Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. nóvember 20132 Fréttir Breyttar reglur: Upprunamerkingar á kjöti í árslok 2014 Síðbúinn bænda- fundur á Ísafirði Bændafundir Bændasamtakanna hafa staðið yfir síðustu vikur og gengið vel. Fresta þurfti fundi á Ísafirði vegna óhagstæðra flugskilyrða en ný dagsetning er mánudagurinn 2. desember. Á fundinn koma að sunnan þeir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, og Elías Blöndal, lögfræðingur samtakanna. Sindri ræðir um þau mál sem efst eru á baugi í landbúnaðinum en Elías fjallar um eignarhald og viðskipti með bújarðir. Á eftir erindum verða umræður. Boðið er upp á súpu og brauð en fundurinn verður haldinn á Hótel Ísafirði og hefst kl. 12.00. Framleiðsla á innlendu kjöti jókst að meðaltali um 2,2% á á tólf mánaða tímabili frá nóvember- byrjun 2012 til októberloka 2013 sam kvæmt tölum Lands- samtaka sláturleyfis hafa. Hafði framleiðsla aukist í öllum búgreinum miðað við sama tímabil í fyrra nema í nauta- kjöti og svína kjöti. Athygli vekur að innflutningur á kjöti hefur hins vegar aukist verulega á milli ára. Þannig jókst sá inn- flutningur úr 874,8 tonnum á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 í tæp 1.234 tonn á sama tímabili 2013, eða um rúm 41%. Þá hefur útflutningur á ýmsum sauðfjár afurðum einnig aukist töluvert eða um 14% á tólf mánaða tímabili og á hrossakjöti um 22,9%. Vekur einnig athygli að útflutningur á ýmsum svínaafurðum hefur aukist um 117,3%. Mest aukning í innflutningi á svína- og alifuglakjöti Mest aukning hefur orðið á innflutningi á svínakjöti fyrstu níu mánuði þessa árs eins og greint var frá í síðasta Bændablaði, úr 217,5 tonnum í 445,5 tonn. Veruleg aukning hefur líka verið í innflutningi á alifuglakjöti, eða úr 451 tonni í rúm 624 tonn. Hinsvegar hefur innflutningur á nautakjöti dregist örlítið saman, en aukist lítilsháttar á öðrum kjötvörum að undanskildi kindakjöti. Þrátt fyrir mikinn innflutning hefur innanlandsframleiðslan á alifuglakjöti líka aukist á tólf mánaða tímabili. Nam hún tæpum 8.020 tonnum og er aukningin um 2,7%. Framleiðslan í október var rúm 766 tonn. Nautakjötsframleiðslan eykst lítillega Af nautakjöti voru framleidd 359,7 tonn í október síðastliðnum sem er 8,7% samdráttur frá sama mánuði 2012. Miðað við tólf mánaða tímabil voru hins vegar framleidd 4.174,2 tonn af nautakjöti, sem er 0,6% aukning milli ára. Eldri kýr og bolar í þriðja sæti Ef litið er á frekari greiningu í nautakjötsframleiðslunni kemur í ljós að mest hefur verið framleitt af ungnautakjöti, rúm 215,8 tonn í október síðastliðnum en 2.451,7 tonn á tólf mánaða tímabili. Næst er kýrkjöt eða tæp 126,8 tonn í október og tæplega 1.449 tonn á tólf mánuðum. Kjöt af eldri kúm og bolum er svo í þriðja sæti en af því voru framleidd tæp 14 tonn í október og rúm 47,5 tonn miðað við heilt ár. Alikálafkjöt rekur svo lestina, en af því voru framleidd 776 tonn í október síðastliðnum og rétt tæp 16 tonn á 12 mánaða tímabili. Nautakjötssalan eykst lítillega milli ára Ef litið er á söluna á nautakjöti í heild hefur hún aukist um 1,1% miðað við 12 mánaða tímabil. Salan á nautakjöti sem framleitt er hér innanlands hefur í heildina aukist um 19 tonn á sama tímabili. Var salan í október einnig heldur meiri en framleiðslan og munar þar tæpum fimm tonnum, en birgðir í upphafi mánaðar námu rúmum 12 tonnum. Hlutfallslega mest aukning í hrossakjötsframleiðslu Í október voru framleidd 766,057 tonn af alifuglakjöti sem er um 8,1% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Þá voru framleidd 131,7 tonn af hrossakjöti, sem er 21,2% aukning milli ára. Þá voru framleidd 5.344,2 tonn af kindakjöti sem er 0,9% aukning frá október í fyrra. Svínakjötsframleiðslan var svo 584,6 tonn, sem er 4,4% samdráttur frá október í fyrra. Í heild voru framleidd 7.186,3 tonn af kjöti hér innanlands í október. Hrossakjötssalan hefur tekið kipp Ef tekið er mið af kjötsölu úr innlendri framleiðslu yfir 12 mánaða tímabil frá nóvemberbyrjun 2012 til októberloka 2013 hefur orðið hlutfallslega langmest aukning í sölu á hrossakjöti, eða 12,9%. Þess