tekin út af undirrituðum 20. febrúar 2012 og var þá í góðu lagi. Nú í haust keypti hlutafélagið Selbakki, sem er í eigu heimamanna, Flatey og ætlar að halda áfram uppbyggingu þar. Bændur leggja mikinn kostnað í viðhald á hverju ári í girðingar í Flatey þar sem hreindýrin ryðja niður hundruð metra á hverju hausti og halda nú yfirleitt um 200 hreindýr til í Flatey í 6 mánuði á ári í nýræktunum. Þá voru um 40 staðbundin dýr í Flatey í allt sumar og eyðilögðu 14 hektara kornakur sem ekki þótti svara kostnaði að þreskja í haust. Þá skal einnig á það bent að viðhald girðinga í Flatey er til fyrirmyndar og er hæð girðinga þar umfram það sem reglugerð kveður á um. Undirritaður hefur tekið út girðingar þar undanfarin ár að beiðni bænda og sveitarstjórnar af gefnu tilefni. Eingöngu hreindýr sem festast í girðingum Finna mætti að girðingum víða í sveitum en málið er bara það að búfénaður er ekki að festast í girðingum heldur eingöngu hreindýr. Ástæðan fyrir því er sú að hreindýrin eru að klóra sér á hausnum í girðingum, tarfar að slást á fengitíð o.fl. Þá skiptir engu hvort girðingin er ný eða gömul, há eða lág. Þá er rétt að geta þess að þegar aðgerðasinnar voru að rífa niður girðingar í Flatey festist tarfur í girðingu austar á Mýrum og var sú girðing ný síðan fyrr um sumarið. Það var bóndi í sveitinni sem sá þetta og kallaði til björgunarsveit til að losa tarfinn. Er landið sem ætlað er hreindýrum orðið of rýrt? Spurningar hafa vaknað hjá bændum um það hvort landsvæði sem ætlað er hreindýrum sé of rýrt þar sem dýrin virðast þurfa á nýræktun og grænfóðri að halda. Hugsanlega ætti Umhverfisstofnun að hafa samráð við bændur þegar fjöldi dýra á ákveðnum svæðum, þá sérstaklega eignarlöndum, er ákveðinn. Enginn bóndi hefur gaman af því að hreindýr séu að flækja sig í girðingum eða drepast úr hor og vosbúð. Ærumeiðandi fréttaflutningur Vonandi varpar þessi grein skýrara ljósi inn í þá umræðu sem verið hefur um hreindýramál í sveitarfélaginu og að fjölmiðlar hætti að lepja upp órök- studdan og ærumeiðandi fréttaflutn- ing frá Árna Stefáni Árnasyni um að íbúar í Hornafirði séu dýraníðingar upp til hópa. Eins það að bændur og sveitarstjórn vanræki skyldur sínar varðandi girðingar. Árni Stefán Árnason ætti að vita það sem lögfræðingur að það eru tvær hliðar á öllum málum. Til áréttingar getur undirritaður vottað að hver einasti bóndi sem þekkir til Bergs Bjarnasonar getur staðfest að hann rekur fyrirmyndarbú og dekrar við hvern grip, það sýna afurðir á búi hans. Þarf raunhæfar tillögur Ljóst er að þetta vandamál er ekki úr sögunni þó svo að búið sé að rífa niður girðingar Bergs, það verður bara sú næsta. Þá mun ágangur hreindýra á svæðinu takmarka áframhaldandi uppbyggingu og ræktunarmöguleika á jörðinni. Nauðsynlegt er að Náttúrustofa Austurlands, sem fer með málefni hreindýra, og ráðuneytið komi að þessum málum með bændum og sveitarstjórn og komi með raunhæfar tillögur varðandi lausn á vandamálinu. Grétar Már Þorkelsson Búnaðarsambandi Austur - Skaftfellinga Búfénaður er ekki að festast í girðingum heldur eingöngu hreindýr. Ástæðan fyrir því er sú að hreindýrin eru að klóra sér á hausnum í girðingum, tarfar að slást á fengitíð og svo framvegis. Bændur leggja mikinn kostnað í viðhald á hverju ári í girðingar í Flatey þar sem hreindýrin ryðja niður hundruð Spurningar hafa vaknað hjá bændum um hvort það geti verið að það landsvæði sem ætlað er hreindýrum sé of rýrt þar sem dýrin virðast þurfa á nýræktun og grænfóðri að halda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.