ber þó að geta að hlutdeild hrossakjötssölunnar af heildarkjötsölunni á innanlands- markaði er ekki nema 2,6%. Alls voru framleidd tæplega 132 tonn af hrossakjöti í október en rúmlega 1.435 tonn á tólf mánaða tímabili. Innanlandssalan á hrossakjöti er þó talsvert minni en framleiðslan eða tæp 88 tonn í október og rúm 648 tonn á tólf mánuðum. Ekki er þó um verulega birgðasöfnun að ræða heldur liggur skýringin í útflutningi sem nam rúmum 803 tonnum á 12 mánaða tímabili. Kindakjötssalan í október sló met Sala á kindakjöti frá afurða- stöðvum til kjötvinnsla og verslana í október nam rúmum 1.210 tonnum sem er 8,7% aukning frá sölu kindakjöts í október 2012. Er þetta mesta salan á kindakjöti sem náðst hefur í einum mánuði á þessari öld. Miðað við 12 mánuði er hlutfallsleg aukning í kjötsölunni næstmest í sölu á kindakjöti, eða 5,1%, en hlutdeild kindakjöts á markaðnum er 27,1%. Alifuglakjötið er í heildina vinsælast Þá hefur alifuglasalan aukist um 3,3%, en alifuglakjöt er greinilega vinsælast með neytenda. Er hlutdeild þess í heildarssölu á kjöti á 12 mánaða tímabili 31,4%. Þá hefur nautakjötsalan aukist um 1,1% á þessum 12 mánuðum, en hlutdeild nautakjöts á markaðnum er 16,5%. Hins vegar stendur salan á svínakjöti í stað en sú tegund kjötvöru er með 22,4% markaðshlutdeild, næst á eftir kindakjöti. /HKr. Heildarinnflutningur á kjöti jókst um 41% fyrstu níu mánuði ársins – Innanlandsframleiðsla miðað við tólf mánaða tímabil hefur að meðaltali aukist um 2,2% Riða greinist í Berufirði Riða af tegundinni Nor98 hefur fundist á bænum Krossi í Berufirði á Austfjörðum. Riðan fannst í kind frá bænum við reglulega skimun Matvælastofnunar fyrir skemmstu. Umrætt afbrigði riðu er talið afbrigðilegt og ekki er talin ástæða til að skera niður sauðfé á bænum. Hins vegar verður vöktun vegna riðu á Krossi og á nágrannabæjum aukin. Síðast greindist Nor98 í kind sem kom í sláturhús haustið 2011 frá bæ í Jökuldal. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að Nor98 er ekki smitandi á sama hátt og hefðbundin riða. Nor98 hefur fundist í mörgum löndum en engar vísbendingar eru um að smitefnið berist milli kinda á náttúrulegan hátt. Nor98 hefur meðal annars fundist á Nýja- Sjálandi en alþjóðlega er viðurkennt að landið sé laust við hefðbundna riðu. Því verður ekki skorið niður á Krossi en vöktun aukin. Kross er í Suðurfjarðahólfi, þar sem hefðbundin riða hefur greinst á 13 bæjum á undanförnum 20 árum frá 1994 til 2005. Í dag er sauðfé á sjö þessara bæja. Suðurfjarðahólf er því skilgreint sem riðuhólf og verður það til 2025 ef ekki greinist þar hefðbundin riða á ný. Í riðuhólfum er bannað að flytja kindur milli hjarða og full ástæða er til að minna bændur á að það bann gildir um alla bæi í hólfinu. /fr Alifuglakjöt Hrossakjöt Nautakjöt Sauðfé Svínakjöt Alifuglakjöt Hrossakjöt Nautakjöt Sauðfé * Svínakjöt * Sala á sauðfé mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsl a og verslana. Mynd/HKr. Skylt verður að merkja kjöt á markaði hérlendis með upprunamerkingum frá desember 2014. Á þetta við um ferskt og fryst svínakjöt, kindakjöt, geitakjöt og alifuglakjöt. Er þetta í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi 13. desember á næsta ári og verður skylt að taka upp hér á landi í samræmi við ákvæði EES-samningsins. Þegar eru í gildi reglur um upp- runamerkingar á fersku og frosnu nautakjöti sem tóku gildi haustið 2011. Þá verður skylt að geta upp- runa aðalhráefnis samsettrar vöru sé uppruni þess annar en vörunnar sjálfrar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Matvælastofnunar, en þar er málið sett í samhengi við umræðu um uppruna kjúklingakjöts sem hefur verið í kastljósinu undanfarna daga. Engin ákvæði eru um að merkja skuli uppruna alifuglakjöts né annars kjöts, utan nautakjöts, hér á landi. Ekkert mælir því á móti því að uppþítt kjúklingakjöt sé selt hér á landi, sem og annað kjöt. Því eru merkingar á kjöti ekki blekkjandi sé uppruni þess ekki gefinn í skyn með merkingum né markaðssetningu samkvæmt núgildandi reglum. /fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.